hér er eldri kynning á bílnum
viewtopic.php?f=25&t=154
Það sem ég ætla að gera amk. eitthvað fram á sumar er að rífa hjólabúnaðinn undan og setja hásingar undan 92 módel double cab dísel hilux undir með gormafjöðrun að sjálfsögðu.
Ég ætla að lengja bílinn eins mikið milli hjóla og hægt er, sem er ekkert sérlega mikið en þó eitthvað.
Ég ætla að taka boddíið í gegn, það er talsvert ryðgað og allar boddífestingar orðnar þreyttar, skipti um boddípúðana í leiðinni.
Ég ætla að sleppa megninu af innréttingunni, bæði til að létta bílinn og einfalda hann, einfalda aðgang að öllu því þetta verður engin lúxuskerra heldur eingöngu 4x4 ferðabíll.
Ég kem til með að hafa hann á 35-36" dekkjum en ætla að hafa hann það háann og hjólskálarnar það rúmar að 38" slefi undir.
Ef tími og peningar leyfa mun ég láta sprauta bílinn, helst í mjög dökkrauðum lit, hef svolítið mikið verið að spá í IMOLA ROT litnum og hann heillar mig mikið.( http://farm4.static.flickr.com/3032/2673488039_46c291b160.jpg )
Candy apple red hefur einnig heillað ( http://www.idcow.net/idcow/products/hw2047_009.jpg )
Varðandi mótor og drifbúnað þá hef ég ekkert hugsað út í neina stækkun allavega til að byrja með, mótorinn virkar fínt og ég hef aldrei fundið fyrir aflskorti nema auðvitað til leiks og ****askaps en svona dags daglega eru 97 hestöflin alveg nóg, en það verður bara tíminn að leiða í ljós hvort dugi til frambúðar.
Í drifunum eru nú 5.125:1 hlutföll en í toyotu hásingunum annaðhvort 5.29 eða 5.71:1 á eftir að skoða það. þannig gírarnir ættu að haldast nokkurnveginn í stað sem er einnig gott mál vegna þess að hraðamælirinn er 100% réttur á 33" á þessum hlutföllum.
Að framan mun ég líklega nota pajero/jimny/70 cruiser 2link stífur eftir því hvort passar betur.


Ryð í gólfpönnu aftan við bílstjórasæti, þarna undir er boddífesting sem hefur lamið sig í gegn.
Þegar ég keypti bílinn í des. 2008 var hann algjörlega ryðlaus með öllu, nú eru komin göt hér og þar og sílsar að hverfa, þó hef ég hugsað mjög vel um bilinn og þrifið hann reglulega og þurrkað hann en það dugar víst ekki á moti saltvatninu á götum borgarinnar :)
Myndir frá því ég tók innréttinguna síðast úr og ryðvarði smá:
http://www.facebook.com/album.php?aid=84529&id=642127906&l=0d2d1fb674
ryðlaus bíll á akureyri þangað sem ég sótti hann 2008.

en nóg af þessu væli hér mun ég reyna að uppfæra eitthvað þegar meira gerist, t.d. þegar boddíið er komið af ef þetta fær einhverja athygli.
1 spurning til ykkar sem eitthvað kunnið, hvar fæst breytistykki ofan á spindillegurnar í toyota hásingarnar, ég þarf að breyta því til að stýrismaskínan úr súkkunni passi, hiluxinn er með hrútshorn v/m ...
Hvernig væri best að útfæra þetta ef hvergi fæst breytistykki?
mbk. Sævar