Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
-
- Innlegg: 61
- Skráður: 06.júl 2013, 19:28
- Fullt nafn: Elvar Elí Jónasson
- Bíltegund: Chevrolet Camaro
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Ég setti smá gúmmí púða undir festipunktana á ssk kælinum, hef ekkert fyrir mér afhverju en það gæti minnkað líkur á að hann springur mögulega örugglega kannski
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Elvar Turbo wrote:Ég setti smá gúmmí púða undir festipunktana á ssk kælinum, hef ekkert fyrir mér afhverju en það gæti minnkað líkur á að hann springur mögulega örugglega kannski
Góður punktur og þarna eru komin not fyrir öll demparagúmín sem ég hef ekki týmt að henda!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Leiðindavesen alltaf þetta ryð... það er væntanlega ekki til neitt eins og SafeTcap fyrir Pajero þar sem hægt er að fá grindar hluta for-mótuð til að flýta fyrir.
með allar þessar viftur ertu vissulega búinn að réttlæta high-output alternatórinn sem þú keyptir fyrir stuttu, fer að verða eins og amerísku eyðimerkur trophy-truck-arnir með alla þessa auka kæla og viftur
með allar þessar viftur ertu vissulega búinn að réttlæta high-output alternatórinn sem þú keyptir fyrir stuttu, fer að verða eins og amerísku eyðimerkur trophy-truck-arnir með alla þessa auka kæla og viftur
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Snæri wrote:Leiðindavesen alltaf þetta ryð... það er væntanlega ekki til neitt eins og SafeTcap fyrir Pajero þar sem hægt er að fá grindar hluta for-mótuð til að flýta fyrir.
með allar þessar viftur ertu vissulega búinn að réttlæta high-output alternatórinn sem þú keyptir fyrir stuttu, fer að verða eins og amerísku eyðimerkur trophy-truck-arnir með alla þessa auka kæla og viftur
Sammála með ryðið en þetta er að verða þrjátíu ára gamall bíll svo það er viðbúið að hann sé farinn að tærast. Væri helvíti til í svona lego-grindarbúta til að skipta út. Pajero er því miður ekki nógu vinsæll/útbreiddur til að slíkt sé framleitt.
Er núna búinn að koma kælinum fyrir í bílnum, setti hann aftan við stuðarann, beint fyrir neðan orginal kælinn. Þetta var smá bras en í raun þurfti bara að sjóða smá festingar á grindina til að koma honum fyrir
Vatnskassinn var svoldið mikið bras. Fyrir það fyrsta þá voru stútarnir fyrir sjálfskiptislöngurnar ekki stútar heldur nipplar. Gekk ég milli búða að reyna að finna eitthvað sem passaði á þetta. Kom í ljós að gengjurnar voru 12mm með 1.25 gangi. Það var ekkert til í þessum helstu búðum sem passaði beint. Fékk loksins eitthvað í Hydroscand sem er í tommumáli en virtist ná herslu. Fékk eitthvert svakalegt lím/þétti sem á að þola sjálfskiptivökva og þetta virðist halda. Er hinsvegar búinn að panta stúta með réttum gengjum sem ég mun setja á ef þetta fer að leka.
Nýji vatnskassinn er umtalsvert þykkari og meiri en sá gamli. Ég helti sirka 2 lítrum af þeim gamla en setti um 5 lítra í þann nýja. Reyndar missti ég helling á jörðina af þeim gamla svo segjum að það hafi verið þrír lítrar á honum. Vandkvæðin voru þó ekki alveg búin því að festingarnar pössuðu ekki alveg. Skoðaði því aftur auglýsinguna á ebay en í titlinum kemur fram að þetta sé í 3.5 Montero.
En þegar betur er skoðað neðar í auglýsingunni þá kemur í ljós að þetta er í Montero Sport.
Geri mér fulla grein fyrir að ég hefði átt að skoða auglýsinguna betur en þetta var dáldið svekkjandi. En hinsvegar eru þetta náskyldir bílar og vélarnar eins þannig að vatnsstútar voru eins og festingarnar öðrumegin pössuðu en ég þurfti að útbúa smá framlengingu hinum megin til að þetta kæmi saman. Kassinn situr nokkuð hátt en ég laga það kannski seinna.
Það bættist nærri því líter af sjálfskiptivökva á kerfið við að fylla á kælinn og svo vatnskassahlutann. Þetta hlítur að hjálpa þegar kemur að brasi í snjó að halda hitakófunum í skefjum. Nú er bara eftir að tengja vifturnar og fara að láta þennan high output altenator fara að vinna fyrir kaupinu sínu.
Í öðrum fréttum er að ég keypti mér bluetti AC70P hleðslubanka og er þar með hættur við pælingar um neyslugeymi, sólarsellu og inverter. Keypti einnig hleðslutæki til að setja í bílinn. Er aðeins búinn að prófa þetta. Ef pressukæliboxið er látið ganga á bluetti kubbnum í sólarhring þá fer um 40% af batteríinu við það. Svo þegar þetta er tengt hleðslustöðinni þá tekur rúman klukkutíma að fullhlaða bluettinn svo að þetta er bara brilljant dót. Ætla að finna mér 1000w ketil svo maður geti hitað vatn á rafmagni frekar en að þurfa að fíra upp í prímusnum alltaf hreint. Svo er hægt að hlaða síma og dewalt batterí og ég veit ekki hvað....
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Flott að þú hafir náð að redda þessi með gengjurnar.
Ég hélt að þú hefðir keypt einhvern universal kæli, en 12x1.25 er einmitt eitthvað sem ég hef bara séð á orginal pajero sjálfskiptilögnum, er búinn að smíða þónokkuð í þá og oft verið vesen. það er þó ekki jafn slæmt og í LC80 eða 90 (man ekki hvorum) en þar er annar endinn (nippilró) á stýrisslöngu með 17mm nippilró sem er nær ófáanleg.
hef einmitt verið að skoða svona bluetti setup, fæ að fylgjast með hvernig þetta reynist í sumar/vetur ;)
Ég hélt að þú hefðir keypt einhvern universal kæli, en 12x1.25 er einmitt eitthvað sem ég hef bara séð á orginal pajero sjálfskiptilögnum, er búinn að smíða þónokkuð í þá og oft verið vesen. það er þó ekki jafn slæmt og í LC80 eða 90 (man ekki hvorum) en þar er annar endinn (nippilró) á stýrisslöngu með 17mm nippilró sem er nær ófáanleg.
hef einmitt verið að skoða svona bluetti setup, fæ að fylgjast með hvernig þetta reynist í sumar/vetur ;)
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Jæja nú er ég loksins búinn að tengja vifturnar. Þetta fór í gegnum relay box og þá hver vifta á einu relay og öryggi en allar á sama rofa. Notaði tækifærið til að taka aðeins til í vírunum fyrir kastarana. Það var alveg einstakt kraðak og náði ég nokkrum metrum af vírum með tiltektinni.
Þegar ég er að brasa í bílskúrnum/jeppanum þá er ég dáldið óskipulagður og verkfæri fara á flakk og segja má að ég sé svoldill "hamfarakokkur" þegar ég veð í verk. Þegar ég var að ganga frá í skúrnum sé ég bylgjupappahlunk sem ég kannaðist ekkert við. Svo sé ég að eitthvað er teipað við hann með glæru teipi. Kemur ekki í ljós að þetta eru stútar fyrir vatnskassann!!!
Svo fékk ég allt í einu tilkynningu frá FedEx um að pakki væri á leiðinni. Fannst það skrítið en í ljós kom að í póstinum var nýr vatnskassi. Ég hafði í panikki þegar ég sá að vatnskassinn var í Pajero sport pantað annann kassa. Svo þegar ég var aðeins búinn að melta þetta daginn eftir þá kansellaði ég pöntuninni og var það ekkert mál. Fékk endurgreitt og allt saman. Þannig að ég er nú með auka vatnskassa, rétta stúta og svo aðrir stútar á leiðinni frá Kína. Þarf að fara að temja mér að anda með nefinu þegar ég er að brasa í bílnum.....
Það hefur svoldið verið að leka inn í bílinn farþegameginn. Hélt að það væri í gegnum gólfið en vatnið var alltaf alveg tandurhreint og þetta gerist líka þegar bílinn stendur. Svo ég pantaði ný þéttigúmmí á framhurðarnar frá Luso overland og skelti í. Vindgnauðið hefur amk minnkað töluvert!
Drifum okkur í ferð, keyrðum að Svarthöfða og gengum hringinn í kringum Kolufell. Mjög flottur hringur. Þarf að skoða Vonarskarðið betur seinna. Gerði mér ekki alveg grein fyrir hversu langt er frá Sprengisandsleið að Svarthöfða, hátt í 30km!. Keyrði þetta nú samt þegar ég fór í Bárðargötuferðina. Var einbíla og mætti engum á leiðinni. Saknaði þess að hafa ekki félaga minn með sem hefur skrölt með mér undanfarin ár. En þetta gekk allt vel. Svo var gist í Nýjadal og svo ákveðið að elta veðrið og fara í Flateyjardal og þar eyddum við tveimur nóttum. Mjög góð ferð og ekkert bilaði..... nema að loftkúturinn virðist vera farinn að leka.
Veitt að þetta er jeppaspjall en ætla að taka nokkrar línur í útilegugræjur. Vona að mér verði ekki hennt út fyrir það!
Bluetti
Eins og kom fram í fyrri pósti þá keypti ég mér 1000W Bluetti-kubb og hleðslustöð fyrir bílinn. Fyrstu prófanir gáfu góða raun en nú var dótið reynt í alvöru. Tengdi Kubbinn við hleðslustöðina og svo kæliboxið í Kubbinn. Þetta gekk ágætlega en það var svoldið vesen að í hossingi þá vildi 12V tengið á kæliboxinu renna út og þannig datt boxið úr sambandi. Ég reyndi að vefja einangrunarteipi um tengið en það gaf ekki góða raun. Þetta er í raun það eina sem ég get kvartað yfir.
Í Flateyjardal þá gistum við tvær nætur og bílinn var ekkert keyrður í nærri 48 tíma. Kubburinn keyrði kæliboxið sem er gefið upp í ca 1amper/klst, sauð nokkrum sinnum smá vatn og svo hlóð hann síma og úr fyrir okkur þrjú. Þegar ég lagði af stað heim var um 25% eftir á kubbnum. Ég prófaði að setja kæliboxið bara í 12V tengið í bílnum og kubburinn náði 100% hleðslu á vel innan við þriggja tíma akstri. Meðan verið var að hlaða datt voltmælirinn úr 13.2 í ca 12.8V. Þetta er ódýr kínamælir og veit ekki með nákvæmnina en líklega sýnir þetta nokkurnveginn álagið við hleðsluna. Sem sagt mjög ánægður með græjuna en þarf eitthvað að skoða þetta með 12V tengið.
Coleman bensín helluborð!
Þegar ég var í Flubbunum í gamla daga var manni kennt að gasprímusar væru ekki heppilegir þar sem gas væri viðkvæmt fyrir kulda og vindi. Betra væri að vera með bensínprímusa. Svo þegar ég byrjaði í þessum hálendisútilegum með krakkana þá hugsaði ég með mér að maður væri nú ekki beint að hírast í snjóhúsi í 18 m/s eins og í gamla daga. Svo ég keypti gashelluborð. En það staðfesti allann gamla fróðleikinn, það má ekki vera smá gola þá slökknar eða fer að sóta. Hylkin duga lítið og maður veit aldrei hvenær það er nánast búið.
Svo síðastliðið vor fór ég að gúgla eitthvað bensínknúið sem væri í raun helluborð en ekki bara prímus. Viti menn ég finn svona "Coleman Stove" en því miður virtist hún hætt í framleiðslu svo ég fór alvarlega að skoða að panta hana af Ebay. Fyrir rælni slæ ég þessu inn og bið um íslenskar niðurstöður. Kemur þá ekki í ljós að þetta er til í Ellingsen!! Þvílík snilld. Snöggt að hita og virkaði vel í rokinu. Mæli með svona!
Svo þegar heim var komið þá var gengið frá úr bílnum. Gat ekki hamið mig og potaði aðeins í riðbólur á toppnum og puttinn í gegn. Setti bara strigateip yfir það og redda þessu seinna!
Þegar ég er að brasa í bílskúrnum/jeppanum þá er ég dáldið óskipulagður og verkfæri fara á flakk og segja má að ég sé svoldill "hamfarakokkur" þegar ég veð í verk. Þegar ég var að ganga frá í skúrnum sé ég bylgjupappahlunk sem ég kannaðist ekkert við. Svo sé ég að eitthvað er teipað við hann með glæru teipi. Kemur ekki í ljós að þetta eru stútar fyrir vatnskassann!!!
Svo fékk ég allt í einu tilkynningu frá FedEx um að pakki væri á leiðinni. Fannst það skrítið en í ljós kom að í póstinum var nýr vatnskassi. Ég hafði í panikki þegar ég sá að vatnskassinn var í Pajero sport pantað annann kassa. Svo þegar ég var aðeins búinn að melta þetta daginn eftir þá kansellaði ég pöntuninni og var það ekkert mál. Fékk endurgreitt og allt saman. Þannig að ég er nú með auka vatnskassa, rétta stúta og svo aðrir stútar á leiðinni frá Kína. Þarf að fara að temja mér að anda með nefinu þegar ég er að brasa í bílnum.....
Það hefur svoldið verið að leka inn í bílinn farþegameginn. Hélt að það væri í gegnum gólfið en vatnið var alltaf alveg tandurhreint og þetta gerist líka þegar bílinn stendur. Svo ég pantaði ný þéttigúmmí á framhurðarnar frá Luso overland og skelti í. Vindgnauðið hefur amk minnkað töluvert!
Drifum okkur í ferð, keyrðum að Svarthöfða og gengum hringinn í kringum Kolufell. Mjög flottur hringur. Þarf að skoða Vonarskarðið betur seinna. Gerði mér ekki alveg grein fyrir hversu langt er frá Sprengisandsleið að Svarthöfða, hátt í 30km!. Keyrði þetta nú samt þegar ég fór í Bárðargötuferðina. Var einbíla og mætti engum á leiðinni. Saknaði þess að hafa ekki félaga minn með sem hefur skrölt með mér undanfarin ár. En þetta gekk allt vel. Svo var gist í Nýjadal og svo ákveðið að elta veðrið og fara í Flateyjardal og þar eyddum við tveimur nóttum. Mjög góð ferð og ekkert bilaði..... nema að loftkúturinn virðist vera farinn að leka.
Veitt að þetta er jeppaspjall en ætla að taka nokkrar línur í útilegugræjur. Vona að mér verði ekki hennt út fyrir það!
Bluetti
Eins og kom fram í fyrri pósti þá keypti ég mér 1000W Bluetti-kubb og hleðslustöð fyrir bílinn. Fyrstu prófanir gáfu góða raun en nú var dótið reynt í alvöru. Tengdi Kubbinn við hleðslustöðina og svo kæliboxið í Kubbinn. Þetta gekk ágætlega en það var svoldið vesen að í hossingi þá vildi 12V tengið á kæliboxinu renna út og þannig datt boxið úr sambandi. Ég reyndi að vefja einangrunarteipi um tengið en það gaf ekki góða raun. Þetta er í raun það eina sem ég get kvartað yfir.
Í Flateyjardal þá gistum við tvær nætur og bílinn var ekkert keyrður í nærri 48 tíma. Kubburinn keyrði kæliboxið sem er gefið upp í ca 1amper/klst, sauð nokkrum sinnum smá vatn og svo hlóð hann síma og úr fyrir okkur þrjú. Þegar ég lagði af stað heim var um 25% eftir á kubbnum. Ég prófaði að setja kæliboxið bara í 12V tengið í bílnum og kubburinn náði 100% hleðslu á vel innan við þriggja tíma akstri. Meðan verið var að hlaða datt voltmælirinn úr 13.2 í ca 12.8V. Þetta er ódýr kínamælir og veit ekki með nákvæmnina en líklega sýnir þetta nokkurnveginn álagið við hleðsluna. Sem sagt mjög ánægður með græjuna en þarf eitthvað að skoða þetta með 12V tengið.
Coleman bensín helluborð!
Þegar ég var í Flubbunum í gamla daga var manni kennt að gasprímusar væru ekki heppilegir þar sem gas væri viðkvæmt fyrir kulda og vindi. Betra væri að vera með bensínprímusa. Svo þegar ég byrjaði í þessum hálendisútilegum með krakkana þá hugsaði ég með mér að maður væri nú ekki beint að hírast í snjóhúsi í 18 m/s eins og í gamla daga. Svo ég keypti gashelluborð. En það staðfesti allann gamla fróðleikinn, það má ekki vera smá gola þá slökknar eða fer að sóta. Hylkin duga lítið og maður veit aldrei hvenær það er nánast búið.
Svo síðastliðið vor fór ég að gúgla eitthvað bensínknúið sem væri í raun helluborð en ekki bara prímus. Viti menn ég finn svona "Coleman Stove" en því miður virtist hún hætt í framleiðslu svo ég fór alvarlega að skoða að panta hana af Ebay. Fyrir rælni slæ ég þessu inn og bið um íslenskar niðurstöður. Kemur þá ekki í ljós að þetta er til í Ellingsen!! Þvílík snilld. Snöggt að hita og virkaði vel í rokinu. Mæli með svona!
Svo þegar heim var komið þá var gengið frá úr bílnum. Gat ekki hamið mig og potaði aðeins í riðbólur á toppnum og puttinn í gegn. Setti bara strigateip yfir það og redda þessu seinna!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1403
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Haha, góð notkun á teipi þarna =)
Í sambandi við útlegudótið, þá er um að gera að safna saman sem mestum fróðleik! Gaman að heyra reynslusögur af Bluetti, mér finnst þetta áhugavert.
Í sambandi við útlegudótið, þá er um að gera að safna saman sem mestum fróðleik! Gaman að heyra reynslusögur af Bluetti, mér finnst þetta áhugavert.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Nei það er æðislegt að fá hvað er sniðugt að hafa með sér í svona ferðum,
djöffull hló ég þegar þú fanst nipplana tengi svo við svona.:)
djöffull hló ég þegar þú fanst nipplana tengi svo við svona.:)
Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Bilaður wrote:Nei það er æðislegt að fá hvað er sniðugt að hafa með sér í svona ferðum,
djöffull hló ég þegar þú fanst nipplana tengi svo við svona.:)
Já ég get hlegið af þessu núna en fannst það ekki fyndið þá m.v. allt gúglið, ferðir milli búða og verkstæða og vesens. En svona er þetta stundum.
Jæja í síðustu viku var farið í útilegu. Ég var nokkurskonar trúss fyrir vinafólk okkar ásamt Ram 3500 með camper. Hef alltaf haft vissa fordóma eða öllu heldur efasemdir um svona vörubíla eins og Ram og F350, sérstaklega óbreytta. Þetta er stórt og þungt svo ekki sé talað um með hlussu camper á pallinum. En ég er kominn á aðra skoðun, það var ótrúlegt hvað Raminn hékk í mér á vegunum og stóð sig vel upp brattar brekkur með þetta hlass á pallinum. Það lá við skiptum á bílum ég og eigandi Ramsins, hann sá marga kosti við blöðrudekkin og léttleikann og ég við stærðina og þægindin af Ramnum. Er samt hræddur um að hann mæti bara næsta ár á 44+ tommu dekkjum.
Ferðin var sem sagt að labbað var frá norðurenda Langasjós, Sveinstindur, Skælingar og Eldgjá. Þannig að aksturinn var eftir Breiðbak, Blautulón, Skælingar og svo þaðan í Eldgjá. Svo vildi fólk kíkja inn í Álftavötn svo við brunuðum þangað og rákumst á Duster í S-Ófæru sem verið var að bjarga af gömlum þýskum hertrukki.
Það má vera að ég hafi kannski verið full kappsamur í þessum akstri með Raminum en allavega þá gerðist það á degi þrjú að ég misreiknaði mig eitthvað og missti bílinn á nokkuð voldugan stein. Var sem betur fer ekki á miklum hraða en stýrið sló svo fast að mig verkjar hálfpartinn enn í úlnliðinn. Eftir þennan árekstur var japanska veldi hinnar rísandi sólar bogið (en ekki brotið). Pæjann togaði talsvert til vinstri eftir þetta. Lagðist undir bílinn en sá ekkert í fljótu bragði og við keyrðum heim vandræðalaust. Var drulluhræddur um að stýrisendi eða eitthvað álíka hefði gefið sig.
Lagðist undir bílinn þegar heim var komið. Sá nú ekkert alvarlega beygt eða brotið en gúmmíið á neðri spindilkúlunni hægra megin var rifið og svo fannst mér stýrisendinn hægra megin grunsamlegur. Þá fannst mér ég finna hlaup í stýrisupphengjunni. Ákvað nú samt að kíkja á skoðunarstöð til að fá þetta greint betur. Þeir sáu ekkert að upphengjunni og stýrisendanum en spindilkúlan var vissulega ónýt. Þá var einnig talsvert slag í hjólalegunni h/m.
Það vildi svo skemmtilega til að allir varahlutir voru til á lager í bílskúrnum svo ég bara dreif mig í að skipta um þetta. Lítið mál í sjálfum sér.
Það plagaði mig svoldið í ferðinni að bíllinn var mikið lestaður og hann var dáldið að slá upp hjá mér. Það er eins og að vindustangirnar hafi aðeins súnkað niður með tímanum og sama má segja með gormana að aftan. Er búinn að vera að pæla aðeins í loftpúðum eða stífari gormum. Sýnist nú samt vera ódýrast að fá bara klossa undir gormana. En allavega þá herti ég aðeins á vindustöngunum, svo grunar mig að fallegu gulu Bilstein dempararnir séu aðeins og mjúkir að framan.
Nú þar sem ég var búinn að bisa við að skrúfa vindustangirnar undir bílnum þá ákvað ég að skoða aðeins gormana m.t.t. loftpúðavæðingar. Lá þarna og pældi og spekúleraði. Sé ég þá ekki að allt er baðað í olíu við vinstra afturhjólið! Þetta er sömu meginn og öxullinn brotnaði í apríl. Þannig að í stað þess að vera búinn að sinna bílnum þá var ekkert annað að gera en að rífa draslið í sundur.
Bæði vegna þess að það er stutt síðan þetta var tekið í sundur sem og þess að allt var baðað í olíu þá voru allir boltar og rær þægileg viðfangs. Kom í ljós að pakkdósin inni í hásingunni sem fer yfir öxulinn var í sundur. Innrihlutinn var á öxlinum en sá ytri fastur í hásingunni. Skrítið þar sem að pakkdósin var sett ný í í vor. Aftur rótað í bílskúrnum og viti menn og konur, pakkdósin til í "litlu Heklu" svo ég henti nýrri í og skrúfaði draslið saman. Sleppti handbremsudótinu og skipti um bremsuklossa eftir að hafa þrifið hitt.
Velti fyrir mér afhverju þetta gerðist. Nú var minn bíll ekki með ABS en öxulinn sem ég fékk er úr ABS bíl. Datt í hug að þar sem að krumphringurinn er ca tvöfalt þykkari á ABS öxlinum en án hans þá gæti hringurinn verið að pressa á pakkdósina. En á móti kemur að þá hefði þetta líklega farið mikið fyrr. Kannski var ég bara óheppinn. Það mun koma í ljós á næstunni. Mun fylgjast vel með þessu næstu vikurnar.
Smá update af Bluetti. Í stað þess að keyra með 12v sígarettukveikjaratengið í þá stakk ég einfaldlega 220v instungunni frá kæliboxinu í samband þegar ég var að keyra. Veit að það er fáránlegt að skrúfa upp í 220v og taka þetta svo aftur niður í 12v fyrir kæliboxið en þetta bara virkaði og kom ekki að sök því bluetti var alltaf fullhlaðinn í lok dags. Yfir nóttina var kæliboxið bara á 12v.
Gerði fyrir nokkrum árum tilraun með 4G router á þakinu á jeppanum. Reyndi aftur núna í sumar með betri og hærri festingu fyrir loftnetið á þakinu. Þetta gerði nú ekki mikið umfram símann, helst að þetta gaf færi á að vera inni í bíl og ná sambandi þannig eða að standa úti og ná sambandi beint með símann. Starlink er komið á óskalistann.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: muggur og 1 gestur