Hobbí sandblástursgræja

User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Hobbí sandblástursgræja

Postfrá JonHrafn » 30.maí 2010, 21:59

Ég hef verið að nota litla sandblástursgræju sem er eins og loftbyssa með sirka 0.5lítra dúnk undir sér. Þannig að loftið sem fer í gegnum byssuna sogar sandinn upp og sprautar út.

Image

Sama hönnun og þessi græja nema dunkur skrúfaður undir byssuna í staðin fyrir slöngu ofan í fötu. Núna finnst mér svo misjafnt hvað kemur mikið upp af sandi, stundum kemur lítið sem ekkert í lengri tíma, en ef maður bankar þetta til, og eða heldur fyrir stútin og bakflæðir sandinum þá kemur vel af sandi í augnablik en síðan búið.

Mér langaði að forvitnast hvernig menn væru að græja sér svona litla hobbí græju sem bara virkar, þannig að það fáist jafnt flæði af sandi svo maður geti nú unnið hlutina af einhverju viti.

Hef jafnvel hugsað mér að smíða eitthvað stærri unit, með litlu siloi þar sem sandurinn lekur inn í loftrásina.

Hvað hafið þið verið að gera sem virkar?



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hobbí sandblástursgræja

Postfrá Sævar Örn » 01.jún 2010, 23:12

Skemmtileg hönnun, minnir svolítið á ryksugu sem ég smíðaði mér í grunnskóla :)

Nema þá var pokinn semsagt þar sem loftspíssinn er(útblásturinn)




Væri gjarnan til að vita hvar svona spíssar fást, þessi sem ég gerði í skólanum var bara mix sem þoldi ekkert sérlega mikið hnjask og eflaust ekki sand.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Hobbí sandblástursgræja

Postfrá Jens Líndal » 02.jún 2010, 00:40

Ég var einhverntímann að vesenast með svona sandblastursdót sem var byssa með áskrúfuðum kút neðaná fyrir sandinn, þetta var eittvað ódýrt dót sem ég fékk einhverstaðar. En þegar ég var að byrja að prufa þetta þá einmitt lenti ég í þessu að fá engann sand úr byssuni nema þegar maður bankaði henni í eitthvað. Eftir smá pælingar þá uppgvötaði ég að það þyrfti að skrúfa stútin framan af og saga af rörinu sem var inní byssuni, ég man ekki hvort rörið var fyrir sandinn eða loftið en allavega að þá var rörið inní of nálægt stútnum og það myndaðist ekki þetta sog sem þurfti til að sjúga sandinn upp, Vona að þetta hjálpi.

User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Hobbí sandblástursgræja

Postfrá JonHrafn » 02.jún 2010, 22:47

Þetta er allt ein steypa hjá mér. Engin leið fyrir mig að stytta spíssinn sem matar sandinn inn í loftrásina.

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Hobbí sandblástursgræja

Postfrá frikki » 03.jún 2010, 21:53

ath poulsen
Patrol 4.2 44"

User avatar

Jónas
Innlegg: 111
Skráður: 10.apr 2010, 09:56
Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hobbí sandblástursgræja

Postfrá Jónas » 05.jún 2010, 15:15


User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Hobbí sandblástursgræja

Postfrá JonHrafn » 05.jún 2010, 17:14

Og ertu ekki í neinum vandræðum með að fá sand upp?

User avatar

Jónas
Innlegg: 111
Skráður: 10.apr 2010, 09:56
Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hobbí sandblástursgræja

Postfrá Jónas » 05.jún 2010, 19:59

Nei aldrei vandamál með sandinn. Græjan hjá mér er reyndar með poka sem tekur við sandinum þegar hann er búinn að "berja" á riðinu. Get notað sama sandinn nokkrum sinnum, snildargræja nauðsynleg í skúrinn.


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Hobbí sandblástursgræja

Postfrá Big Red » 16.jan 2013, 17:07

vekjum þennan upp. Fékkst einhver niðurstaða hjá þér í þetta mál eða vita menn hvar er hægt að fá svona sem bara virkar og er ekkert vesen á?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hobbí sandblástursgræja

Postfrá jongud » 16.jan 2013, 17:56

hér er hugmynd ef maður er ekki að flakka mikið um með græjuna.
Útbúa kút uppi í lofti með gati á botninum og tengja slönguna við þar og nota græjuna á hvolfi.

Annað sem er nauðsynlegt að hafa í huga.

Sigta allan sand sem maður notar
og þurrka hann líka vandlega.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hobbí sandblástursgræja

Postfrá ellisnorra » 16.jan 2013, 18:12

http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Hobbí sandblástursgræja

Postfrá Fetzer » 16.jan 2013, 18:21

viewtopic.php?f=9&t=14789

síðasta commentið, flott græja
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur