54" fróðleikur/vinna/breiting
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
54" fróðleikur/vinna/breiting
Sælir félagar smá umræða og upplýsingar um 54" dekk tegund Mikey Thompsson ef menn hafa áhuga á. Félagi minn og góður vinur kom norður og erindið var að græja 54" dekk á 20" felgur sem eru samans krúfaðar með grind inn í til að verjast affelgun. Þetta er smíðað fyrir sunnan hjá Smára og eru alveg snilldar vinnubrögð á þessu. Allt passar fullkomlega og vandað til á allan hátt. Að venju fór ég í mælingar á hæð og þyngd á felgum sér og dekkum og bar saman við 46" og 49" og fer það í fróðleiksbrunninn um dekk. Alltaf notað sama málbandið og sama vigtinn. Á meðan á þessari vinnu stóð mallaði sauðalæri í ofninum. Ég var búinn að heyra að þetta væri töluverð vinna að setja svona dekk á svona felgur. Þar sem við áttum handlegg fyrir höndum eins og máltækið segir var byrjað eld snemma eða um 10.00.Byrjuðum á að setja grindurnar inn í dekkin og var tekið hraustlega á því og engin hjálpartæki notuð enda sú verslun Adam og Eva ekki til hér í bæ. Síðan voru dekkin sett á felgurnar og smíðaður 5mm O hringur í hverja felgu og allt boltað saman með 36st af 12mm boltum og hert eftir kúnstarinnar reglum. Síðan var allt prufað með vatni og athugað með leka. Enginn leki á neinu. Ég hafði vigtað 54" dekkið áður og var það 97 kg. Eitt stikki felga og grindinn eða affelgunarvörninn ásamt boltum rétt um 50kg. Svo dekk og felga er um 150kg og stendur dekkið með 20 pund af lofti 133cm á hæð. Settum tvær 54" hlið við hlið og settum síðan nýja 46" á felgu með 20 pundum á milli þeirra og var hæðar munurinn 23cm milli dekka. Hæð undir kúlu á 54" hásing dana 60 Ford var 49 cm miðað við 20 pund í dekki. kveðja guðni
- Viðhengi
-
- grindin kominn í dekkið
- photo 5.jpg (13.69 KiB) Viewed 19276 times
-
- kallinn fastur í dekkinu
- photo 3.jpg (39.17 KiB) Viewed 19276 times
-
- felgur og grind innan í dekkið
- photo 1.JPG (37.74 KiB) Viewed 19276 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 25.feb 2013, 00:09, breytt 2 sinnum samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Meira seinna ef menn vilja og hafa áhuga á kveðja guðni
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
sukkaturbo wrote:Meira seinna ef menn vilja og hafa áhuga á kveðja guðni
Ekki spurning.
Gætirðu tekið mynd af fjöðrunarbúnaðinum á þessum Ford svona til að sjá líka hversu mikið hann er hækkaður og svoleiðis :)
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Hljómar eins og uppskrift að góðum degi, lambið klikkar seint :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Fínt að fá upplýsingar um trukkinn hérna alltaf gaman að skoða breitingar,þessi er greinilega kominn með gamla alvöru king pin framhásingu undir.
Var það gert til að fá betri legubúnað eða spindilbúnað eða bara bæði betra?
Var það gert til að fá betri legubúnað eða spindilbúnað eða bara bæði betra?
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Guðni ef bílinn er en hjá þér þá væri flott að fá mynd af auka mælum sem eru í þessum bíl, og hvað þeir gera ég veit að eigandin er mæla glaður og eru þetta snildar mælar sem margir hér gætu hugsað sér að versla
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Guðni hvað eru felgurnar háar ?
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Lambið var gott, Kíkti á kallana um 3 leitið, þá voru hjólin komin undir bílin og lambið svo til uppétið, en náði að smakka, Takk fyrir mig Guðni.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Sælir strákar. Við vorum 5 vinnustundir að setja dekkin á felgurnar og taka 49" undan og setja 54" undir. Þannig að á dekkaverkstæði með öllum græjum og dóti ætti þetta að taka svona þrjá tíma og kosta svona um 10.000 krónur finnst mér. Þetta er ekki eins mikið mál að gera þetta og ég var búinn að frétta og fínt fyrir öryrkja og aumingja eins og mig að dunda sér við þetta til að eyða deginum. Menn eru örugglega mikið fljótari að þessu í Reykjavík enda er ég orðin slappur til átaka og frekar latur. En hrúturinn reddaði þessu. þetta eru Unimog felgur að hluta eða 20"hringur og búið að smíða aðrar miðjur. Úrhleypibúnaður í nöfum og loftmælar sem Jörgen flytur inn og eru tveir gluggar í hverjum mæli. Þetta eru 50 mm mælar eða þessir hefðbundnu. Set inn meiri myndir síðar. Farið var í brekkuklifur á dag á skriðgírum og það er alveg ótrúlegt hvað þessi dekk eru gripmikil og sama verð ég að segja um 46". hún er ekki síðri í þessu blotafæri á góðum skriðgír. Þetta munstur er að þrælvirka í blautum snjó og mikklum brekkum. kveðja guðni
Síðast breytt af sukkaturbo þann 24.feb 2013, 15:45, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
sukkaturbo wrote:Sælir strákar. Við vorum 5 vinnustundir að setja dekkin á felgurnar og taka 49" undan og setja 54" undir. Menn eru örugglega mikið fljótari að þessu í Reykjavík enda er ég orðin slappur til átaka og frekar latur. En hrúturinn reddaði þessu. þetta eru Unimog felgur að hluta eða 20"hringur og búið að smíða aðrar miðjur. Úrhleypibúnaður í nöfum og loftmælar sem Jörgen flytur inn og eru tveir gluggar í hverjum mæli. Þetta eru 50 mm mælar eða þessir hefðbundnu.
Sæll Guðni, áttu nokkuð myndir af mælunum og svo hvað þeir kosta ?
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 31.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
- Bíltegund: Dodge Ram 2500
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
sukkaturbo wrote:Sælir strákar. Við vorum 5 vinnustundir að setja dekkin á felgurnar og taka 49" undan og setja 54" undir. Menn eru örugglega mikið fljótari að þessu í Reykjavík enda er ég orðin slappur til átaka og frekar latur. En hrúturinn reddaði þessu. þetta eru Unimog felgur að hluta eða 20"hringur og búið að smíða aðrar miðjur. Úrhleypibúnaður í nöfum og loftmælar sem Jörgen flytur inn og eru tveir gluggar í hverjum mæli. Þetta eru 50 mm mælar eða þessir hefðbundnu.
hver er jörgen?
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Sæll Jörgen er með síma gsm 6605455 og hann reddar öllum andskotanum og stundum honum líka,og flytur inn dót að utan pantar og gerir. Hjá honum er mikil þekking og reynsla. kveðja guðni
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Þetta eru mælarnir sem Jörgen er með, þeir er svo nákvæmir að þeir sína RÉTT enda verðið eftir því
http://www.spatechnique.com/product_pag ... .cfm?cat=2
þessi er góður fyrir dekkin (úrhleypibúnað)
http://www.spatechnique.com/product_pag ... cfm?id=384
http://www.spatechnique.com/product_pag ... .cfm?cat=2
þessi er góður fyrir dekkin (úrhleypibúnað)
http://www.spatechnique.com/product_pag ... cfm?id=384
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
xenon wrote:Þetta eru mælarnir sem Jörgen er með, þeir er svo nákvæmir að þeir sína RÉTT enda verðið eftir því
http://www.spatechnique.com/product_pag ... .cfm?cat=2
þessi er góður fyrir dekkin (úrhleypibúnað)
http://www.spatechnique.com/product_pag ... cfm?id=384
Tveir af þessum neðri kosta um 109þús úti. Og þá á eftir að flytja þá inn.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
jeepson wrote:xenon wrote:Þetta eru mælarnir sem Jörgen er með, þeir er svo nákvæmir að þeir sína RÉTT enda verðið eftir því
http://www.spatechnique.com/product_pag ... .cfm?cat=2
þessi er góður fyrir dekkin (úrhleypibúnað)
http://www.spatechnique.com/product_pag ... cfm?id=384
Tveir af þessum neðri kosta um 109þús úti. Og þá á eftir að flytja þá inn.
Jörgen er að selja þetta hér heima ásamt hundruðum mæla fyrir allan iðnað á ísl og eru það ekki þessi verð þó eru þessir mælar dýrari en t.d Bílanaust mælar og margir aðrir sem eru með allt upp í 1 PSI skekkju þessir eru með 0.1 psi skekkju, ég vill ekki vera með 1 psi skekkju í dekk mæli þegar ég er komin í 2 PSI í þungu færi, seigum að þetta séu mælar fyrir kröfuharða já og alvöru jeppa :-)
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
jon wrote:
Virkilega snyrtilegt
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
-
- Innlegg: 165
- Skráður: 05.feb 2010, 16:19
- Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
- Staðsetning: Sandgerði
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
enn hvernig er það eru menn farnir að fá soðun einungis með stýristjakk
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team
TurboCrew Offroad Team
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Þetta er bara það allra flottasta það er líka togstöng tjakkurinn er svo notaður sem millibilsstöng í leiðinni.
Bara snilld og virkar flott.
Bara snilld og virkar flott.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
jeepcj7 wrote:Þetta er bara það allra flottasta það er líka togstöng tjakkurinn er svo notaður sem millibilsstöng í leiðinni.
Bara snilld og virkar flott.
Ég hef eimitt oft undrað mig á því afhverju þetta setup er ekki notað oftar. Þetta er í annað skiptið sem ég sé þetta í götubíl.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
SævarM wrote:enn hvernig er það eru menn farnir að fá soðun einungis með stýristjakk
Nei, menn ættu ekki að fá skoðun þannig, en mér sýnist nú glitta í togstöngina þarna fyrir ofan.
Hvar fæst svona tvívirkur tjakkur með stöng úr báðum endum?
Kv.
Gísli.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
xenon wrote:jeepson wrote:xenon wrote:Þetta eru mælarnir sem Jörgen er með, þeir er svo nákvæmir að þeir sína RÉTT enda verðið eftir því
http://www.spatechnique.com/product_pag ... .cfm?cat=2
þessi er góður fyrir dekkin (úrhleypibúnað)
http://www.spatechnique.com/product_pag ... cfm?id=384
Tveir af þessum neðri kosta um 109þús úti. Og þá á eftir að flytja þá inn.
Jörgen er að selja þetta hér heima ásamt hundruðum mæla fyrir allan iðnað á ísl og eru það ekki þessi verð þó eru þessir mælar dýrari en t.d Bílanaust mælar og margir aðrir sem eru með allt upp í 1 PSI skekkju þessir eru með 0.1 psi skekkju, ég vill ekki vera með 1 psi skekkju í dekk mæli þegar ég er komin í 2 PSI í þungu færi, seigum að þetta séu mælar fyrir kröfuharða já og alvöru jeppa :-)
Alveg sammála með skekkjuna. Hún má ekki vera meira en 0.1 helst ekki meir en 0.01. En veistu hvað þessi mælar kosta hjá Jörgen?? Ég er svona að velta því fyrir mér að græja úrhleypi búnað í jeppann..
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Svona tjakkar eru í flestum traktorum,lyfturum osfv. en oftast er þetta bara smíðað fyrir hvert verkefni hjá td. Landvélum
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Fleiri myndir
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Mér skilst að það megi nota svona millibilsstangar-tjakk ef að stýrismaskínan er notuð til að stýra honum. Tengt eins og venjulegur hjálpartjakkur nema engin togstöng.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
jeepcj7 wrote:Fínt að fá upplýsingar um trukkinn hérna alltaf gaman að skoða breitingar,þessi er greinilega kominn með gamla alvöru king pin framhásingu undir.
Var það gert til að fá betri legubúnað eða spindilbúnað eða bara bæði betra?
Það væri gaman að fá upplýsingar um hlutföll, læsingar, loftpúðastærð, sverleika öxla og svona helsta spec-ið :)
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Ég er farinn að hallast að því að verkstæðið hjá þér Guðni sé Mekka jeppamannsins.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Stebbi wrote:Mér skilst að það megi nota svona millibilsstangar-tjakk ef að stýrismaskínan er notuð til að stýra honum. Tengt eins og venjulegur hjálpartjakkur nema engin togstöng.
Það er að sjálfsögðu áfram notuð togstöng það er hún sem tengir maskínuna við stýrisganginn.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
jeepcj7 wrote:Stebbi wrote:Mér skilst að það megi nota svona millibilsstangar-tjakk ef að stýrismaskínan er notuð til að stýra honum. Tengt eins og venjulegur hjálpartjakkur nema engin togstöng.
Það er að sjálfsögðu áfram notuð togstöng það er hún sem tengir maskínuna við stýrisganginn.
Ég verð að viðurkenna vanþekkingu mína á þessu. En er tjakkurinn þá bara á togstönginni eða er önnur tögstöng þarna sem ég sé ekki :) ?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Já ef þú rýnir vel í myndina þá sérðu róna á stýrisendanum frá togstönginni á hægra framhjólinu
Ég hef sjálfur ekki keyrt bíl með svona búnað en einn góður kunningi minn sagði að það væri EKKERT slag í stýrinu og að maður þyrfti alltaf að hafa hugann við aksturinn með svona búnað. Þekkir það einhver?
Ég hef sjálfur ekki keyrt bíl með svona búnað en einn góður kunningi minn sagði að það væri EKKERT slag í stýrinu og að maður þyrfti alltaf að hafa hugann við aksturinn með svona búnað. Þekkir það einhver?
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Togstöngin gengur í gegnum tjakkin hún er í raun tjakkstöng í leiðinni svo er maskínan útfærð þannig að ekkert hjálparátak er á togstönginni heldur fer allur vökvakrafturinn í tjakkinn
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
juddi wrote:Togstöngin gengur í gegnum tjakkin hún er í raun tjakkstöng í leiðinni svo er maskínan útfærð þannig að ekkert hjálparátak er á togstönginni heldur fer allur vökvakrafturinn í tjakkinn
Daggi, þú meinar að millibilsstöngin gengur í gegnum tjakkinn!
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
juddi wrote:Togstöngin gengur í gegnum tjakkin hún er í raun tjakkstöng í leiðinni svo er maskínan útfærð þannig að ekkert hjálparátak er á togstönginni heldur fer allur vökvakrafturinn í tjakkinn
Alveg rétt það var þannig sem það var, menn gelda hjálparátakið á togstöngina og láta tjakkinn um vinnuna.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Sælir strákar það er venjuleg togstöng í bílnum og tjakkurinn er bara viðbót. Bíllinn er mjög eðlilegur í stýri þéttur og mátulega léttur og þyngist ekkert við að hleypa úr niður í 1,5 pund. Engin jeppaveiki þó svo að dekkin og felgurnar séu ekki ballanseruð. Síðan sem mér þykir must er að það eru þrír millikassar. 5:13 hlutföll og loftlæsingar aftan og framan 35 rillu öxlar ekkert bodýlyft og um 65 til 70 cm upp á stigbrettið sjá mynd þar sem ég stend við bílinn. Ég er um 180 cm þegar ég stend en 185 cm þegar ég leggst á bakið.En það var um 90 cm á sukkunni minni á 46".kveðja guðni
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Flottur bíll og skemmtilegur felgubúnaður, en 3 millikassar? eru menn ekki bara að missa sig í dótastuðlinum? :)
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
sukkaturbo wrote:Sælir strákar það er venjuleg togstöng í bílnum og tjakkurinn er bara viðbót. Bíllinn er mjög eðlilegur í stýri þéttur og mátulega léttur og þyngist ekkert við að hleypa úr niður í 1,5 pund. Engin jeppaveiki þó svo að dekkin og felgurnar séu ekki ballanseruð. Síðan sem mér þykir must er að það eru þrír millikassar. 5:13 hlutföll og loftlæsingar aftan og framan 35 rillu öxlar ekkert bodýlyft og um 65 til 70 cm upp á stigbrettið sjá mynd þar sem ég stend við bílinn. Ég er um 180 cm þegar ég stend en 185 cm þegar ég leggst á bakið.En það var um 90 cm á sukkunni minni á 46".kveðja guðni
Guðni ég hélt að þú værir bara 1,40 m, það lítur þannig út þegar þú stendur við hliðina á Fordinum.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Sælir nei gamli ég er 6x6 fet á kant og 150 kg vel skitinn og baðaður. Er samt að hugsa um að létta mig um einn 38 Mudder á þessu ári kveðja guðni
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
sukkaturbo wrote:Sælir nei gamli ég er 6x6 fet á kant og 150 kg vel skitinn og baðaður. Er samt að hugsa um að létta mig um einn 38 Mudder á þessu ári kveðja guðni
Með eða án felgu?
http://www.jeppafelgur.is/
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Jebb akkurat
Kiddi wrote:juddi wrote:Togstöngin gengur í gegnum tjakkin hún er í raun tjakkstöng í leiðinni svo er maskínan útfærð þannig að ekkert hjálparátak er á togstönginni heldur fer allur vökvakrafturinn í tjakkinn
Daggi, þú meinar að millibilsstöngin gengur í gegnum tjakkinn!
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Re: 54" fróðleikur/vinna/breiting
Hjörturinn wrote:Flottur bíll og skemmtilegur felgubúnaður, en 3 millikassar? eru menn ekki bara að missa sig í dótastuðlinum? :)
Ég held ég geti fullyrt að allir þessir 54" trukkar eru með þrjá millikassa, þetta er ekki spurning um dótastuðul heldur að ná almennilegri niðurgírun :)
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir