
Sama hönnun og þessi græja nema dunkur skrúfaður undir byssuna í staðin fyrir slöngu ofan í fötu. Núna finnst mér svo misjafnt hvað kemur mikið upp af sandi, stundum kemur lítið sem ekkert í lengri tíma, en ef maður bankar þetta til, og eða heldur fyrir stútin og bakflæðir sandinum þá kemur vel af sandi í augnablik en síðan búið.
Mér langaði að forvitnast hvernig menn væru að græja sér svona litla hobbí græju sem bara virkar, þannig að það fáist jafnt flæði af sandi svo maður geti nú unnið hlutina af einhverju viti.
Hef jafnvel hugsað mér að smíða eitthvað stærri unit, með litlu siloi þar sem sandurinn lekur inn í loftrásina.
Hvað hafið þið verið að gera sem virkar?