Erum að græja ac dælu sem loftdælu í cherokee xj 4.0 og vanntar upplýsingar og ráð
um hvernig þetta sé gert og hvernig rafmagnið tengist í hana s.s. vanntar bara allar upplýsingar þar sem maður hefur ekki gert þetta áður :)
kv. Stjáni
vanntar uppl. varðandi ac dælu í jeep
Re: vanntar uppl. varðandi ac dælu í jeep
Þú fjarlægir staka swinghjólið og bracketið fyrir hana (við hliðina á rafgeyminum) og setur dæluna á í staðinn (ath, það virðast vera amk tvær dælur sem notaðar hafa verið í þessa bíla en þær eru með mismunandi bracket og ekki eins festingum). Þú notar sömu viftureimina áfram.
Úr AC dælunni koma tveir vírar, jörð og plús. Hjá mér er jörðin tengd við blokkina en plúsinn tengdi ég inn í aukarafkerfisboxið með öryggi (minnir að ég hafi notað 10A öryggi) og nota síðan relay og rofa til að stýra straumi inn á dæluna. Sumir setja smurkerfi við inntakið á dælunni og væntanlega síu við loftúrtakið. Ég notaðist ekki við neitt svoleiðis, smurði bara beint inn á dæluna og dældi mestu smurningunni í gegn strax.
kv/AB
Úr AC dælunni koma tveir vírar, jörð og plús. Hjá mér er jörðin tengd við blokkina en plúsinn tengdi ég inn í aukarafkerfisboxið með öryggi (minnir að ég hafi notað 10A öryggi) og nota síðan relay og rofa til að stýra straumi inn á dæluna. Sumir setja smurkerfi við inntakið á dælunni og væntanlega síu við loftúrtakið. Ég notaðist ekki við neitt svoleiðis, smurði bara beint inn á dæluna og dældi mestu smurningunni í gegn strax.
kv/AB
Re: vanntar uppl. varðandi ac dælu í jeep
Hjá mér er þetta svona:
Setti AC dælu í húddið. Hún sýgur loft gegnum ventlaloksöndunarsíu og smurglas sem skammtar passlegt magn af loftpressuolíu með smá millitec útí inn á dæluna. Síðan fer loftið út í gegnum rakaglas sem gleypir olíu og raka úr loftinu og þaðan frammhjá ARB pressustati (á einher til gott ísl. orð?) sem er on@70 psi / off@100psi. Þaðan gegnum einstefnuloka inn á loftkút. Á kútnum er yfirþrýstiventill sem er stillanlegur (opnar í 110 psi hjá mér) og botnventill til að tæma raka og olíu af kútnum, plastlögn fram í mæli milli framsæta og lögn í áfyllingarlok þar sem kúplinginn er. Lögnin inn á dælu, afturí kút og þaðan í kúplingu eru allar 1/2". Síðan er ég með 10 mm slöngu f. dekkin en ekki 8 ein sog vant er. Endinn á slönguna sem fer upp á ventlana í felgunum er mixaður, 10 mm slöngustútur á hefðbundinn enda sem læsist upp á gengjurnar á ventlunum og tók pinnann úr endanum (virkar því bara á pílulausa ventla), allt gert til að minnka tregðu.
Rafmagnið:
Stýristraumur frá parki (nota þann stýristraum í ýmislegt og það er öryggi á honum) inn á rofann og þaðan inn á ARB pressostat 70psi on/ 100psi off og þaðan inn á relay. Relayið fær straum frá geymi og sendir inn á kúplinguna á dælunni sem er jarðtengd.
Freyr
Setti AC dælu í húddið. Hún sýgur loft gegnum ventlaloksöndunarsíu og smurglas sem skammtar passlegt magn af loftpressuolíu með smá millitec útí inn á dæluna. Síðan fer loftið út í gegnum rakaglas sem gleypir olíu og raka úr loftinu og þaðan frammhjá ARB pressustati (á einher til gott ísl. orð?) sem er on@70 psi / off@100psi. Þaðan gegnum einstefnuloka inn á loftkút. Á kútnum er yfirþrýstiventill sem er stillanlegur (opnar í 110 psi hjá mér) og botnventill til að tæma raka og olíu af kútnum, plastlögn fram í mæli milli framsæta og lögn í áfyllingarlok þar sem kúplinginn er. Lögnin inn á dælu, afturí kút og þaðan í kúplingu eru allar 1/2". Síðan er ég með 10 mm slöngu f. dekkin en ekki 8 ein sog vant er. Endinn á slönguna sem fer upp á ventlana í felgunum er mixaður, 10 mm slöngustútur á hefðbundinn enda sem læsist upp á gengjurnar á ventlunum og tók pinnann úr endanum (virkar því bara á pílulausa ventla), allt gert til að minnka tregðu.
Rafmagnið:
Stýristraumur frá parki (nota þann stýristraum í ýmislegt og það er öryggi á honum) inn á rofann og þaðan inn á ARB pressostat 70psi on/ 100psi off og þaðan inn á relay. Relayið fær straum frá geymi og sendir inn á kúplinguna á dælunni sem er jarðtengd.
Freyr
Re: vanntar uppl. varðandi ac dælu í jeep
það er best að bora gat og setja kopp og fylla hana af koppafeiti eða lika nog að losa inntakið af og fylla hana
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: vanntar uppl. varðandi ac dælu í jeep
Takk fyrir góð svör strákar :) þetta ætti að hafast núna ;)
Svo vanntar mig að láta öfugkóna liðhúsin og breyta stýrisganginum ásamt þverstýfunni til að þetta sé ekki lóðrétt undir bílnum hehe,
vitiði hver hefur verið að smíða þetta fyrir menn?
Svo vanntar mig að láta öfugkóna liðhúsin og breyta stýrisganginum ásamt þverstýfunni til að þetta sé ekki lóðrétt undir bílnum hehe,
vitiði hver hefur verið að smíða þetta fyrir menn?
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: vanntar uppl. varðandi ac dælu í jeep
Árni brynjólfs er að snúa kónum fyrir mig á stýrisleggjum úr hilux apparati, er ekki með verðið á því en hef heyrt að hann sé mjög góður í þessu sem og öllu öðru, hann er búinn að hjálpa mér mikið með mína smíði og m.a. snúa liðhúsunum á hásingunni fyrir mig fyrir 70.000 kr minna heldur en önnur jeppaþekkt renniverkstæði ætluðu að taka fyrir og það tók bara 2 daga án fyrirvara eða tímabókunar og mjög vel gert að því er virðist hingað til!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: vanntar uppl. varðandi ac dælu í jeep
Nú kom upp nýtt vandamál hehe en miðstöðvamótorinn hætti alltí einu þegar kallinn var að leggja í hann í ferðalag.
Fær engan straum að miðst.mótornum og öll öryggi virðast í lagi.. er þetta eitthvað sem þið kannist við?
dettur helst í hug að skipta ót miðstöðvarstjórnborðinu bara :P
Fær engan straum að miðst.mótornum og öll öryggi virðast í lagi.. er þetta eitthvað sem þið kannist við?
dettur helst í hug að skipta ót miðstöðvarstjórnborðinu bara :P
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: vanntar uppl. varðandi ac dælu í jeep
Það er afar sjaldgæft að mótstöðurnar brenni þannig að enginn hraði virki, þ.e. 3 eða 4 hraði beint í gegn 12-14 volt engin mótstaða.
Ef mesti hraði virkar ekki og spenna kemur ekki að mótor, prufa bæði með boddí jörð og með jarðtengi í rás að mótor(sé bíllinn ekki með boddíjörð)
Virki hvorugt og öryggi í lagi myndi mig gruna stjórnrofann.
Þú getur byrjað á að mæla spennu að rofanum, ef þar er spenna en ekki aftan við rofann ertu búinn að sanna kenninguna og getur verið nokkuð viss um að rofinn er vandamálið.
Ef mesti hraði virkar ekki og spenna kemur ekki að mótor, prufa bæði með boddí jörð og með jarðtengi í rás að mótor(sé bíllinn ekki með boddíjörð)
Virki hvorugt og öryggi í lagi myndi mig gruna stjórnrofann.
Þú getur byrjað á að mæla spennu að rofanum, ef þar er spenna en ekki aftan við rofann ertu búinn að sanna kenninguna og getur verið nokkuð viss um að rofinn er vandamálið.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: vanntar uppl. varðandi ac dælu í jeep
fundum útúr þessu ;) það var bara eitt plögg dottið úr sambandi hehe takk fyrir snögg svör :)
kv. Stjáni
kv. Stjáni
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir