Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu framhald 015
Verður Hulk ekki klár í prufu rúnt um verslunarmanna helgina?
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu framhald 015
nei því miður en næstu eftir þessa vonandi he he
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu framhald 015
Sælll Guðni.
Hefur þú skoðað að nota tjalddýnur svona þunnar úr frauðkenndu efni oft notaðar ínn í brettakannta fást í RL búðinni á klink, svo er asfalt borðinn allta f góður til að hljóeinangra. Svo var Bílasmiðurinn með eh. spes efni til að bræða niður til hljóðeinangunar.
kv.
Jón Kristjánsson
Hefur þú skoðað að nota tjalddýnur svona þunnar úr frauðkenndu efni oft notaðar ínn í brettakannta fást í RL búðinni á klink, svo er asfalt borðinn allta f góður til að hljóeinangra. Svo var Bílasmiðurinn með eh. spes efni til að bræða niður til hljóðeinangunar.
kv.
Jón Kristjánsson
I don't suffer from insanity, I enjoy every minute of it....
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu framhald 015
Sæll Jón nei þetta er nýtt fyrir mér. En er það ekki rétt skilið eftir því sem efnið er þyngra og meiri massi þá hljóðeinangrar það meira td eins og tjöuborði og fleiri þung efni
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu framhald 015
Ég fékk brjálæðislega hugmynd við að lesa þessar hugleiðingar um hljóðeinangrun.
Hvernig væri að þynna akrýlkítti og hræra passlega fínan vikursand út í og smyrja á undirvagninn?
Það gæti líka virkað sem grjótvörn.
Hvernig væri að þynna akrýlkítti og hræra passlega fínan vikursand út í og smyrja á undirvagninn?
Það gæti líka virkað sem grjótvörn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Sælir félagar þá er byrjað að vinna í Hulk aftur.Ég keypti mér öflugan alvöru stýristjakk í Hulkinn hjá honum Jörgen//Sturlaugi Jónssyni og Kó. Núna er Snilli að smíða hann til og setja endana á hann og er byrjaður á að hanna festingar fyrir hann á Unimog hásinguna.Einnig var fjárfest í 1300kg loftpúðum og góðum dempurum.
Ein spurning eru til tvöfaldir hjöruliðir í afturskaft úr Patrol upp við kassan langar til að prufa að setja tvöfladan lið við kassan fyrir afturskaftið. Við erum með Patrol handbremsu og skaftið er bratt og liggur líka aðeins til hægri því kúlan er ekki miðlæg. kveðja guðni
Ein spurning eru til tvöfaldir hjöruliðir í afturskaft úr Patrol upp við kassan langar til að prufa að setja tvöfladan lið við kassan fyrir afturskaftið. Við erum með Patrol handbremsu og skaftið er bratt og liggur líka aðeins til hægri því kúlan er ekki miðlæg. kveðja guðni
- Viðhengi
-
- DSC01340.JPG (1.3 MiB) Viewed 11065 times
-
- DSC01336.JPG (1.4 MiB) Viewed 11065 times
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Æðisleg dekkin undir honum :)
En þetta er fjandi verklegur tjakkur. Alvöru stöff. Snilld að hafa þetta svona á millibilsstönginni, furðulegt að fleiri skuli ekki gera þetta.
En þetta er fjandi verklegur tjakkur. Alvöru stöff. Snilld að hafa þetta svona á millibilsstönginni, furðulegt að fleiri skuli ekki gera þetta.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Ha ha já elli hann er á geysladiskunum og er geymdur í Himnaríki og það er verið að gera honnum til góða Snilli er að hanna tjakkinn í og hann er bara Millibilsstöngin í dag.Spurning hvort þetta dempar eða minkar jeppaveikina sem hrjáir tröllið á 65 til 80 en þar hætti hún. Hefur einhver reynt svona búnað í sambandi við að minka jeppaveiki??
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Þetta er svipaður tjakkur og er í Manitou skotbómulyftara. Er verið að leggja drög að fjórhjólastýri.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Sæll Elías þetta er úr alvöru traktorum og ætti að hemja 54" dekkin. Millibilsstöngin sem við vourm með átti til að bogna og svo kom sláttur í hana. Við vorum búnir að sjóða utan á hana en samt vorum við ekki sáttir við hana. Stimpillinn í þessum tjakk er mjög sver og utanmálið á tjakkhúsinu er yfir 60mm. Svo það verður gaman að sjá hvað gerist.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Þetta er flott eina vitið fyrir svona tröllablöðrur.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Já, þetta er sniðug útfærsla, svona er tjakkurinn líka með sama stimpilflatarmál í báðar áttir.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Guðni, ein spurning.
Er svona tjakkur samþykktur af eftirlitinu, eða hvað. Veit að þetta ætti að þola álagið, bara spurning, varðandi skoðun. Væri svolítið svekkjandi að setja svona búnað og fá hann ekki samþykktann í skoðun.
Er svona tjakkur samþykktur af eftirlitinu, eða hvað. Veit að þetta ætti að þola álagið, bara spurning, varðandi skoðun. Væri svolítið svekkjandi að setja svona búnað og fá hann ekki samþykktann í skoðun.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
sæll já þetta er komið í marga bíla. snekkjan er enn ráðandi og er í bílnum tengd og allt virkar vel
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Er þetta ekki bara spurning um að hafa stýrisenda original eða ekkert mix og ef einhverstaðar eru suður að það sé vottað?
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Sæll elli þeir eru orginal og svo er snittuð múffa á milli tjakurinn er bara millibilsstöngin
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Held að Patrol hafi aldrei verið með tvöfalda hjöruliði.
Hvað ætlar þú að nota margar stýrisdælur fyrir þennan tjakk? Nokkuð viss um að hann beygir ekki hratt með original Toyota dælunni eftir breytinguna.
Hvað ætlar þú að nota margar stýrisdælur fyrir þennan tjakk? Nokkuð viss um að hann beygir ekki hratt með original Toyota dælunni eftir breytinguna.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
kemur í ljós en þetta er komið í 80 cruser og virkar þar og patrol og virkar þar ford 7,3 og virkar þar og er á leiðinni í Hulkin og virkar ekki þar
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 11.des 2011, 17:46
- Fullt nafn: Atli Geir Ragnarsson
- Bíltegund: 4runner 44" 3.0tdi
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
þetta má svo lengi sem togstöngin er enþá.. menn hafa lennt i vandræðum samt að stilla þetta rétt inn
held það sé rétt hjá mer að 46"duramax-patrol-inn á Hellu sé fyrsti sem svona millistangatjakkur var smíðaður..
síðan þá hafa nokkrir reynt með mis góðum árangri
held það sé rétt hjá mer að 46"duramax-patrol-inn á Hellu sé fyrsti sem svona millistangatjakkur var smíðaður..
síðan þá hafa nokkrir reynt með mis góðum árangri
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Sælir félagar þá er tjakurinn að verða klár og virðist hann fara vel svona
- Viðhengi
-
- DSC01360.JPG (1.36 MiB) Viewed 10233 times
-
- DSC01355.JPG (1.32 MiB) Viewed 10233 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 13.11.15
Jæja kominn með kranan og nú get ég pissað hjálparlaust og líka rafstöð í Hulkinn 3000 kw fyrir örbylgjuofninn
- Viðhengi
-
- DSC01370.JPG (1.42 MiB) Viewed 9938 times
-
- DSC01369.JPG (1.28 MiB) Viewed 9938 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 03.02.16
Sælir félagar og gleðilegt ár.Við Snilli erum að brasa í Hulkinum. Snilli er búinn að steja stýristjakkinn í og breita milligírnum og er nú þessa dagana að smíða drifsköftin.Ég er að setja tjöruborða neðan í gólfið á Hulk og setja í hann loftkút og gúmí platta undir gormana ásamt hinu og þessu. Meiningin er að setja boddýið á í næstu viku eða næstu helgi. Á eftir að setja tjöruborða innan í bílinn. Vonandi lengir þesssi tjöruborða vinna líftíma bílsins og hljóð einangrar hann helling í leiðinni. Síðan verður klætt með teppi og gúmídúk.Set samt koppafeiti og byggingarplast í gólfið undir fótum ökumanns og farþega og gúmídúk eða teppi þar yfir.
- Viðhengi
-
- 12695984_10207362659177977_424329586_n.jpg (97.64 KiB) Viewed 9576 times
-
- 12650674_10207362659577987_1230745187_n.jpg (98.39 KiB) Viewed 9576 times
-
- 12666308_10207362654697865_1203653955_n.jpg (70.96 KiB) Viewed 9576 times
-
- 12666460_10207362658817968_1735377328_n.jpg (93.73 KiB) Viewed 9576 times
-
- 12647683_10207362657777942_5001810_n.jpg (93.56 KiB) Viewed 9576 times
-
- 12648196_10207362658657964_1222175783_n.jpg (93.9 KiB) Viewed 9576 times
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 03.02.16
Þessi stýristjakkur er rosalegur. Fer klárlega á dótalistann hjá mér þó að um lítilsháttar smærri hásingu sé að ræða.
Aftengdur stimpill í maskínu og svona græja er klárlega málið, þetta venjulega aukatjakks setup lætur alltaf tjakkana vera að slást einhvernveginn í gegnum togstöngina sem er ekkert heppilegt þegar maður hugsar málið til enda....
Aftengdur stimpill í maskínu og svona græja er klárlega málið, þetta venjulega aukatjakks setup lætur alltaf tjakkana vera að slást einhvernveginn í gegnum togstöngina sem er ekkert heppilegt þegar maður hugsar málið til enda....
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 14.02.16
Sælir félagar áfram með smjörið en verið að bæta og gera og í nægu að snúast hjá okkur Snilla og Tilla.Erum núna að setja tjöruborða innan í Hulkinn að aftan í hliðar og gólf. Helvíti seinlegt og þó nokkur vinna. Vonandi skilar þessi vinna betri endingu og einhverri hljóðeinangrun.
- Viðhengi
-
- DSC01452.JPG (1.36 MiB) Viewed 9284 times
-
- DSC01453.JPG (1.41 MiB) Viewed 9284 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 14.02.16
Sæl öll fór á Akureyrir með tölvuna mína í viðgerð fyrir stuttu eða á öskudaginn. Kom við í bílabúð sem selur rafmagnsvörur og kaupti mér hellinng í Hulkinn minn.
Búðin var full af jappamönnum sem voru að versla.Ég spurði afgreiðslumanninn þegar hann rukkaði mig fyrir það sem ég hafði verslað kr.10.000 hvort ég mætti syngja fyrir upphæðinni.
Það sló þögn á alla í búðinni og afgreiðslumaðurinn horfði vandræðalega á mig og sagði HA hvað meinaru. Má ég syngja fyrir það sem ég keypti fyrir spurði ég aftur alveg grafalvarlegur.Jú jú þú mátt alveg syngja sagði karl ræfillinn en þú færð bara nammi eins og allir hinir krakkarnir sem hafa sungið hérí dag.Nú ég setti gamla Nóa á fóninn og söng hástöfum fyrir karl ræfilinn sem var kominn undir afgreiðsluborðið í vandræðum sínum. Að söng loknum rétti ég fram hendina og fékk Kittkatt sem ég át í hvelli og gekk hróðugur út.Ekki heyrðist múkk í neinum inn í búðinni og voru menn hálf kjánalegir og með aulahroll af hrifningu þegar ég kvaddi.
Líka viðSkrifa ummæli
Búðin var full af jappamönnum sem voru að versla.Ég spurði afgreiðslumanninn þegar hann rukkaði mig fyrir það sem ég hafði verslað kr.10.000 hvort ég mætti syngja fyrir upphæðinni.
Það sló þögn á alla í búðinni og afgreiðslumaðurinn horfði vandræðalega á mig og sagði HA hvað meinaru. Má ég syngja fyrir það sem ég keypti fyrir spurði ég aftur alveg grafalvarlegur.Jú jú þú mátt alveg syngja sagði karl ræfillinn en þú færð bara nammi eins og allir hinir krakkarnir sem hafa sungið hérí dag.Nú ég setti gamla Nóa á fóninn og söng hástöfum fyrir karl ræfilinn sem var kominn undir afgreiðsluborðið í vandræðum sínum. Að söng loknum rétti ég fram hendina og fékk Kittkatt sem ég át í hvelli og gekk hróðugur út.Ekki heyrðist múkk í neinum inn í búðinni og voru menn hálf kjánalegir og með aulahroll af hrifningu þegar ég kvaddi.
Líka viðSkrifa ummæli
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 14.02.16
Gaman að fylgjast með þér Guðni. Fylgist spenntur með þó ég hafi ekki alltaf eitthvað til málanna að leggja. Áfram Guðni og co!
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 14.02.16
Sælir félagar svona til upplýsingar þá keypti ég vin minn Snilla út úr Hulk útgerðinni en hann er nú á fullu í að græja mjög flottan 80 Cruser og þar er sko vandað til verka eins og venja er hjá honum.Ég vil þakka Snilla fyrir samstarfið sem er búið að vera skemmtilegt.Ég mun halda áfram á fullu að brasa í Hulkinum og ætla að selja Patrol gummolann minn til að fjármagna framhaldið í Hulk. kveðj guðni
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 14.02.16
Flott hjá þér Guðni. Eini gallinn er að nú eru meiri líkur á að þú freistist til að selja hann, þar sem bráðlega þarftu ekki að ráðfæra þig við meðeigandann ef þér dettur eitthvað í hug... Ég er hræddur um að hann fari einhvert þar sem við fáum ekki að fylgjast með honum, það er nefnilega svo fjári gaman að fylgjast með þér :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 14.02.16
Sæll elli þetta er orðinn ansi mikill hluti af mér.Ég er með fullt af öðrum bílum til að selja svo ég held eitthvað í gamla Hulk.Það er komið í hann vel á þriðju miljón í pening af minni hálfu fyrir utan vinnu okkar félaga síðast er ég tók saman og ekki meira til.Búnir að fara margir 100.000 kallar í allskyns smá dót fyrr utan stóru póstana eins og menn þekkja og hægt er að lesa út úr pistlunum.Flutningskostnaður á varahlutum skiptir tugum þúsunda. Hann er eini bíllinn sem lætur mig líta út fyrir að vera grannur og fallegur og ég er liklega sá eini sem sætti mig við svona traktor fer hægt en örugglega yfir eins og ég. Svo passar líkka dekkastærðin vel stór dekk og lítið tippi.
Síðast breytt af sukkaturbo þann 17.feb 2018, 08:59, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 14.02.16
Jæja þá er boddýið komið á og mikil vinna búinn. Búið að leggja alla kappla og loftslöngur neðan í boddýið og festa þá þar. Allt tekið í gegnum gólfið með gegnum tökum og sett 90 gráðu hné í þau og svo allar leiðslur svo sem fyrir pumpubúnað 6 mm plastslöngur fyrir loftlæsingar og hitamæla í portölum fest upp í gólfið og hraðtengi á öllum samskeytum. Hér eftir fylgir raf og loftleiðslur kerfið bodýinu þegar það er híft af.Eins og menn vita er ég er með hita mæla í öllum niðurgírunum.Lagður var 25 kvaðrat kapall frá geymi og aftur í skott. Síðan var lagður annar kapall með 8 leiðara vírar með númerum orginal í þessum kappli helvít þægilegt fyrir væntanlega relya tengingu eða sem stýris straumur.
- Viðhengi
-
- þessi feiti á myndinn er ég
- 12746511_10207476398541390_1238426955_n.jpg (91.34 KiB) Viewed 8657 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 23.06.16
Áfram með Hulkinn vírar út um allt er að klára rafkerfið og byrjaður að teppaleggja á milli þils og veggja. Byrjaði á miðjunni. Setti stýrihringi fyrir felgurnar til að auðvelda mér að koma felgunum upp á felguboltana.Bara allt annað líf við að setja dekkin undir. Nota bara aðra höndina við það og klóra mér í rassgatinu á með með hinni
- Viðhengi
-
- búinn að festa allt tryggilega
- 12476531_815595415219007_2055118181_n.jpg (45.62 KiB) Viewed 8369 times
-
- DSC01513.JPG (1.38 MiB) Viewed 8418 times
-
- DSC01521.JPG (1.37 MiB) Viewed 8418 times
-
- DSC01517.JPG (1.35 MiB) Viewed 8418 times
-
- DSC01516.JPG (1.3 MiB) Viewed 8418 times
-
- DSC01515.JPG (1.34 MiB) Viewed 8418 times
-
- DSC01514.JPG (1.35 MiB) Viewed 8418 times
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 23.06.16
Eins gott að gleyma ekki þessum brandara með rafmagnskapalinn eitt augnablik....hehe :-)
Gaman að Hulkinn skuli vera að skríða saman eftir síðustu aðgerð, hlakka til að heyra hvernig stýrisbúnaðurinn kemur út.
kv
G
Gaman að Hulkinn skuli vera að skríða saman eftir síðustu aðgerð, hlakka til að heyra hvernig stýrisbúnaðurinn kemur út.
kv
G
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16
Sælir allir félagar. Og blessaðir allir félagar í síðasta skipti:::::
Smá innlegg er varðar stýristjakkinn sem ég keypti hjá Jörgen vini mínum sem er sverari gerðin. Hulkinn þjáðist hér áður fyrir af Alsheimir// Parkinsson og// áfengissýki// og svimaköstum svo ekki var hægt að aka honum á hraðanum frá 55 til 85 km hraða því hann var svo jeppaveikur að hann klappaði saman framhjólunum og hefði komið vel út á landsleik í fótbolta sem klappstýra.
Nú eftir að stýristjakkurinn kom í hann er enginn jeppaveiki bara alls engin. Núna fyrst fynnst mér vélinn vera alltof karftlaus og bíllinn ekki hafa nægan hámarks hraða en hann er alveg flatur í 185 CM hraða. USS það er ekki nærri nóg því svo góður er hann á vegi.
Þetta er bestu kaup sem ég hef gert í jeppamennskunni fyrr og síðar í nýjum hlut og svo þar á eftir kemur tvöfaldi liðurinn í afturskaftinu sem ég lét smíða hjá Stál og Stönsum. Nú er enginn kláði í görninni á kvöldin eftir bíltúrinn á HUlkinu vibringur farinn.
Læt þetta verða kveðju orð um Hulkinn og hætti skrifum um þenna gamla Cruser sem mér finnst vera einstakur og takk fyrir samfylgnina kveðja Guðni á Sigló
smá PS::
Nú er slatti af snjó eftir nóttina og voru menn fastir í sumarbúðastaða hverfinu á ásnum sem er handan fjarðarins. Allir á 120 Cruserum af nýjustu gerð og allir eins á litinn. Skrapp í bíltúr með barnabörnin mín á gamla Hulku og hans fyrstu ferð eftir betrum bætur sem hafa staðið yfir í ár og aðstoðaði þá sem þurfti.
Menn urðu hálf skrítnir í framan þegar ég rendi til þeirra og bauð þeim aðstoð í anda alvöru jappamanns. En kanski var það yfir bílnum sem virkaði ansi stór miðað við orginal cruserana og var líka Cruser nema 30 ára gamall.
Smá innlegg er varðar stýristjakkinn sem ég keypti hjá Jörgen vini mínum sem er sverari gerðin. Hulkinn þjáðist hér áður fyrir af Alsheimir// Parkinsson og// áfengissýki// og svimaköstum svo ekki var hægt að aka honum á hraðanum frá 55 til 85 km hraða því hann var svo jeppaveikur að hann klappaði saman framhjólunum og hefði komið vel út á landsleik í fótbolta sem klappstýra.
Nú eftir að stýristjakkurinn kom í hann er enginn jeppaveiki bara alls engin. Núna fyrst fynnst mér vélinn vera alltof karftlaus og bíllinn ekki hafa nægan hámarks hraða en hann er alveg flatur í 185 CM hraða. USS það er ekki nærri nóg því svo góður er hann á vegi.
Þetta er bestu kaup sem ég hef gert í jeppamennskunni fyrr og síðar í nýjum hlut og svo þar á eftir kemur tvöfaldi liðurinn í afturskaftinu sem ég lét smíða hjá Stál og Stönsum. Nú er enginn kláði í görninni á kvöldin eftir bíltúrinn á HUlkinu vibringur farinn.
Læt þetta verða kveðju orð um Hulkinn og hætti skrifum um þenna gamla Cruser sem mér finnst vera einstakur og takk fyrir samfylgnina kveðja Guðni á Sigló
smá PS::
Nú er slatti af snjó eftir nóttina og voru menn fastir í sumarbúðastaða hverfinu á ásnum sem er handan fjarðarins. Allir á 120 Cruserum af nýjustu gerð og allir eins á litinn. Skrapp í bíltúr með barnabörnin mín á gamla Hulku og hans fyrstu ferð eftir betrum bætur sem hafa staðið yfir í ár og aðstoðaði þá sem þurfti.
Menn urðu hálf skrítnir í framan þegar ég rendi til þeirra og bauð þeim aðstoð í anda alvöru jappamanns. En kanski var það yfir bílnum sem virkaði ansi stór miðað við orginal cruserana og var líka Cruser nema 30 ára gamall.
- Viðhengi
-
- 20160327_135600.jpg (3.84 MiB) Viewed 8199 times
-
- 20160327_135144.jpg (3.65 MiB) Viewed 8199 times
-
- 20160327_135138.jpg (3.64 MiB) Viewed 8199 times
-
- Innlegg: 74
- Skráður: 01.aug 2012, 01:01
- Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
- Bíltegund: Ford Explorer
- Staðsetning: Alaska
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16
Hljómar eins og í fornsögunum En krúserinn græni dvaldist enn marga vetur við Sigulfjörð og þótti afbragð annara trukka og lýkur nú Hulks þætti hins Háfætta
Vona nú samt að þú setir af og til inn sögur og myndir af ferðum og endurbótum fyrir þá sem hafa horft á verkið úr fjarska.
Vona nú samt að þú setir af og til inn sögur og myndir af ferðum og endurbótum fyrir þá sem hafa horft á verkið úr fjarska.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16
Sæll Tumi mun gera það allvega set ég inn andláts tilkynningu þegar ég hendi gamla Hulki. En ég er búinn að halda þessum þræði við ansi lengi og flettingar komnar á þriðja hundrað þúsund ef ég skil teljarann rétt. Svo menn eru örugglega komnir með upp í háls af þessu haugadóti eða GRÆNA bíl um sinn. Nú væri gaman að heyra frá Herði með sitt verkefni kveðja Guðni
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur