Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)


Elvar Turbo
Innlegg: 61
Skráður: 06.júl 2013, 19:28
Fullt nafn: Elvar Elí Jónasson
Bíltegund: Chevrolet Camaro

Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)

Postfrá Elvar Turbo » 04.júl 2025, 09:31

Ég setti smá gúmmí púða undir festipunktana á ssk kælinum, hef ekkert fyrir mér afhverju en það gæti minnkað líkur á að hann springur mögulega örugglega kannski



User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 383
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)

Postfrá muggur » 04.júl 2025, 10:44

Elvar Turbo wrote:Ég setti smá gúmmí púða undir festipunktana á ssk kælinum, hef ekkert fyrir mér afhverju en það gæti minnkað líkur á að hann springur mögulega örugglega kannski


Góður punktur og þarna eru komin not fyrir öll demparagúmín sem ég hef ekki týmt að henda!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V


Snæri
Innlegg: 28
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)

Postfrá Snæri » 07.júl 2025, 19:38

Leiðindavesen alltaf þetta ryð... það er væntanlega ekki til neitt eins og SafeTcap fyrir Pajero þar sem hægt er að fá grindar hluta for-mótuð til að flýta fyrir.

með allar þessar viftur ertu vissulega búinn að réttlæta high-output alternatórinn sem þú keyptir fyrir stuttu, fer að verða eins og amerísku eyðimerkur trophy-truck-arnir með alla þessa auka kæla og viftur

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 383
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)

Postfrá muggur » 24.júl 2025, 11:12

Snæri wrote:Leiðindavesen alltaf þetta ryð... það er væntanlega ekki til neitt eins og SafeTcap fyrir Pajero þar sem hægt er að fá grindar hluta for-mótuð til að flýta fyrir.

með allar þessar viftur ertu vissulega búinn að réttlæta high-output alternatórinn sem þú keyptir fyrir stuttu, fer að verða eins og amerísku eyðimerkur trophy-truck-arnir með alla þessa auka kæla og viftur


Sammála með ryðið en þetta er að verða þrjátíu ára gamall bíll svo það er viðbúið að hann sé farinn að tærast. Væri helvíti til í svona lego-grindarbúta til að skipta út. Pajero er því miður ekki nógu vinsæll/útbreiddur til að slíkt sé framleitt.

Er núna búinn að koma kælinum fyrir í bílnum, setti hann aftan við stuðarann, beint fyrir neðan orginal kælinn. Þetta var smá bras en í raun þurfti bara að sjóða smá festingar á grindina til að koma honum fyrir
IMG_7295.jpg
Plássið sem var hægt að nota
IMG_7295.jpg (179.3 KiB) Viewed 477 times

IMG_7308.jpg
Komin staðsetning
IMG_7308.jpg (245.99 KiB) Viewed 477 times


Vatnskassinn var svoldið mikið bras. Fyrir það fyrsta þá voru stútarnir fyrir sjálfskiptislöngurnar ekki stútar heldur nipplar. Gekk ég milli búða að reyna að finna eitthvað sem passaði á þetta. Kom í ljós að gengjurnar voru 12mm með 1.25 gangi. Það var ekkert til í þessum helstu búðum sem passaði beint. Fékk loksins eitthvað í Hydroscand sem er í tommumáli en virtist ná herslu. Fékk eitthvert svakalegt lím/þétti sem á að þola sjálfskiptivökva og þetta virðist halda. Er hinsvegar búinn að panta stúta með réttum gengjum sem ég mun setja á ef þetta fer að leka.
IMG_7314.jpg
Smá stærðarmunur
IMG_7314.jpg (245.67 KiB) Viewed 477 times

Nýji vatnskassinn er umtalsvert þykkari og meiri en sá gamli. Ég helti sirka 2 lítrum af þeim gamla en setti um 5 lítra í þann nýja. Reyndar missti ég helling á jörðina af þeim gamla svo segjum að það hafi verið þrír lítrar á honum. Vandkvæðin voru þó ekki alveg búin því að festingarnar pössuðu ekki alveg. Skoðaði því aftur auglýsinguna á ebay en í titlinum kemur fram að þetta sé í 3.5 Montero.
ebay.jpg
Ebay-vatnskassi
ebay.jpg (27.97 KiB) Viewed 477 times

En þegar betur er skoðað neðar í auglýsingunni þá kemur í ljós að þetta er í Montero Sport.
ebay2.jpg
Sport
ebay2.jpg (113.38 KiB) Viewed 477 times


Geri mér fulla grein fyrir að ég hefði átt að skoða auglýsinguna betur en þetta var dáldið svekkjandi. En hinsvegar eru þetta náskyldir bílar og vélarnar eins þannig að vatnsstútar voru eins og festingarnar öðrumegin pössuðu en ég þurfti að útbúa smá framlengingu hinum megin til að þetta kæmi saman. Kassinn situr nokkuð hátt en ég laga það kannski seinna.

Það bættist nærri því líter af sjálfskiptivökva á kerfið við að fylla á kælinn og svo vatnskassahlutann. Þetta hlítur að hjálpa þegar kemur að brasi í snjó að halda hitakófunum í skefjum. Nú er bara eftir að tengja vifturnar og fara að láta þennan high output altenator fara að vinna fyrir kaupinu sínu.

Í öðrum fréttum er að ég keypti mér bluetti AC70P hleðslubanka og er þar með hættur við pælingar um neyslugeymi, sólarsellu og inverter. Keypti einnig hleðslutæki til að setja í bílinn. Er aðeins búinn að prófa þetta. Ef pressukæliboxið er látið ganga á bluetti kubbnum í sólarhring þá fer um 40% af batteríinu við það. Svo þegar þetta er tengt hleðslustöðinni þá tekur rúman klukkutíma að fullhlaða bluettinn svo að þetta er bara brilljant dót. Ætla að finna mér 1000w ketil svo maður geti hitað vatn á rafmagni frekar en að þurfa að fíra upp í prímusnum alltaf hreint. Svo er hægt að hlaða síma og dewalt batterí og ég veit ekki hvað....
IMG_7256.jpg
Bluetti
IMG_7256.jpg (209.68 KiB) Viewed 477 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V


Snæri
Innlegg: 28
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

Re: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)

Postfrá Snæri » 24.júl 2025, 22:15

Flott að þú hafir náð að redda þessi með gengjurnar.
Ég hélt að þú hefðir keypt einhvern universal kæli, en 12x1.25 er einmitt eitthvað sem ég hef bara séð á orginal pajero sjálfskiptilögnum, er búinn að smíða þónokkuð í þá og oft verið vesen. það er þó ekki jafn slæmt og í LC80 eða 90 (man ekki hvorum) en þar er annar endinn (nippilró) á stýrisslöngu með 17mm nippilró sem er nær ófáanleg.

hef einmitt verið að skoða svona bluetti setup, fæ að fylgjast með hvernig þetta reynist í sumar/vetur ;)


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur