Langaði að segja ykkur frá súkkunni minni. Þegar ég fékk hana var hún í frekar döpru ástandi og komið ryð á slæma staði.
Því var fljótlega kippt í liðinn og einu sumri og nokkrum mánuðum seinna er hún orðin eins og ný. Einungis smá lokafrágangur eftir.
Hér kemur smá myndaflóð:

Þarna sést vel í ryðið, en þegar nánar var að gáð var komið ryð á burðarbita við afturhlera og því var ekki aftur snúið nema rífa allann kaggan í sundur og raða saman aftur.

Brettin voru frekar illa farin af ryði..
Þetta orsakaði nokkra daga umhugsun hvort verðugt væri að halda verkinu áfram..
Þarna hékk afturhlerinn eingöngu á sparsli og ryði!
Rétta þurfti framendann og stuðarinn var ónýtur..

Þá fundum við ráð til að laga gluggastykkið og var það skorið úr með lægni..

...alveg heilt og ryðlaust neðra-gluggastykki rifið úr þessum líka ónýta donor...

...og svo var bara soðið og soðið og soðið!

Þarna voru menn nú farnir að fyllast bjartsýni og haldið var áfram að fullum krafti.

Hornið þarna megin var einnig horfið og suðum við í það aftur..
Svo var kvikindið tekið á kerru og brunað í bæinn þar sem við máluðum læðuna eina helgina..






og svona stendur hún í dag.
Nú á eftir að setja vökvastýrið í, breikka brettakanntana aðeins, og smella framstuðaranum á.