Ryðhola

User avatar

Höfundur þráðar
Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Ryðhola

Postfrá Hfsd037 » 20.maí 2012, 22:30

Sælir, fann smá gat annari hjólaskálinni sem ég læt sjóða í á morgun, en það er hinsvegar ryðmyndun inn í sílsinum sem ég veit ekkert hvernig ég á að fjarlægja eða hvort ég ætti að leyfa því að vera?
hvernig mynduð þið tækla þetta?
Image


Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Ryðhola

Postfrá Hrannifox » 21.maí 2012, 01:11

Er það ekki þannig með ryð að það heldur áframm ef ekkert er gert

Hafa menn eitthverja reynslu af efnum sem stoppa súrefni að ryði ? þannig það geti ekki haldið áfram að ryðga? eða hægir á þvi og hvaða efni þá?

gæti verið upplagt að kanna það, þar sem þetta er hundleiðinlegur staður
eða jafnvél sandblása/glersalla veit að hann er suddalega dýr ef þú kemst í svoleiðis græjur?

bara svona það sem flaug í gegnum hugann veit ekki hvort þetta hjálpi þér eitthvað.

kv Hranni, gangi þér vél með þetta
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Ryðhola

Postfrá Startarinn » 21.maí 2012, 09:53

Það tefur ryðið eitthvað að úða duglega af smurolíu inní sílsann, en það er takmarkað sem er hægt að gera nema skera hann allann upp og sandblása.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Ryðhola

Postfrá juddi » 21.maí 2012, 12:32

Spurning að skola þetta út með sýruvaski og verja síðan með einhverju varanlegu á eftir
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Ryðhola

Postfrá s.f » 21.maí 2012, 17:46

það er til efni hjá wurth sem heitir riðbreitir þetta er borið á riðgaða fleti og járnið blánar og þegar það hefur skeð þá á járnið að vera hætt að riðga og þá má mála beint yfir þetta eftir að það verður þurt enn það má ekki bera riðvörn einsog ætigrunn eða svoleiðis efni á þá fleti sem riðleisirinn er setur á


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: Ryðhola

Postfrá Hilmar Örn » 23.maí 2012, 10:46

það er til efni hjá wurth sem heitir riðbreitir


Hefur einhver prófað þetta og til að deila með okkur hvernig þetta vikrar.

Hef ekki fulla trú á að svona virki 100% eins og t.d sandblástur og tveggja þátta grunnur en gaman að fá reynslu sögur.


atlifr
Innlegg: 180
Skráður: 01.feb 2010, 09:13
Fullt nafn: Atli F Unnarsson

Re: Ryðhola

Postfrá atlifr » 23.maí 2012, 11:38

Ég notaði svona rust converter, að vísu ekki úr wurth, á bíl sem ég átti, pússaði það mesta með flipaskífu, setti efnið yfir og málaði svo yfir (nennti ekki að sparsla), á 2,5 árum sem ég notaði bílinn áður en ég hennti honum komu engar bólur í lakkið.


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Ryðhola

Postfrá Big Red » 23.maí 2012, 12:23

Einnig er vax alveg snilldar efni í til að sprauta í holrúm og þess háttar. Vaxið bindist ryðinu einhvernvegin og stöðvar alla ryðmyndun.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur