V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá kjartanbj » 25.feb 2013, 21:41

StefánDal wrote:Ég átti einu sinni 4Runner V6 á 38" og með 5.29 hlutföllum. Hann var að eyða 10-12 í langkeyrslu og 14 innanbæjar. Gat náð honum niður í 8,5 á langkeyrslu við kjör aðstæður.



þú átt skilið verðlaun fyrir að hafa náð þessum mótor niður í þessa eyðslu, því það er bara ekki fræðilegur möguleiki að ná honum niður í 8.5 á hundraðið


Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá -Hjalti- » 25.feb 2013, 21:43

kjartanbj wrote:
StefánDal wrote:Ég átti einu sinni 4Runner V6 á 38" og með 5.29 hlutföllum. Hann var að eyða 10-12 í langkeyrslu og 14 innanbæjar. Gat náð honum niður í 8,5 á langkeyrslu við kjör aðstæður.



þú átt skilið verðlaun fyrir að hafa náð þessum mótor niður í þessa eyðslu, því það er bara ekki fræðilegur möguleiki að ná honum niður í 8.5 á hundraðið


ég náði mínum reglulega langt niður fyrir 8 á hundraði við bestu aðstæður , sá eitt sinn 6.5 á hundraði.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá StefánDal » 25.feb 2013, 22:30

kjartanbj wrote:
StefánDal wrote:Ég átti einu sinni 4Runner V6 á 38" og með 5.29 hlutföllum. Hann var að eyða 10-12 í langkeyrslu og 14 innanbæjar. Gat náð honum niður í 8,5 á langkeyrslu við kjör aðstæður.



þú átt skilið verðlaun fyrir að hafa náð þessum mótor niður í þessa eyðslu, því það er bara ekki fræðilegur möguleiki að ná honum niður í 8.5 á hundraðið


Ég hef aldrei átt 4Runner og mér hefur aldrei dottið í hug að borga pening fyrir bíl með 3VZ. Langaði bara að prufa að vera lygasjúkur og veruleikafirrtur eins og sumir.

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá arni87 » 25.feb 2013, 22:42

Vinur minn var með Hilux með 3 lítra 4Runner mótor og sjáfskiftur, hann var að ná 14-16 í blönduðum akstri og 14 í Langkeyrslu, það kom aldrei til greyna að mæla hann innanbæjar.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá Stebbi » 25.feb 2013, 22:53

-Hjalti- wrote:ég náði mínum reglulega langt niður fyrir 8 á hundraði við bestu aðstæður , sá eitt sinn 6.5 á hundraði.


Hefurðu athugað kertin nýlega, gæti líka verið að það þurfi að stilla platínurnar í kveikjuni fyrst hann er að eyða svona mikið hjá þér, eins getur líka verið að aftari hólfin standi aðeins opin.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá kjartanbj » 25.feb 2013, 22:58

StefánDal wrote:
kjartanbj wrote:
StefánDal wrote:Ég átti einu sinni 4Runner V6 á 38" og með 5.29 hlutföllum. Hann var að eyða 10-12 í langkeyrslu og 14 innanbæjar. Gat náð honum niður í 8,5 á langkeyrslu við kjör aðstæður.



þú átt skilið verðlaun fyrir að hafa náð þessum mótor niður í þessa eyðslu, því það er bara ekki fræðilegur möguleiki að ná honum niður í 8.5 á hundraðið


Ég hef aldrei átt 4Runner og mér hefur aldrei dottið í hug að borga pening fyrir bíl með 3VZ. Langaði bara að prufa að vera lygasjúkur og veruleikafirrtur eins og sumir.



ég hefði alveg trúað þessu niður kambana í lausagangi :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá Stebbi » 25.feb 2013, 23:02

Meira svona niður Kambana í frjálsu falli. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá grimur » 27.feb 2013, 23:06

Mér finnst nú ekkert sérstakt að vera brigzlað um lygar eða þaðanaf verra, verandi einn af þeim sem(kannski fáu já) sem hafa náð að hemja eyðsluna á þessum ágætis gripum.
Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst ekkert spennandi þegar hann var að súpa næstum 30 á hundraðið í léttri keyrslu þarna til að byrja með.
Ég komst hins vegar að því að með því að koma öllu í lag og fikta svolítið umfram normið má ná eyðslunni vel niður. Það var aðallega tvennt sem ég gerði sem er ekki alveg standard viðhald: Opnaði MAF sensor boxið ofaná lofthreinsaranum og jók "preload" á trekkspjaldinu. Þannig heldur tölvan að það sé minna loft að fara inná vél heldur en í raun. Þetta lagar aðeins sviðið sem tölvan hefur til að vinna með. Mi grunar að það slakni á þessari fjöður með tímanum og tölvan lendi útí horni án þess að vera prógrömmuð til að laga blönduna.
Hitt sem er svoítið spes og er alveg þversögn á allt sem heitir tjúnnun og aflaukning; ég boraði út EGR ventilinn þannig að hann flæddi svolítið betur. Þannig á vélin auðveldara með að krúsa á tiltölulega lágum snúning með daufa blöndu af bensíni án þess að banka. Það að blanda upp með pústinu gerir tvennt, minnkar effektíft rúmtak vélar OG eykur þjappþol blöndunnar þegar lítið bensín er með loftinu.

Auðvitað tók þetta heilmikinn tíma, pælingar og dútl að ná þessu svona. Í dag væri ég alveg til í að hafa þennan mótor í þeim bíl sem ég nota daglega, frekar en þessa 2.5 turbodiesel hækju sem er alveg að gera mig brjálaðan og eyðir alltaf 13 á hundraðið.

kv
Grímur


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá Dodge » 28.feb 2013, 15:14

Ég er með eina dæmisögu um eyðslu á japönskum V6 vélum.

Við keyrðum eitt sinn 3 saman akureyri - reyðarfjörður.
Ég á Dodge RamCharger 360 V8 (Volgur blöndungsmótor) á 4.56 hlutföllum og 35" (allt of lág hlutföll fyrir vegaakstur sumsé)
Einn á V6 4runner og annar á V6 Pajero, báðir á 30 - 33" dekkjum.

Ég man ekki tölurnar nákvæmlega en ég allavega eyddi minnstu sneiti í þetta ferðalag,, sem er vandræðalegt.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá lecter » 28.feb 2013, 20:38

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 20:52, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

reynirh
Innlegg: 102
Skráður: 22.okt 2011, 00:15
Fullt nafn: Reynir Hilmarsson
Bíltegund: Musso 39,5-44"
Staðsetning: Húsavík

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá reynirh » 28.feb 2013, 20:40

Var að reikna heimleðina úr ferðini 223 km=60l, Og ekki var ekinn sparakstur á þeirri leið fórum úr kverkfjöllum um 9 leitið og vorum komnir til Húsavíkur kl fjögur 7 tímar, snúningshraðinn á vélini hjá mér var mest allan tíman 3000rpm-4500rpm og annar gír í háa 40-60 kmh, hafði ekki kraft í þriðja gír en dísel jálkarnir gátu verið í hærri gírum en ég en á 38".
120-130 lítrar hjá mér 80-100 ca á díselbílana öll ferðin. Veit að einn turbólaus dobblari 38" á 5,71 var með 90l en honum var haldið vel við efnið alla ferðina.
Reynir Hilmarsson Húsavík.


helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá helgierl » 28.feb 2013, 21:22

Minn sjálfskifti óbreytti v6 runner eyddi 14 í langkeyrslu á góðum sumardegi en var almennt í 17-18. Aldrei yfir 20. Miklir klassa bílar en með galla eins og heddpakkningarnar og afturhlerann. Sjálfskifti bíllinn með samhæfðan millikassa þannig að ekki þarf að stoppa til að skipta úr og í lága. Mjög ljúft í slóða akstri. Ætti að vera í fleiri bílum held ég.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá lecter » 28.feb 2013, 21:37

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 20:53, breytt 1 sinni samtals.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá kjartanbj » 28.feb 2013, 21:46

þú meinar liggja?'
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

reynirh
Innlegg: 102
Skráður: 22.okt 2011, 00:15
Fullt nafn: Reynir Hilmarsson
Bíltegund: Musso 39,5-44"
Staðsetning: Húsavík

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá reynirh » 28.feb 2013, 21:47

Allveg ljómandi gott enda minn orðin 3 metrar á milli hjóla og fer vel með mig. og ég er 190 cm á lengd.
Reynir Hilmarsson Húsavík.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá lecter » 28.feb 2013, 21:54

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 20:53, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá Hfsd037 » 28.feb 2013, 22:43

lecter wrote:þið 4Runner og Hlux menn talið alldrei um hvernig er að sitja i þessum bilum


Það er fínt að sitja í mínum ;)

Image
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá Stebbi » 28.feb 2013, 22:48

Gallinn við að laga til sætin í Hilux/4runner er sá að þá er meðalmaður kominn með hausinn skuggalega nálægt toppnum. Ég var með sæti úr Toyota Carina í gamla hiluxinum mínum og vel upphækkuð og það slapp fyrir hálfmenni eins og mig en bara rétt svo.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá Hfsd037 » 28.feb 2013, 22:52

Stebbi wrote:Gallinn við að laga til sætin í Hilux/4runner er sá að þá er meðalmaður kominn með hausinn skuggalega nálægt toppnum. Ég var með sæti úr Toyota Carina í gamla hiluxinum mínum og vel upphækkuð og það slapp fyrir hálfmenni eins og mig en bara rétt svo.


Þótt BMW sætin séu há hjá mér þá er bilið á milli haus og topps í Hiluxinum bara eins og í öðrum bílum
Þú sérð á myndinni hvað hnakkapúðarnir eru langt frá toppnum, sætin eru í lægstu stöðu á myndinni en ef ég stilli sætin í hæstu stöðu þá sé ég kastarana liggur við
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá -Hjalti- » 28.feb 2013, 23:01

Þetta er bara eins og að sitja í fólksbíl.. Er það svona hræðilegt ? Það eru allir jeppar með galla. Ef það væri ekki fyrir þessi sæti þá væri 4Runner fullkomin :D
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

muggur
Innlegg: 378
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá muggur » 28.feb 2013, 23:29

-Hjalti- wrote:Þetta er bara eins og að sitja í fólksbíl.. Er það svona hræðilegt ? Það eru allir jeppar með galla. Ef það væri ekki fyrir þessi sæti þá væri 4Runner fullkomin :D


Þ.e þetta væri Pajero :-)
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá Stebbi » 01.mar 2013, 00:42

muggur wrote:
-Hjalti- wrote:Þetta er bara eins og að sitja í fólksbíl.. Er það svona hræðilegt ? Það eru allir jeppar með galla. Ef það væri ekki fyrir þessi sæti þá væri 4Runner fullkomin :D


Þ.e þetta væri Pajero :-)


Akkúrat
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá lecter » 01.mar 2013, 00:59

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 20:54, breytt 1 sinni samtals.


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá Valdi B » 01.mar 2013, 01:17

muggur wrote:
-Hjalti- wrote:Þetta er bara eins og að sitja í fólksbíl.. Er það svona hræðilegt ? Það eru allir jeppar með galla. Ef það væri ekki fyrir þessi sæti þá væri 4Runner fullkomin :D


Þ.e þetta væri Pajero :-)


mér finnst klárlega þægilegt aðs itja í pajero en það er ekkert annað sem heillar mig við þá...

ég var alinn upp hilux maður og ég sé og hef aldrei séð neitt að því að sitja í hilux eða 4runner, fyrir utan að ég fæ í bakið við að sitja í 4runner stólum, bæði finnst mér hliðarnar á þeim óþægilegar en að mestu leyti þá rústaði ég á mér bakinu þegar ég dúndraði útaf á 200 kmh þegar ég var 17 ára,langt síðan en 4runner sætin fara verst í bakið á mér fyrir utan sumar vinnuvélar hehe :)

en það var verið að tala um eyðslu á 4runner hérna ... er ekki um að gera að halda sig við það hér eftir ?
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá StefánDal » 01.mar 2013, 03:43

Ég er einn af þeim sem finnst mjög gott að sitja í Hilux og 4Runner og er það að miklum hluta til vegna þess að maður situr eins og í fólksbíl. Ég þoli ekki "ásetuna" í Vitöruni sem ég á núna. Mér finnst ég sitja eins og rútubílstjóri, auk þess er bílstjórasætið ömurlegt.

Kannski rétt að taka það fram að ég er 174 á hæð...


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá lecter » 01.mar 2013, 10:02

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 20:56, breytt 2 sinnum samtals.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá Stebbi » 01.mar 2013, 11:01

Það er nátturlega algjör tímaskekkja að fara að notast við TH350/400 skiptingu í einhverju sem á að fara nota sem ferðajeppa. En ef þú vilt vera old-school þá skal ég selja þér 400 skiptingu fyrir 150 þús.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá grimur » 02.mar 2013, 00:19

Það er fullt hægt að gera.
Opna egr ventilinn aðeins, hreinsa spíssa og þéttingar þannig að það sé enginn vacúm leki, burt með hvarfakútinn og 3" púst allavega frá vél, helst flækjur samt. Passa að allt sé 100% þétt í kringum oxy sensorinn í pústinu, og já hann verður að vera.
Þræðir og kerti auðvitað, hrein loftsía og helst opna loftsíuboxið til að auka flæði. Passa að allir hitanemar séu í lagi, það er hægt að testa þá með fjölmæli. Fylla á kælivatnið með bílinn í halla uppámóti, það getur komið lofttappi aftast hjá hitanemanum í vatnsrásinni sem ruglar allt. Strekkja á fjöðrinni í MAF sensornum um fáeinar tennur, muna að merkja við upphafs stöðuna með túss til að geta bakkað í upphafsstöðu. Muna svo að það þarf að keyra bílinn við mismunandi álag og snúning í smá tíma áðurnen tölvan nær að aðlaga sig og stabílisera eftir breytingar, hún bregst ekki strax við. Sennilega er best að núlla hana (geymasamband af í nokkrar mín.) eftir allar meiriháttar aðgerðir í þessu.

Þetta er svona það helsta sem ég man eftir í fljótu bragði.

Og já...ég er 188 á hæð og það fer sérlega vel um mig í Hilux/4Runner. Þetta er bara spurning um smekk og vana held ég.

Kv
Grímur


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Postfrá lecter » 02.mar 2013, 11:45

,


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur