Ending á Spíssum

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Eggert
Innlegg: 82
Skráður: 20.mar 2012, 15:55
Fullt nafn: Eggert Bjarnason
Bíltegund: Trooper

Ending á Spíssum

Postfrá Eggert » 06.júl 2012, 09:12

Góðan daginn.

Ég vildi spyrja hér þar sem margir hér eru með mikla þekkingu á Jeppum smá spurningar
Þannig er að ég er með Trooper 2000ár. Sem líklega er farnir spíssar.
Þessi bil fór inn 2007 í skiptingu og þá var hann keyrður 112.000
Hvað eiga spíssar að endast lengi ? Hann er keyrður 143.000 núna og þykir mér það ekki langur líftími á spíssum.
Spíssar kosta 48.000.kr. og því er þetta mjög dýrt dæmi.

Er hægt að kaupa þetta á öðrum stöðum eða er þetta eitthvað sem BL hefur verið að bæta.
Vissi að það var eitthvað vesen með spíssa.

Endilega ef þið erum með einhver ráð fyrir mig láta mig vita.
Það er ekki gaman að hafa jeppa sem ekki er hægt að keyra.



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Ending á Spíssum

Postfrá Sævar Örn » 06.júl 2012, 10:24

Þetta er eitthvað krónískt vandamál í Trooper, spíssar endast yfirleitt vélarnar í eðlilegum bílum, þó þeir missi kannski fulla afkastagetu með árunum en bílarnir eru samt ökuhæfir og vel kraftmiklir.

Trooper er alveg sér á báti og sumir kála spíssum eins og þú segir á 5 ára fresti og aðrir hafa aldrei þurft að fara í spíssaskipti
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Eggert
Innlegg: 82
Skráður: 20.mar 2012, 15:55
Fullt nafn: Eggert Bjarnason
Bíltegund: Trooper

Re: Ending á Spíssum

Postfrá Eggert » 06.júl 2012, 11:04

Ég er búinn að senda kvörtunn til BL.
Þar sem endinginn þykir mér alls ekki góð.
Bremsuklossar endist lengur enn þetta og kostar þetta mjög mikið. Spíssar í BL kosta 48.000.stk.
Sem er út í hött.

Ég vill bara ekki trúa því að endinginn á ekki að vera lengra enn 30.000.km.
Borga 250.000.kr fyrir viðgerðir og endist í 30.000.km. það er ekki ódýrt.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Ending á Spíssum

Postfrá jeepcj7 » 06.júl 2012, 12:44

Mig minnir að ég hafi heyrt að eiithvað af spíssunum sem skipt var út af IH hafi verið gallaðir og þeir fengust bættir aftur allavega var það svoleiðis hjá félaga mínum hérna á akranesi,þeir spíssar entust rétt árið í því tilviki.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Eggert
Innlegg: 82
Skráður: 20.mar 2012, 15:55
Fullt nafn: Eggert Bjarnason
Bíltegund: Trooper

Re: Ending á Spíssum

Postfrá Eggert » 06.júl 2012, 16:15

Já ég er búinn að tala við BL og þeir vilja meina að það er 2 ár sem ábyrðin er.
og hef ég ítreka reynt að senda þeim póst með fyrirspurn vegna endingu hvort þeir telja þetta vera normal enn ekkert svar fengi frá þeim.

Það getur ekki verið normal og greiða 48.000.kr. fyrir stykki sem endist í 30.000.km.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Ending á Spíssum

Postfrá jeepson » 06.júl 2012, 17:57

Sæll Eggert. Hefur þú athugað hvað kostar að láta yfirfara spíssana hjá Kistufelli?? Eða er kanski hægt að skipta um dýsur í þessum spíssum??
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
Eggert
Innlegg: 82
Skráður: 20.mar 2012, 15:55
Fullt nafn: Eggert Bjarnason
Bíltegund: Trooper

Re: Ending á Spíssum

Postfrá Eggert » 06.júl 2012, 18:24

Hef ekki athuga það,
Ég pantaði tima hjá Friðrikki Ó í kópavogi eftir helgina. Geta þeir athuga þetta líka ? Sem sagt skoða Dýsur ?

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Ending á Spíssum

Postfrá jeepson » 06.júl 2012, 19:47

Ég fór með spíssa úr 300 benz sem að ég átti fyrir 3 árum síðan í Kistufell. Það kostaði ef ég man rétt um 26þús að renna þeim í gegn og tékka á þeim. En það hefði kostað um 50þús fyrir alla 6 spíssana ef að þeir hefðu skipt um dýsur. En spíssarnir reyndust vera í lagi..
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ending á Spíssum

Postfrá Freyr » 06.júl 2012, 23:09

Þeir spíssar eru mjög frábrugðnir Trooper spíssunum. Bens spíssarnir eru bara venjulegir "gamaldags" spíssar með gormlestaðri dísu/nál sem þrýstingurinn frá olíuverkinu yfirvinnur. Í Trooper eru spíssarnir hinsvegar með segulspólu sem stjórnar mótorolíuþrýstingi sem svo stjórnar opnuninni fyrir dieselolíuna. Þessháttar spíssar eiga rætur sínar að rekja til Caterpillar ef ég man rétt, sambærilega spíssa er einnig að finna í t.d. 6.0 ltr. Ford ef ég man rétt.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Ending á Spíssum

Postfrá jeepson » 07.júl 2012, 18:30

Freyr wrote:Þeir spíssar eru mjög frábrugðnir Trooper spíssunum. Bens spíssarnir eru bara venjulegir "gamaldags" spíssar með gormlestaðri dísu/nál sem þrýstingurinn frá olíuverkinu yfirvinnur. Í Trooper eru spíssarnir hinsvegar með segulspólu sem stjórnar mótorolíuþrýstingi sem svo stjórnar opnuninni fyrir dieselolíuna. Þessháttar spíssar eiga rætur sínar að rekja til Caterpillar ef ég man rétt, sambærilega spíssa er einnig að finna í t.d. 6.0 ltr. Ford ef ég man rétt.


Nú spyr ég eins og asni. Eru þá ekki hægt að yfirfara þessa eins og gömlu góðu spíssana?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur