Langar að skjóta hér fram spurningu til mér reyndari manna.
Er semsagt að hækka Pattann minn um 10 cm og færa afturhásingu um 5 cm. Nú er ég að heyra tja,, nokkrar útgáfur af hver hallinn á hásingunni á að vera eftir breytingu, sumir segja að hallinn VERÐI að vera sá sami á pinion og aftan úr gírkassa ( sem í mínu tilfelli er 5.2 gráður frá kassa,, en vissi ekki að þetta ætti að mælast þannig að mældi ekki helv. hallann á hásingunni áður en ég reif hana úr,, amms. enginn verður víst "unbeaten bishop" !)
Aðrir segja að hafa hásinguna í "núll" gráðum og enn aðrir að láta hásingu vísa beint að kassa til að hafa bara eitt "brot" á drifskaftinu.
hvað segja spekingar um þessi mál ?
Bestu kveðjur: Þórjón "pattanýliði" (eða á maður að taka sér viðurnefnið "Grasshopper" hehe)
Halli á hásingu/pinion eftir breytingu á Patrol ?
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Halli á hásingu/pinion eftir breytingu á Patrol ?
Eftir því sem mér skilst á flangsinn að snúa beint að kassa ef það er tvöfaldur liður við kassann, krossarnir í tvöfalda liðnum núlla sig víst út.
Ef það eru einfaldir liðir beggja vegna á að vera sami halli á flöngsum miðað við skaftið, og skiptir víst engu í hvora áttina, þ.e. þá má minna hornið í brotinu vera hvort sem er ofan eða neðan við skaftið ef, þú skilur mig, en vissulega eru ókostir við að snúa hásingunni svo mikið að minna hornið sé að neðan
Ef það eru einfaldir liðir beggja vegna á að vera sami halli á flöngsum miðað við skaftið, og skiptir víst engu í hvora áttina, þ.e. þá má minna hornið í brotinu vera hvort sem er ofan eða neðan við skaftið ef, þú skilur mig, en vissulega eru ókostir við að snúa hásingunni svo mikið að minna hornið sé að neðan
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Halli á hásingu/pinion eftir breytingu á Patrol ?
Kíktu á þetta vídeó ef þú skilur engilsaxnesku;
http://www.youtube.com/watch?v=gmV4qwLfOMY
Þetta sýnir öll aðalprinsippin varðandi drifsköft og hjöruliði.
http://www.youtube.com/watch?v=gmV4qwLfOMY
Þetta sýnir öll aðalprinsippin varðandi drifsköft og hjöruliði.
Re: Halli á hásingu/pinion eftir breytingu á Patrol ?
Startarinn wrote:Eftir því sem mér skilst á flangsinn að snúa beint að kassa ef það er tvöfaldur liður við kassann, krossarnir í tvöfalda liðnum núlla sig víst út.
Ef það eru einfaldir liðir beggja vegna á að vera sami halli á flöngsum miðað við skaftið, og skiptir víst engu í hvora áttina, þ.e. þá má minna hornið í brotinu vera hvort sem er ofan eða neðan við skaftið ef, þú skilur mig, en vissulega eru ókostir við að snúa hásingunni svo mikið að minna hornið sé að neðan
Sammála.
Einfaldur liður að ofan og neðan = sama brot ofan og neðan
Tvöfaldur að ofan, einfaldur að neðan = Núll gráður að neðan , brot að ofan (hásing snúið þannig að flangsinn vísi að flangsanum á kassanum)
5 min í paint :) ýta á mynd til að sjá stærri.
- Viðhengi
-
- Drifskaft.png (214.63 KiB) Viewed 2802 times
Síðast breytt af Magni þann 19.nóv 2013, 09:41, breytt 1 sinni samtals.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
Re: Halli á hásingu/pinion eftir breytingu á Patrol ?
jongud wrote:Kíktu á þetta vídeó ef þú skilur engilsaxnesku;
http://www.youtube.com/watch?v=gmV4qwLfOMY
Þetta sýnir öll aðalprinsippin varðandi drifsköft og hjöruliði.
Hann sýnir ekki hvernig hlutirnir virka ef það er tvöfaldur liður öðru megin en annars er þetta mjög gott video.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 176
- Skráður: 17.des 2012, 23:29
- Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
- Bíltegund: Patrol Y61
Re: Halli á hásingu/pinion eftir breytingu á Patrol ?
Frabaert ad geta leitad I smidju ykkar drengir :) eg er med einfaldann lid a badum endum thannig ad aetli madur endi tha ekki bara a ad hafa somu gradu beggja vegna.
Skiptir 0, 1 til 0, 5 gradu difference mali eda tharf thetta ad vera upp a klofid ****har :) ?
Semsagt hallinn a utgangi a millikassa hja mer er 5, 2 gradur,,, tharf tha pinion ad vera nakvaemlega 5, 2 ? Tad sem eg er kannski ad fiska eftir er hvar byrja menn ad lenda I vibring og kjaftaedi ? 0, 5/1/3 gradu mismun ??
Skiptir 0, 1 til 0, 5 gradu difference mali eda tharf thetta ad vera upp a klofid ****har :) ?
Semsagt hallinn a utgangi a millikassa hja mer er 5, 2 gradur,,, tharf tha pinion ad vera nakvaemlega 5, 2 ? Tad sem eg er kannski ad fiska eftir er hvar byrja menn ad lenda I vibring og kjaftaedi ? 0, 5/1/3 gradu mismun ??
Re: Halli á hásingu/pinion eftir breytingu á Patrol ?
þarf ekki að beina pinjón aðeins niðurfyrir þannig að undir átaki þá verður það það sama,hásingin veltur aðeins upp undir gjöf.
1-2 gráður kannski.
1-2 gráður kannski.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Halli á hásingu/pinion eftir breytingu á Patrol ?
thorjon wrote:Frabaert ad geta leitad I smidju ykkar drengir :) eg er med einfaldann lid a badum endum thannig ad aetli madur endi tha ekki bara a ad hafa somu gradu beggja vegna.
Skiptir 0, 1 til 0, 5 gradu difference mali eda tharf thetta ad vera upp a klofid ****har :) ?
Semsagt hallinn a utgangi a millikassa hja mer er 5, 2 gradur,,, tharf tha pinion ad vera nakvaemlega 5, 2 ? Tad sem eg er kannski ad fiska eftir er hvar byrja menn ad lenda I vibring og kjaftaedi ? 0, 5/1/3 gradu mismun ??
Miðað við hvað snýst uppá hásingar á blaðfjöðrum hef ég ekki trú á að það skipti máli þó ég geti ekki fullyrt um það af reynslu.
En ég pældi ekkert í halla miðað við skaft þegar ég setti framhásinguna undir hjá mér, ég stillti hásinguna miðað við 10° spindilhalla. Ég hef prófað að keyra bílinn eingöngu með framskaftið í nokkra tugi kílómetra, ég hef aldrei orðið var við titring í framskaftinu, en það er einfaldur liður beggja vegna hjá mér að framan
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Halli á hásingu/pinion eftir breytingu á Patrol ?
spámaður wrote:þarf ekki að beina pinjón aðeins niðurfyrir þannig að undir átaki þá verður það það sama,hásingin veltur aðeins upp undir gjöf.
1-2 gráður kannski.
Það er öfugt að framan miðað við aftan, ef þú horfir á bílinn frá bílstjórahliðinni t.d. þá velta báðar hásingar réttsælis við gjöf og pinion á afturdrifi lyftist upp og pinion á framdrifi færist neðar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 176
- Skráður: 17.des 2012, 23:29
- Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
- Bíltegund: Patrol Y61
Re: Halli á hásingu/pinion eftir breytingu á Patrol ?
Jæja félagar, hásingarskrattinn var fullsoðin,, eða vasarnir í dag eftir miklar mælinga og pælingar X 10 :) Svo er bara að sjá hvort kvikindið keyrir út á hlið eða beint og án víbrings þegar stundin kemur. við enduðum á að ná sama halla og á kassanum þannig að allt "samkvæmt reglugerð" og nú krossar maður bara fingur,, hellir sér í frágang á afturhásingu og svo dempa sér í framhásinguna :)
Þakka góð innlegg
Þakka góð innlegg
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur