Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar vorum beðnir um að aðstoða við að koma 9 metra löngum I bita og 1300kg að þyngd og 50 cm breiður frá þjóðveginum í Héðinsfyrði og út að slysavaranarskýlinu sem þar er við utanverðan Héðinsfjörðin að austanverðu. Farið var eftir ísilögðu vatninu og svo ofan í fjöruna og eftir henni út að skýlinu og bitinn dreginn yfir Víkurána þannig að hann brúar hana núna. Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi og reyndi aðeins á Hulkinn. Sum grjótin og klappirnar voru yfir 50 cm á hæð og töluverður hliðarhalli og fjaran það mjó að bíllinn fór í sjó með aðra hliðina.Það skal tekið fram að engin hjólför eða skenndir urðu á landi á þessari leið. Setti in link á FC síðuna mína
https://www.facebook.com/photo.php?v=10 ... =2&theater
https://www.facebook.com/photo.php?v=10 ... =2&theater
- Viðhengi
-
- 1957858_10203256868452779_646483674_o.jpg (82.5 KiB) Viewed 11136 times
-
- Innlegg: 579
- Skráður: 10.apr 2010, 11:39
- Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
- Bíltegund: nissan patrol y60
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
guðni eg á til handa þer alveg nakvæmlega eins intercooler og er á myndunum her að ofan !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég á nýjan nálaloka til handa þér. Mér var sagt að það þýddi ekkert að nota hann á túrbínuna. Þannig að ég notaði hann aldrei. Þú mátt fá hann og prufa ef að þú vilt. Ég mun setja eitthvað annað við tækifæri.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar Gísli og Lúlli takk fyrir kommnentin. Förum í fiktið um páskana á von á snillingnum honum Grím í heimsókn svo eitthvað verður gert kveðja guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar hér er ein íþróttamynd Snilli fék sér smá göngusprett á leiðinni út Héðinsfjörðin. Ég taldi öruggara að vera inn í bílnum þar sem ég hef slæma reynslu af skíðum almennt. Ég hef séð marga detta á þeim í snjónvarpinu. kveðja tilli ekki skíðamaður
- Viðhengi
-
- skíðaferð í Héðinsfjörð.jpg (84.62 KiB) Viewed 11041 time
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þið verðið bara að að afsaka ef ég móðga einhvern.
En hvað var viðkomandi að pæla með því að setja kælirinn ofan á mótorinn eins og sést á myndunum þarna fyrir ofan.
Í bíl sem oftast er ekið á "highway speed" þá má vel vera að millikælir sem er ofan á vel og tengdur við inntak líkt og í nissan patrol og navara jú og flr fjöldaframleiddum bílum í dag geti virkað.
En í í jeppa sem þarf afl á litlum hraða, jafnvel undir miklu álagi. Þá er slíkt varla mikill kælir.
Já eða undir svona lokuðu húddu, bara fjarstæðukennt.
En hvað var viðkomandi að pæla með því að setja kælirinn ofan á mótorinn eins og sést á myndunum þarna fyrir ofan.
Í bíl sem oftast er ekið á "highway speed" þá má vel vera að millikælir sem er ofan á vel og tengdur við inntak líkt og í nissan patrol og navara jú og flr fjöldaframleiddum bílum í dag geti virkað.
En í í jeppa sem þarf afl á litlum hraða, jafnvel undir miklu álagi. Þá er slíkt varla mikill kælir.
Já eða undir svona lokuðu húddu, bara fjarstæðukennt.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Agnar sammála þér 100% en þetta eru bara sýnishorn af útfærslum og gaman að skoða þetta kveðja guðni
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þið ættuð klárlega að fá ykkur vatnskældann millikæli. Ekki vantar plássið fyrir lítinn vatnskassa frammí grilli, og millikælirinn sjálfur getur verið svo til hvar sem er og þá er leiðin fyrir loftið eins og stutt og hægt er. Vatn/loft kælir er líka að virka vel á litlum hraða þar sem viftan dregur alltaf loft í gegnum vatnskassann og kælirinn því alltaf kaldur.
Fyrir bíl sem er mest á litlum hraða en undir miðlungs til miklu álagi er þetta besti kosturinn að mínu mati.
Fyrir bíl sem er mest á litlum hraða en undir miðlungs til miklu álagi er þetta besti kosturinn að mínu mati.
-
- Innlegg: 579
- Skráður: 10.apr 2010, 11:39
- Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
- Bíltegund: nissan patrol y60
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
þettað er svo verkleg græja hja ykkur að það hálfa væri nog gaman að sja hann i mismunandi aðstæðum sem og verkefnum ;)
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar hér eru nokkrar myndir úr fjörunni þess má geta að bíllinn hjá okkur er 63 cm undir kúlu svo menn geta ímyndað sér hvernig var að vera með 1300 kílóa bita aftan í sér sem stakst undir alla steina. Gamli Hulk stoppaði aldrei og tók aldrei spól og vann á 1000 snúningum í milligír. Síðan fengum við að toga í einn snjósleða sem fylgdi okkur og sökk í slóðinni yfir ána sem við fórum yfir á jeppanum þar sem hann fór of hægt í hana. Skarirnar eru yfir mannhæð og hægt að ganga undir brúna. Vonandi hafið þið gaman af þessu.Patrol á 38" sem var með okkur lagði þar sem snjór endaði og fékk far með okkur og hafði á orði eftir túrinn að þessi Cruser væri ekki bíll þetta væri bara ótrúlegt farartæki. kveðja Guðni
- Viðhengi
-
- grjót 1.jpg (135.3 KiB) Viewed 10857 times
-
- grjót 2.jpg (103.54 KiB) Viewed 10857 times
-
- sleðin fastur og brúin komin yfir.jpg (64.95 KiB) Viewed 10857 times
-
- grjót 3.jpg (108.09 KiB) Viewed 10857 times
-
- grjót 5.jpg (72.02 KiB) Viewed 10857 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Fleiri myndir
- Viðhengi
-
- andsskoti grobbin karlinn.jpg (93.57 KiB) Viewed 10851 time
-
- snilli glaður með brúarsmiðnum.jpg (74.08 KiB) Viewed 10851 time
-
- verið að huga út leið.jpg (61.39 KiB) Viewed 10851 time
-
- hola.jpg (85.76 KiB) Viewed 10851 time
-
- sleði 8.jpg (52.82 KiB) Viewed 10858 times
-
- brúinn kominn yfir.jpg (83.75 KiB) Viewed 10858 times
-
- komin með endan yfir.jpg (93.78 KiB) Viewed 10858 times
-
- patti býður.jpg (68.4 KiB) Viewed 10858 times
-
- upp á stein.jpg (114.89 KiB) Viewed 10858 times
-
- biti á klöpp.jpg (120.04 KiB) Viewed 10858 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 06.apr 2014, 01:08, breytt 2 sinnum samtals.
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Skemmtilegar myndir og greinilega að bíllinn ber nafn með rentu.
Ef ég væri sjálfur að pæla í breytingum á millikæli hjá mér þá mundi ég fara í vatnskældan kæli.
t.d. svona http://www.frozenboost.com/product_info ... 3c295cb0e2
Eina breytingin sem ég mundi gera öðruvísi en venjan er er að ég mundi setja auka forðabúr fyrir vatn til að auka vatnsmagnið á kerfinu til að forðast svo kallað "heat soak"
Gömlu 12 l. rústfríu vatns slökkvitækin eru fislétt, frí ef maður getur fundið þau og þola mikinn þrýsting. Tilvalin til að nota sem aukatank hvers konar.
Ef ég væri sjálfur að pæla í breytingum á millikæli hjá mér þá mundi ég fara í vatnskældan kæli.
t.d. svona http://www.frozenboost.com/product_info ... 3c295cb0e2
Eina breytingin sem ég mundi gera öðruvísi en venjan er er að ég mundi setja auka forðabúr fyrir vatn til að auka vatnsmagnið á kerfinu til að forðast svo kallað "heat soak"
Gömlu 12 l. rústfríu vatns slökkvitækin eru fislétt, frí ef maður getur fundið þau og þola mikinn þrýsting. Tilvalin til að nota sem aukatank hvers konar.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Mikið er gaman hvað þetta er verklegt tæki hjá ykkur, þið uppskerið ríflega eftir sáningu með frábæran jeppa :) Ég samgleðst ykkur innilega.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar: Nú er ár frá því að við Snilli hófum þetta verkefni. Vonandi hefur það stytt einhverjum stundir og einhverjir haft gaman af og kanski séð eitthvað sem menn hafa svo geta notað við eigin smíði. Allavega fékk ég hellings aðstoð frá spjallverjum hér bæði í verki og varahlutum og kann ég ykkur mikklar þakkir og ekki mun standa á okkur Snilla ef við getum eitthvað aðstoðað aðra hér.Sjáum í næsta verkefni.PS
Elli Hörður Subbi og fleir góðir félagar verið áfram duglegir að setja inn því það er svo gaman að lesa og skoða myndir af verkefnum allra félaga hér á spjallinu.
kveðja Guðni á Sigló
Elli Hörður Subbi og fleir góðir félagar verið áfram duglegir að setja inn því það er svo gaman að lesa og skoða myndir af verkefnum allra félaga hér á spjallinu.
kveðja Guðni á Sigló
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 19.mar 2013, 13:33
- Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
- Bíltegund: Wrangler Ultimate
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þvílíkir afreksmenn sem þið eruð.
Til hamingju með þessa svaðalegu græju, hlakka til að rekast á ykkur á fjöllum.
Kveðja
Gunnar Ultimate
Til hamingju með þessa svaðalegu græju, hlakka til að rekast á ykkur á fjöllum.
Kveðja
Gunnar Ultimate
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
http://www.siglo.is/is/frettir/jeppafje ... til-mommu-
Hér er frétt frá Sigló.is og skemmtilegt myndband af Lágheiðartúr á græna skriðtröllinu.
Undir spila hressir drengir frá Þýskalandi.
Hér er frétt frá Sigló.is og skemmtilegt myndband af Lágheiðartúr á græna skriðtröllinu.
Undir spila hressir drengir frá Þýskalandi.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir aftengdi Weastgate membruna og prufaði boostið það fór í 21 pund en með membruna tengda er það um 7 pund. Fann verulegan mun á kraftinum komst yfir hljóðhraða og náði 70 km á jafnsléttu og ríflega það.Bætti ekki við olíverkið. Spurning hvort það sé æskilegt eða nauðsynlegt. Næst er að setja Intercooler og afgashitamæli og nýtt framskaft úr bens vörubifreið með upphengju eins og Hörður er með erum búnir að fá eitt skaft. kveðja guðni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Það er örugglega best að tempra boostið einhvers staðar nálægt 12-14psi, annars fer bínan að mynda óheppilega mikinn bakþrýsting og líka að puða alltof mikið við að dæla inn lofti sem nýtist ekkert í bruna.
Ég kemst líklega ekki norður um páskana eins og ég ætlaði, heldur helgina 9-11 maí. Ansans árans.
Ég pósta inn skissu af svona þrýstiminnkunar setuppi til að stjórna bínunni fljótlega, svo sjáum við til hvernig og hvenær er best að ráðast í olíuverkið.
Hitamælir í greinina er eiginlega möst. Mæli með þannig búnaði.
Það getur vel verið að það sé að bæta inn olíu lang leiðina í 12psi, ef ekki þá er bara að stilla þetta til þangað til hann fer að smóka smá og bakka þá aðeins.
Mikið rosalega er gaman að svona græju sem getur rölt um örgustu torfærur án þess að hafa neitt fyrir því!
kv
Grímur
Ég kemst líklega ekki norður um páskana eins og ég ætlaði, heldur helgina 9-11 maí. Ansans árans.
Ég pósta inn skissu af svona þrýstiminnkunar setuppi til að stjórna bínunni fljótlega, svo sjáum við til hvernig og hvenær er best að ráðast í olíuverkið.
Hitamælir í greinina er eiginlega möst. Mæli með þannig búnaði.
Það getur vel verið að það sé að bæta inn olíu lang leiðina í 12psi, ef ekki þá er bara að stilla þetta til þangað til hann fer að smóka smá og bakka þá aðeins.
Mikið rosalega er gaman að svona græju sem getur rölt um örgustu torfærur án þess að hafa neitt fyrir því!
kv
Grímur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Grimur við förum í smá bras þegar þú kemur kveðja guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar við Snilli fengum óvænta gjöf í pósti og heim að dyrum frá honum Snorra Einarssyni Höfn í Hornafyrði í gær. Gjöfin er forláta númera plata með nafninu Hulk. Þessi plata mun fylgja þessum bíl framvegis og kunnum við Snorra mikklar þakkir. kveðja Guðni og Guðmundur (Snilli og Tilli)
- Viðhengi
-
- gjöf frá Snorra á Höfn.JPG (141.65 KiB) Viewed 10168 times
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir aftengdi Weastgate membruna og prufaði boostið það fór í 21 pund en með membruna tengda er það um 7 pund. Fann verulegan mun á kraftinum komst yfir hljóðhraða og náði 70 km á jafnsléttu og ríflega það.Bætti ekki við olíverkið. Spurning hvort það sé æskilegt eða nauðsynlegt. Næst er að setja Intercooler og afgashitamæli og nýtt framskaft úr bens vörubifreið með upphengju eins og Hörður er með erum búnir að fá eitt skaft. kveðja guðni
Eina leiðin til að fá afl að viti úr þessum mótor er að hækka olíuverkið, allt í lagi að leika sér svolítið að þessum 2 skrúfum sem ég sýndi þér.
Með boost þá myndi ég vera með já svona 12 psi ef þú ert ekki með intercooler, var sjálfur kominn í 17 psi en ég held að sweet spotið sé um 14-15psi með intercooler.
Muna bara að vera með almennilegar hosuklemmur á þessu og/eða kannt á pípunum, var að sprengja þetta allt í sundur hjá mér þegar maður var kominn vel yfir 15psi.
Til að stýra boostinu þá er nálaloki frá landvélum eða barka lang einfaldasta lausnin, kostaði eitthvað um 1500kall hér í denn þegar ég setti á minn.
Dents are like tattoos but with better stories.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Hjörtur og takk fyrir ráðin. Við mun fara í þetta eftir páskana ég er kominn með cooler og er að safna efni hosurnar eru td. andskoti dýrar og svo þarf alvöru klemmur eins og þú segir Snilli mun örugglega renna einhver rústfrí rör í þetta með brúnum sem grípa í hosurnar. kveðja guðni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
þess má til gamans geta strákar að þið eruð orðnir nokk frægir í ameríkunni, pabbi minn býr þarna í alabama og hann var í tæpa 2 tíma að þýða þennan þráð yfir á ensku fyrir nokkra jeppamenn þar úti
vonandi læra þeir eitthvað af ykkur!
þessir asnar gera lítið annað en að boddyhækka og stór dekk
einstaklega skemtilegur þráður og einn sá flottasti jeppi sem ég hef séð
vonandi læra þeir eitthvað af ykkur!
þessir asnar gera lítið annað en að boddyhækka og stór dekk
einstaklega skemtilegur þráður og einn sá flottasti jeppi sem ég hef séð
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Til hamingju með þetta verklega apparat. Gaman að sjá video af honum í snjó innan um aðra bíla til samanburðar.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir strákar og mikið takk. Það besta við þennan jeppa finnst mér er það hversu sterkur hann er í vinnu og álagi. Þá er ég að meina í stórgrýti skurðum hliðarhalla og að draga. Hægt að standa utan á honum bæði á stigbrettum og köntum og furðu mjúkur í hreifingum og leggur vel á. Dekkin tolla vel á felgunum í mjög mikklum hliðarhalla og með um 2 pund og hreifast ekki sama hvernig er látið. Þau snúast ekki á felgunum og við erum ekki með neitt bedlock eða grindur innan í dekkunum.En bíllinn er enn í reynsluakstri og mun ég reglulega gefa upplýsingar um hann líka það sem ekki er í lagi eða mætti vera betra. kveðja guðni
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég fæ heldur ekki leið á að dásama þetta verkefni, þetta er frábærlega unnið, flott vinnubrögð og mikil vinna. Hulk númerið er líka flott og nafnið fer honum vel. Virkilega vel að verki staðið.
Húrra.
Húrra.
Húrra.
Húrra.
Húrra.
Húrra.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar Hulk fór út að leika í dag með stóru strákunum þeim Jóni Ólafs og Jörgen báðir á alveg mögnuðum 54" Ford 350 bílum og þeir sko drífa alveg hrikalega. Prílað var upp í Hólshyrnuna og var Hulk orðinn svo lofthræddur að hann neitaði að fara hærra. Það kom svo í ljós að þeir 15 lítrar sem voru ætlaðir í páskaleikinn kláruðust á þremur tímum. Jörgen dró Hulk niður á veg þar sem fékkst olía og var farið beint heim til mömmu með drifskaftið á milli fótan. Annars æðislegur dagur sól og nægur snjór og þakka ég þeim Jörgen og Jóni fyrir skemtunina. Kanski þeir geti sett inn myndir hér því ég var svo upptekinn að fá Hulk til að fara lengra en hann er bara algjör gunga þannig að ég tók engar myndir. Spurning að hella á hann smá koníaki næst og athuga hvort hann verði ekki hugrakkari. kveðja guðni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Guðni mér finnst nú þetta ekki mikil eyðsla þe: 15 l á 3 klst sem gerir 5 l á prklst , þetta er svipuð eyðsla og hjá mér á Defender 90 á 39,5" dekkjum í mjög þungu færi svo í ykkar sporum væri ég ánægður með þetta litla eyðslu á svona stóru trölli.
mbkv Árni
mbkv Árni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sigló í dag
- Viðhengi
-
- Sigló í dag
- DSC_9718.JPG (30.9 KiB) Viewed 9678 times
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sigló í dag
- Viðhengi
-
- DSC_9684.JPG (157.07 KiB) Viewed 9679 times
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sigló í dag
- Viðhengi
-
- DSC_9716.JPG (58.41 KiB) Viewed 12211 times
-
- Innlegg: 51
- Skráður: 16.sep 2013, 22:19
- Fullt nafn: Guðjón Þór Jónsson
- Bíltegund: Ford f 250
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafa samband:
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Grímur Gísla wrote:Annars er einfaldast að fá grind úr ford 350 sendibíl eða pikkup, einhverstaðar liggur svoleiðis ódýrt og nota allt hitt draslið.
Selur svo grindina, rándýrt, einhverjum sanntrúuðum togýta
Á grind undan e 250 1991 módel
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Skil ekki kommentið fyrir ofan. Þetta er og verður alltaf Toyota Landcruser.Var að fá í hús V- laga tveggja stimpla Yourk loftdælu frá vini mínum honum Ívari Gests og upphengju úr Volvo vörubíl 606. Nú verður hægt að fara að hleypa úr og nota framdrifið. kveðja guðni
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sennilega er commentið að ofan ættað mun framar úr þræðinum, viðkomandi hefur ekki áttað sig á að þráðurinn er kominn "örlítið" lengra :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ertu viss um að þetta sé York dæla Guðni? Chrysler á svona v laga ac dælu sem heitir RV-2 og er víst ansi afkastamikil, er einmitt með eina þannig sem ég keypti nýlega. Ef þetta er hún, þá er gott að geta þess að auðvelt er að fá uppgerðarsett í svona dælur frá ameríkuhreppi.
http://www.hemmings.com/hmn/stories/201 ... ure32.html
http://www.hemmings.com/hmn/stories/201 ... ure32.html
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar hér er mynd af dælunni og upphengjunni. Kanski einhver hér sem þekkir þessar dælur hún er merkt Mopar og þá er spurning eru þessar dælur að virka vel. Það er panna undir henni og hægt að taka bolta úr og mæla olíuna sem reyndist glær og fín. Svo er mynd af upphengjunni og það þarf eitthvað að hugsa hana til og læt ég vin minn hann Snilla snilling um það og loftdæluna. Síðan fórum við vinir Óli á Fagriblakk og Hulk í sólskinsferð í Hólsdalinn. Furðu þungt færi í sólbráðinni. kveðja guðni
- Viðhengi
-
- hengja.JPG (119.75 KiB) Viewed 12095 times
-
- upphengja.JPG (149.7 KiB) Viewed 12095 times
-
- vonandi nothæf.JPG (125.66 KiB) Viewed 12095 times
-
- tveggja stimpla V- dæla Mopar.JPG (101.21 KiB) Viewed 12095 times
-
- botnpannan.JPG (109.23 KiB) Viewed 12095 times
-
- þessi á leið á 33" dekk og álfelgur og svo í sölu disel 1993
- DSC00291.JPG (98.9 KiB) Viewed 12095 times
-
- DSC00297.JPG (67.59 KiB) Viewed 12095 times
-
- DSC00293.JPG (81.75 KiB) Viewed 12095 times
-
- Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Flottar myndir, þetta er Rv-2, hérna geturu séð hvað hún er lengi að pumpa í kút á Dodge
https://www.youtube.com/watch?v=ccyhz4sXBp0
Og hérna er síða hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í uppgerðum og varahlutasölu í gamlar AC dælur.
http://www.classicautoair.com/MOPAR_OEM ... Parts.html
https://www.youtube.com/watch?v=ccyhz4sXBp0
Og hérna er síða hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í uppgerðum og varahlutasölu í gamlar AC dælur.
http://www.classicautoair.com/MOPAR_OEM ... Parts.html
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Jóhann og takk fyrir þetta. Svo virðist að þetta sé alvöru dæla. En þarf maður nokkuð að nota auka smur inn á þessar dælur? Hvaða rauði kútur er þarna í brettinu sjá menn það? kveðja guðni
https://www.youtube.com/watch?v=rKTOzWjoQOs
meira um dæluna og komment neðar á síðunni
https://www.youtube.com/watch?v=rKTOzWjoQOs
meira um dæluna og komment neðar á síðunni
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
sukkaturbo wrote:Sæll Jóhann og takk fyrir þetta. Svo virðist að þetta sé alvöru dæla. En þarf maður nokkuð að nota auka smur inn á þessar dælur? Hvaða rauði kútur er þarna í brettinu sjá menn það? kveðja guðni
https://www.youtube.com/watch?v=rKTOzWjoQOs
meira um dæluna og komment neðar á síðunni
Þessar York dælur (1 og 2ja stimpla) þurfa bara smurningu í kjallarann, alveg eins og venjulegar loftpressudælur.
-
- Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Hérna er svo fín mynd af AC loftkerfi, í þessu tilviki York dæla.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur