Eyðsla landcruser
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 136
- Skráður: 05.feb 2010, 23:51
- Fullt nafn: Viðar Jóelsson
- Staðsetning: Búðardalur
Eyðsla landcruser
Góða kvöldið. Er að spá í lc 90 bílnum árg 99 ssk disel , 33 tommu. hver er eyðslan á svoleiðis bíl að jafnaði ? Og svo kostir og gallar ?
Re: Eyðsla landcruser
Sæll.
Cruiser eru fínir bílar að mörgu leiti en þeir eru með veika bletti.
T.d. driflæsingarmótorinn, rafmagnslokunar að framan betra að vera handvirkarlokur, heddinn vilja fara í þeim en það er ekki allgild. Þetta er það helsta sem ég mann eftir. Hann er að eyða 12-14 innanbæjar.
kv.
Kristófer Karlsson
Cruiser eru fínir bílar að mörgu leiti en þeir eru með veika bletti.
T.d. driflæsingarmótorinn, rafmagnslokunar að framan betra að vera handvirkarlokur, heddinn vilja fara í þeim en það er ekki allgild. Þetta er það helsta sem ég mann eftir. Hann er að eyða 12-14 innanbæjar.
kv.
Kristófer Karlsson
Re: Eyðsla landcruser
krissi200 wrote:rafmagnslokunar að framan betra að vera handvirkarlokur
Rafmagnslokur að framan? Þetta er sídrifsbíll, engar rafmagnslokur að framan né þörf á handvirkum lokum.
Þetta eru eðal bílar. Þú mátt búast við að sjálfskipti bílinn eyði aðeins meira en beinskipti. Ég var með 2000 árgerð, beinskiptan á 35" og hann fór oft undir 10l/100km á sumrin í langkeyrslu. 12-14 í bænum á veturna í snattinu.
Læsingamótorinn fyrir afturdrifslæsinguna vill festast ef hann er ekki notaður reglulega. Platan sem mótorinn er fastur á (sem liggur uppvið hásinguna) er úr áli og tærist þangað til að það koma sprungur í hann og þá hættir hann náttúrulega að virka. Það eru svosem til margar lausnir á þessu, stundum er hægt að gera mótorana upp, sumir hafa smíðað lofttjakka í staðinn fyrir mótorinn sjálfan. En ef driflæsingamótor á 11ára gömlum jeppa er orðið það eina sem þú þarft að hafa áhyggjur af... þá myndi ég segja að þú værir frekar vel settur :-)
Aðrir kostir eru náttúrulega: Toyota, hófleg eyðsla, rúmgóðir, áreiðanlegir, til margir svona.
Stærsti gallinn sem mér finnst er að menn eru stundum að setja full mikið á bíla miðað við hvað þeir eru eknir mikið.
Bara góða skemmtun ef þú ákveður að fá þér LC90 og mundu: "Toyota, tákn um gæði."
Re: Eyðsla landcruser
Sæll, Guðni Þór.
Ég sé það þú sérð ekki ljóið fyrir Toyota. :) hehe
En ég var með landcruiser 1998 og 1999. Og það var búið að setja í þá handvirkarlokur. Félagi minn á toyota landcruiser 1998 og hann er að lenda í vandræðum með rafmagndótið. T.d. var í erfileikum að fara í drifið og fara úr því.
Ég sé það þú sérð ekki ljóið fyrir Toyota. :) hehe
En ég var með landcruiser 1998 og 1999. Og það var búið að setja í þá handvirkarlokur. Félagi minn á toyota landcruiser 1998 og hann er að lenda í vandræðum með rafmagndótið. T.d. var í erfileikum að fara í drifið og fara úr því.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Eyðsla landcruser
krissi200 wrote:Sæll, Guðni Þór.
Ég sé það þú sérð ekki ljóið fyrir Toyota. :) hehe
En ég var með landcruiser 1998 og 1999. Og það var búið að setja í þá handvirkarlokur. Félagi minn á toyota landcruiser 1998 og hann er að lenda í vandræðum með rafmagndótið. T.d. var í erfileikum að fara í drifið og fara úr því.
Þú ert eitthvað að ruglast held ég afþví þessir bílar, LC90 eru sídrifnir og það er engin takki til að setja í drif á þeim. Eina sem að handvirkar lokur myndu gera í Free stillingu væri að losa allt afl út í ótengd framdekkin og á endanum eyðileggja millikassann.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Eyðsla landcruser
Stebbi wrote:krissi200 wrote:Sæll, Guðni Þór.
Ég sé það þú sérð ekki ljóið fyrir Toyota. :) hehe
En ég var með landcruiser 1998 og 1999. Og það var búið að setja í þá handvirkarlokur. Félagi minn á toyota landcruiser 1998 og hann er að lenda í vandræðum með rafmagndótið. T.d. var í erfileikum að fara í drifið og fara úr því.
Þú ert eitthvað að ruglast held ég afþví þessir bílar, LC90 eru sídrifnir og það er engin takki til að setja í drif á þeim. Eina sem að handvirkar lokur myndu gera í Free stillingu væri að losa allt afl út í ótengd framdekkin og á endanum eyðileggja millikassann.
Einu LC bílarnir sem voru seldir 1998 og 1999 voru LC90 og LC100 fyrir utan kannski nokkra LC70. Ég hef því miður aldrei náð því að eiga LC70 þó mig langi mikið - eru þeir ekki sídrifnir einsog LC90 og LC100?
Re: Eyðsla landcruser
..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 00:30, breytt 1 sinni samtals.
Re: Eyðsla landcruser
HaffiTopp wrote:Nei LandCruiser 70 er einmitt eini jeppinn þeirra sem er ekki með sídrifi og er hann með handvirkar lokur upp á gamla mátann. Er ekki takki í öllum Cruiserunum til að læsa sídrifinu (í háa).
LC80 er með takka til að læsa millikassanum - í LC90 er það gert með að færa millikassastöngina.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur