Fóðringar í Jepp

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Fóðringar í Jepp

Postfrá StebbiHö » 27.nóv 2013, 21:39

Sælir vitringar.
Vantar að vita hort það sé hægt að skifta um fóðringarnar í A-stýfunni og langstýfunum að aftan á Jepp Grand cherokiee 2001 WJ. Það er óbreyttur bíll sem um ræðir ekki að það skifti máli. Komið töluvert slit í fóðringarnar og leiðindar högg á stundum, þarf að skifta um stýfurnar allar eða má fá fóðringarnar sér?

Kv Stefán



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Fóðringar í Jepp

Postfrá Stebbi » 27.nóv 2013, 21:47

Er þetta ekki umrædd fóðring. Það á að vera hægt að pressa þetta úr og setja nýja ef þú ert að tala um þessa sem boltast í gólfið.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Fóðringar í Jepp

Postfrá Sævar Örn » 27.nóv 2013, 21:49

Sælir, eitthverntíma hef ég gert þetta og í eitt skiptið var fengin komplet spirna með fóðringunum í og reyndist það sáralítið, eða jafnvel ódyrara en fóðringarnar stakar, og náttúrulega aðeins minni vinna.

athugaðu það fyrst!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Fóðringar í Jepp

Postfrá StebbiHö » 28.nóv 2013, 11:07

Jú nafni, þetta er víst fóðringin, það komið í ljós að hægt er að skifta um þetta án mikilla vandkvæða og meira að segja til á Skerinu í H jónsson bílabúð. Þar voru líka til neðri stýfur, var tjáð að þar væri bara skift um stýfuna en sú efri, þessi A-stýfa, væri of dýr til að liggja með. Sú stýfa er að vísu til í Ameríku hreppi með öllum fóðringum á lítinn pening, 12þ eða svo. En þetta er víst allt hægt. Þá er bara að breta upp ermar og drífa sig í að gera við!

Góðar kveðjur, Stefán


p.s. í umræddri búð er líka til öxulhosa að frqmqn sem er ónýt!


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur