Bilað drif í Pajeró 2001

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Ketilbjörg
Innlegg: 2
Skráður: 06.maí 2013, 22:38
Fullt nafn: Björg Bjarnadóttir

Bilað drif í Pajeró 2001

Postfrá Ketilbjörg » 11.sep 2013, 15:27

Sælir ég er með Pajero 2001 árgerð.
Það er búið að vera eintómt basl á að setja hann í fjórhjóladrifið, þetta lýsir sér þannig að ef maður færir úr afturhjóladrifinu og í 4x4 sídrif ( sem er fyrsta stillinginn) þá gerist
ekkert nema að gula millikassa ljósið fer að blikka og það er ekkert hægt að gera nema að drepa á bílnum og setja stöngina aftur í afturhjóladrif og starta þá koma ljós á aftuhjólin ( í mælaborðinu)
Ef maður hlustar eftir því þegar þetta gerist þá er eins og hann sé að reyna að skipta en hættir svo við.
Bíllinn er búinn að fara 2-3 á verkstæði útaf þessu og það er búið að skipta um alla rofa og nema sem stjórna þessu ( 5 stykki að ég held) og þegar hann kemur aftur þá virkar þetta í smá tíma og svo dettur allt í sama farið aftur.
Er einhver sem hefur lent í einhverju svipuðu og er með konkrít lausn?



User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Postfrá snöfli » 11.sep 2013, 18:57

Ekki með reynalsu af þessu sérstaklega, en eldri bílin er með vakúm dælu og dót sem tengir/aftengir annan framöxulin í stað drifloka. Ef eitthvað af því bixi virkar ekki þá fer hann ekki í framdrfið.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Postfrá Stebbi » 11.sep 2013, 19:00

Ef hann fer að snuða þegar þú reynir að setja í 4h þá er framdrifið ekki að taka. Þá snuðar bara tengidótið í millikassanum á milli fram og aftur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Postfrá íbbi » 15.sep 2013, 17:45

ég er að spá í kaupum á einum 01 pajero, og hann lætur einmitt svona. alveg sama hvað maður gerir við fjórhjóladrifið þá blikkar bara gult millikassaljós
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra


ajrally
Innlegg: 4
Skráður: 08.des 2016, 23:36
Fullt nafn: Árni Jónsson

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Postfrá ajrally » 12.des 2016, 09:41

Það er vacuum rofar frammí húddinu h/m sem eru sennilega bilaðir þeir stjórna vacuum flæði á membru á framdrifi en að sjálfsögðu þarf að greina þetta betur til að vera viss .

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Postfrá Freyr » 13.des 2016, 12:30

A til baedi kassa og framdrif ef vantar. 661-2153

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Postfrá snöfli » 13.des 2016, 18:32

Þessi þráður er frá 2013. Er einhver endurnýting í gangi?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Postfrá Freyr » 13.des 2016, 23:19

Hmm já einmitt, tók ekki eftir því, sá þetta bara sem ólesið á forsíðunni þegar ég svaraði hér að ofan....

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Postfrá hobo » 14.des 2016, 07:00

Bíllinn er löngu kominn í lag og seldur hjá henni systur minni.
Nú er keyrt um á Patrol með bros á vör.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur