Útlenskir landroverar á ferð.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Útlenskir landroverar á ferð.
Mikið sá ég undarlega sjón á þriðjudaginn. Ég var á ferð í sveitinni minni, Reykholtsdalnum, og mætti þar tveimur hvítum landroverum á útlenskum númerum, báðir með snjótönn framaná! Ca 500 metra á eftir þeim var svo þessi hér á fullri ferð
Ég hef aldrei séð svona apparat á götunum áður og þótti þetta frekar sérstakt :)
Frétt um þetta á vísi hér http://www.visir.is/land-rover-a-beltum ... 4141219891
Ég hef aldrei séð svona apparat á götunum áður og þótti þetta frekar sérstakt :)
Frétt um þetta á vísi hér http://www.visir.is/land-rover-a-beltum ... 4141219891
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 60
- Skráður: 14.aug 2012, 23:44
- Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
- Bíltegund: Land Rover Defender
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Gaman að þessu. Rakst á þessa umfjöllun í gær: http://www.carscoops.com/2014/12/baby-l ... needs.html
Gæti verið hluti af sama kynningarpakka. Komnir svolítið útá hálann ís þarna varðandi utanvega akstur, eða hvað? :)
Gæti verið hluti af sama kynningarpakka. Komnir svolítið útá hálann ís þarna varðandi utanvega akstur, eða hvað? :)
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1395
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Almáttugur Jebús og allir hinir líka, þetta er það sem mig vantar.
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Mætti þessum einmitt á suðurlandsbraut í morgunn. Sneri mig næstum úr hálslið
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Kannski landrover fari að drífa eh með þennan útbúnað?
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
ivar wrote:Kannski landrover fari að drífa eh með þennan útbúnað?
Hvernig virkar þetta í gljúpum snjó? Keyrir hann sig ekki bara á kaf?
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 16.júl 2012, 09:13
- Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
- Bíltegund: Patti
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Áhugaverður búnaður, ðprófaði fyrirrennarann fyrir 25 árum :-) En fjandanns bjánar eru að gera þessi video, akandi utanvegar þvers og kruss, frábær kynninga á landrover og Íslandi, komið á klakann og akið utanvega!
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
elliofur wrote:ivar wrote:Kannski landrover fari að drífa eh með þennan útbúnað?
Hvernig virkar þetta í gljúpum snjó? Keyrir hann sig ekki bara á kaf?
Raptor á mattracks: https://www.youtube.com/watch?v=5aeKdmw9W50
Bronco í djúpum púðursnjó á mattracks: https://www.youtube.com/watch?v=rhUnVOAE904
Fjórhjól virðast ná að truntast áfram á mattracks í djúpum snjó: https://www.youtube.com/watch?v=1uXGVPoiwRk
Það lýtur allavega út fyrir að þetta virki ágætlega í púðursnjó á jafnsléttu eða niðurávið.... hefði verið gaman að vita meira hvernig þetta hagar sér upp brekkur eða í hliðarhalla....
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
þetta er að virka mjog vel á fjórhjólunum allavega... eina sem þetta getur valdið manni vandræðum er krapi.... enn brekkur og hliðarhalli er einfaldara og öruggara enn nokkru sinni á dekkjum.... td hefur svona belta fjorhjol keyrt langar leiðir með 2 önnur fjorhjol i spotta... færið var griðarlega þungt. á endanum gaf sig lega i einu afturbeltinu.... þa var það bara skrufað af strappað framan á hjolið og keyrt niður á veg á 3 beltum.
Á harðfeni er þetta ekki kanski beint skemmtilegasti ferðamátinn. svona beltagangur undir fjorhjol kostar um milljón. beltagangur undir bil kostar án efa 4-5 millur
Á harðfeni er þetta ekki kanski beint skemmtilegasti ferðamátinn. svona beltagangur undir fjorhjol kostar um milljón. beltagangur undir bil kostar án efa 4-5 millur
-
- Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Við stóra skemmu yst við Vesturvörina í Kópavogi eru milli 30 og 40 jeppar af öllum stærðum frá Land Rover, allt nýir eða nýlegir bílar með öfugu stýri og á breskum númerum. Engu líkara en að þarna sé rekin bílaleiga fyrir þegna Breska samveldisins og aðra þá sem vanari eru að aka á „röngum“ vegarhelmingi. Heilmikil þjónusta í gangi í kringum þessa bíla en engar fyrirtækismerkingar eða neitt slíkt sjáanlegt á húsinu.
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
þetta er 2 manaða kynningarverkefni þar sem blaðamenn frá hinum ýmsu blöðum koma og reynsluaka þessum bilum hér á landi
virðist vera klúðursleg framkvæmd, utanvega akstur og leiðindi, ekki góð landkynning þetta..
virðist vera klúðursleg framkvæmd, utanvega akstur og leiðindi, ekki góð landkynning þetta..
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Þetta telst nú varla sem utanvegaakstur.
Utanvegafávitaskapur og skemmdarverk er betri lýsing.
Það er vel hægt að aka utan vega án þess að valda nokkrum skaða, sér í lagi á snjó með stór úrhleypt dekk og gætni.
Ég á varla orð yfir asnaskapinn bak við þetta dæmi. Það versta er að það er að það er fullt af fólki sem heldur að jeppamenn hagi sér almennt svona, þessir fáeinu vitleysingar sem gera svonalagað, skemma skíðasvæði og spóla upp hóla hist og her hafa valdið því að nú er nánast alfarið bannað að fara út fyrir veg burtséð frá þvi hvort skaði hlýst af eða ekki.
Þetta er orðið svo slæmt að það er orðið tabú að tala um ábyrgan akstur utan vega/slóða þó að engin ummerki séu eftir. Gaddfreðnir melar eru dæmi um slíkt.
Kv
Grímur
Utanvegafávitaskapur og skemmdarverk er betri lýsing.
Það er vel hægt að aka utan vega án þess að valda nokkrum skaða, sér í lagi á snjó með stór úrhleypt dekk og gætni.
Ég á varla orð yfir asnaskapinn bak við þetta dæmi. Það versta er að það er að það er fullt af fólki sem heldur að jeppamenn hagi sér almennt svona, þessir fáeinu vitleysingar sem gera svonalagað, skemma skíðasvæði og spóla upp hóla hist og her hafa valdið því að nú er nánast alfarið bannað að fara út fyrir veg burtséð frá þvi hvort skaði hlýst af eða ekki.
Þetta er orðið svo slæmt að það er orðið tabú að tala um ábyrgan akstur utan vega/slóða þó að engin ummerki séu eftir. Gaddfreðnir melar eru dæmi um slíkt.
Kv
Grímur
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
elliofur wrote:Mikið sá ég undarlega sjón á þriðjudaginn. Ég var á ferð í sveitinni minni, Reykholtsdalnum, og mætti þar tveimur hvítum landroverum á útlenskum númerum, báðir með snjótönn framaná! Ca 500 metra á eftir þeim var svo þessi hér á fullri ferð
Ég hef aldrei séð svona apparat á götunum áður og þótti þetta frekar sérstakt :)
Frétt um þetta á vísi hér http://www.visir.is/land-rover-a-beltum ... 4141219891
Ég mætti þessum köllum á Kaldadalsvegi, við Sandkluftavatn síðasta laugardag. Ég myndi frekar kaupa mér bjór fyrir peninginn en þetta dót. Ég spjallaði við ökumann beltabílsins og hann sagðist vera með hámarkshraða rétt um 60km og hávaðinn í bílnum sé slíkur að hann var með eyrnatappa. Þetta bætir um tonni við þyngd bílsins, hvert beltakit sé um 200kg, en síðan þarf víst að setja í þetta líka einhvern öflugri stýrisbúnað, þannig að hann giskaði á að heildarþyngd bílsins færi upp um ca. 1 tonn. Annars var þetta kostuleg herdeild. Fyrstur fór beltajeppinn og fyrir aftan voru 3 óbreyttir bílar á keðjum með litlar snjótennur og plægðu veginn á eftir beltabílnum. Við keyrðum því á marauðum vegi til baka. Topp þjónusta hjá Breska samveldinu :-)
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Já þessir með tenntu landroverar voru frekar fyndnir :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Fyrir viku síðan voru þeir að vesenast við Ormavallarkvísl fyrir ofan Sandkluftavatnið og vildu ekki fara yfir á vaðinu, hofðu lent í brasi daginn áður. Í dag skoðaði ég þetta aftur og það er búið að STIKA slóð fyrir ofan vaðið og keyrt á grónu svæði beggja megin við lækinn, er þetta ekki einhvað nýtt sem hefur ekki borið á áður? Leggja sína eigin slóða framhjá slæmum stöðum og með stikum! Ef þetta á að standa yfir í tvo mánuði þá verður svæðið flott á eftir.
Þetta er nú alveg í það sverasta.....
Þetta er nú alveg í það sverasta.....
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
henda þessu liði öfugu úr landi og það strax ! þetta er gjörsamlega út í hróa hött
1992 MMC Pajero SWB
-
- Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Hefur þetta dæmi þarna við Ormavallarkvísl ekki verið tilkynnt þar til bærum yfirvöldum svo hægt sé að stoppa þá af þessa gaura!!
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Að stika utanvegaaksturinn eftir/fyrir sig er nú einlega alveg ný vídd í fávitaskap!
Skipulögð skemmdarverk, í þessu tilfelli eiginlega eina leiðin til að tryggja að skaði hljótist af.
Þarf ekki að ná í þessa andskota og setja skrjóðana þeirra í tætarann hjá Furu?
Allavega þessa uppstríluðu landróver-rassmottu sem var notuð til að spóla út og skemma.
Hvar er Ólafur Helgi núna með þyrluna?
Það væri nær að eltast við þetta heldur en menn sem hugsanlega(en samt frekar ósennilega) skildu eftir gúmmíför á grjóti inn við Hagavatn.
Þetta er nú svosem ekkert nýtt, ég man eftir þónokkrum leiðöngrum sem þurti að fara eftir varnarliðsmönnum sem kaffærðu óbreyttu Willysunum sínum hér og þar á/við Kjalveg í aurbleytu. Það var nú fyrir tíma öfgalagasetniga um utanvegaakstur, en þótti samt ekki til eftirbreytni að mati heimamanna.
gott í bili
G
Skipulögð skemmdarverk, í þessu tilfelli eiginlega eina leiðin til að tryggja að skaði hljótist af.
Þarf ekki að ná í þessa andskota og setja skrjóðana þeirra í tætarann hjá Furu?
Allavega þessa uppstríluðu landróver-rassmottu sem var notuð til að spóla út og skemma.
Hvar er Ólafur Helgi núna með þyrluna?
Það væri nær að eltast við þetta heldur en menn sem hugsanlega(en samt frekar ósennilega) skildu eftir gúmmíför á grjóti inn við Hagavatn.
Þetta er nú svosem ekkert nýtt, ég man eftir þónokkrum leiðöngrum sem þurti að fara eftir varnarliðsmönnum sem kaffærðu óbreyttu Willysunum sínum hér og þar á/við Kjalveg í aurbleytu. Það var nú fyrir tíma öfgalagasetniga um utanvegaakstur, en þótti samt ekki til eftirbreytni að mati heimamanna.
gott í bili
G
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Varðandi utanvega akstur langar mig að leggja orð í belg. Mér finnst við vera komnir út á hættulega braut þegar hugtakið "utanvegaakstur" er orðið glæpsamlegt en ekki landspjöllin sem akstrinum hljótast. Það hafa nýlega birst tvær "stórfréttir" af utanvega akstri þar sem engin landspjöll voru unnin. Þar var það utanvega aksturinn einn og sér sem var glæpurinn. Sú fyrri var af einhverjum sem hafði spólað upp áreyrar inni í Jökulgili. Hann var nánast tekinn af lífi í beinni útsending þó það komi aldrei til með að sjást nein ummerki um Þennan "glæp". Svo þessi stórkostlega fyrirsög "hjólför í sandinum" Hvað eru hjólför í sandi, eitthvað sem hverfur áður en við er litið og engin kemur til með að sjá nokkurntíma. Raunar kom í ljós þegar fréttin sjálf var lesin að hinn raunverulegi glæpur var að ekki hafði verið aflað tilskilinna leifa fyrir akstrinum og það er auðvitað raunveruleg frétt.
Næst verður slegið upp stórfrétt om einhvern sem skildi eftir hjólför á Vatnajökli.
Mér finnst að við sem viljum njóta landsins til útiveru og ferðalaga þurfum að leggja okkur fram um að umræðan beinist að landspjöllunum sem hljótast að utanvega akstrinum, eins og hérna í fyrri posti þar sem umfjöllunin er um raunverulegar skemdir á landi, og það af ásetningi.
Stefán Gunnarsson
Hraunkambi 4
Hafnarfirði
Næst verður slegið upp stórfrétt om einhvern sem skildi eftir hjólför á Vatnajökli.
Mér finnst að við sem viljum njóta landsins til útiveru og ferðalaga þurfum að leggja okkur fram um að umræðan beinist að landspjöllunum sem hljótast að utanvega akstrinum, eins og hérna í fyrri posti þar sem umfjöllunin er um raunverulegar skemdir á landi, og það af ásetningi.
Stefán Gunnarsson
Hraunkambi 4
Hafnarfirði
-
- Innlegg: 2135
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Það er samt í lögunum að utanvegaakstur er bannaður óháð hvort einhver spjöll hafa hlotist og hafa menn verið sektaðir fyrir.
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Sæfinnur wrote:Varðandi utanvega akstur langar mig að leggja orð í belg. Mér finnst við vera komnir út á hættulega braut þegar hugtakið "utanvegaakstur" er orðið glæpsamlegt en ekki landspjöllin sem akstrinum hljótast. Það hafa nýlega birst tvær "stórfréttir" af utanvega akstri þar sem engin landspjöll voru unnin. Þar var það utanvega aksturinn einn og sér sem var glæpurinn. Sú fyrri var af einhverjum sem hafði spólað upp áreyrar inni í Jökulgili. Hann var nánast tekinn af lífi í beinni útsending þó það komi aldrei til með að sjást nein ummerki um Þennan "glæp". Svo þessi stórkostlega fyrirsög "hjólför í sandinum" Hvað eru hjólför í sandi, eitthvað sem hverfur áður en við er litið og engin kemur til með að sjá nokkurntíma. Raunar kom í ljós þegar fréttin sjálf var lesin að hinn raunverulegi glæpur var að ekki hafði verið aflað tilskilinna leifa fyrir akstrinum og það er auðvitað raunveruleg frétt.
Næst verður slegið upp stórfrétt om einhvern sem skildi eftir hjólför á Vatnajökli.
Mér finnst að við sem viljum njóta landsins til útiveru og ferðalaga þurfum að leggja okkur fram um að umræðan beinist að landspjöllunum sem hljótast að utanvega akstrinum, eins og hérna í fyrri posti þar sem umfjöllunin er um raunverulegar skemdir á landi, og það af ásetningi.
Stefán Gunnarsson
Hraunkambi 4
Hafnarfirði
Sammála þessu. Þagar allt er orðin vítaverður utanvegaakstur sama hversu lítifjörlegur aksturinn er þá er nátturuvernd miklu frekar orðin tískumanía frekar en náttúruvernd. Það hafa ófáir í gegnum árum keyrt á sandinum við Kleifarvatn þar sem videóið er tekið og ég þar á meðal. Öll förin eru löngu horfin og skiftu engu máli. Það er býsna varasamt fyrir fólk sem vill halda einhverju ferðafrelsi að taka þátt í öfganátturuvernd með þegjandi samþykki eða þátttöku.
-
- Innlegg: 60
- Skráður: 14.aug 2012, 23:44
- Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
- Bíltegund: Land Rover Defender
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Við erum kannski komin svolítið út fyrir efnið hérna en röksemdafærslan varðandi að banna ætti afleiðingarnar frekar en aðgerðina gengur illa upp. Það er t.d bannað að keyra fullur og yfir gefnum hámarkshraða vegna þess að það er metið stórauka líkur á tjóni. Vissulega hafa margir og brotið þessi lög og jafnvel flestir án afleiðinga. Það er samt sem áður skynsamlegt að banna ölvunarakstur. Sama á við um utanvegaakstur að mörgu leyti. Hann eykur líkur á náttúruspjöllum þó í mörgum tilvikum séu spjöllin lítil sem engin. Svo hvort megi breyta og bæta þessi lög eitthvað er síðan annað mál.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Menn hljóta nú að geta áttað sig á því að ef utanvegaspól á Íslandi er kynnt í svona myndbandi þá muni einhverjir koma til Íslands og freista þess að prófa það sjálfir og þá jafnvel á stað þar sem þetta hverfur ekki. Það er enginn "disclaimer" í öllum þessum myndböndum sem hafa verið gerð í gegnum tíðina og sýna utanvegaakstur á Íslandi sem segir "hér var ekið á sandi þar sem þetta hverfur og þetta er allt í lagi þar en þetta er ekki allt í lagi upp á Sprengisandi".
-
- Innlegg: 643
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Málið er það líka að utanvegaakstur er ekki bannaður með öllu, eins og við flestir vitum er hann leyfilegur á snjó og frosinni jörð (ekki viss með þetta seinna), finnst það bara alveg nógu rúm lögjöf, maður hefur bara ekkert með það að gera að vera að keyra fyrir utan slóða að sumarlagi, sérstaklega þegar tilgangurinn er bara til að skemmta sér við að spóla í hringi.
Sem veltur reyndar upp þeirri spurningu hvað sé slóði og hvað ekki en það er önnur saga.
Sem veltur reyndar upp þeirri spurningu hvað sé slóði og hvað ekki en það er önnur saga.
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Hjörturinn wrote:Málið er það líka að utanvegaakstur er ekki bannaður með öllu, eins og við flestir vitum er hann leyfilegur á snjó og frosinni jörð (ekki viss með þetta seinna), finnst það bara alveg nógu rúm lögjöf, maður hefur bara ekkert með það að gera að vera að keyra fyrir utan slóða að sumarlagi, sérstaklega þegar tilgangurinn er bara til að skemmta sér við að spóla í hringi.
Sem veltur reyndar upp þeirri spurningu hvað sé slóði og hvað ekki en það er önnur saga.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í náttúru Íslands. Heimilt er þó að aka vélknúnum ökutækjum á jöklum svo og snævi þakinni og frosinni jörð svo fremi að ekki skapist hætta á náttúruspjöllum.
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... 2/528-2005
Ég er ekki alveg viss hvort jörðin þurfi að vera bæði snævi þakin og frosin eða hvort það sé nóg að hún sé frosin... held það þurfi að vera bæði. Hvað sem því líður þá er það eins og þú segir töluvert frelsi og við eigum að fara vel með það, ekki skilja eftir okkur för og ekki teyma útlenska blaðamenn niður að Kleifarvatni og leyfa þeim að spóla þar.
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Ef að keyra í hringi tilgangslaust er óleyfilegt þarna í sandinum þá er það eitt að keyra gamla slóðann frá vegi niður að vatninu og leggja bílnum þar einhverstaðar á sandinum og fara að veiða einnig óleyfilegur utanvegaakstur sem í dag ber að sekta amk 300.000 kall fyrir líklega. Löggjafinn gerir varla greinarmun á hringakstri eða beinum akstri á söndunum. Spólað eða ekki. Ætti að vekja til umhugsunar í hvert stefnir.
http://www.visir.is/ok-utan-vega-vid-la ... 4140809354
Þessi aumingja túristi þurfti að greiða háa upphæð við það eitt að beygja frá óárennilegum djúpum drullupolli á óbreyttum bíl á veginum að Lakagígum. Áður hafði ég ekið leiðina nýlega og var þarna djúpur drullupollur sem ég var ekki alveg viss um hvort ég kæmist yfir á breyttum 33" bíl. Ferðalöngum var sem sagt boðið upp á drulluslóða að Lakagígum. Svo kemur þessi aumingja túrista súkku driver og þarf að greiða mjög háa sektarupphæð við það eitt að beygja 5 metra frá óárennilegum djúpum drullupolli á vanviðhöldnum vegi á óbreyttum bíl. Sjúkt.
http://www.visir.is/ok-utan-vega-vid-la ... 4140809354
Þessi aumingja túristi þurfti að greiða háa upphæð við það eitt að beygja frá óárennilegum djúpum drullupolli á óbreyttum bíl á veginum að Lakagígum. Áður hafði ég ekið leiðina nýlega og var þarna djúpur drullupollur sem ég var ekki alveg viss um hvort ég kæmist yfir á breyttum 33" bíl. Ferðalöngum var sem sagt boðið upp á drulluslóða að Lakagígum. Svo kemur þessi aumingja túrista súkku driver og þarf að greiða mjög háa sektarupphæð við það eitt að beygja 5 metra frá óárennilegum djúpum drullupolli á vanviðhöldnum vegi á óbreyttum bíl. Sjúkt.
-
- Innlegg: 643
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Þessi aumingja túristi þurfti að greiða háa upphæð við það eitt að beygja frá óárennilegum djúpum drullupolli á óbreyttum bíl á veginum að Lakagígum.
það er samt enginn réttlæting, ég hef horft uppá menn sneyða framhjá sköflum nálægt sprengisandi í mjúka jörð því þeir treystu sér ekki í skaflinn, komu djúp og ljót för, sem er að engu leiti réttlætanlegt í mínum bókum, ef þú treystir þér ekki áfram á slóðanum þá er hann bara ekki fær, það á ekki að koma fram við fjallaslóða eins og miklubrautina, þetta er bara ekki fyrir alla bíla.
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 2135
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Hjörturinn wrote:Þessi aumingja túristi þurfti að greiða háa upphæð við það eitt að beygja frá óárennilegum djúpum drullupolli á óbreyttum bíl á veginum að Lakagígum.
það er samt enginn réttlæting, ég hef horft uppá menn sneyða framhjá sköflum nálægt sprengisandi í mjúka jörð því þeir treystu sér ekki í skaflinn, komu djúp og ljót för, sem er að engu leiti réttlætanlegt í mínum bókum, ef þú treystir þér ekki áfram á slóðanum þá er hann bara ekki fær, það á ekki að koma fram við fjallaslóða eins og miklubrautina, þetta er bara ekki fyrir alla bíla.
Er þá ekki vegurinn ófær og á ábyrgð vegagerðarinnar, meðann vegir eru sagðir færir þá skilur maður að fólk snúi ekki við þó það komi að drullupitt. Á hálendinu er kanski búið að keyra í marga klukkutíma og koma svo að einum pitt, hvað á þá að gera ef vegagerðin segir veginn opinn.
-
- Innlegg: 643
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Málið varðandi þetta er að það vantar litakóðun á vegina hérna heima svipað og er gert á mörgum stöðum úti, fjallvegir til dæmis eiga ekkert að vera færir fólksbílum en samt eru margir ekkert merktir þannig (nema þeir sem eru með ám, þar er eitthvað 4x4 skilti).
Allt spurning hvernig maður skilgreinir "Ófært", þurfa að vera mismunandi skilgreiningar á þessu hugtaki eftir því hvaða veg er verið að tala um.
En þessi tiltekni túristi var greinilega ekkert bara að rétt sneiða framhjá einhverjum polli sýnist mér, er á bólakafi í drullu, þessi vegur hefur greinilega bara verið ófær svona bílum og þá ekkert annað að gera en að hringja í vegagerðina býst ég við, nokkuð súrt ég veit en ef menn mættu alltaf sneiða framhjá öllum hindrunum værum við komnir með fjórbreiða slóða uppum öll fjöll áður en maður veit af.
Allt spurning hvernig maður skilgreinir "Ófært", þurfa að vera mismunandi skilgreiningar á þessu hugtaki eftir því hvaða veg er verið að tala um.
En þessi tiltekni túristi var greinilega ekkert bara að rétt sneiða framhjá einhverjum polli sýnist mér, er á bólakafi í drullu, þessi vegur hefur greinilega bara verið ófær svona bílum og þá ekkert annað að gera en að hringja í vegagerðina býst ég við, nokkuð súrt ég veit en ef menn mættu alltaf sneiða framhjá öllum hindrunum værum við komnir með fjórbreiða slóða uppum öll fjöll áður en maður veit af.
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
"En þessi tiltekni túristi var greinilega ekkert bara að rétt sneiða framhjá einhverjum polli sýnist mér, er á bólakafi í drullu, þessi "
Bíllinn er ca 5 m. frá miðju vegarins hinum megin við bíllinn
Bíllinn er ca 5 m. frá miðju vegarins hinum megin við bíllinn
-
- Innlegg: 643
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Það sem ég var að meina er að þessi slóði var greinilega lokaður sama hvað kortið hjá vegagerðinni segir, hefði aldrei átt að reyna þetta, svæðið er allt á floti og drullan eftir því
Finnst samt 3-500 þús fyrir þetta full hart...
Finnst samt 3-500 þús fyrir þetta full hart...
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 2135
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Hjörturinn wrote:Málið varðandi þetta er að það vantar litakóðun á vegina hérna heima svipað og er gert á mörgum stöðum úti, fjallvegir til dæmis eiga ekkert að vera færir fólksbílum en samt eru margir ekkert merktir þannig (nema þeir sem eru með ám, þar er eitthvað 4x4 skilti).
Allt spurning hvernig maður skilgreinir "Ófært", þurfa að vera mismunandi skilgreiningar á þessu hugtaki eftir því hvaða veg er verið að tala um.
En þessi tiltekni túristi var greinilega ekkert bara að rétt sneiða framhjá einhverjum polli sýnist mér, er á bólakafi í drullu, þessi vegur hefur greinilega bara verið ófær svona bílum og þá ekkert annað að gera en að hringja í vegagerðina býst ég við, nokkuð súrt ég veit en ef menn mættu alltaf sneiða framhjá öllum hindrunum værum við komnir með fjórbreiða slóða uppum öll fjöll áður en maður veit af.
Þetta er svolítið snúið hjá okkur íslendingum, vegur sagður opinn en svo bara einn drullupittur sem stoppar menn, ef sneitt framhjá þessum pitt þá er maður orðinn brotlegur, hver er ábyrð vegagerðarinnar ef vegur er sagður opinn.
Ef viðhald væri í lagi þá þurfa menn yfirleitt ekkert að að sneiða hjá neinu, meðan viðhald er svona eins og við þekkjum þá er ekki hægt að komast hjá því að bílar fari aðeins af slóða. Svo eru menn sektaðir fyrir utanvegaakstur vegna vanrækslu vegagerðar. Í gegnum tíðina þá þekki ég það sjálfur að sneitt sé frá drullupittum og ekkert þótt það tiltökumál. Annaðhvort er vegurinn opinn eða lokaður annars verður ekki hægt að ráða við þetta. Vandamálið eykst eftir sem ferðamönnum fjölgar og á eftir að versna ef spár standast um aukningu ferðamanna. Það er svolítið erfitt að meta hvort bílar sökkva ekkert, lítið eða mikið þegar valið er að sneiða hjá pitti og óvanir túristar vita ekkert í hverju þeir lenda þegar þeir taka áhvörðun að sneiða frá pitti og skil ég það vel.
-
- Innlegg: 643
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Já það eru nefnilega túristarnir sem gera þetta svolítið flókið, algerlega óvant fólk á jepplingi að fara þessa svokölluðu vegi sem eins og þú segir er ekki sinnt mikið, hefði að vísu haldið að vegurinn upp í lakagíga ætti nú að vera þokkalega greiðfær og mikið farinn.
Málið er bara að einhversstaðar þarf línan að vera og ekki hægt að hafa hana þannig að hún byggji á mati ökumanna, þó hart sé.
Veit ekki með ábyrgð vegagerðarinnar þar sem það er ekki hægt að segja að þeir neyði einn né neinn til utanvegaaksturs, svo er það spurning hvort það sé heimsendir að einn og einn fjallvegur lokist óvænt og fólk komist ekki leiðar sinnar, hvort er verðmætara, að halda vegstæðinu án fara útum allt eða að fólk fái að sjá eitthvað fjall eða ekki?
Hef samt fullan skilning á þessum aðstæðum, þetta er bara vont ástand, but it is what it is...
Málið er bara að einhversstaðar þarf línan að vera og ekki hægt að hafa hana þannig að hún byggji á mati ökumanna, þó hart sé.
Veit ekki með ábyrgð vegagerðarinnar þar sem það er ekki hægt að segja að þeir neyði einn né neinn til utanvegaaksturs, svo er það spurning hvort það sé heimsendir að einn og einn fjallvegur lokist óvænt og fólk komist ekki leiðar sinnar, hvort er verðmætara, að halda vegstæðinu án fara útum allt eða að fólk fái að sjá eitthvað fjall eða ekki?
Hef samt fullan skilning á þessum aðstæðum, þetta er bara vont ástand, but it is what it is...
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Hjörturinn wrote:Það sem ég var að meina er að þessi slóði var greinilega lokaður sama hvað kortið hjá vegagerðinni segir, hefði aldrei átt að reyna þetta, svæðið er allt á floti og drullan eftir því
Finnst samt 3-500 þús fyrir þetta full hart...
já finnst þér ekki. Túristagildra nr: 1 á Íslandi í boði Vatnajökulsþjóðgarðs. Vekur athygli að lágmarkssekt ákveðin af Umhverfisstofnun fyrir utanvegaaktsur er 350.000 þús.
http://www.ruv.is/frett/nokkur-hundrud- ... krona-sekt
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Hjörturinn wrote:Málið varðandi þetta er að það vantar litakóðun á vegina hérna heima svipað og er gert á mörgum stöðum úti, fjallvegir til dæmis eiga ekkert að vera færir fólksbílum en samt eru margir ekkert merktir þannig (nema þeir sem eru með ám, þar er eitthvað 4x4 skilti).
Allt spurning hvernig maður skilgreinir "Ófært", þurfa að vera mismunandi skilgreiningar á þessu hugtaki eftir því hvaða veg er verið að tala um.
En þessi tiltekni túristi var greinilega ekkert bara að rétt sneiða framhjá einhverjum polli sýnist mér, er á bólakafi í drullu, þessi vegur hefur greinilega bara verið ófær svona bílum og þá ekkert annað að gera en að hringja í vegagerðina býst ég við, nokkuð súrt ég veit en ef menn mættu alltaf sneiða framhjá öllum hindrunum værum við komnir með fjórbreiða slóða uppum öll fjöll áður en maður veit af.
Nákvæmlega. Það gengur ekkert upp.
Ef þetta sem er bent á þarna við veginn upp í Lakagíga er ekki utanvegaakstur með bílinn fyrir utan veg á kafi í drullu ofan í gróðurþekju, hvað er þá utanvegaakstur?
Hversu vel reyndist honum það síðan að aka út fyrir veginn til að sneiða hjá pollinum, ég sé ekki betur en hann hafi pikkfest sig?
Mín reynsla er sú að í flestum tilvikum sé betra að fara ofan í pollinn heldur en að krækja framhjá. Botninn er oftar en ekki vel þjappaður undir vatninu og ég hef ekki lent í vandræðum í poll á opnum hálendisvegi hvort sem er á óbreyttum eða breyttum bíl.
Ég spyr mig oft að því hvort þeir sem vilja helst kræja fyrir hafi yfirhöfuð prófað að fara í pyttina? Það er til lítils að vera á jeppa ef maður þorir ekki að beita honum.
Síðasta sumar lokaði Vegagerðin Sprengisandsleið þegar pollarnir voru orðnir of djúpir til þess að óbreyttir jeppar gætu komist klakklaust yfir. Einhverjir jeppamenn hlupu upp til handa og fóta og kvörtuðu undan því.
Ég á eitt orð yfir það að krækja fyrir polla og þá sérstaklega á breyttum jeppum, það er aumingjaskapur og ég stend við það.
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Hjörturinn wrote:Málið varðandi þetta er að það vantar litakóðun á vegina hérna heima svipað og er gert á mörgum stöðum úti, fjallvegir til dæmis eiga ekkert að vera færir fólksbílum en samt eru margir ekkert merktir þannig (nema þeir sem eru með ám, þar er eitthvað 4x4 skilti).
Erum við ekki með svona kóðun?
Ég hef allavega skilið það svo að F-merking í veganúmeri merki að vegur geta verið torfær/ófær þótt opin sé.
-
- Innlegg: 643
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Ég hef allavega skilið það svo að F-merking í veganúmeri merki að vegur geta verið torfær/ófær þótt opin sé.
Jú það er satt, en F vegur og F vegur er ekki það sama.
Dents are like tattoos but with better stories.
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Vissulega er það rétt, þeir eru mjög misfærir
En eru F-vegir samt ekki merktir þannig vegna þess að það er ekki tekin ábyrgð á því að þeir séu öllum færir.
Hugsanlega mætti þó vera með fleiri flokka en bara F og ekki F
En eru F-vegir samt ekki merktir þannig vegna þess að það er ekki tekin ábyrgð á því að þeir séu öllum færir.
Hugsanlega mætti þó vera með fleiri flokka en bara F og ekki F
-
- Innlegg: 2135
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Útlenskir landroverar á ferð.
Ég held að margir útlendingar viti ekki hvað F merki þýðir, svo hefur komið í ljós að sumir eru með mjög gömul kort eins og þessir sem reyndu að komast Lágheiðina, en þá voru komin göng frá Siglufirði til Ólafsfjarðar.
Ég held að við séum líka ekki að standa okkur með upplýsingar til túrista eins og okkur er tamt, reyndar ekkert nýtt hjá okkur.
Ég held að við séum líka ekki að standa okkur með upplýsingar til túrista eins og okkur er tamt, reyndar ekkert nýtt hjá okkur.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur