Sælir félagar
Er í smá hugleiðingum, en til stendur að breyta gömlum Patrol, árgerð 88 og er ég í smá hásingahugleiðingum. Undir bílnum eru bara orginal hásingar, en ég á líka til hásingar undan Patrol Pickup 86 módelið sem eru með sverara afturdrifi og aðeins lægri hlutföllum (þekki ekki tölurnar, þarf að telja). Spurningin er bara hvort maður eigi almennt að fara í hásingaskipti fyrir 46" dekk og hvort það sé eitthvað til af hlutföllum í þetta. Á svo líka til D44 undan gamla stóra Wagooner, en hef ekkert skoðað þær og veit ekki um týpu eða ástand. Hvað er vitlegast í þessu, sérstaklega varðandi hlutföll og læsingar?
Endilega ausið úr viskuskálunum.
kv.
Eyþór
Hásingar undan Patrol 86-88
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Hásingar undan Patrol 86-88
Framdrifið í gamla patrol er ekki ætlað til sérstakra átaka það er ekki fyrr en í Y 60 sem það kemur alvöru framdrif. Hásingar undan gamla stóra wagoner eru örugglega dana 44 bæði að framan og aftan sem er 8.5 tommu drif ef ég man rétt og í þær færðu mikið úrval af læsingum og hlutföllum en ég myndi kjósa eitthvað sverara fyrir 46" þá annaðhvort dana 60 eða y 60 patrol hásingar og þá með 5.42 hlutfalli ef þú ætlar að nota 3.3 mótorinn sem er fínn mótor bara ekkert sérstaklega kraftmikill. Þú getur líka notað hásingar undan land crusier hj 60 og 61 en í þær færðu að mér skilst ekki lægri drif en 4.88. þær eru með 9.5" drifi og full floting að aftan og til með barkalásum og í svipaðri breidd og gamli patrol. Ég er með einn '88 patrol í sveitinni sem er notaður sem traktor eftir að við tókum hann af númerum og væri ég alveg til í að finna mér pickup boddí og koma honum á númer eftur en orginal boddíið er mjög mikið ryðgað en kramið og grindin í fullu fjöri enn enda ekki keyrður nema ca 500 þúsund.
kv. Þorri.
kv. Þorri.
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Hásingar undan Patrol 86-88
Fyrst þið fóruð að tala um Y60 Patrol hásingar þá ætla ég að henda inn einni laufléttri spurningu... Hvaða hlutföll eru í boði í þessar hásingar ?
Kv.
Stjáni..
Kv.
Stjáni..
Re: Hásingar undan Patrol 86-88
3.90:1
4.11:1
4.375:1
4.625:1
4.88:1
5.13:1
5.42:1
Fyrstu tvö eru standard í 4.2 diesel og bensín
4.375 er held ég standard í 3.0 díesel
4.625 í 2.8 dísel
4.88 kom held ég aldrei orginal og svo síðustu tvö sérframleidd fyrir aðila á íslandi
-haffi
4.11:1
4.375:1
4.625:1
4.88:1
5.13:1
5.42:1
Fyrstu tvö eru standard í 4.2 diesel og bensín
4.375 er held ég standard í 3.0 díesel
4.625 í 2.8 dísel
4.88 kom held ég aldrei orginal og svo síðustu tvö sérframleidd fyrir aðila á íslandi
-haffi
Re: Hásingar undan Patrol 86-88
glæsilegt, þakka svörin. Þarf að kíkja á D44 hásingarnar og sjá í hvaða standi þær eru. Það er svo sem kannski bara nóg að stefna á 44" og nota þá jafnvel D44 hásingarnar.
Stefnan er að halda gamla 3,3 turbo og smíða þetta bara úr dótinu sem er til í sveitinni svo ekki verði miklu tilkostað við þetta. Er einhver sem þekkir til gírkassana í þessum bílum, eru þeir nógu sterkir til að smella 2 saman og nota sem low gear.
bkv.
Eyþór
Stefnan er að halda gamla 3,3 turbo og smíða þetta bara úr dótinu sem er til í sveitinni svo ekki verði miklu tilkostað við þetta. Er einhver sem þekkir til gírkassana í þessum bílum, eru þeir nógu sterkir til að smella 2 saman og nota sem low gear.
bkv.
Eyþór
-
- Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: Hásingar undan Patrol 86-88
hvað eru hásingarnar undan patrol 86-88 langar .
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Hásingar undan Patrol 86-88
4.88-1 er standard í stóru afturhásingunni í pickupnum sama drif og beinskiptum 3.0 bíl.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur