4.2 motor i patrol

User avatar

JoiVidd
Innlegg: 242
Skráður: 23.okt 2010, 18:56
Fullt nafn: Jóhann Viðarsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá JoiVidd » 23.nóv 2011, 13:53

svopni wrote:Eigum við ekki að láta menn ráða því sjálfa hvað þeim finnst? Ef að menn eru sáttir við sína 2,8 vél þá er það frábært hjá þeim. Þó að mér ásamt fleirum finnist hún löt, MIÐAÐ VIÐ eitthvað annað :)

Miðað við hvað? aðra japanska jeppa? eða eitthvað ameríst? miðavið aðra japanska jeppa er þetta bara allt svipað máttlaust á stórum dekkjum fyrir utan kanski 4.2 turbo landcruiser og einhverja bensín jeppa og það er líka hægt að fá patorlinn bensín. En patrolinn er lang sterkastur af þessu dóti og þæginlegastir í breytingu og það er ástæðan fyrir að ég tek patrolinn framyfir annað japanst dót... þetta er allavega mín niðurstaða miðavið mína reynslu á þessu.

Ég átti patrol fyrir einhverjum árum sem var 96 módel 33" breyttur þegar ég fékk hann (ég breytti honum á 38") og hann var ekinn 440þ. og ekki búið að snerta mótor en hann hafði fengið gott viðhald frá upphafi. Keypti hann af einhverjum bónda útí sveit sem var búinn qað eiga hann frá upphafi og hann var með ónýtann gírkassa og ég veit ekki betur en að hann sé enþá á ferðinni..


Ford F350 6.0 '05
Benz E55 Amg '98 til sölu
Skidoo Summit 860cc 154" '08

Til sölu varahlutir úr Patrol '02!
Jóhann - 6601605


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá s.f » 23.nóv 2011, 20:09

JoiVidd wrote:
svopni wrote:Eigum við ekki að láta menn ráða því sjálfa hvað þeim finnst? Ef að menn eru sáttir við sína 2,8 vél þá er það frábært hjá þeim. Þó að mér ásamt fleirum finnist hún löt, MIÐAÐ VIÐ eitthvað annað :)

Miðað við hvað? aðra japanska jeppa? eða eitthvað ameríst? miðavið aðra japanska jeppa er þetta bara allt svipað máttlaust á stórum dekkjum fyrir utan kanski 4.2 turbo landcruiser og einhverja bensín jeppa og það er líka hægt að fá patorlinn bensín. En patrolinn er lang sterkastur af þessu dóti og þæginlegastir í breytingu og það er ástæðan fyrir að ég tek patrolinn framyfir annað japanst dót... þetta er allavega mín niðurstaða miðavið mína reynslu á þessu.

Ég átti patrol fyrir einhverjum árum sem var 96 módel 33" breyttur þegar ég fékk hann (ég breytti honum á 38") og hann var ekinn 440þ. og ekki búið að snerta mótor en hann hafði fengið gott viðhald frá upphafi. Keypti hann af einhverjum bónda útí sveit sem var búinn qað eiga hann frá upphafi og hann var með ónýtann gírkassa og ég veit ekki betur en að hann sé enþá á ferðinni..


þeir eru kanski jafn mátlsusir enn ekki jafn óníta ég hef alldrei séð auglístan patrol 2,8l til sölu sem ekki hefur verið farið í mótorin af enhverju leiti

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Forsetinn » 23.nóv 2011, 20:56

Skilst að þetta sé Patról eigandi sem var orðinn leiður á kraftleysinu

[youtube]Coj2wfPouuk[/youtube]
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn

User avatar

elfar94
Innlegg: 445
Skráður: 08.feb 2011, 13:58
Fullt nafn: elfar þór helgason
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: kópavogur

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá elfar94 » 23.nóv 2011, 22:08

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=IOWo8X84fSM[/youtube] http://www.youtube.com/watch?v=IOWo8X84fSM
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"

User avatar

JoiVidd
Innlegg: 242
Skráður: 23.okt 2010, 18:56
Fullt nafn: Jóhann Viðarsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá JoiVidd » 24.nóv 2011, 09:44

svopni wrote:
JoiVidd wrote:
svopni wrote:Eigum við ekki að láta menn ráða því sjálfa hvað þeim finnst? Ef að menn eru sáttir við sína 2,8 vél þá er það frábært hjá þeim. Þó að mér ásamt fleirum finnist hún löt, MIÐAÐ VIÐ eitthvað annað :)

Miðað við hvað? aðra japanska jeppa? eða eitthvað ameríst?


Menn eru að bera þetta allt saman. Epli og appelsínur eins og ég segi. Og miðað við það þá er 2,8 máttlaus. En ég var að gefa það til kinna að það er fáránlegt að bera þessa vél saman við stóra bensínmótora. Þessi vél er t.d ekkert máttlaus miðað við aðrar vélar í svipuðum rúmtaksflokki. Og díesel.

hehe það er rétt:)
Ford F350 6.0 '05
Benz E55 Amg '98 til sölu
Skidoo Summit 860cc 154" '08

Til sölu varahlutir úr Patrol '02!
Jóhann - 6601605


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá JHG » 24.nóv 2011, 11:12

Ég held að 2,8 lítra vélin sé ekki slæm, bara full lítil fyrir þennan bíl.

Afi heitinn átti Nissan 280 að mig minnir 1983 módel (er nú í eigu frænda míns). Hann var með 2,8 túrbo vél. Þegar kallinn hætti að keyra (var leigubílstjóri) þá var bíllinn kominn yfir 700 þús. km! Það má örugglega bæta töluverðu við þennan akstur því að þetta var leigubíll sem var oft í langan tíma í gangi meðan kallinn "hékk á staur". Vélin var í fínu standi. Þessi bíll hefur staðið í örugglega 10-15 ár síðan þá en mér skilst á frænda mínum að hún fari í gang (þarf bara að klára boddývinnu á bílnum og byrja að keyra). Þessi vél fékk alltaf top viðhald og passaði þessum bíl (bíllinn var nokkuð sprækur).

Menn hafa kvartað yfir sömu vél í Patrol (eða er þetta ekki örugglega sama vélin og gamla 2,8?). Mín skýring er að Patrolinn er örugglega tonni þyngri en Nissan 280 og vélin sem átti gott líf í fólksbíl er alltaf undir álagi í Patrol.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá steinarxe » 24.nóv 2011, 17:58

Þetta er ekki sami mótorinn. Ég var einmitt í þessari umræðu um daginn og þetta var mér sagt. Er ekki munurinn tildæmis fólginn í því að sá mótor er með stálheddum? Þessir mótorar eins og þeir voru í td patrol pikkupnum túrbínulausir voru alveg fáránlega sterkir og endingargóðir,þar var maður með bíl í lagi.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Stebbi » 24.nóv 2011, 18:21

svopni wrote:Eigum við ekki að láta menn ráða því sjálfa hvað þeim finnst? Ef að menn eru sáttir við sína 2,8 vél þá er það frábært hjá þeim. Þó að mér ásamt fleirum finnist hún löt, MIÐAÐ VIÐ eitthvað annað :)


Einu sinni átti ég 2.4 hilux með eldri vélini, engin túrbína og skítug loftsía. Mér fannst hann bara fínn og skildi ekkert í því að menn væru að tala um að hann væri kraftlaus. Mér fannst bara eitt og annað og alltsaman fannst mér þetta nógu gott. Svo kom sá tími að ég bræddi úr drusluni og þurfti þarf af leiðandi að taka hausinn út úr rassgatinu á mér og sá ég þá að alveg sama hvað mér fannst, bíllinn var alltaf haugmáttlaus.
Alveg sama hvað mönnum finnst þá er 2.8 Patrol máttlaus, sama þó hann sé borin saman við reiðhjól eða 350 SBC þá er hann samt máttlaus, það kemur hlutföllum og milligírum ekkert við að þessi vél er hálfgerður aumingi sem þarf að þenja til andskotans til að fá eitthvað útúr. Þeim fyrr sem menn sætta sig við það þeim fyrr verður lífið betra og hægt að snúa sér að þarfari hlutum en að ræða löngu útrætt mál.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Izan » 25.nóv 2011, 14:52

Sælir

Alltaf hef ég pínulítið gaman af því þegar menn eru að agnúast út í 2,8 td i Patrol. En í þetta skipti ætla ég að reyna að hemja mig í að salta sárin hjá þeim blóðheitustu. 2.8 mótorinn verður seint talinn heppilegur kappakstursbílamótor en hann á samt sína kosti. Ég held að það sé engin tilviljun að maður sér alltaf fleiri og fleiri patrola með einhverja aðra vél í húddinu en 2.8, menn hljóta að vera að leyta af einhverju öðru.

Kostur 2.8 er klárlega sá að það er hægt að misbeita henni ofboðslega með háum snúningi og miklu álagi og hún skilar sínu en þegar þörf er á átaki á litlum snúningi og mjög hægum akstri koma gallarnir í ljós. Hún er nefninlega gersamlega andlaus þar.

Ef menn ætla að bera saman vélar þá hljóta menn að bera saman vélar sem ganga í sama bíl því að sama hvað hver segir þá er Patrol virkilega góður bíll. Þeir sem gefast upp á 2.8 fara allir í mun stærri vélar og fá þá að launum aukna þyngd sem tekur til sín hluta af aflaukningunni en það sem þeir fá allir í staðin er aukið afl á lægri snúning, og þar liggur hundurinn grafinn. Það er s.s. ekkert sjálfgefið að þessar stærri vélar skili bílnum eitthvað hraðar eða kítti ökumann og farþega niður í sætið á bortngjöf en þær halda áfram.

Ég hef ekki vitað til þess að 4.2 patrol sé léleg vél en þær eru allflestar, eftir því sem ég veit, túrbínulausar original og setji menn túrbínu við slíka vél er leikur einn að ofgera þeim, sama hvað þær heita. Að öðru leyti eru 4.2 patrol bara mekaník sem klárlega getur bilað og þeir sem vilja það síður hugsa vel um þær.

Ég, sjálfur Patrol maðurinn, hef alltaf verið svolítið veikur fyrir 80 LC vélunum, sérstaklega þegar ég heyri í slíkri og finnst svoleiðis vél alveg eiga heima í Patrol.

Deddi, munurinn á 2.8 patrol og 80 LC stendur ekki undir verðmuninum á bílunum, aldrei. Ekki einu sinni þó að maður þurfi að skipta um hedd á patrolnum á 170.000km fresti. Minn var kominn á seinna heddið þegar kjallarinn fór í 350.000 km, mér finnst það ekki ömurleg ending á vél í bíl sem hefur aldrei verið keyrður á minna en 35" dekkjum. Ég tími ekki að þrýstimæla heddið en ég er sannfærður um að það sé í lagi. Ef það er að vera með vélina í höndunum allann ársins hring þá veit ég ekki hvað þú ert að fara fram á.

Kv Jón Garðar

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá LFS » 25.nóv 2011, 15:38

ég var mjög ánægður með mina 2.8 kom mer reyndar svolitið a ovart miðað við allt slæma umtalið sem hun fekk en það verður að viðurkennast að hana vantar torq a lagum snuning en helt hun ser a snuning þa var agætis vinnsla i henni til að mynda þa helt eg bilnum á 80km hraða upp lágheiðina meðan ferðafélagi minn sem var á hilux með 2l-t i huddinu og lækkuð hlutfoll helt þvi ekki en reyndar pindi eg hana vel en þessar velar vinna agætlega þær eru bara of litlar i of storum bil eða það er min skoðun það væri gaman að sja þessa i minni bil kannski hun myndi njota sin þar !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá s.f » 25.nóv 2011, 19:17

jón Garðar: Enda var ég ekki að bera saman LC80 og Patrol 2,8. Ég var að tala um 2,8l mótorinn og 3,0l mótorinn.
Þú segir að það kost 2,8 mótorsins að það sé hægt að pína hann svo mikið á meðan Gísli segir að menn verði að passa sig á því að ofgera þeim ekki í brekkum og það sé betra að koma síðastur á leiðarenda heldur enn að komast ekki þangað.
Þú segir að það séu margir Patrolar sem fara í 170þ áður enn það þarf að fara í heddið, það held ég ekki heddinn hafa verið að fara mikið um og í kringum 100-120þ. Hvað varðar verðið þá er það bara þannig að LC80 heldur sér þetta vel í verði, og á meðan menn vilja borga þetta fyrir þá. Þá verður verðmiðinn þessi Hver sú sem ástæðan er.

kv Deddi


SigmarP
Innlegg: 45
Skráður: 10.okt 2011, 18:06
Fullt nafn: Sigmar Pálsson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá SigmarP » 26.nóv 2011, 10:09

Ég hef átt töluvert af jeppum í svipupum vélar stærðarflokk og 2.8 patrol.
s.b.s .01' 90 Cruiser með 3.0 dísel , 4runner með dísel , pajero 2.8 dísel , mussó turbo dísel , og með aðgang að Trooper 3.1 og L200 dísel , allir þessir bílar eru mjög sambærilegir í afli og 2.8 pattan fyrir utan Pajeróin og l200 sem eru töluvert afllausari,

Ég veit að allir þessir bílar eru að fara með hedd reglulega, munurin á þeim og nissaninum er að Ingvar Helgason skeit uppá bak með að þjónusta þessa bíla og því festist þessi hedd vandamála stimpill á Patrol meðan flest önnur umboð grófu þetta strax með ábyrgð og þjónustu við viðskiptavini,
Síðast breytt af SigmarP þann 26.nóv 2011, 11:02, breytt 1 sinni samtals.


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá s.f » 26.nóv 2011, 10:48

hefur l200 bílinn nokuð verið að fara með hedinn fyren í 200þ og ofar og þá hafa þeir undantekningarlaust verið píndir mjög mikið alavegna þessir breitu l200 bílar og það er sama málið með umboðið hjá heklu þetta er 1 ömurlegasta umboð sem ég hef þurrt að eiga við

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 4.2 motor i patrol

Postfrá Stebbi » 27.nóv 2011, 15:09

svopni wrote:
Stebbi wrote:
svopni wrote:Eigum við ekki að láta menn ráða því sjálfa hvað þeim finnst? Ef að menn eru sáttir við sína 2,8 vél þá er það frábært hjá þeim. Þó að mér ásamt fleirum finnist hún löt, MIÐAÐ VIÐ eitthvað annað :)


Einu sinni átti ég 2.4 hilux með eldri vélini, engin túrbína og skítug loftsía. Mér fannst hann bara fínn og skildi ekkert í því að menn væru að tala um að hann væri kraftlaus. Mér fannst bara eitt og annað og alltsaman fannst mér þetta nógu gott. Svo kom sá tími að ég bræddi úr drusluni og þurfti þarf af leiðandi að taka hausinn út úr rassgatinu á mér og sá ég þá að alveg sama hvað mér fannst, bíllinn var alltaf haugmáttlaus.
Alveg sama hvað mönnum finnst þá er 2.8 Patrol máttlaus, sama þó hann sé borin saman við reiðhjól eða 350 SBC þá er hann samt máttlaus, það kemur hlutföllum og milligírum ekkert við að þessi vél er hálfgerður aumingi sem þarf að þenja til andskotans til að fá eitthvað útúr. Þeim fyrr sem menn sætta sig við það þeim fyrr verður lífið betra og hægt að snúa sér að þarfari hlutum en að ræða löngu útrætt mál.



Okay, þannig að menn mega bara ekkert vera ánægðir með bílana sína? Ég hef átt 2,4 bensín Hilux og þvældist þá soldið með Tundru á 39,5". Hann tók mig oftast í rassgatið, en ég var samt alveg sáttur með mína vél. Bíllin 2 millum ódýrari, eyðslan c.a 10 sinnum minni, en hestöflin 200 færri :) Kanski er maður bara svona einfaldur.


Það er enginn að segja að menn megi ekki vera sáttir við sitt, mönnum má líka finnast hvað sem er um sitt. Það breytir þvi ekki að 2.4 dísel toyota og 2.8 nissan eru máttlausar vélar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur