Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Hfsd037 » 17.jan 2013, 18:38

elliofur wrote:Kostnaður var nú svosem ekki mikill, ég fékk mótorinn upp í vinnu (kringum 90 þúsund) keyrður 187þúsund og gírkassarnir báðir sem ég þurfti til að púsla saman í einn með framdrifi réttu megin kostaði 30 þúsund. Annar kostnaður liggur bara í vinnu fyrir utan eitthvað smá dótarí sem var bara til í skúrnum, fyrir utan nýja fóðringu fyrir gírstöngina upp á ca þúsundkall :)
En þeir voru djöfull margir dagarnir sem fóru í rafkerfið, því neita ég ekki. Og þetta 50 tíma gisk var bara gisk, ég hélt tímafjölda við þetta verkefni ekki saman.



Þá er nú ekki mikill verðmunur á þessu hjá okkur, ég lét lengjuna mína upp í 1kz-t lengjuna og borgaði 200 þús á milli
en ég veit td. að stefán dal var kominn með 1kz-t vél á lítinn pening, það er alveg hægt að grafa ódýrar vélar upp bara ef maður nennir að hafa fyrir því..

En eins og einn sagði, hlutur er alltaf þess virði, sem einhver er tilbúinn að greiða fyrir hann, það er staðreynd, allt annað er skoðun einhvers :)


Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá -Hjalti- » 17.jan 2013, 19:01

Hfsd037 wrote:
En eins og einn sagði, hlutur er alltaf þess virði, sem einhver er tilbúinn að greiða fyrir hann, það er staðreynd, allt annað er skoðun einhvers :)



Ég held að menn losni ekki svo auðveldlega við dýrar 1kzt vélar í dag. Ég var komin niður í 200þ með mitt kram ( Vél , kassar , rafkerfi , drifsköpt , rafkerfi og vatnskassi ) og menn voru ekkert að henda sér á þetta.
Held að þessar vélar séu að hríðfalla í verði enda engin heilvita maður sem borgar 250þ + fyrir þetta kram
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Hfsd037 » 17.jan 2013, 19:29

-Hjalti- wrote:
Hfsd037 wrote:
En eins og einn sagði, hlutur er alltaf þess virði, sem einhver er tilbúinn að greiða fyrir hann, það er staðreynd, allt annað er skoðun einhvers :)



Ég held að menn losni ekki svo auðveldlega við dýrar 1kzt vélar í dag. Ég var komin niður í 200þ með mitt kram ( Vél , kassar , rafkerfi , drifsköpt , rafkerfi og vatnskassi ) og menn voru ekkert að henda sér á þetta.
Held að þessar vélar séu að hríðfalla í verði enda engin heilvita maður sem borgar 250þ + fyrir þetta kram


Fer verðið á þessari vél svona mikið fyrir brjóstið á þér?
Þetta er ekki flókið dæmi, sumir eru tilbúnir til þess að greiða uppsett verð fyrir hlutinn, aðrir ekki, þriðji hópurinn eru bara dekkjasparkar.

Ég þekki ekki einn heilvita jeppamann, þannig er það nú ;)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá -Hjalti- » 17.jan 2013, 19:53

Hvernig lestu það út úr þessu ?? Ég er bara að deila minni reynslu. Ég var nú bara að auglýsa svona kram til sölu útum allt á netinu fyrir örfáum mánuðum og áhugan vantaði ekki en það var engin tilbúinn að borga neitt fyrir þetta. En hvað veit ég svosem um þetta..
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Hfsd037 » 17.jan 2013, 20:14

-Hjalti- wrote:Hvernig lestu það út úr þessu ?? Ég er bara að deila minni reynslu. Ég var nú bara að auglýsa svona kram til sölu útum allt á netinu og áhugan vantaði ekki en það var engin tilbúinn að borga neitt fyrir þetta. En hvað veit ég svosem um þetta..


Það koma tímar og ár, ég hef sjálfur enga reynslu af sölu á svona vélum..
Í mínu tilfelli var þessi vél td einfaldasti og þar af leiðandi fljótlegasti kosturinn fyrir mig, ég var alveg tilbúinn til þess að borga pínu extra fyrir plug and play mótor.
Mér lá svakalega á að koma mótornum ofan í jeppann og ég þakkaði guði fyrir hvað þetta var einfalt og þæginlegt, þetta hefði ekki mátt taka lengri tíma því ég var að blockera heilt verkstæði á meðan ég var að þessu
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá -Hjalti- » 17.jan 2013, 20:26

Enda var ég ekki að setja út á vélarval þitt. 1KZ er flottur mótor. Langaði bara að komi inn í umræðuna með verðið á þeim. Það er ekki eins hátt og menn vilja af láta.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 22.mar 2013, 19:14

Jæja.

2L hangir yfir tómum vélasalnum á Runner og ég uppgötva mér til skelfingar að þegar ég er búinn að skrúfa burtu bensín kúplingshúsið og stilli vélinni þannig að endinn á kúplingsöxlinum nemi við leguna sína á vélinni - er vélin allt of framarlega. Við hliðina á Runner er ég með Hilux DC í vinnslu og þegar ég ber saman vélasalina er ljóst að samskeyti vélar og kúplingshúss á Hiluxinum ber við hvalbakinn en samskeyti gírkassa og kúplingshúss ber við hvalbakinn á Runner.

Hér skal bætt við: Skrambinn!

Hvað er hér á seyði?

Hjörleifur.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 22.mar 2013, 19:22

Ég þekki ekki v6 dótið eða ástæðuna fyrir þessu... En það eru leiðir færar. Ef þú getur ekki fært gírkassann aftar (aðallega vegna legu gírstanga) geturu annaðhvort fengið þér kassa úr hilux dísel eða hilux bensín, hér er gamli w56 kassinn minn til sölu eftir að næstumþví-nafni minn hætti við að nota hann
viewtopic.php?f=31&t=10925&p=92653
Eða fengið allan 70 krúser kassann hjá mér, en það gæti líka verið mix :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 22.mar 2013, 19:29

Já, ég er bara hreinlega skíthræddur um að ég þurfi nýjan gírkassa, úr dieselbíl, en ég hélt að þetta ætti einmitt að renna saman. Ég er aðallega bara frekar hissa á þessu.

Skyldi 70 Cruiser kassinn þinn vera sá sami og í Hilux?

Skrautlegt.

H

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 22.mar 2013, 21:01

Ég held að kassarnir í bensínhilux (2.4) og díselhilux séu alveg eins að utan, en bensínkassinn er örlítið hærra gíraður í fyrstu 3 gírunum.
70 krúser kassinn er alltöðruvísi, meðal annars ca 20cm styttri og bæði framdrif og afturdrif koma út á sama stað úr honum, nema náttúrulega annað framúr og hitt afturúr.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá StefánDal » 23.mar 2013, 00:27

V6 kassinn passar ekki við 2L. Einfaldast er fyrir þig að fá gírkassa úr Hilux diesel eða 2.4 bensín. Ef þú færð þér kassa úr 2.4 bensín þá þarftu kúplingshús úr dísel Hilux.


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá 66 Bronco » 23.mar 2013, 16:05

Kassinn úr, annar verslaður í snatri, allt flott, mótorfestingarnar passa ekki.

Hér er komin upp sú staða að hér stendur ekki steinn yfir steini.

Er hér aðili sem hefur sett 2L í 4 Runner?

Kveðja,

H

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 23.mar 2013, 20:26

Hvaða fjárans rugl er þetta? Ég man ekki betur en að það passaði allt beint hjá mér, reyndar í hilux og var með 22re fyrir. Ég þurfti reyndar talsvert að breyta pönnunni.

Er nokkuð vesen að grilla upp nýjar mótorfestingar? Hvernig er útlitið á pönnumálum?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá jeepcj7 » 23.mar 2013, 21:37

Ég man bara að einhvern tímann í denn ætluðum við brói í hestaflaleit að setja 3vze í hilux hjá honum í stað 22re og þá voru einmitt mótorfestingar gerólíkar,blessunarlega varð ekkert af þessu hjá okkur.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá ellisnorra » 27.mar 2013, 20:46

Hvernig er þetta að púslast saman hjá þér Hjörleifur?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ráðleggingar, 2LT eða 1KZ

Postfrá Stebbi » 28.mar 2013, 23:29

66 Bronco wrote:Jæja.

2L hangir yfir tómum vélasalnum á Runner og ég uppgötva mér til skelfingar að þegar ég er búinn að skrúfa burtu bensín kúplingshúsið og stilli vélinni þannig að endinn á kúplingsöxlinum nemi við leguna sína á vélinni - er vélin allt of framarlega. Við hliðina á Runner er ég með Hilux DC í vinnslu og þegar ég ber saman vélasalina er ljóst að samskeyti vélar og kúplingshúss á Hiluxinum ber við hvalbakinn en samskeyti gírkassa og kúplingshúss ber við hvalbakinn á Runner.

Hér skal bætt við: Skrambinn!

Hvað er hér á seyði?

Hjörleifur.


Þarf ekki alltaf að færa mótorfestingar á milli 3.0 V6 og svo 2.4 dísel. Þá meina ég að skera þær lausar af grind og stilla upp aftur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur