Groddi wrote:hringir wrote:Ég nappaði mér svona freon kút, hvað þolir hann mikinn þrýsting, það stendur ekkert á honum, mér finnst vera svo þunnt í þessu.... það er kannski vitleisa..
Þarft ekki að hafa neinar áhyggjur með hvort að freonkúturinn þolir 6-10 bar loftþrýsting. það er geymt freon í vökvaformi í þessu sem er undir gífurlegum þrýstingi.
Freon R-22 í vökvaformi er ekki í nema 5 bar við 20°C til að haldast sem vökvi, við 50°C þarftu rúmlega 12 bar. (ég hljóp fram og skoðaði mælana hjá mér til staðfestingar)
Það er enginn gríðarlegur munur á R-22 og hinum kælimiðlunum, ef þrýstingurinn væri mikið hærri væri ekki gerlegt að nota þá sem kælimiðla, vissulega munar aðeins á milli þeirra en það eru ekki nema kannski 2-3 bar.
En þessir kútar þola leikandi 10 bar, flest kerfi í jeppum hafa ekkert að gera með meira en 8 bar
En ég festi minn svona kút með gjörðum, ég þorði ekki að sjóða festinguna á hann bara uppá að það kæmi ekki þreytubrot í kútinn við suðuna.
Þorri wrote:Þú kemur auðveldlega 6bar á kókflösku :)
Hún á að þola meira en það. Ég vann við framleiðslu á gosflöskum fyrir mörgum árum síðan þá vorum við að testa þær á 8 bar
Ég hef sett 10 bar á 2ja lítra flösku, aftur á móti þoldu 1/2 lítra flöskurnar það ekki til lengdar, og já það er virkilega sárt að fá þær í sig þegar þær springa