Ofsalega basic Toyota Hilux SR5 með 22RE mótor. Hann er að mestu orginal fyrir utan flækjur og loftsíu.
Langar að breyta honum á næstunni. Þá á 38". Sennilega bara á gamla góða mátann, 10cm boddýlift, kantar og hlutföll.
Það sem hrjáir mig núna er platan sem er ofan á bensíntankinum er ónýt. Eða réttara sagt rörin sem koma upp úr henni eru ónýt. Ef einhver er að rífa svona bíl þá vantar mig svona. Gæti mögulega passað úr V6.
Ein skitin mynd en fleiri á leiðinni.
