Postfrá grimur » 02.mar 2013, 00:19
Það er fullt hægt að gera.
Opna egr ventilinn aðeins, hreinsa spíssa og þéttingar þannig að það sé enginn vacúm leki, burt með hvarfakútinn og 3" púst allavega frá vél, helst flækjur samt. Passa að allt sé 100% þétt í kringum oxy sensorinn í pústinu, og já hann verður að vera.
Þræðir og kerti auðvitað, hrein loftsía og helst opna loftsíuboxið til að auka flæði. Passa að allir hitanemar séu í lagi, það er hægt að testa þá með fjölmæli. Fylla á kælivatnið með bílinn í halla uppámóti, það getur komið lofttappi aftast hjá hitanemanum í vatnsrásinni sem ruglar allt. Strekkja á fjöðrinni í MAF sensornum um fáeinar tennur, muna að merkja við upphafs stöðuna með túss til að geta bakkað í upphafsstöðu. Muna svo að það þarf að keyra bílinn við mismunandi álag og snúning í smá tíma áðurnen tölvan nær að aðlaga sig og stabílisera eftir breytingar, hún bregst ekki strax við. Sennilega er best að núlla hana (geymasamband af í nokkrar mín.) eftir allar meiriháttar aðgerðir í þessu.
Þetta er svona það helsta sem ég man eftir í fljótu bragði.
Og já...ég er 188 á hæð og það fer sérlega vel um mig í Hilux/4Runner. Þetta er bara spurning um smekk og vana held ég.
Kv
Grímur