Econoline bastarðurinn minn


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Econoline bastarðurinn minn

Postfrá magnusv » 01.júl 2013, 07:14

econoline.jpg
sælir piltar ég var að eignast þennan bastarð um daginn.. 1979 Ford Econoline 350 bíll með háum topp og meððí

hann er bjartsýnislega aðeins keyrður 79þúsund á mæli og ég hef bara ákveðið að trúa því þótt það sé kannski meira lagi 579þúsund..

en smá um bílinn, þetta var víst þokkalegasta græja hér í denn, var með benz vörubíla mótor og beinskiptum gírkassa en núna er búið að troða í hann 6,2 GM dísel og svo hef ég ekki hugmynd um hvaða skipting er aftan á honum og var að vonast til að þið gætuð svarað því fyrir mig, grunar að þetta sé C6 skipting

svo er búið að gormavæða hann að aftan og ég er að fara að vinna í því að rífa hann allan að innan og innrétta uppá nýtt

ég kem með betri upplýsingar seinna en það væri hrikalega gaman að fá fleirri upplýsingar um hann og mjög vel þegið ef þið gætuð svarað mér hvaða skipting þetta er því það þarf víst að skipta henni út..
Viðhengi
econoline2.jpg
econoline 3.jpg
econoline 4.jpg



User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá ellisnorra » 01.júl 2013, 09:10

Til að þekkja skiptingar þá skoðar maður pönnuna, formið á henni.
Skríddu undir með myndavélina og taktu mynd beint uppundir. Það er einfaldara en að velta bílnum til að ná mynd :)

Mestu líkur á að þú finnir þína skiptingu á þessari mynd
Image


Meira hér http://www.crankshaftcoalition.com/wiki ... edirect=no og google search "transmission identification"
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá Stebbi » 01.júl 2013, 20:38

neðsta myndin hljómar eins og C6.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá jeepcj7 » 01.júl 2013, 22:06

Mér sýnist þetta vera c6 en þar með er málið ekki alveg í höfn því c6 er ekki bara c6 það eru 2 líklegar útgáfur af skiptingarhúsum það er 2 algengar gerðir af kúplingshúsum smallblock og bigblock/diesel,mér sýnist þú vera með sb hús munurinn er talsverður í sjón og er oftast mældur á milli 2ja efstu bolta á kúpingshúsinu er ca. 5+ tommur á sb og ca. 7 á bb ef ég man rétt.
Þá er komið að öxlinum aftur úr skiptingunni og millistykkinu þar er að mig minnir um 3 lengdir að ræða ca.14 cm,ca.20cm og ca.30 cm.
Vonandi finnur þú eitthvað út úr þessu.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá magnusv » 02.júl 2013, 04:46

snilld takk fyrir þetta sýnist á öllu að þetta sé C6 en eins og þú minntist á þá þarf ég bara að rífa þetta úr og bera þetta saman við aðrar skiptingar

en vitiði um svona bíl í pörtum?? vantar eins og C6 skiptingu og ýmsa hluti í innréttingu


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá magnusv » 04.júl 2013, 23:33

jæja þá er maður kominn með bíl sem ég hugsa að ég noti í parta, 1977 econoline hellingsbreyttur og mjög myndarlegur.. en því miður mjög ílla riðgaður og búið að skítmixa mikið í body

en upplýsingar um hann

hann er með loftlæstum hásingum framan og aftan og stendur á 38" túttum helvíti flottum og öflugum stuðara með áföstu spili sem er nátturulega bara gargandi snilld og svo er hann með 2 millikössum og 351mótor.. kom mér þokkalega á óvart hvað þessi græja mokast áfram

hugsa að ég muni nota brettakantana 38" dekkin færa stuðarana á milli og swappa skiptingum, færa derið á milli, og svo fullt af pælingum með þetta

þekkir eh þennan bíl?? pæla hvort maður ætti að rífa eða bara ráðast í body og eiga 2 bíla
Viðhengi
econolinex2.jpg


tampon
Innlegg: 77
Skráður: 25.júl 2010, 03:09
Fullt nafn: Kjartan Benjaminsson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: RVK

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá tampon » 05.júl 2013, 00:01

Þessi grái er algjer looker!! henda hvíta og græja gráa :D!!
Kv. Kjartan


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá magnusv » 05.júl 2013, 01:27

haha jáá.. sko hann er svona það sem maður kallar

good looking from a far, but far from good looking

búið að skítamixa hrikalega mikið í honum.. td setja starthnapp úr musso, bekkirnir afturí eru úr hyundai, búið að teipa yfir riðgöt og mála svo yfir teipið..


brinks
Innlegg: 363
Skráður: 18.júl 2010, 19:23
Fullt nafn: Þórir Brinks Pálsson
Bíltegund: F150

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá brinks » 05.júl 2013, 02:43

Sælir.Ég átti þennan gráa fyrir 2 árum keypti þennan fyrir norðan af manni sem átti hann í einhver 15 ár minnir mig þar á undan held ég að hann komið úr mosó.Rosalega gott að keyra hann og virkaði fýnt í snjó miða við dekkja stærð,æðislegt að ferðast í honum. Ég vona að þú takir hann bara í gegn það eru nú ekki margir svona stuttir eftir til leyngur þetta er alveg efni viður í rosaflottan liner þó hann sé illa farin :)
Kv.þórir brinks
Viðhengi
ford.jpg


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá Oskar K » 05.júl 2013, 22:48

mér sýnist svona miðað við skoðanir sem hann hefur farið í að hann er keyrður 174.000 c.a. sem er þó töluvert skárra en 574.000
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

Braskar
Innlegg: 281
Skráður: 04.jan 2011, 23:56
Fullt nafn: Steingrímur Þór Sigmundsson

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá Braskar » 06.júl 2013, 01:07

Sind ad rífa thann gráa og ekki til mikils ad setja 38 tommu undir 350 line nema sem suma/innanbæar snattara ;-) en flottir bílar bádir slíta skiptinguna úr og láta taka hana upp kostar lítid ad taka upp thessar gömlu http://item.mobileweb.ebay.com/viewitem ... 5915341876

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá -Hjalti- » 06.júl 2013, 04:35

hvað sem þu gerir þá notar þu gráa frammendan með kringlóttu ljósunum !!
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Ulven
Innlegg: 54
Skráður: 17.jan 2012, 18:54
Fullt nafn: Sæmundur Hreinn Gíslason

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá Ulven » 06.júl 2013, 09:57

Þessi grái var breyttur af Bílabúð Benna á sínum tíma.Það var hent helling af pening í hann og svo þegar það kom að því að leysa hann út þá gat eigandinn það ekki. Jöfur eignaðist bílinn. Pabbi gamli keypti bílinn af þeim og þá var eitthvað óhljóð í mótorinum,kallinn fékk eitthvern til að hlusta hann og það kom í ljós að það var einn stimpill farinn í mótornum. Bíllinn var allur tekin í gegn og almálaður og gerður virkilega flottur ekkert skítamix :) svo selur hann bílinn og síðast þegar við sáum hann þá var hann orðin ansi sjabbilegur og ílla farinn.


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá magnusv » 06.júl 2013, 15:19

jáá heldur betur grái frammendin verður notaður, mikið flottari finnst mér þótt að allir sem ég hef talað við eru ósammála.. steikt að segja en mér finnst hann töluvert chevy legri með kringlóttu ljósunum og þessvegna muuun flottair

og já þú meinar það hlaut að vera.. það er ekkert smá mikið af gúmmelaði í þessum bíl og augljóslega verið lagt helling af pening en bodyið á honum er því miður skelfilega ílla farið.. margir búnir að senda mér ýmis skilaboð fékk meirað segja hringingu í gær þar sem það var hótað öllu íllu ef hann yrði rifinn..


Ulven
Innlegg: 54
Skráður: 17.jan 2012, 18:54
Fullt nafn: Sæmundur Hreinn Gíslason

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá Ulven » 06.júl 2013, 15:21

Ha Ha ég er saklaus ;)


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá magnusv » 10.júl 2013, 18:44

ef eitthver hefur áhuga þá er partabíllinn til sölu eða skoða að parta úr honum


Höfundur þráðar
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: Econoline bastarðurinn minn

Postfrá magnusv » 15.júl 2013, 20:42

https://fbcdn-sphotos-h-a.akamaihd.net/ ... 9652_n.jpg

jæja skiptingin komin úr gráa en hún er ekki bolt on fit í hvíta 6,2, þetta eru víst öðruvísi converterar og enginn smá djöfulsins hnullungur sem þetta er.. ef eh hefur áhuga þá gæti verið að milligírinn og millikassin séu til sölu

og ein spurning hvernig olíu á maður að nota á spil?? það þarf víst að fylla á olíuna í spilinu sem ég er með á frammendanum á 77" bílnum og hef ekki hugmynd um hvað maður á að dæla í þetta


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur