Postfrá Izan » 25.nóv 2011, 14:52
Sælir
Alltaf hef ég pínulítið gaman af því þegar menn eru að agnúast út í 2,8 td i Patrol. En í þetta skipti ætla ég að reyna að hemja mig í að salta sárin hjá þeim blóðheitustu. 2.8 mótorinn verður seint talinn heppilegur kappakstursbílamótor en hann á samt sína kosti. Ég held að það sé engin tilviljun að maður sér alltaf fleiri og fleiri patrola með einhverja aðra vél í húddinu en 2.8, menn hljóta að vera að leyta af einhverju öðru.
Kostur 2.8 er klárlega sá að það er hægt að misbeita henni ofboðslega með háum snúningi og miklu álagi og hún skilar sínu en þegar þörf er á átaki á litlum snúningi og mjög hægum akstri koma gallarnir í ljós. Hún er nefninlega gersamlega andlaus þar.
Ef menn ætla að bera saman vélar þá hljóta menn að bera saman vélar sem ganga í sama bíl því að sama hvað hver segir þá er Patrol virkilega góður bíll. Þeir sem gefast upp á 2.8 fara allir í mun stærri vélar og fá þá að launum aukna þyngd sem tekur til sín hluta af aflaukningunni en það sem þeir fá allir í staðin er aukið afl á lægri snúning, og þar liggur hundurinn grafinn. Það er s.s. ekkert sjálfgefið að þessar stærri vélar skili bílnum eitthvað hraðar eða kítti ökumann og farþega niður í sætið á bortngjöf en þær halda áfram.
Ég hef ekki vitað til þess að 4.2 patrol sé léleg vél en þær eru allflestar, eftir því sem ég veit, túrbínulausar original og setji menn túrbínu við slíka vél er leikur einn að ofgera þeim, sama hvað þær heita. Að öðru leyti eru 4.2 patrol bara mekaník sem klárlega getur bilað og þeir sem vilja það síður hugsa vel um þær.
Ég, sjálfur Patrol maðurinn, hef alltaf verið svolítið veikur fyrir 80 LC vélunum, sérstaklega þegar ég heyri í slíkri og finnst svoleiðis vél alveg eiga heima í Patrol.
Deddi, munurinn á 2.8 patrol og 80 LC stendur ekki undir verðmuninum á bílunum, aldrei. Ekki einu sinni þó að maður þurfi að skipta um hedd á patrolnum á 170.000km fresti. Minn var kominn á seinna heddið þegar kjallarinn fór í 350.000 km, mér finnst það ekki ömurleg ending á vél í bíl sem hefur aldrei verið keyrður á minna en 35" dekkjum. Ég tími ekki að þrýstimæla heddið en ég er sannfærður um að það sé í lagi. Ef það er að vera með vélina í höndunum allann ársins hring þá veit ég ekki hvað þú ert að fara fram á.
Kv Jón Garðar