Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá ThOl » 23.apr 2010, 15:17

Hvar kaupi ég ódýrustu bremsuklossana fyrir Patrol? Góð ráð vel þegin.
Fyrirfram takk. Þorgeir

Eftir góða ábendingu voru kaupin gerð í Poulsen. Niðurstaða verðkönnnunar:
1. AB ca 6500 kr. (uppseldir)
2. Poulsen 6859 kr.
3. Stilling 7500-8000 kr.
4. N1 um 9500 kr.

Verðsamanburður sparaði mér tæpar 3000 kr. Það borgar sig að leita ráða hér á spjallinu!
Kv. ÞÓ
Síðast breytt af ThOl þann 23.apr 2010, 17:53, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar?

Postfrá Járni » 23.apr 2010, 15:41

Poulsen og AB varahlutir eru oftar en ekki ódýrastir.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar?

Postfrá ThOl » 23.apr 2010, 15:46

Takk, kanna málið.


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá gambri4x4 » 23.apr 2010, 17:59

Hélt nú að menn og konur væru löngu búin að læra það að versla helst ekki við N1

User avatar

SIE
Innlegg: 36
Skráður: 06.apr 2010, 10:54
Fullt nafn: Sigurbjörn Einarsson

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar?

Postfrá SIE » 23.apr 2010, 21:32

Járni wrote:Poulsen og AB varahlutir eru oftar en ekki ódýrastir.


Já mér hefur fundist það sama, yfirleitt ódýrastir og oft munar talsvert miklu eins og sést í þessum dæmi....


en athugaðirðu hvað þetta kostar í umboðinu?
SE


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá ThOl » 23.apr 2010, 22:23

Mér datt reyndar ekki einu sinni í hug að kanna verðið í umboðinu eftir allar hryllingssögurnar um það.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá Járni » 23.apr 2010, 23:13

Það er samt alveg þess virði að athuga. Annað hvort er það ágætis díll eða hinir klossarnir verða enn ódýrari í samanburði.
En það er annað sem ber að athuga, orginal klossar í Patrol endast rosalega lengi. Sama á við um aðra slithluti, t.d. kúplingar.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá Einar » 24.apr 2010, 07:31

Það er svo sem eðlilegt að leita að ódýrum varahlutum en hvað bremsuklossa varðar er ég löngu hættur að kaupa ódýrt dót. Mín reynsla er sú að ódýrum klossum fylgir:

1. Felgur verða svartar af svarfi úr klossunum, úr dýrari og sérstaklega "orginal" klossum er þetta miklu minna vandamál.
2. Minni ending þannig að þegar upp er staðið eru þeir ekkert ódýrari.

Stundum fær maður einfaldlega bara það sem maður borgar fyrir.

User avatar

bragi
Innlegg: 101
Skráður: 02.feb 2010, 01:55
Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
Bíltegund: Ford F-150 FX4
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá bragi » 24.apr 2010, 10:45

Prófaðu Stál & Stansa, þeir reynast mér alltaf vel þegar á þarf.
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com

User avatar

SIE
Innlegg: 36
Skráður: 06.apr 2010, 10:54
Fullt nafn: Sigurbjörn Einarsson

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá SIE » 24.apr 2010, 13:11

Einar wrote:Það er svo sem eðlilegt að leita að ódýrum varahlutum en hvað bremsuklossa varðar er ég löngu hættur að kaupa ódýrt dót. Mín reynsla er sú að ódýrum klossum fylgir:

1. Felgur verða svartar af svarfi úr klossunum, úr dýrari og sérstaklega "orginal" klossum er þetta miklu minna vandamál.
2. Minni ending þannig að þegar upp er staðið eru þeir ekkert ódýrari.

Stundum fær maður einfaldlega bara það sem maður borgar fyrir.



Mikið til í þessu, oft er það þannig að maður fær það sem maður borgar fyrir.... oft en ekki alltaf

Ég hef góða reynslu af bremsuvörunum frá AB, bæði klossum og diskum, sverta lítið og endast vel.
SE

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá frikki » 24.apr 2010, 13:40

Poulsen eru með rosalega góða klossa og í raun alla slithluti fyrir bílinn´
vandaðar vörur á góðu verði.
Patrol 4.2 44"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá HaffiTopp » 10.jún 2010, 23:34

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 00:24, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

khs
Innlegg: 151
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá khs » 11.jún 2010, 11:17

Ég keypti klossa að framan í Pajero 2003 frá F1 Bíldshöfða og þeir sverta felgurnar um leið. Sparaði mér 1000kr í stað að fara í Heklu... hefði átt að fara í Heklu.


gudnithor
Innlegg: 45
Skráður: 01.feb 2010, 12:07
Fullt nafn: Guðni Þór Björgvinsson

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá gudnithor » 11.jún 2010, 12:42

frikki wrote:Poulsen eru með rosalega góða klossa og í raun alla slithluti fyrir bílinn´
vandaðar vörur á góðu verði.


Haha, hverjum finnst sinn fugl fagur :-)

--

Annars er þetta bara með alla varahluti sem eru ekki orginal - þú veist aldrei alveg hvað þú ert að fá. Stundum ertu að fá sambærilegt og orignal- stundum er maður bara að fá algert rusl sem endist aðeins hluta af því sem orignal endist.

Verðmunurinn á milli orignal og ekki-orignal þarf að vera verulegur svo að það borgi sig þegar upp er staðið. T.d. keypti ég bremsuklossa að framan í Hiluxinn minn í Toyota þótt að þeir væru ~2.000kr ódýrari í N1. Samkvæmt minni reynslu þá endast klossarnir sem ég fæ í Toyota bara mikið betur en þeir sem ég fæ í N1.

En það er þó ekki að segja að maður geti ekki sparað sér mikinn pening með því að hringja á milli og athuga verð á varahlutum. Er með lista af símanúmerum heima sem tekur svona 15mín að hringja og athuga hvort að hlutirnir séu til og hvað þeir kosta. Skal setja hann hérna inn ef ég man.

User avatar

Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá Alpinus » 12.jún 2010, 00:30

gudnithor wrote:
frikki wrote:Poulsen eru með rosalega góða klossa og í raun alla slithluti fyrir bílinn´
vandaðar vörur á góðu verði.


Haha, hverjum finnst sinn fugl fagur :-)

--

Annars er þetta bara með alla varahluti sem eru ekki orginal - þú veist aldrei alveg hvað þú ert að fá. Stundum ertu að fá sambærilegt og orignal- stundum er maður bara að fá algert rusl sem endist aðeins hluta af því sem orignal endist.

Verðmunurinn á milli orignal og ekki-orignal þarf að vera verulegur svo að það borgi sig þegar upp er staðið. T.d. keypti ég bremsuklossa að framan í Hiluxinn minn í Toyota þótt að þeir væru ~2.000kr ódýrari í N1. Samkvæmt minni reynslu þá endast klossarnir sem ég fæ í Toyota bara mikið betur en þeir sem ég fæ í N1.

En það er þó ekki að segja að maður geti ekki sparað sér mikinn pening með því að hringja á milli og athuga verð á varahlutum. Er með lista af símanúmerum heima sem tekur svona 15mín að hringja og athuga hvort að hlutirnir séu til og hvað þeir kosta. Skal setja hann hérna inn ef ég man.


Það yrði vel þegið. Kannski einhver númer þarna sem maður vissi ekki um.
Kkv
Hansi


gudnithor
Innlegg: 45
Skráður: 01.feb 2010, 12:07
Fullt nafn: Guðni Þór Björgvinsson

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá gudnithor » 12.jún 2010, 16:24

    Toyota - 570-5070
    N1 - 440-1200
    Stilling - 520-8000
    Fálkinn - 540-7000
    Stál og stansar - 517-5000 - koma á óvart
    Kistufell - 577-1313 - þetta er verkstæðið, eiga mikið af vélarhlutum, tímareimar og fl.
    Bílasmiðurinn - 567-2330
    Poulsen - 530-5900

User avatar

Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá Alpinus » 12.jún 2010, 17:10

Glæsilegt!

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá frikki » 13.jún 2010, 22:53

strákar muna svo ferðaklubbsafsláttinn hja poulsen 15 til 20 % en allir að muna eftir að taka skirteinin með. :-)
Patrol 4.2 44"

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvar eru ódýrir bremsuklossar? Niðurstaða

Postfrá ssjo » 14.jún 2010, 19:17

Það er áreiðanlega ekkert að því að kaupa bremsuklossa þar sem þeir fást á góðu verði, eins og í Poulsen eða Stillingu. Það er ekkert öruggt að klossarnir sem umboðin eru að selja séu betri. Það Kia Picanto 2007 hér á heimilinubæ, keyrður 23 þúsund km og ennþá í honum bremsuklossarnir sem Kóreubúinn Kim setti í á sínum tíma. Felgurnar eru alltaf kolsvartar af drullu úr bremsunum og ef maður sprautar vatni á bremsubúnaðirnn renna svartir drullutaumar úr bremsunum.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur