Jæja nú kemur ítarleg lýsing og myndir. Betra seint en aldrei eins og maðurinn sagði :)

Undir þessari hlíf eru nokkur relay. Í mínum bíl eru 2 relay útvið bretti.

Relayið sem er nær framenda, semsagt grillinu er það sem að gefur inná kertin í forhituninni. Á því eru 2 tengi eins og sést á myndinni. Græna tengið tók ég í burtu og mældi svo hvor leiðslan af þeim 2 í tenginu gefur inná relayið. Svo tek ég plúsin frá takkanum og tengi inná pinnann á relayinu sem að plúsinn í tenginu var. Hin leiðslan í tenginu er jörð. Þannig að ég setti nýja jörð frá relay útí boddý. Svo þegar þetter búið er hlífin fyrir öryggin tekin frá og plast spjaldið sem að sú hlíf festis í líka fjarlægð. Þá er tengið á glóðakerta tölvuni aftengt og þá er það komið. Ég er svo með takkan í glóða kertin beintengdann í geymir þannig að ég get hitað án þess að svissa á. Svo er ég með glóðakerti úr Y61 bíl sem að eru 11V og þola mun lengri hitun en ogrinal 6,5V kertin. Mig minnir að -Hjalti- hérna á spjallinu hafi sagt mér að þau þoli hitun í 15-20 sek. Hjalti þú leiðréttir þetta endilega ef að ég er að fara með vitlesu.

Hér er svo ein mynd af takkanum, Þetta er start takki sem að ég keypti í N1 fyrir 1000kall minnir mig. Þetta er svo part nr á glóðakertinu hjá umboðinu
11065-4P0A
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn