
Ég hef aldrei séð svona apparat á götunum áður og þótti þetta frekar sérstakt :)
Frétt um þetta á vísi hér http://www.visir.is/land-rover-a-beltum ... 4141219891
ivar wrote:Kannski landrover fari að drífa eh með þennan útbúnað?
elliofur wrote:ivar wrote:Kannski landrover fari að drífa eh með þennan útbúnað?
Hvernig virkar þetta í gljúpum snjó? Keyrir hann sig ekki bara á kaf?
elliofur wrote:Mikið sá ég undarlega sjón á þriðjudaginn. Ég var á ferð í sveitinni minni, Reykholtsdalnum, og mætti þar tveimur hvítum landroverum á útlenskum númerum, báðir með snjótönn framaná! Ca 500 metra á eftir þeim var svo þessi hér á fullri ferð
Ég hef aldrei séð svona apparat á götunum áður og þótti þetta frekar sérstakt :)
Frétt um þetta á vísi hér http://www.visir.is/land-rover-a-beltum ... 4141219891
Sæfinnur wrote:Varðandi utanvega akstur langar mig að leggja orð í belg. Mér finnst við vera komnir út á hættulega braut þegar hugtakið "utanvegaakstur" er orðið glæpsamlegt en ekki landspjöllin sem akstrinum hljótast. Það hafa nýlega birst tvær "stórfréttir" af utanvega akstri þar sem engin landspjöll voru unnin. Þar var það utanvega aksturinn einn og sér sem var glæpurinn. Sú fyrri var af einhverjum sem hafði spólað upp áreyrar inni í Jökulgili. Hann var nánast tekinn af lífi í beinni útsending þó það komi aldrei til með að sjást nein ummerki um Þennan "glæp". Svo þessi stórkostlega fyrirsög "hjólför í sandinum" Hvað eru hjólför í sandi, eitthvað sem hverfur áður en við er litið og engin kemur til með að sjá nokkurntíma. Raunar kom í ljós þegar fréttin sjálf var lesin að hinn raunverulegi glæpur var að ekki hafði verið aflað tilskilinna leifa fyrir akstrinum og það er auðvitað raunveruleg frétt.
Næst verður slegið upp stórfrétt om einhvern sem skildi eftir hjólför á Vatnajökli.
Mér finnst að við sem viljum njóta landsins til útiveru og ferðalaga þurfum að leggja okkur fram um að umræðan beinist að landspjöllunum sem hljótast að utanvega akstrinum, eins og hérna í fyrri posti þar sem umfjöllunin er um raunverulegar skemdir á landi, og það af ásetningi.
Stefán Gunnarsson
Hraunkambi 4
Hafnarfirði
Hjörturinn wrote:Málið er það líka að utanvegaakstur er ekki bannaður með öllu, eins og við flestir vitum er hann leyfilegur á snjó og frosinni jörð (ekki viss með þetta seinna), finnst það bara alveg nógu rúm lögjöf, maður hefur bara ekkert með það að gera að vera að keyra fyrir utan slóða að sumarlagi, sérstaklega þegar tilgangurinn er bara til að skemmta sér við að spóla í hringi.
Sem veltur reyndar upp þeirri spurningu hvað sé slóði og hvað ekki en það er önnur saga.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í náttúru Íslands. Heimilt er þó að aka vélknúnum ökutækjum á jöklum svo og snævi þakinni og frosinni jörð svo fremi að ekki skapist hætta á náttúruspjöllum.
Þessi aumingja túristi þurfti að greiða háa upphæð við það eitt að beygja frá óárennilegum djúpum drullupolli á óbreyttum bíl á veginum að Lakagígum.
Hjörturinn wrote:Þessi aumingja túristi þurfti að greiða háa upphæð við það eitt að beygja frá óárennilegum djúpum drullupolli á óbreyttum bíl á veginum að Lakagígum.
það er samt enginn réttlæting, ég hef horft uppá menn sneyða framhjá sköflum nálægt sprengisandi í mjúka jörð því þeir treystu sér ekki í skaflinn, komu djúp og ljót för, sem er að engu leiti réttlætanlegt í mínum bókum, ef þú treystir þér ekki áfram á slóðanum þá er hann bara ekki fær, það á ekki að koma fram við fjallaslóða eins og miklubrautina, þetta er bara ekki fyrir alla bíla.
Hjörturinn wrote:Málið varðandi þetta er að það vantar litakóðun á vegina hérna heima svipað og er gert á mörgum stöðum úti, fjallvegir til dæmis eiga ekkert að vera færir fólksbílum en samt eru margir ekkert merktir þannig (nema þeir sem eru með ám, þar er eitthvað 4x4 skilti).
Allt spurning hvernig maður skilgreinir "Ófært", þurfa að vera mismunandi skilgreiningar á þessu hugtaki eftir því hvaða veg er verið að tala um.
En þessi tiltekni túristi var greinilega ekkert bara að rétt sneiða framhjá einhverjum polli sýnist mér, er á bólakafi í drullu, þessi vegur hefur greinilega bara verið ófær svona bílum og þá ekkert annað að gera en að hringja í vegagerðina býst ég við, nokkuð súrt ég veit en ef menn mættu alltaf sneiða framhjá öllum hindrunum værum við komnir með fjórbreiða slóða uppum öll fjöll áður en maður veit af.
Hjörturinn wrote:Það sem ég var að meina er að þessi slóði var greinilega lokaður sama hvað kortið hjá vegagerðinni segir, hefði aldrei átt að reyna þetta, svæðið er allt á floti og drullan eftir því
Finnst samt 3-500 þús fyrir þetta full hart...
Hjörturinn wrote:Málið varðandi þetta er að það vantar litakóðun á vegina hérna heima svipað og er gert á mörgum stöðum úti, fjallvegir til dæmis eiga ekkert að vera færir fólksbílum en samt eru margir ekkert merktir þannig (nema þeir sem eru með ám, þar er eitthvað 4x4 skilti).
Allt spurning hvernig maður skilgreinir "Ófært", þurfa að vera mismunandi skilgreiningar á þessu hugtaki eftir því hvaða veg er verið að tala um.
En þessi tiltekni túristi var greinilega ekkert bara að rétt sneiða framhjá einhverjum polli sýnist mér, er á bólakafi í drullu, þessi vegur hefur greinilega bara verið ófær svona bílum og þá ekkert annað að gera en að hringja í vegagerðina býst ég við, nokkuð súrt ég veit en ef menn mættu alltaf sneiða framhjá öllum hindrunum værum við komnir með fjórbreiða slóða uppum öll fjöll áður en maður veit af.
Hjörturinn wrote:Málið varðandi þetta er að það vantar litakóðun á vegina hérna heima svipað og er gert á mörgum stöðum úti, fjallvegir til dæmis eiga ekkert að vera færir fólksbílum en samt eru margir ekkert merktir þannig (nema þeir sem eru með ám, þar er eitthvað 4x4 skilti).
Ég hef allavega skilið það svo að F-merking í veganúmeri merki að vegur geta verið torfær/ófær þótt opin sé.
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur