Kælivatn hverfur af patrol

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá jeepson » 11.maí 2013, 18:33

Sælir spjall verjar. Kæli vatnið á pattanum hjá brósa hverfur og við virðumst ekki sjá hvert það fer. Hann blæs ekki útí vatnið. Og virðist ekki blása útúr pústinu. Bíllinn hitnar of mikið án þess að það sé verið að reyna á hann í brekkum. Hann hefur getað farið upp allar brekkur án þess að hitna. Meir að segja með sleða á kerru. Hvað gæti þetta verið? Vatnsdæla, hedd eða heddpakning? Vatnskassinn er nýlegur. En óvitað með hvað vatnsdælan er gömul.
Mbk Gísli


Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá hobo » 11.maí 2013, 18:43

Ekki skrýtið að hann hitni ef það vantar vatn á hann.
Gólfið frammí er ekkert blautt er það, miðstöðvarelement að leka?

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá LFS » 11.maí 2013, 18:55

gæti lekið með vatnsdælunni og verið erfitt að sjá þar sem heitur motorinn þurrkar það upp jafn óðum þeas ef að lekinn er litill. ætti reyndar að sjást einhverskonar utfellingar eða hvað það er nu kallað !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá jeepson » 11.maí 2013, 19:08

Já við erum að fara í það í kvöld að skoða betur í kringum dæluna og gólfið. Það var engin leki sjáanlegur áðan. Heddið er nýlegt að sjá, allavega lýtur það mjög vel út. Við skoðum þetta nánar á eftir og ég mun pósta því inn hérna um leið og við verðum búnir að finna eitthvað útúr þessu.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá HaffiTopp » 11.maí 2013, 19:35

Hvernig lýtur olían út og er of mikið á kvarða?

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá Óskar - Einfari » 11.maí 2013, 20:01

Þegar að èg lenti í samskonar lek í gömlum bensín hilux (vatnið hvarf sporlaust) var það vatnsdælan sem lak. Það var mjög erfitt að koma auga á lekan. Bæði hitinn frá vèlinni og blásturinn frà kæliviftunni gerði það að verkum að manni fannst vatnið hverfa sporlaust.

Gangi þér vel að finna út úr þessi!

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá sukkaturbo » 11.maí 2013, 20:03

Sæll Gísli settu rauðan súplit saman við vatnið og skoðaðu svo kveðja guðni

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá jeepson » 11.maí 2013, 20:08

Við kíkjum á dæluna á eftir. Því miður á ekki lit Guðni. Sennilega er best að taka viftu spaðann af á meðan að maður athugar dæluna. Svo að þetta þeitist ekki útí bláinn.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá jeepson » 11.maí 2013, 20:52

Sennilega eru við búnir að finna meinið. Stúturinn sem efri slangan á vatnskassanum kemur frá er boltaður í heddið 2 boltum og sennilega er límingin þar farin.. Við erum allavega að fara í að rífa þennan stút frá og hreinsa upp og líma.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá jeepson » 12.maí 2013, 14:53

Jæja þetta er orðið stór furðulegt. Við erum búnir að skipta um vatnsdæluna, Búið að skoða hægri vinstri og athuga með leka. Við blésum í kælikerfið í gær með lofti og það virtist ekki tapa þrýstingi. Þegar að bíllinn sjóð hitnar er hægt að taka tappann af vatnskassanum og engin þrýstingur á kerfinu, Við sjáum hvergi leka. Samt tapar bíllinn vatni. Það fer uppundir líter af vatni á 5km akstri. Þegar að við bætum á og loft tæmum og látum bílinn ganga hæganginn með fullann vélar hita virðist ekkert fara af honum. En um leið og tappinn fer á vatnskassann byrjar hann að tapa vatni. Þetta er orðið stór furðulegt. Það sést ekkert á olíuni. Bíllinn reykir ekkert óeðlilega og ég finn enga frotögs lykt af afgasinu.. Mér sýnist þetta enda á vélar skiftum með þessu áframhaldi.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá ellisnorra » 12.maí 2013, 15:16

Ertu búinn að skipta um vatnskassalokstappann? Ég lenti í ekki ósvipuðu rugli einusinni og þá var þessi tappi meinið.
http://www.jeppafelgur.is/


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá sukkaturbo » 12.maí 2013, 16:08

Sæll Gísli ef þetta er ekki heddpakningin eða sprungið hedd þá er nálargat á hosu eða á vatnskassanum ill mögulegt að sjá þetta spurning um súpulitinn þann rauða í alvöru. Þetta gerist skilst mér að hann tapar vatni þegar þrýstingur er á kerfinu. Ég var með svipað vandamál í vetur í bláa pattanum. Vatnið hvarf af kerfinu. Þegar ég hafði tappan lausan sem sagt ekki hertan nema til hálfs þá dugði vatnið lengur. Hvernig er slangan frá stútnum í hæðarboxið og eins og Elli segir tappinn sjálfur og vatnskassinn? kveðja guðni

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá jeepson » 12.maí 2013, 16:22

Tappinn er og vatnskassinn er nýr. Eða nýlegur. kanski 3gja mánaða gamall. Við erum búnir að fara yfirallar slöngur fram og tilbaka. Núna er bróðir minn að skipta um vatnslásinn. Þá erum við að verða búnir að útiloka alt.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


siglar
Innlegg: 5
Skráður: 15.jan 2013, 19:39
Fullt nafn: Siggeir larosson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá siglar » 12.maí 2013, 17:11

Rör fyrir afturí miðstöð stundum að striða í patrol. Annars gæti þettað líka verið frosttappi. Gott að athuga allt þettað ódýra áður en farið er í þettað dýra.Annars er ansi oft þettað verra ef það getur verð verra eða betra. Gangi ykkur vel með þettað.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá jeepson » 12.maí 2013, 17:22

Ég þakka öllum fyrir skjót svör og góðar ráðleggingar. En Bróðir minn skipti um vatnslás og bíllinn hætti að hitna. Og það vantaði lítið vatn eftir prufu rúntinn. Nú er bara að sjá hvort að hann haldi kælivökvanum. En það sem að við tókum eftir er að það vantar gúmmí í vatnslásin sem var í bílnum. En hinsvegar er þetta gúmmi í lásnum úr varahlutabílnum. Það er spurning um hvort að hann ní nokkuð að byggja upp þrýsting ef að þetta gúmmí vantar. En ég sagði honum að sjóða báða lásana í potti og sjá hvort að þeir myndu opna sig og þeir gerðu það báðir. Við vorum marg oft búnir að fara yfir allar hosur, lagnirnar á túrbínuni og athuga með allar hosuklemmur.. Öll ráð sem komu frá ykkur voru prufuð. Nema þetta með sósu litinn. Brósa leyst eitthvað ílla á það :D En vonandi kemur þessi þráður að notum seinna fyrir einhvern sem gæti hugsalega ent í þessu veseni.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá Startarinn » 12.maí 2013, 23:54

jeepson wrote: Nema þetta með sósu litinn. Brósa leyst eitthvað ílla á það :D


Ég styð þessa tillögu hans Guðna, hún er alls ekkert vitlaus en þýðir að það þarf að skola kerfið út á eftir, en liturinn veldur ekki skaða að mínu mati, mér þætti afskaplega ólíklegt að matarlitur skemmi neitt
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá jeepson » 12.maí 2013, 23:57

Startarinn wrote:
jeepson wrote: Nema þetta með sósu litinn. Brósa leyst eitthvað ílla á það :D


Ég styð þessa tillögu hans Guðna, hún er alls ekkert vitlaus en þýðir að það þarf að skola kerfið út á eftir, en liturinn veldur ekki skaða að mínu mati, mér þætti afskaplega ólíklegt að matarlitur skemmi neitt


Já akkúrat. Ég veit svosem ekki hvort að þau hjónin hafi átt matarlit, en þetta er als ekki slæm hugmynd :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá Hfsd037 » 13.maí 2013, 01:41

Hitnar miðstöðin?
Hafið þið látið hann standa á þurrum stað til þess að geta séð hvort það dropi af honum?
Er neðri hosann á vatnskassanum alveg örugglega vel þétt?
Enginn móða inn í bílnum?

Ef ekki þá er vitað mál hvert vatnið fer
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá Navigatoramadeus » 13.maí 2013, 08:08

jeepson wrote:En ég sagði honum að sjóða báða lásana í potti og sjá hvort að þeir myndu opna sig og þeir gerðu það báðir.


ég var að sjóða báða lásana úr Musso um daginn, svona sjá muninn á ónýtum og nýjum lás, settir í pott, hitamælir oní og hitað, viti menn, báðir opnuðu á sama tíma/hitastig og opnuðu jafn mikið, svo ég hélt að meinið væri þá eitthvað annað (gekk kaldur) en setti nú nýja lásinn í fyrst ég var búinn að hafa fyrir þessu en þá hresstist Eyjólfur og hitnar eins og á að gera svo þó báðir væri eins í pottinum var bara allt annað líf þegar þeir eru í bílnum.

en ég hef ekki hugmynd hvað er að hrjá bílinn þinn, myndi fyrst setja litarefni (Stilling ofl) í kælivatnið og leita svo en ef það er ekki gæti auðvitað verið nálargat á slíf :/

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá íbbi » 13.maí 2013, 13:11

ég lenti í svipuðu dæmi með terrano í fyrra, hvarf ekki af honum ef hann stóð kyrr,

eftir að ég var búinn að rífa allt af honum öruglega 4 sinnum (dælu,viftuog flr) þá sá ég að hann lak á samskeytunum við vatnskassahosu, ég endaði á að þurfa setja smá lím með henni
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

FÞF
Innlegg: 34
Skráður: 10.maí 2012, 21:09
Fullt nafn: Frank Þór Franksson

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá FÞF » 13.maí 2013, 13:40

Ég lenti í samskonar atviki á Patrolnum mínum. Það var ekki fyrr en ég sá smit á efri hosu í miðstöð að ég áttaði mig á hvað var að. Bíllinn tapaði vatni út með hosu þegar þrýstingur var á kerfinu. Það virtist vera að óhreinindi þar á milli væru ástæðan, a.m.k. var ég búinn að herða á öllum klemmmum. Eftir að ég þreif allt og setti saman aftur hefur bíllinn ekki misst vatn.


villi58
Innlegg: 2135
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá villi58 » 13.maí 2013, 13:48

Hvernig væri að tengja loft við með þrýstijafnara eins og komið hefur hér fram að ofan, láta bílinn standa inni og setja þrýsting á yfir nótt og taka hitakertin úr og sjá hvort eitthvað komi upp um götin þegar þú startar, getur verið að það geri ekki neitt því það vantar hitastig eins og vélin sé í gangi. En samt auðvellt og getur sagt eitthvað. Gangi ykkur vel!


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá sukkaturbo » 13.maí 2013, 13:49

Sælir þess vegna segi ég rauðan súpulit fæst í næstu matvöruverslun kostar 250. krónur og má nota hann áfram í kælivatninu þarf ekki að skipta um vatn eða skipta um neitt. Leynir sér ekki rauðiliturinn eða gufan þar sem hann kemur út. kveðja guðni


villi58
Innlegg: 2135
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá villi58 » 13.maí 2013, 13:51

sukkaturbo wrote:Sælir þess vegna segi ég rauðan súpulit fæst í næstu matvöruverslun kostar 250. krónur og má nota hann áfram í kælivatninu þarf ekki að skipta um vatn eða skipta um neitt. Leynir sér ekki rauðiliturinn eða gufan þar sem hann kemur út. kveðja guðni

Rétt hjá Guðna, gamalt og gott ráð.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kælivatn hverfur af patrol

Postfrá jeepson » 13.maí 2013, 21:19

Þetta lagaðist allavega við að skipta um vatnslás. En hvað olli vatnstapinu er ég ekki að skilja. Ekki nema að það hafi farið í forðabúrið og við ekki tekið eftir því að það læki svo þaðan niður. Ég var reyndar ekki búinn að heyra í bróðir mínum í dag til að athuga hvort að bíllinn væri hættur að tapa vatni. En hann hætti allavega að ofhitna eftir vatnslása skipti :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Nissan”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir