Súkkan mín

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 28.feb 2011, 12:36

Projectið lengi lifi, nú er súkkan komin af númerum og ýmsir boddípartar komnir af, innréttingin öll farin og boddíið nánast klárt til að hífa það af.

hér er eldri kynning á bílnum

viewtopic.php?f=25&t=154

Það sem ég ætla að gera amk. eitthvað fram á sumar er að rífa hjólabúnaðinn undan og setja hásingar undan 92 módel double cab dísel hilux undir með gormafjöðrun að sjálfsögðu.

Ég ætla að lengja bílinn eins mikið milli hjóla og hægt er, sem er ekkert sérlega mikið en þó eitthvað.

Ég ætla að taka boddíið í gegn, það er talsvert ryðgað og allar boddífestingar orðnar þreyttar, skipti um boddípúðana í leiðinni.

Ég ætla að sleppa megninu af innréttingunni, bæði til að létta bílinn og einfalda hann, einfalda aðgang að öllu því þetta verður engin lúxuskerra heldur eingöngu 4x4 ferðabíll.

Ég kem til með að hafa hann á 35-36" dekkjum en ætla að hafa hann það háann og hjólskálarnar það rúmar að 38" slefi undir.Ef tími og peningar leyfa mun ég láta sprauta bílinn, helst í mjög dökkrauðum lit, hef svolítið mikið verið að spá í IMOLA ROT litnum og hann heillar mig mikið.( http://farm4.static.flickr.com/3032/2673488039_46c291b160.jpg )


Candy apple red hefur einnig heillað ( http://www.idcow.net/idcow/products/hw2047_009.jpg )


Varðandi mótor og drifbúnað þá hef ég ekkert hugsað út í neina stækkun allavega til að byrja með, mótorinn virkar fínt og ég hef aldrei fundið fyrir aflskorti nema auðvitað til leiks og ****askaps en svona dags daglega eru 97 hestöflin alveg nóg, en það verður bara tíminn að leiða í ljós hvort dugi til frambúðar.

Í drifunum eru nú 5.125:1 hlutföll en í toyotu hásingunum annaðhvort 5.29 eða 5.71:1 á eftir að skoða það. þannig gírarnir ættu að haldast nokkurnveginn í stað sem er einnig gott mál vegna þess að hraðamælirinn er 100% réttur á 33" á þessum hlutföllum.

Að framan mun ég líklega nota pajero/jimny/70 cruiser 2link stífur eftir því hvort passar betur.

Image

Image

Ryð í gólfpönnu aftan við bílstjórasæti, þarna undir er boddífesting sem hefur lamið sig í gegn.

Þegar ég keypti bílinn í des. 2008 var hann algjörlega ryðlaus með öllu, nú eru komin göt hér og þar og sílsar að hverfa, þó hef ég hugsað mjög vel um bilinn og þrifið hann reglulega og þurrkað hann en það dugar víst ekki á moti saltvatninu á götum borgarinnar :)

Myndir frá því ég tók innréttinguna síðast úr og ryðvarði smá:

http://www.facebook.com/album.php?aid=84529&id=642127906&l=0d2d1fb674
ryðlaus bíll á akureyri þangað sem ég sótti hann 2008.
Image


en nóg af þessu væli hér mun ég reyna að uppfæra eitthvað þegar meira gerist, t.d. þegar boddíið er komið af ef þetta fær einhverja athygli.
1 spurning til ykkar sem eitthvað kunnið, hvar fæst breytistykki ofan á spindillegurnar í toyota hásingarnar, ég þarf að breyta því til að stýrismaskínan úr súkkunni passi, hiluxinn er með hrútshorn v/m ...

Hvernig væri best að útfæra þetta ef hvergi fæst breytistykki?

mbk. Sævar
Síðast breytt af Sævar Örn þann 27.maí 2013, 19:46, breytt 1 sinni samtals.


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Súkkan mín

Postfrá jeepcj7 » 28.feb 2011, 13:01

það er hægt að fara með togstöngina beint í millibilsstöngina með því að vera með hægri stýrisendann með aukagati í fyrir stýrisenda,þá sagar þú bara hrútshornið af.
Betra er samt að fá upphækkunar stýrisarm á hægra liðhúsið þetta er örugglega víða til ef þú auglýsir eftir þessu.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Súkkan mín

Postfrá Þorri » 28.feb 2011, 14:34

Var ekki Árni Brynjólfs að smíða þessi stykki mig mynnir það en er ekki viss.
Kv. Þorri

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Súkkan mín

Postfrá jeepcj7 » 28.feb 2011, 15:40

Jú og líka einhver sem ég man ekki nafnið á sem er á blönduósi að mig minnir.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 28.feb 2011, 19:16

Sælir, súkkumaskinan svipar mjög til klafahilux með stýrissnekkju, hvernig hafa menn útfært það þegar hásing er sett við orginal stýrismaskínu?

Einfaldast væri að hugsa þetta þannig, hef aldrei séð svona bíl með togstöng beint í millibilsstöng en auðvitað virkar það og er alveg lögleg redding. Vil samt helst hafa togstöngina alla leið yfir, veit ekki afhverju en mér finnst það betri búnaður svona í höfðinu amk.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 28.feb 2011, 19:17

kannski er það vegnaþess að ég er mjög fordómafullur á ameríska bíla og þar er þessi útfærsla stunduð grimmt :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1143
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Súkkan mín

Postfrá Kiddi » 28.feb 2011, 21:59

Það er minna slag í stýrinu ef stýrisendinn festist beint í liðhúsið en ekki í millibilsstöngina því þá dobblast slagið þar sem þá finnurðu ekki bara slagið í togstönginni heldur millibilsstönginni líka þegar togstöngin veltir henni.
Annars þá myndi ég bara skoða það allra síðast hvernig þetta er útfært ef ég væri þú. Það er leiðinlegra að setja vænan arm á liðhúsið og hækka togstöngina til þess eins að komast að því að togstöngin er komin svo hátt upp að hún takmarkar samslátt, s.s. rekst í grindina löngu áður en nokkuð annað gerir það.
Nú þekki ég ekki hvernig armurinn á maskínunni er í súkkunni en ef hann er með enda þá þyrftir þú að skipta honum út. Það er ágætt að hafa í huga að lengdin frá spindillegunum og að stýrisendunum á hásingunni ætti helst að vera svipuð og lengdin á stýrisarminum á maskínunni. Ef armurinn á maskínunni er styttri þá gæti skeð að maskínan stoppi áður en hásingin er farin að beygja eins mikið og þú vilt. Gott að skoða þetta bara og sjá hvort þetta geti orðið vandamál, já kannski ekki beint vandamál en getur verið pirrandi.

Hvað er svona stutt súkka annars "löng" á milli hjóla original?

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 01.mar 2011, 19:02

2,2 metrar milli hjóla orginal, verð ánægður ef ég kem því í 2,3

Snilldin við súkkuna/vitöruna orginal er að hún er jafn breið og hún er há, og því ekki nærri jafn völt og gömlu súkkurnar voru sem eru töluvert mikið mjórri milli hjóla.

Því má hækka hann talsvert áður en hann verður valtur þessi bíll, en ég ætla að reyna að hafa hann í svipaðri hæð áfram og hann er. Mjög stöðugur þrátt fyrir að það séu engar ballansstangir.

Width 1630 mm
Height 1665 mm
Wheelbase 2200 mm
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 01.mar 2011, 19:07

ps þær eru nokkrar komnar á hásingu hjá kananum...

http://bbs.zuwharrie.com/content?topic=24216.15
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 05.mar 2011, 00:27

takk þetta bifast hægt og rólega, hef tekið hálftíma og hálftíma síðastliðin 3 kvöld og þetta er árangurinn

Image

Image


nóg pláss fyrir ýmislegt, td. Nissan 2,7 TDi sem ég er að gæla við að nálgast...

Image

hífði boddíið af með talíu og lélegum kaðli og einum þverbita... ekki þungt dót, kannski 300 kg...


Image

3 eins?

Image

Svona hefur hún verið síðastliðna hálfa árið, svolítið ýkt hækkuð m.v. 33" dekk en þokkalegasta fjöðrun, hallinn á öxlunum hefur heldur ekki verið til neinna trafala.
Síðast breytt af Sævar Örn þann 27.maí 2013, 19:48, breytt 1 sinni samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 05.mar 2011, 19:19

Image

Hugmyndin svona sirka, smá færsla á hjólabúnað m.v. orginal

Image

Hér hefur tankurinn verið færður í skottið til að auka pláss fyrir afturhásingu+ fjöðrun

Ég mun líklega gera svipað nema slétta gólfið út fram að framsætum og nýta það sem bensíngeymslu allt að 70 lítrum, í stað 32 lítra orginal
Síðast breytt af Sævar Örn þann 27.maí 2013, 19:48, breytt 1 sinni samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2477
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Súkkan mín

Postfrá hobo » 06.mar 2011, 12:50

Þetta verður óstöðvandi þegar framkvæmdum líkur. Gaman að fylgjast með framvindu mála.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Súkkan mín

Postfrá JonHrafn » 06.mar 2011, 13:10

Árni Bryjólfs í hafnafirði er að smíða svona arma ofan á liðhúsið, ég reyndi að kaupa þetta notað þegar mig vantaði þetta en ekkert gekk, síðan var loksins hringt í mig og mér boðinn einn þegar ég var á leið heim með LC70 á bílakerru :þ Þeir eru með arminn sem þig vantar.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 06.mar 2011, 15:04

Já mig grunaði að Árni hefði verið í þessu, hann hefur nú smá vit á súkkunum líka hann smiðaði m.a. milligíra milli gír og millikassa á súkkurnar fyrir nokkrum árum. Einnig lægri hlutföll í millikassann niðurgírun í háa.

hér er smá uppfærsla

Image

Þetta fína bretti fauk á hina súkkuna mína sem stóð úti í óveðrinu um daginn þannig ég leyfði mér bara að hirða það upp í skaðann...

Image

Image

Næst fer framhjólabúnaður undan í heilu lagi.

Image

sirka 20 mín verk

Image

Framhjólabúnaðurinn er alveg ótrúlega þungur, ég er nú ekkert lyftinganaut eða neitt svoleiðis en samt alveg ágætlega sterkur svona öllu jöfnu en ég gat varla bifað þessu, dróg þetta eftir gólfinu með herkjum, giska á 100-150 kílo grínlaust, það er þyngra en mótorinn!

Image


Svona stendur hún í dag og þá er bara að fara að ná í hásingarnar... :)
Síðast breytt af Sævar Örn þann 27.maí 2013, 19:49, breytt 1 sinni samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Súkkan mín

Postfrá JonHrafn » 06.mar 2011, 17:13

Skoðuðum þessi lakkmál svoldið þegar við vorum að brasa í hiluxinum. Man nú ekki tölurnar en verðmiðinn á sanseruðu lakki + glæru var fáránlegur. Enduðum í industry lakki, án sanseringar og glæru. En imola rot er klárlega flottasti rauði liturinn þarna úti :þ

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 06.mar 2011, 18:31

Ég hugsa þennan bíl (jeppa) sem framtíðareign og því allt í lagi þó þetta kosti eitthvað.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Súkkan mín

Postfrá HaffiTopp » 11.mar 2011, 12:26

Það sem þú nefnir um að nota hugsanlega Pajero stífur þá langaði mig að benda þér á að það er munur á afturstífunum á gamla Pajero annars vegar og Pajero sport hins vegar. Munurinn lyggur í að á gamla Pajero eru stífurnar heilt stykki langsum, snyttað í endann fyrir festiró og fóðringar sitthvoru megin við stífuvasann. En í Pajero sport kemur gat þvert og bolti þar í gegn, svipað og í framstífum í Patrol og LC80 og hugsanlega fleyri bílum. Þessar með boltann þvert grunar mig að gefi (fræðilega séð) von um meiri teygju (minni þvingun en í heilu stífunum) þar sem ekkert er sem stoppar stífuna í að fara "heilann hring" annað en lengd gorma/dempara, á móts við hinar stífurnar sem stoppa einhverntíman á sjálfri sér (setjast í fóðringuna). Að öðru leiti eru þær alveg eins þessar stífutegundir.
Vonandi er þetta að skiljast hjá mér.
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 11.mar 2011, 12:29

hæhæ já þetta skilst, ég átti reyndar við þessa gerð af stífum þ.e. 2 link að framan.

en hafði í huga suzuki jimny stífur þær eru ekki of langar, eru sterkar en mjög léttar.

þær eru með götuðum 3 götuðum fóðringum en ekki samanhertum foðringum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Seli
Innlegg: 19
Skráður: 15.feb 2011, 13:39
Fullt nafn: Axel Högnason

Re: Súkkan mín

Postfrá Seli » 11.mar 2011, 21:37

fyrst þú ert að pæla í fallegum dökkrauðum langar mig að mæla með calypso rot http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=36228 sjúúúkur litur.

En varðandi afl, ég er með 4 dyra 35" sidekick og hann er vel tæpur á afli, dugar alveg en auka 20 hoho myndu gera gæfumuninn.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Súkkan mín

Postfrá Stebbi » 11.mar 2011, 21:58

Seli wrote:En varðandi afl, ég er með 4 dyra 35" sidekick og hann er vel tæpur á afli, dugar alveg en auka 20 hoho myndu gera gæfumuninn.


Afhverju eru Sidekick/Vitara eigendur ekki eins duglegir og Fox eigendur að skipta út vélum?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 11.mar 2011, 23:34

Munurinn milli 1300 fox(big block í stað 1000 mótorsins og 1600 innspítingarvélarinnar er gífurlegur, svo mikill að margir nú til dags setja 1600 vélina í foxinn.


þá meina ég samt ekki að þetta sé eitthvað rosa páwer, það var heldur aldrei neitt rosa páwer í volvo 21 sem menn settu grimmt í foxana...


Svo er mjög mikill munur á síðustu japönsku árgerðinni þ.e. 96 og 97 og svo eldri bílunum, þá kemur obdII kerfi og öflugri innspýting og munurinn er vel finnanlegur milli þessara bíla, ég á 2 97 bíla,

hefur aldrei skort afl á þann rauða nema kannski þegar ég er að draga þunga hluti eins og t.d. stóra bílakerru með 2 tonna eðaldrossíu ofaná sbr. þessa mynd, en það gekk eins og í sögu og sýnir kannski best þrautseigju 1600 vélarinnar.


mbk. Sævar

Image
Síðast breytt af Sævar Örn þann 27.maí 2013, 19:50, breytt 1 sinni samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2477
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Súkkan mín

Postfrá hobo » 12.mar 2011, 08:05

Eitthvað hefurðu verið ólöglegur með þennan eftirvagn..? ;)

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 13.mar 2011, 12:45

Það skiptir engu máli

jæja fór norður og naði í hásingarnar, er þetta ekki SR5 hásing? og sannast það ekki bæði af rafmagnslásnum og að það hafi verið spacerar á framhasingunni?

Image

Image
Síðast breytt af Sævar Örn þann 27.maí 2013, 19:50, breytt 1 sinni samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2788
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Súkkan mín

Postfrá ellisnorra » 13.mar 2011, 12:56

SR5 var 149cm og ég veit ekki til þess að það hafi verið önnur læsing í þeim heldur en LSD draslið. Mér vitanlega (en það hefur áður sannast að ég fari með rangt mál, þá verð ég bara leiðréttur) þá var rafmagnslásinn í "bara" í díselbílnum við 144cm breiða hásingu. En auðvitað er hægt að færa kögglana á milli.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 13.mar 2011, 12:59

OK, ég kann 0 á þetta, þetta er frumraun mín í þessu toyota dóti, en ég er bara ánægður að það sé rafmagnslás á þessu.

Mér var tjáð að annaðhvort væri 5.29 eða 5.71 hlutfall í þeim en ég á eftir að opna og sannreyna.

Þessi hásing er 141cm frá felgusæti til felgusætis

Súkkuhásingin mín orginalinn er 140cm frá felgusæti til felgusætis... GRÍNLAUST

ég trúði því ekki...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 13.mar 2011, 19:00

jæja nu er buið að rifa og tæta en i ljos kom að það eru orginal hlutföll (4,30) í þessum hasingum en eg þarf 5.29 eða 5.71, sem reyndar stóð til að væri i þessum hasingum en veit ekki hvað misskildistþ


þannig mig vantar annaðhvort aðrar hasingar komplet eða kögglana staka, tími varla að spreða í ný hlutföll þau eru rándýr
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Súkkan mín

Postfrá Stebbi » 14.mar 2011, 16:50

Ef þú ætlar að halda þig við 1600 mótorinn þá er 5.71 sjálfsagt það sem á best við hann.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 14.mar 2011, 19:17

Það var ætlunin enda ekki jafn eftirsótt hlutfall heldur, og þessi mótor má alveg snúast helling og fyrsti lági má alveg vera örlítið lægri.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 02.apr 2011, 16:05

Image

Image

Image

Já semsagt það sem var að gerast á þessum myndum þarna er að ég var að smíða vasa fyrir Suzuki jimny stífur á framhásinguna, ég geri vasana úr 4mm svörtu plötuefni, nótabené grindin í suzuki er 3mm þykk þar sem hún er þykkust,

á neðstu myndinni er svo búið að miðjustilla rörið í sirka þeirri hæð sem það kemur til með að standa í vona ég, annað þýðir bara breytingar á skástífu svosem ekkert stórmál. Ég ætla alls ekki að hafa hann hærri en þetta þannig spindilhalli verður ekki vandamál, læt drifkúluna standa nokkuð beina sem þýðir auðvitað aukið álag á drifskaft en ég nenni ekki að snúa liðhúsunum,

hér eru svo nokkrar myndir i viðbót

Image

Heimasmíðaður stífuvasi á grind


Image


Hlutirnir mátaðir og verið að pæla í þeim

Image


flottar suður hjá manni, þetta myndi halda econline a 44" :)
Síðast breytt af Sævar Örn þann 27.maí 2013, 19:51, breytt 1 sinni samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Súkkan mín

Postfrá sukkaturbo » 02.apr 2011, 21:16

sæll ég mundi ráðleggja þér að fenginni reynslu að snú spindlunum í 12 gráður ég gerði þetta á Foxinum hann er með toyota hásingar skar með gradda liðhúsið laust nóg að fara 5 mm inn í suðuna allan hringinn og þá liggur liðhúsið laust stillir það þegar allt er orðið klárt og sýður það fast kveðja GUÐNI

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 02.apr 2011, 21:46

Klafasúkkan var orginal í 2,30° í caster, er ekki óþarfi að taka svo djúpt í árinni að fara í 12 gráður? eins og dýrasti bens?

Þá verða hjólin bara eins og undir veghefli þegar maður leggur á hann, en ég svosem veit ekki og hef aldrei gert svona áður, ég væri þá aðallega að spá í þessu til þess að geta rétt hallann á drifkúlunni örlítið.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Súkkan mín

Postfrá sukkaturbo » 03.apr 2011, 10:11

Sæll Sævar ég gerði þetta á Foxinum fyrst út af jeppaveikinni en það hafði engin áhrif á hana skiljanlega svona eftir á. En ég ek stundum um á 44"Dic Cepeck á útvíðum 18" breiðum felgum og var út um allan veg elti allar rásir í malbikinu og var frekar laus í rásinni eins og máltækið segir. Núna getur konan ekið bílnum og er hann orðin mjög rásfastur. Fyrir á toyota hásingunni var hallinn 4, 5 gráður kveðja Guðni


Sævar Örn wrote:Klafasúkkan var orginal í 2,30° í caster, er ekki óþarfi að taka svo djúpt í árinni að fara í 12 gráður? eins og dýrasti bens?

Þá verða hjólin bara eins og undir veghefli þegar maður leggur á hann, en ég svosem veit ekki og hef aldrei gert svona áður, ég væri þá aðallega að spá í þessu til þess að geta rétt hallann á drifkúlunni örlítið.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 03.apr 2011, 10:21

Já, ég skal skilja þetta á 18" breiðum felgum guðni og góð og gild hugmynd, ég held bara að hún sé fyrir mig óþörf því ég verð á 35-6" dekkjum og 10" breiðum felgum, því ætti þessi halli, uþb. 5° að duga fyrir mig og mínar þarfir, en mestar áhyggjur hef ég af hallanum á drifskaftinu.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Súkkan mín

Postfrá Stebbi » 03.apr 2011, 11:51

Ef þú ert með tvöfaldan lið upp við millikassa þá er hallinn ekkert til að hafa áhyggjur af. Ef þú ert afturá móti ekki með tvöfaldan lið þá þarf hallinn á millikassa og framdrifi að vera sá sami +/- einhverjar 2°.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 03.apr 2011, 13:13

Heyrðu, skipti um skoðun, skoðanir, færði rörið 2cm framar en það var áður, þannig færslan verður c.a. 3.25cm fram miðað við orginal. Auk þess sneri ég rörinu þannig kúlan hallar örlítið upp, spindilhallinn er nú kannski 1-2° max, en ég verð að snúa liðhúsunum.

Nú langar mig að spyrjast fyrir, hvað hafa renniverkstæði verið að taka fyrir að gera þetta fyrir mann? Ég treysti mér ekki alveg í að skera þetta sundur og sjóða saman alveg hárrétt
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 04.apr 2011, 18:36

talaði við mörg renniverkstæði í dag og allir sögðu 40-50 kannski uppundir 70 þúsund fyrir að snúa liðhúsunum ef ég kem með hasinguna strípaða og hreina


hringdi að gamni í árna brynjólfs rennismið, 22 þúsund kall

mæli með þeim manni algjör öðlingur og mjög sanngjarn.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 10.apr 2011, 16:47

Image

Vasarnir soðnir á grindina, þetta er ekki eina suðan sem heldur vasanum heldur kemur seinna á þessa vasa boddífesting sem sýðst lárétt upp alla grindina og því verður styrkurinn svakalegur. Eins og er myndi þetta rifna strax af grindinni ef þetta festist á einhverju t.d. frosnu barði.

Image

Farin að koma smá mynd á þetta

Image

Sirka í aksturshæð, ekki mikill halli á stífunum.

Image


Fóðringarnar í jimny stífunum gefa þokkalega vel eftir, hér er hásingin bundin upp öðrum megin og hangandi hinum megin þannig engin þyngd er á fóðringunum nema bara af hásingunni sjálfri.
Síðast breytt af Sævar Örn þann 27.maí 2013, 19:52, breytt 1 sinni samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2477
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Súkkan mín

Postfrá hobo » 10.apr 2011, 16:59

Kallinn seigur á rafsuðunni!

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Súkkan mín

Postfrá Sævar Örn » 10.apr 2011, 17:01

Þetta lærist, en

Einu sinni var þetta bíll...

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Síðast breytt af Sævar Örn þann 27.maí 2013, 19:54, breytt 3 sinnum samtals.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


birgthor
Innlegg: 610
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Súkkan mín

Postfrá birgthor » 10.apr 2011, 18:24

Ég get alveg lofað þér því að ef þessi suða fengi ekki á sig hliðar átak þá fer hún aldrei, fyrr rifnar grindin við suðuna.
Kveðja, Birgir


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir