22re með mótorbremsu og lætur eins og kjáni í lausagang

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

22re með mótorbremsu og lætur eins og kjáni í lausagang

Postfrá dazy crazy » 01.apr 2012, 16:39

EDIT 3/4
Þegar þessu er öllu saman lokið sem kemur fram neðst þá er eins og ég sé með mótorbremsu þegar ég stíg á bremsuna því að vélin bara hættir og ef ég stíg á bremsuna þegar bíllinn er í lausagangi þá dregur úr gjöfinni og hann nær henni upp aftur og svo dregur úr henni aftur.






Ég tók throttle body-ið úr bílnum hjá mér til að stilla throttle skynjarann og svo þegar ég tók það úr sá ég hversvegna spjaldið var farið að festast lokað þetta var fullt af drullu á bakvið spjaldið. hverju mælið þið með því að hreinsa það með, og hvernig nákvæmlega stillir maður þennan skynjara.

throttle body 003.JPG


throttle body 002.JPG


throttle body 001.JPG
Síðast breytt af dazy crazy þann 03.apr 2012, 14:36, breytt 3 sinnum samtals.




gulligu
Innlegg: 25
Skráður: 29.jún 2011, 23:05
Fullt nafn: Guðjón Bjarki Guðjónsson

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá gulligu » 01.apr 2012, 16:44

Brake cleaner og ekki vera hræddur við að úða á þetta.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá birgthor » 01.apr 2012, 16:59

Það er til efni sem fæst hjá Bílabúð H.Jónsson, það virkar allvel.
Kveðja, Birgir

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá hobo » 01.apr 2012, 17:02

Er ekki bensínið flott til að hreinsa þetta, lítraverðið er ódýrt af því miðað við annað hreinsiefni.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá Freyr » 01.apr 2012, 17:27

Vertu bara viss um að það sé smurning í legunum á öxlinum f. spjaldið eftir að þú hefur hreinsað þetta.

User avatar

Höfundur þráðar
dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá dazy crazy » 01.apr 2012, 17:45

Takk fyrir svörin, ég prófa eitthvað af þessu, en innan úr soggreininni án þess að taka hana af, virkar eitthvað svona innspýtingahreinsir sem er settur í bensínið fyrir það?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá Freyr » 01.apr 2012, 17:53

dazy crazy wrote:Takk fyrir svörin, ég prófa eitthvað af þessu, en innan úr soggreininni án þess að taka hana af, virkar eitthvað svona innspýtingahreinsir sem er settur í bensínið fyrir það?


nei, en þú getur fengið t.d. bell add service rens 2 í vélalandi eða mopar úðabrúsa í H.jónsson sem úðast inn í loftinntakið í hægagangi og leysir upp svona drullu.

User avatar

Höfundur þráðar
dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá dazy crazy » 01.apr 2012, 18:29

ætli megi nota áfengi til að hreinsa svona drullu af, eða virkar það yfir höfuð? Ég var nefnilega að fatta að ég er orðinn gísl eigin heimsku fyrst ég tók þetta úr bílnum hahaha

Edit: Nei það virkar ekki, þá verð ég bara að labba á næstu bensínstöð haha

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá jeepson » 01.apr 2012, 18:45

dazy crazy wrote:ætli megi nota áfengi til að hreinsa svona drullu af, eða virkar það yfir höfuð? Ég var nefnilega að fatta að ég er orðinn gísl eigin heimsku fyrst ég tók þetta úr bílnum hahaha

Edit: Nei það virkar ekki, þá verð ég bara að labba á næstu bensínstöð haha


Það er nú ílla farið með áfengið :D
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá dazy crazy » 01.apr 2012, 19:05

jeepson wrote:
dazy crazy wrote:ætli megi nota áfengi til að hreinsa svona drullu af, eða virkar það yfir höfuð? Ég var nefnilega að fatta að ég er orðinn gísl eigin heimsku fyrst ég tók þetta úr bílnum hahaha

Edit: Nei það virkar ekki, þá verð ég bara að labba á næstu bensínstöð haha


Það er nú ílla farið með áfengið :D


Ekki drekk ég það og hélt að 80% myndu virka en er kominn með bremsuhreinsi núna og það er sko allt allt annað

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá jeepson » 01.apr 2012, 19:26

hehe. já Bremsuhreinsirinn er lúmskur :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá StefánDal » 01.apr 2012, 23:10

Bremsuhreinsirinn er fínn í volgt pepsí

User avatar

Höfundur þráðar
dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Hveruju mælið þið með til að hreinsa throttle body?

Postfrá dazy crazy » 02.apr 2012, 23:17

jæja, smá update, hreinsaði throttle bodyið alveg út og inn og hellti svo olíu sem ég átti inní legurnar sitt hvoru megin og hreyfði spjaldið svo það færi kannski inn. Stoppskrúfan fyrir gjöfina snerti hana ekki svo ég lagaði það, skrúfan sem fer á draslið sem á að taka við gjöfinni í restina snerti ekki heldur, lagaði það. Stillti svo Throttle posistiona sensorinn samkvæmt manual. Gleymdi samt að taka eftirmynd af throttle bodyinu en það leit rosalega fallega út þó ég segi sjálfur frá.

Fyrst ég var nú byrjaður að rífa bílinn eitthvað ákvað ég að taka headlokið af í leiðinni bara til að komast að því að ég þarf að skipta um tímakeðjustrekkjara og brautir og sennilega vatnsdælu líka.
Læt myndirnar tala.

Tok mynd til að vita hvernig allt leit út í upphafi
hilux head 005.JPG


þetta er í sama tilgangi
hilux head 006.JPG


Lokið komið af lýtur ágætlega út bara...
hilux head 008.JPG


séð ofan í meðfram tímakeðjunni bílstjóramegin, ef vel er að gáð sést hvernig keðjan hefur grafið úr lokinu
hilux head 017.JPG


Þessi mynd sýnir það kannski betur
hilux head 018.JPG


Setti í gang og var nokkuð sáttur við þetta allt þar til ég sá eitthvað undarlegt á seyði, alveg rétt nú man ég, það datt eitthvað niður þegar ég tók lokið af, ég þreifaði aftan á heddið og fann þá einhvern gust, reyndi að finna hvaðan hann kom og áður en ég vissi af var ég kominn með fingurna á kaf í eitthvað sem hreyfðist
hilux head 021.JPG


Þetta pínulitla stykki gerir víst eitthvað :S
hilux head 019.JPG


Þetta á víst að vera þarna, annars sest lokið ekki alveg nógu og þétt
hilux head 022.JPG


En allt er gott sem endar vel... eða hvað, bíllinn er jafn leiðinlegur og áður, krafturinn á gjöfinni er bara í tveimur þrepum og núna bættist við að þegar ég stíg á bremsuna lætur hann eins og fífl í lausagangi, ég hef trú á því að það sé eitthvað vacuumtengt samt. Hann gengur líka asnalega hratt þegar hann er kaldur en ég held það tengist hitastýrða lokanum á throttle bodyinu eða vantslásnum. Næsta mál á dagskrá er að skipta um vatnslásinn.
Þar til seinna, góðar stundir :)

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hreinsa throttle body og kíkja á tímakeðju 22RE

Postfrá Kiddi » 03.apr 2012, 01:33

Flott að hafa tímakeðju sem á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af... en svo slitnar allt í kringum keðjuna og fer í drasl! Þá vildi ég nú frekar hafa bara reim og skipta um hana oftar :-)

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: 22re með mótorbremsu og lætur eins og kjáni í lausagang

Postfrá hobo » 03.apr 2012, 14:52

Gaman að svona góðum viðgerðarsögum :)

Ég hef lesið á netinu að lausagangurinn sé frekar hár þegar vélin er köld, hann er það í það minnsta hjá mér.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur