Hleðsluvesen

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Hleðsluvesen

Postfrá Haffi » 10.des 2012, 21:45

Sælir

Nú er babb í bátnum. Ég er með 70 cruiser sem er með frekar nýlegan alternator. Bíllinn hætti allt í einu að hlaða, og ég neita að trúa að alternatorinn sé dauður strax.

Er eitthvað í bílnum sjálfum sem getur orsakað það að torinn hlaði ekki? Btw ef ég gef inná einn af þremur vírum sem fara í torinn í gegnum prufulampa, þá klikkar í cutoutinu, svo ég myndi halda að það væri í lagi.

Any ideas?


Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hleðsluvesen

Postfrá Stebbi » 10.des 2012, 21:55

Ertu búin að mæla hleðsluna, gæti verið að ljósið sé að svíkja. Ég lennti í þessi einusinni að ljósið fór að loga en samt full hleðsla, þá var farin eitthvað spliff sem stýrði ljósinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hleðsluvesen

Postfrá -Hjalti- » 10.des 2012, 21:58

Er ekki öryggið fyrir hleðsluna farið ? á að vera í hoodinu
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Hleðsluvesen

Postfrá Aparass » 10.des 2012, 21:59

Er þetta ekki bara alternator frá rafstillingu ?
Þá er hann öruglega brunninn yfir og þeir segja að það sé rafgeyminum þínum að kenna því hann láti alternatorinn hlaða of mikið.
Færð samt nýjann á góðu verði.....

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Hleðsluvesen

Postfrá Haffi » 10.des 2012, 22:13

Neibb, hann var pantaður í gegnum Toyota skilst mér
Það er charge öryggi í töflunni, það er í lagi
Ljósið í mælaborðinu logar ekki, ég varð rafmagnslaus og mældi svo hleðsluna og hún er aldrei yfir 12V (bara geymaspennan semsagt)

Btw það eru 2 glænýir rafgeymar, svo alternatorinn ætti ekki að steikjast.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hleðsluvesen

Postfrá ellisnorra » 10.des 2012, 22:39

Það er möguleiki á að ég eigi cutout handa þér. Ég skal reyna að muna að skoða lagerinn hjá mér á morgun.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hleðsluvesen

Postfrá StefánDal » 10.des 2012, 23:13

Prufaðu að skifta um peruna í mælaborðinu

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Hleðsluvesen

Postfrá karig » 11.des 2012, 08:55

Ég var að skipta um altanator í Hilux, það lýsti sér þannig fyrir utan að hann hlóð ekki, að hann sýndi ekki hleðsluljósið. Um leið og ég aftengdi 3pólatengið á altanatornum, sýndi hann hleðsluljósið í mælaboðinu þegar svissað var á.
Virkar þetta ekki þannig að það er tekinn straumur í gegnum peruna í mælaborðinu til að,,gangsetja" altanatorinn, ef sá straumur fer í jörð í altanatornum (útleiðsla), sýnir hann ekki ljósið??? Kv, kári.
ps. klikkið í köttátinu passaði við ónýta altanatorinn.


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Hleðsluvesen

Postfrá Grímur Gísla » 11.des 2012, 11:17

Ég hef lennt í því á gömlum Skoda að altanitorinn hætti að hlaða því að hann oxaðist í festingunum og missti sambandið við vélina. Það dugði að losa upp á strekkingunni og hreyfa hann fram og og til baka og svo strekkja.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur