Hrannifox wrote:já það er gott að eiga hobby drauma og vesen :P
skeði nú ekki míkið á bláma ef maður steig gjöfina í botn, og hann var fljótur að deyja bara ef maður reyndi að pína hann í snjó, ég fór á honum vestur veturinn sem ég átti hann
og tja já fór svosem alveg slatta mikið á honum meira en ég átti von á, dekkinn hefðu þurft að vera betri og meira munstur ásamt grófari
held að svona pajero á 35'' þá mudderum eða álika og læstur framann og aftan sé alveg ágætis leiktæki :) lagni ökumans spilar stórt hlutverk, kannski snýst þetta líka um að fara
ekki of langt frammúr sjálfum sér í gleðigúmíinu, hvað þarftu í raun stór dekk fyrir þína notkun.
ég er að reyna að finna ''blöðru'' 35 sem eru breiðari en 12.5, veit ekki hvort það sé til, þarf að leggjast yfir það og leita
þurfum að kíkja eitthvað í vetur :)
Já afleysið í bláma var svakalegt fannst mér, ég reif svo alveg eins svona bil stuttu eftir að ég seldi
þér bláma og tók þá eftir því hvað turbinan á þessum mótorum eru ótrúlega littlar mætti vera tvöfalt
stærri inntakshús þá myndi aflið batna helling!
Ætlaði í gærkvöldi að fara rifa framdrifið úr Þrumugný og setja 5.29:1 hlutföll og læsingu en ákvað
að geyma það aðeins allavega hlutföllin og sjá hvað þetta gerir á 35", eitt skref í einu!
Ég man nú ekki eftir að hafa séð breyðari gúmmý en 12.5" í 15" en kannski í 17"
Við förum eitthvað í vetur ef ég næ að klára Þrumugný einhverntímann
Vaknaði snemma í dag og ákvað að reyna að gera sem mest í Þrumugný í dag
Reif gírkassan og millikassan úr

Bar hann samann við Diesel kassann og millikassan (v6 bensin vinstri, Diesel hægri)




Millikassarnir eru þeir sömu, (sést glitta í Ásdísi mína að kvíla sig uppvið skúrinn, þessi elska)


Girkassabiti úr L200 og Pajero, eins bitar

Ákvað að sletta smá olíuhreynsi yfir Þrumugný
hefði kannski átt að gera það áður en ég reif allt upp úr :D


Þá var bara að vinda sér næst í svarta sauðinn

Diesel Turbo

No diesel no turbo

Veit ekki hvað þessi vélargálgi er búinn að lyfta mörgum kg í gegnum tíðina
en hann er búinn að koma sér að verulega góðum notum og vil ég nýta
tækifærið núna og þakka honum fyrir vel unnin störf og vona að við eigum
eftir að varðveita þessar minningar sem við erum búnir að skapa okkur.


Þá er það bara rafkerfi og eitthvað smá pillerý eftir


Það var einhver að spyrjast fyrir um fjaðrirnar úr honum, þær eru í lagi
reif tankinn úr honum fyrst ég var þarna.


Fór aðeins að spekulera í L200 kerruni minni

Heldur jafnvægi

Pallurinn er ekki mikið augnakonfekt, ætlaði að bæta pallinum af Mözdunni við þetta
enda líklegast á því að smíða eitthvað flott ofaná grindina í staðinn.

Læt fylgja hérna tvær myndir af Pajeronum sem fékk mig tilþess að vilja Pajero síðustu 3ár
strákurinn sem á þennan keypti hann óbreyttan og var orðinn svona sama dag fyrir einhverja
jeppaferð sem hann vildi ólmur taka þátt í og hann var að taka framúr þeim þarna í drulluni
sem sýnir okkur hvað þetta eru drullugóðir jeppar! Mitsubishi Pajero Heyr! Heyr!


uhmm afsakið