elliofur wrote:Kostnaður var nú svosem ekki mikill, ég fékk mótorinn upp í vinnu (kringum 90 þúsund) keyrður 187þúsund og gírkassarnir báðir sem ég þurfti til að púsla saman í einn með framdrifi réttu megin kostaði 30 þúsund. Annar kostnaður liggur bara í vinnu fyrir utan eitthvað smá dótarí sem var bara til í skúrnum, fyrir utan nýja fóðringu fyrir gírstöngina upp á ca þúsundkall :)
En þeir voru djöfull margir dagarnir sem fóru í rafkerfið, því neita ég ekki. Og þetta 50 tíma gisk var bara gisk, ég hélt tímafjölda við þetta verkefni ekki saman.
Þá er nú ekki mikill verðmunur á þessu hjá okkur, ég lét lengjuna mína upp í 1kz-t lengjuna og borgaði 200 þús á milli
en ég veit td. að stefán dal var kominn með 1kz-t vél á lítinn pening, það er alveg hægt að grafa ódýrar vélar upp bara ef maður nennir að hafa fyrir því..
En eins og einn sagði, hlutur er alltaf þess virði, sem einhver er tilbúinn að greiða fyrir hann, það er staðreynd, allt annað er skoðun einhvers :)