Sæl(ir)
Ég skipti um kerti í kvöld með félaga mínum sem er nokkuð fær í bílaviðgerðum, bíllinn var búinn að vera leiðinlegur í gang síðustu 3 daga og svo í gær hætti hann alveg að fara í gang. Keypti ný kerti og hann hrökk í gang einsog nýr ca 4 sinnum og ekkert vesen.
Ætlaði að starta bíllnum áðan og þá vill hann ekki starta sér, það er s.s. ekki dautt á rafgeyminum, en þegar maður svissar alla leið deyja bara ljósin á meðan og hann reynir ekki einusinni að starta. Við mældum og geymirinn er með flottan straum og en við tengdum hann við annan geymi með startköplum en sama dæmi, hann reynir ekki einusinni að starta. En náði í spotta og þannig komum við honum í gang.
Þar sem þetta gerðist bara rétt eftir að ég skipti um kertin, gæti þetta eitthvað tengst því? Einu plöggin sem ég tók úr sambandi og setti aftur í samband var tengingin í viftuna á intercoolernum.
Miðað við það sem ég hef lesið mér til gæti þetta verið tengingin frá svissi að relay eða frá relay í startara eða startari dauður eða kolin ónýt.
Það skal taka fram að þetta er fyrsti jeppi sem ég á og ég er eiginlega að læra meðan ég geri og allar tillögur/tilgátur væru góðar.
Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 16
- Skráður: 01.nóv 2013, 16:49
- Fullt nafn: Auðunn Níelsson
- Bíltegund: Pajero 98
Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
- Viðhengi
-
- 1526971_10152210586687533_2138789379_n.jpg (220.91 KiB) Viewed 3713 times
Síðast breytt af audunnn þann 15.jan 2014, 23:28, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
Sæll líklega var startarinn bara að gefa upp öndina, það er ekkert óeðlilegt ef kertin voru léleg og oft búið að starta lengi
hann gæti tekið eitthvað smá við sér ef þú bankar létt í hann með trékubb
hann gæti tekið eitthvað smá við sér ef þú bankar létt í hann með trékubb
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
Alveg sénslaust að þetta sé tengt glóðarkertum, prufaðu fyrst að berja startarann eins og óþekka hóru og hreinsa geymasamböndin mjög vel og herða vel niður. Bíllinn minn lét svona og þá endaði ég með því að kaupa ný geymasambönd og skipta um startara sem ég hafði steikt með lélegu geymasamböndunum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 16
- Skráður: 01.nóv 2013, 16:49
- Fullt nafn: Auðunn Níelsson
- Bíltegund: Pajero 98
Re: Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
Já við prófuðum einmitt að banka í startarann en það virtist ekki gera neitt, en ætti kannski að banka aðeins betur í hann. Gæti verið að hann sé bara dauður eftir einmitt barnin síðustu viku að koma honum í gang.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
Getur líka prufað að hleypa yfir startarann með skrúfjárni til að athuga hvort hann snúist. Ef hann fær straum á stóra vírnum og snýr ekki þegar þú setur skrúfjárnið á þá er komin tími til að rífa hann úr.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 63
- Skráður: 13.okt 2011, 21:07
- Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
- Bíltegund: Pajero
- Staðsetning: Reykhólar
Re: Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
park/neutral rofinn ef hann er sjálfskiptur en prófaðu fyrst að starta með skrúfujárni til að tjekka á startaranum og mæla hvort hann fái stíristraum þetta getur verið helvíti lúmskt
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
Re: Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
ég hef vitað til þess að pakr neutral rofinn fari í þessum bílum, átti einn slíkann, og á núna yngri kynslóðina sem þjáðist af því sama
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 16
- Skráður: 01.nóv 2013, 16:49
- Fullt nafn: Auðunn Níelsson
- Bíltegund: Pajero 98
Re: Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
Bíllinn er beinskiptur, en ég ætla að rífa startarann úr og fara með í Ásco, þeir eru að gera við startara fyrir í kringum 15.000kr
Re: Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
Prófa að herða geymasamböndin eins og fram hefur komið, ég lennti í þessu á svona bíl. Virðist vera eitthvað landgegngt í 4D65.
En hvað með að setja sverari jarðvír á mínusinn á geyminum?
En hvað með að setja sverari jarðvír á mínusinn á geyminum?
Re: Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
Skoða fyrst sambönd á + og jarðleiðslum.Prófa svo að tengja stýristraum beint á segulrofann til að kanna hvort startarinn sé í lagi.það er óþarfi að rífa startarann úr ef vandamálið er í leiðslum að honum.
Re: Startvandræði eftir kertaskipti Pajero 98 2.5
Sælir.
Ef öll ljós dofna eða hverfa þmt. inniljós og miðstöðvaljós er startarinn að taka eitthvað afl til sín. Þú þarft að spennumæla yfir geyminn meðan startarinn er í gangi eða að reyna. Ef spennan fellur niður fyrir 6-8 volt er vandamálið geymirinn og þá jafnvel hleðslan. Ef hann heldur spennunni meðan þú reynir að starta þarftu að athuga vel allar tengingar við geymi, startara, boddý, grind og mótor.
Sömuleiðis dettur mér í hug hvort þú hafir verið að hafa glóðarkertin fyrir rangri sök þ.e. hvort orkuskortur eða tengivandamál hafi valdið því a ðkertin hafi ekki fengið þá orku sem þau þurftu. Glóðarkerti eru ekki sterkasta hlið Pajeró en spurning hvort þau hafi verið bilanagreind með mælingu eða prófun?
Kv Jón Garðar
P.s. Ég myndi velta fleiri steinum við áður en ég keypti vinnu við uppgerð á startara en góður startari er svosum gulls ígildi.
Ef öll ljós dofna eða hverfa þmt. inniljós og miðstöðvaljós er startarinn að taka eitthvað afl til sín. Þú þarft að spennumæla yfir geyminn meðan startarinn er í gangi eða að reyna. Ef spennan fellur niður fyrir 6-8 volt er vandamálið geymirinn og þá jafnvel hleðslan. Ef hann heldur spennunni meðan þú reynir að starta þarftu að athuga vel allar tengingar við geymi, startara, boddý, grind og mótor.
Sömuleiðis dettur mér í hug hvort þú hafir verið að hafa glóðarkertin fyrir rangri sök þ.e. hvort orkuskortur eða tengivandamál hafi valdið því a ðkertin hafi ekki fengið þá orku sem þau þurftu. Glóðarkerti eru ekki sterkasta hlið Pajeró en spurning hvort þau hafi verið bilanagreind með mælingu eða prófun?
Kv Jón Garðar
P.s. Ég myndi velta fleiri steinum við áður en ég keypti vinnu við uppgerð á startara en góður startari er svosum gulls ígildi.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur