Einfari fær uppgerð - uppfært 7 sept 2022

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá jongud » 05.okt 2020, 08:08

Ein spurning varðandi bitann. Nú er hann þannig upprunalega að það eru mörg göt að ofan en ekkert (sem ég sé) að neðan.
Er það ekki ávísun á vandræði? Vatnsúði kemst ofan í bitan en ekki niður úr honum.



User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 05.okt 2020, 09:57

grimur wrote:Flottur biti.
Ertu með einhverja þumalputtareglu með breidd á raufum m.v. efnisþykkt, og sirka hvað höftin eru löng?
Ég gerði svipaða hönnun um daginn og var ekki alveg viss með það, höftin urðu helst til mikil uppá að beygja án vélar. Hafði raufarnar jafn breiðar og efnisþykkt, hefðu alveg mátt vera mjórri held ég.
Væri gaman að vita hvað virkaði og hvað ekki í þessu tilfelli.

Kv
Grímur


Þetta er frumraun hjá mér þannig að þetta var eiginlega svona trial and error. Efnið er 10mm á milli raufanna sem ég lét skera. Gekk fínt þar sem það var þvert á efnið en langsum var það heldur mikið. Hefði átt að hafa minna efni eða lengra bil á milli.

jongud wrote:Ein spurning varðandi bitann. Nú er hann þannig upprunalega að það eru mörg göt að ofan en ekkert (sem ég sé) að neðan.
Er það ekki ávísun á vandræði? Vatnsúði kemst ofan í bitan en ekki niður úr honum.


Það eru göt á öllum sömu stöðunum og á orginal bitanum. Bæði ofan og neðan. Vatn ætti að komast í burtu og svo verður sprautað inn í þetta fluidfilm eða prolan eða einhverju álíka.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá íbbi » 06.okt 2020, 21:12

rakst á þennan. það kæmi nú ekki illa út að gera þetta og færa hásinguna vel aftur.
Viðhengi
120887532_10223129326757249_7543641834177885528_n.jpg
120887532_10223129326757249_7543641834177885528_n.jpg (62.26 KiB) Viewed 24382 times
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 07.okt 2020, 09:32

íbbi wrote:rakst á þennan. það kæmi nú ekki illa út að gera þetta og færa hásinguna vel aftur.


Já það þarf að laga þennan aðeins.... festa inni takkan á söginni og lengja aðeins á milli hjóla! :D :D
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð

Postfrá Óskar - Einfari » 07.okt 2020, 09:50

Jæja, þegar ég var búinn að koma börnunum og konunni í háttin í gærkvöldi var ég ekki alveg í gír að fara út að vinna. En ég hafði mig út og endaði það með að vera bara nokkuð gott vinnukvöld. Ég setti sandblásturstækin saman eftir málun, þau virka fínt en nú vantar eiginlega bara loftdælu sem afkastar nógu mikklu. Þverbitinn er kominn í ásamt tankfestingum og pústupphengju. Svo tók við stuðið að ná afturhásingunni undan. Það hófst eftir búið var að brjóta 1/2" átakskaptið og skipta yfir í 1" skapt með 150cm lengingu, þá var maður farinn að slíta M16 bolta! En það voru sem betur fer bara 3 boltar sem voru svona hræðilega fastir. Hásingin komin udan og grindin á stulltur. Núna er á döfinni að pæla í einhverjum hásingafærslum.

01.jpg
Græjan komin saman máluð og fín. Hvort ég sandblási alla grindina sjálfur er ekki endilega víst. Dælan sem ég hef hérna er orðin lúnari en ég bjóst við þannig að hún er lengi að ná upp þrísting aftur. Þetta var fyrst og fremst hugsað til að geta tekið hluti sem ég erð smíða eða bremsudælur, dráttarbeisli, hásingar, felgur eða slíka hluti.
01.jpg (456.69 KiB) Viewed 24328 times


03.jpg
Þverbitinn kominn á sinn stað og búið að setja upphengju fyrir báða tankana ásamt pústupphengju. Er bara nokkuð sáttur hvernig þetta tókst.
03.jpg (587.63 KiB) Viewed 24328 times


04.jpg
Gamla góða 1/2" átakskaptið eftir átök við M16 bolta.
04.jpg (444.08 KiB) Viewed 24328 times


05.jpg
1" átakskaptið sem er nota á traktorinn hérna og sturtuvagna. Með 150cm lengingu var ekki verið að biðja fallega. Annaðhvort losnar boltinn eða fer í tvennt!
05.jpg (452.14 KiB) Viewed 24328 times


06.jpg
Afturhásingin komin undan
06.jpg (482.33 KiB) Viewed 24328 times


07.jpg
Grindin komin á stulltur, nokkuð ánægður bara með kvöldverkið.
07.jpg (619.29 KiB) Viewed 24328 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 okt

Postfrá birgthor » 10.okt 2020, 08:09

Þetta verður geggjað
Kveðja, Birgir


juddi
Innlegg: 1243
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 okt

Postfrá juddi » 23.okt 2020, 08:49

Skemtilegur þráður og vandað til verka og svona þræðir verða seint of langir og um að gera að setja inn allt sem tengist verkefninu eða skúrnum yfir höfuð
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 11 nov

Postfrá Óskar - Einfari » 11.nóv 2020, 11:27

Jæja, það gerðist eiginlega grátlega lítið í oktober. En stundum er þetta bara þannig. Önnur verkefni að þvælast fyrir og mikið að gera í heimilislífinu með 3 lítil börn. En það voru allskonar pælingar og mælingar. Það var ákveðið að fara í loftpúða.... þangað til mér blöskraði svo verðið á 800kg loftpúðum. Með hjálp og pælingum með góðum vin ákvað ég að fara í LC120 loftpúða. Flestir lýstu yfir áhyggju af því að LC120 púðarnir væru hugsanlega of stuttir. En fjöðrunin hjá mér er smíðuð með LC120 FOX dempurum og ég sé eiginlega ekki þörfina á að fara í púða sem eru mikið slaglengri en dempararnir. Þannig að þetta verður allavega prófað, loftpúðasæti eru það einföld í smíðum að ef þetta verður eitthvað afleitt þá verður bara bitið í það súra og skipt um púða.
Ég er í miðri hásingafærslu, ég ákvað að fara í hásingafærslu hvort sem hann endar áfram á 38" eða einhverju stærra. Búið að hreinsa allar festingar af grind og búið að smíða nýjar langstífur. Heildarfærslan er núna 16cm til að fá betri þyngdardreifingu. Ég leysti stífumálin þannig að ég stytti lengri stífurnar en smíðaði nýjar lengri stífur með því að nota sömu augun en nýtt rör.

001.jpg
Við lentum í sóttkví... þá var lítið annað að gera en að þjálfa drenginn bara í skúravinnu á meðan við vorum einangraðir frá umheiminum.
001.jpg (669.52 KiB) Viewed 23521 time


004.jpg
En sóparinn var lang skemmtilegasta apparatið og ég held að gólfið hafi bara aldrei verið eins hreint og þessa daga :)
004.jpg (618.16 KiB) Viewed 23521 time


003.JPG
Stóru vinnuvélarnar eru að sjálfsögðu spennandi
003.JPG (155.11 KiB) Viewed 23521 time


002.jpg
Afturhásingin á leiðinni út í geymslu.
002.jpg (832.66 KiB) Viewed 23521 time


01.jpg
En loksins var hægt að halda áfram að gera eitthvað. Byrjað að hreinsa af grindinni. Þarna er búið að taka í burtu aftasta þverbitan. Hann var fyrir og reyndist bara vera orðin frekar ljótur. Þannig að það kemur nýr í staðinn.
01.jpg (465.99 KiB) Viewed 23521 time


02.jpg
Gormasæti og samsláttur. Þetta víkur fyrir loftpúða og samsláttarpúðinn verður færður annað.
02.jpg (508.03 KiB) Viewed 23521 time


03.jpg
Búið að hreinsa af vinstri hliðinni. Þetta var frekar tímafrekt með slípirokk.
03.jpg (502.72 KiB) Viewed 23521 time


04.jpg
En það er gott að eiga góða að, búinn að fá lánuð plasma skurðartæki.
04.jpg (472.2 KiB) Viewed 23521 time


05.jpg
Allt komið af. Miðað við tíman sem þetta tók með slípirokknum vinstramegin, fannst mér ég hafa hálfpartinn svindlað með plasmatækjunum á hægri hliðinni.
05.jpg (615.25 KiB) Viewed 23521 time


06.jpg
og þá er komið að því að fara í stífurnar. Búið að taka fóðringarnar úr, þær voru orðnar lúnar og nýjar rétt ókomnar
06.jpg (468.63 KiB) Viewed 23521 time


07.jpg
Fyrst smíðaði ég mér stýringu/máta til að geta skorið rörið á réttum stað og síðan soðið rörin saman í nákvæmlega sömu lengd
07.jpg (569.72 KiB) Viewed 23521 time


08.jpg
Stýringuna notaði ég til að halda rörinu á meðan ég sagði fyrir auganu. Með því að stilla borðið á borvélinni í miðjulínuna gat ég dregið stýringuna framm og aftur eða tekið hana úr en borinn var samt alltaf í miðjulínu. Þetta flýtti aðeins fyrir.
08.jpg (520.1 KiB) Viewed 23521 time


09.jpg
Búið að stytta aðra lengri stífuna og stilla upp fyrir suðu
09.jpg (461.42 KiB) Viewed 23521 time


10.jpg
Hin lengri stífan sem ég ætlaði að stytta reyndist vera bogin. Jafnvel þótt ég stytti hana var hún samt 3mm frá miðjulínu.
10.jpg (474.11 KiB) Viewed 23521 time


11.jpg
En ég tímdi ekki að kaupa meira af glussaröri á 5300kr meterinn þannig að þessu var fljótlega reddað með pressu, merkipenna og réttskeið.... voila, rörið beint aftur.
11.jpg (595.2 KiB) Viewed 23521 time


12.jpg
Ég gleymdi nú að taka myndir af því en ég slípaði fláa á rörið fyrir suðuna
12.jpg (446.06 KiB) Viewed 23521 time


13.jpg
stífurnar klárar
13.jpg (492.35 KiB) Viewed 23521 time


Nú er allt komið á skrið að græja demparafesginar, loftpúðasæti og skástífuturn :)
Síðast breytt af Óskar - Einfari þann 11.nóv 2020, 12:15, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 11 nov

Postfrá birgthor » 11.nóv 2020, 12:41

Glæsilegt, ertu eitthvað búinn að mynda þér skoðun á stjórnbúnaði fyrir púðana?
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 11 nov

Postfrá Óskar - Einfari » 11.nóv 2020, 13:45

birgthor wrote:Glæsilegt, ertu eitthvað búinn að mynda þér skoðun á stjórnbúnaði fyrir púðana?


Nei ég er ekki búinn að því annað en að ég vill geta stjórnað þessu innan úr bíl :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 11 nov

Postfrá Freyr » 12.nóv 2020, 01:30

Óskar - Einfari wrote:
birgthor wrote:Glæsilegt, ertu eitthvað búinn að mynda þér skoðun á stjórnbúnaði fyrir púðana?


Nei ég er ekki búinn að því annað en að ég vill geta stjórnað þessu innan úr bíl :)


Ein hugmynd sem mig langar að nefna. Það er að geta líka stýrt púðunum aftast í pallinum, það munar heilmiklu að geta lækkað hann alveg niður þegar verið er að ganga um pallinn, og það er þægilegt að geta stýrt því þarna afturí en ekki að þurfa að fara inn í bíl. Þetta mætti m.a.s. vera bara sitthvor kúlulokinn til að aflesta púðana og svo bara pumpað í þá innan úr bíl þegar lagt er af stað

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 11 nov

Postfrá Óskar - Einfari » 12.nóv 2020, 09:35

Freyr wrote:
Óskar - Einfari wrote:
birgthor wrote:Glæsilegt, ertu eitthvað búinn að mynda þér skoðun á stjórnbúnaði fyrir púðana?


Nei ég er ekki búinn að því annað en að ég vill geta stjórnað þessu innan úr bíl :)


Ein hugmynd sem mig langar að nefna. Það er að geta líka stýrt púðunum aftast í pallinum, það munar heilmiklu að geta lækkað hann alveg niður þegar verið er að ganga um pallinn, og það er þægilegt að geta stýrt því þarna afturí en ekki að þurfa að fara inn í bíl. Þetta mætti m.a.s. vera bara sitthvor kúlulokinn til að aflesta púðana og svo bara pumpað í þá innan úr bíl þegar lagt er af stað


Takk, mér var ekki búið að detta þetta í hug en þetta er auðvitað mjög praktískt!
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Stóri
Innlegg: 145
Skráður: 14.jan 2011, 23:54
Fullt nafn: Kristófer Helgi Sigurðsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Borgarnes
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 11 nov

Postfrá Stóri » 12.nóv 2020, 13:02

Óskar - Einfari wrote:
Freyr wrote:
Óskar - Einfari wrote:
Nei ég er ekki búinn að því annað en að ég vill geta stjórnað þessu innan úr bíl :)


Ein hugmynd sem mig langar að nefna. Það er að geta líka stýrt púðunum aftast í pallinum, það munar heilmiklu að geta lækkað hann alveg niður þegar verið er að ganga um pallinn, og það er þægilegt að geta stýrt því þarna afturí en ekki að þurfa að fara inn í bíl. Þetta mætti m.a.s. vera bara sitthvor kúlulokinn til að aflesta púðana og svo bara pumpað í þá innan úr bíl þegar lagt er af stað


Takk, mér var ekki búið að detta þetta í hug en þetta er auðvitað mjög praktískt!


Þetta er einmitt þannig í q7 hjá mér, alveg hrikalega þægilegt þegar maður er að hlaða drasli í bílinn...
Kristófer Helgi Sigurðsson
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 11 nov

Postfrá Óskar - Einfari » 18.nóv 2020, 15:30

Jæja þetta þokast áfram. Ekki hratt kanski en svo lengi sem verkið stendur ekki í stað þá er allt jákvætt :)
Ég fékk smá pakka frá PartSouq. Nýjar LC80 stífufóðringar. Til að nýta sendinguna tók ég fleiri smáhluti með sem ég veit að þarf að skitpa um eins og bremsurör, einhverjar spennur og o-hringi. Mér áskotnuðust notaðir LC120 púðar. Komu undan bíl sem var með bilaða loftdælu þannig að púðarnir sjálfir ættu að vera í lagi. Ég smíðaði báðar demparafestingarnar á grindina nýjar. Hreinsaði alla lausa hluti af afturhásingunni og er búinn að hengja hana undir með stífum og dempurum. Núna er komið að því að láta loftpúðana passa. Mér sýnist á öllu að púðarnir þurfi að vera á innanverðri grind frekar en undir grind eins og gormarnir voru. Aðalega út af plássi sem púðinn þarf í kringum sig og plássið undir grindinni verður lík heldur stutt. Ef þetta er skoðað í LC120 þá eru púðarnir þar einmitt staðsettir á innanverðri grind.

01.jpg
Ég er ennþá að ná tökum á plasma skeranum. Það er ansi vandasamt að skera fríhendis þannig að ég bý til mát úr pappa en mátan notaður í mesta lagi einusinni. Þarna er ég búinn að teikna fyrirhugaðan skurð á blað.
01.jpg (473.94 KiB) Viewed 22624 times


02.jpg
Ein demparafesting klár og næsta skorin út. Þetta gengur ágætlega með því að skera allar beinar línur með vinkli eða réttskeið og svo restina fríhendis með því að teikna línur til að elta.
02.jpg (497.18 KiB) Viewed 22624 times


03.jpg
LC120 púðarnir koma orginal með hlíf ufan um púðan. Ég hugsa að ég leyfi þessari hlíf bara að vera.
03.jpg (510.62 KiB) Viewed 22624 times


04.jpg
Þetta listaverk er olian af afturhásingunni. Pinionpakkdósin er farin að leka.
04.jpg (560.4 KiB) Viewed 22624 times


05.jpg
Búinn að taka öxla, drifköggul, loftjakk og bremsurör í burtu. Festingarnar fyrir hleðsluneman skornar af og þessi nemi verður fjarlægður úr bremsulögninni. Hann er tilgangslaus eftir að bíllin er komin á loftpúða.
05.jpg (595.58 KiB) Viewed 22624 times


06.jpg
Þegar ég skar af bollan í gormasætinu var hann fullu af riði og drullu. Svona lokuð rými eru til mikillar bölvunar. Mér finnst vera alltof mikið af svona bæði í grind og bodyi. Oft eru einhver drengöt til staðar en þau þurfa bara að vera fleiri og stærri.
06.jpg (646.1 KiB) Viewed 22624 times


07.jpg
Rörið komið undir og einhver sjónræn mátun í gangi þarnar. Púðinn er náttúrulega í fullum sundurslætti en hásingin í "sirka" aksturstöðu.
07.jpg (684.85 KiB) Viewed 22624 times


08.jpg
Þegar ég máta loftpúða hlífina á gormasætið þá er þetta heldur nær stífufestingunum en mér líkar. Það rennir enn frekar stoðum undir það að færa sætið fyrir púðan aðeins innar á hásinguna.
08.jpg (496.81 KiB) Viewed 22624 times


09.jpg
Þá er byrjað að koma dempurum fyrir
09.jpg (596.09 KiB) Viewed 22624 times


10.jpg
Það eru akkurat alskonar bogar á grindinni þar sem allar festingar eru að færast. Þessvegna smíðaði ég nýjar demparafestingar og mun sennilega líka smíða nýjan skástífuturn á grindina.
10.jpg (488.63 KiB) Viewed 22624 times


11.jpg
Búið a punkta báðar demparafestinginar fastar í réttri hæð
11.jpg (584.67 KiB) Viewed 22624 times


12.jpg
Staðan í gærkvöldi. Þurfti að slaufa kvlödinu snemma en var nú nokkuð sáttur að ná að skilja við þetta þannig að hásingin er komin undir og hangir núna í dempurunum
12.jpg (671.68 KiB) Viewed 22624 times


13.jpg
Nú get ég farið að huga að því að staðsetja loftpúða og samsláttarpúða.
13.jpg (625.42 KiB) Viewed 22624 times
Síðast breytt af Óskar - Einfari þann 24.nóv 2020, 15:42, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 18 nov

Postfrá Axel Jóhann » 18.nóv 2020, 22:56

Alltaf gaman að sjá menn ráðast í svona stærri verkefni, þetta verður helvíti fínt hjá þér, það munar líka svo miklu að vera meæ aðgang að alvöru verkfærum í svona.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 18 nov

Postfrá haffij » 19.nóv 2020, 21:24

Alltaf gaman að fylgjast með svona þráðum ;) ... en afhverju er hleðslujafnarinn fyrir bremsurnar tilgangslaus eftir að þú skiptir gormum fyrir loftpúða?


petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 18 nov

Postfrá petrolhead » 23.nóv 2020, 12:37

Það er óhætt að segja að það sé í nokkur horn að líta í þessu verki, veður fróðlegt að lesa þennan þráð á næstunni
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 18 nov

Postfrá Óskar - Einfari » 23.nóv 2020, 15:15

haffij wrote:Alltaf gaman að fylgjast með svona þráðum ;) ... en afhverju er hleðslujafnarinn fyrir bremsurnar tilgangslaus eftir að þú skiptir gormum fyrir loftpúða?


Takk fyrir það. Þessi ventil á að auka hemlun á afturhjólum þegar pallurinn lestaður og sígur niður á orginal blaðfjaðrirnar. Þetta virkar ennþá með gormafjöðrun. Nú þegar bíllin fer hinsvegar á loftpúða munu loftpúðarnir stilla hæðina á bílnum eins þótt bíllin sé lestaður. Þá er þessi ventill ekki lengur að gera það sem hann átti að gera og mun hemlun vera jafn lítil hvort sem bíllin er lestaður eða ekki.
Þetta þýðir náttúrulega að bíllin mun hemla mikið þegar hann er ekki lestaður. Ég er ekki viss um að þetta sé endilega áhyggjuefni þar sem mér hefur nú alveg fundist mega auka hemlun með stærri dekkjum.
Ef einhver er með aðra skoðun þá er ég alveg allur eyru fyrir einhverjum hugmyndum :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1922
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 18 nov

Postfrá Sævar Örn » 23.nóv 2020, 15:26

Ég er sammála, það er algengt að hemlakraftur afturhjóla bíla á loftpúðafjöðrun sé stýrt af loftþrýstingi í púðalögninni með hleðslujafnara, ég hef ekki séð samskonar lausn fyrir vökvahemla þ.e. stýrt með loftþrýstingi. Það er jú tilgangurinn, að geta haft ökutækið í sömu stöðu hvort sem 0 kg eða 500kg eru á pallinum.

Hilux með skálabremsur verður seint þannig að hann læsi afturhjólum undan framhjólum, þetta þarft þú bara að prófa enda með annarskonar hemlabúnað, etv. getur þú gert það með mælitækjum (ástigskraftmæli og hemlakraftamæli) og ákveða svo hvort nokkurra frekari aðgerða sé þörf, ég á ekki von á því.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 129
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 18 nov

Postfrá TF3HTH » 23.nóv 2020, 16:16

Ein ábending. Ég átti 4Runner 1985 módel sem ég setti á gorma að aftan og tók hleðslujafnarann burtu og bíllinn læsti að aftan frekar auðveldlega ef maður bremsaði hressilega. Gætir því þurft að hafa þetta í bílnum en festa hann í ákveðinni stöðu.

-haffi

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 18 nov

Postfrá hobo » 23.nóv 2020, 16:43

Ég fjarlægði þennan ventil um daginn úr 2005 Hilux.
Gamli ventillinn var orðinn ryðgaður fastur, og bíllinn fékk ekki skoðun vegna ófullnægjandi hemlakrafta að aftan.
Skálabremsur að aftan og allt í toppstandi varðandi dælur og borða.
Eftir aðgerð prófaði ég að nauðhemla á mölinni og læsti hann afturhjólum á svipuðum tíma og framhjólin.
Rann svo í gegn um skoðun.
Kannski væri sagan öðruvísi ef það væru diskabremsur...?

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 18 nov

Postfrá Óskar - Einfari » 24.nóv 2020, 13:11

Já þetta eru skemmtilegar pælingar. Ég er náttúrulega með diska að aftan eftir að það var sett patrol afturhásing undir bílinn fyrir um 8 eða 9 árum síðan. En mér fróðari segja að diskabremsur þurfi meira magn af vökva til að virka/hemla heldur skálar. Þetta er auðvitað alveg hárrétt. Þar sem ég er ennþá með orginal master cylinder sem er gerður fyrir skálar að aftan þá er ekki víst að hemlun verði það mikil að þetta verði eitthvað vandamál. Þannig að ég mun bara láta á þetta reyna. Ef þetta verður eitthvað vandamál þá er lítið mál að koma fyrir litlum "inline" krana til að stilla hemlunina að aftan :)

En hérna er smá viðbót af myndum. Ekkert stórvægilegt að gerast.... en góðir hlutir gerast hægt... mjög hægt hahaha

01.jpg
Hérna var ég aðeins að pæla í travel á orginal LC120 loftpúða vs. FOX dempara sem eru gerðir fyrir LC120. Það voru vissar áhyggjur um að LC120 púðinn væri of stuttur en eins og sést ætti travelið á demparanum að sleppa mjög vel inn í travelið á púðanum.
Til samanburðar þá eru firestone 800kg púðar ekki með nema 48mm meira í travel en LC120 púðinn.
01.jpg (38.29 KiB) Viewed 22627 times


02.jpg
Orginal stúturinn á LC120 púðanum gerir það að verkum að það er sitthvor púðin hægri og vinstri. Einnig þarf fyrir þetta frekar leiðinlegt Toyota tengi með o-hringjum, skífum og plastfestingum
02.jpg (360.57 KiB) Viewed 22627 times


03.jpg
Svo ég rak mig aðeins utan í stútinn með slípirokk..... úps! Þar reyndist vera 4mm gat
03.jpg (481.22 KiB) Viewed 22627 times


04.jpg
Gatið snittaði ég með M5x0.8 sem eru bara "standard" M5 gengjur
04.jpg (354.71 KiB) Viewed 22627 times


05.jpg
Þá er til standard pressunippill. Þannig að núna er púðinn universal, getur passað báðu meginn og lagnavinnan verður skíteinföld.
05.jpg (545.96 KiB) Viewed 22627 times


06.jpg
Ég ákvað að opna skástífugestinguna á hásingunni þar sem mér fannst hún vera heldur lokuð. Þar blasti við hörmung. Stappað af riði og drullu lokað inni í þessu hólfi. Þetta þarf að hreinsa og ganga frá þannig að þetta sé meira opið.
06.jpg (601.47 KiB) Viewed 22627 times


07.jpg
Búinn að sandblása það mesta af hásingunni. Nokkrir blettir eftir.
07.jpg (510.9 KiB) Viewed 22627 times


08.jpg
Búið að klára að sandblása og grunna.
08.jpg (531.76 KiB) Viewed 22627 times
Síðast breytt af Óskar - Einfari þann 24.nóv 2020, 15:33, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 18 nov

Postfrá Óskar - Einfari » 24.nóv 2020, 15:22

Ég sé að í seinustu tveimur færslum hafa myndir farið í vitlausa tímaröð.... þótt þær hafi komið rétt fyrst. Þetta er ferlega böggandi!

uppfært:
Mér sýnist að þetta sé komið í lag núna. Þetta klúður virðist gerast þegar ég set inn margar myndir í einu. Ef ég hinsvegar set bara eina og eina mynd þá kemur þetta í réttri röð.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1395
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 24 nov

Postfrá Járni » 24.nóv 2020, 23:37

Öll þessi þaulhugsuðu ryðhólf!

Flott lausn á loftpúðatenginu
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 24 nov

Postfrá Óskar - Einfari » 02.des 2020, 14:17

Jæja smá viðbót. Það gekk eitthvað illa síðustu tvo daga, endalaust vesen með verkfæri sem annaðhvort voru biluð, ónýt, vantaði, ekki til eða búið að lána og skilaði sér ekki. Var að vonast til að ég hefði komist lengra en vonandi koma góðir dagar í staðin fyrir þessu slæmu. Ég er að hanna og smíða sæti fyrir loftpúðana. Mér tókst nú á endanum að yfirstíga vesenið með verkfærin þannig að nú er næst að fara að láta þetta passa.

01.jpg
Mig vantaði hringskera fyrir plasmavélina sem ég bjó hann bara til.
01.jpg (444.25 KiB) Viewed 22261 time


Ég kann ekki að setja video hér inn. En hérna er linkur á video af hringskeranum virka https://youtu.be/9lKqHyn487k

02.jpg
Nú get ég skorið hring eftir hring eftir hring eftir hring
02.jpg (517.52 KiB) Viewed 22261 time


03.jpg
Búinn að skera heilhring, hálfhring og kvarthring. Þarna er komið megnið af loftpúðasætum.
03.jpg (474.83 KiB) Viewed 22261 time


04.jpg
LC120 púðinn er ekki festur í neðra sætið heldur situr í stýringu. Þetta er kanski smá meiri smíðavinna en hefðbundnir universal púðar en það verður þæginlegt að setja púðan í svona.
04.jpg (475.43 KiB) Viewed 22261 time


05.jpg
Neðri plattinn klár, sætið gengur upp í púðan og þar er komið gat fyrir miðjustýringuna
05.jpg (313.67 KiB) Viewed 22261 time


06.jpg
Næst eru það festingar á hásinguna
06.jpg (419.75 KiB) Viewed 22261 time


07.jpg
Aðeins búið að máta og þetta smellpassar
07.jpg (454.62 KiB) Viewed 22261 time


08.jpg
Bæði neðri sætin tilbúin
08.jpg (413.26 KiB) Viewed 22261 time
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1922
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 2 des

Postfrá Sævar Örn » 02.des 2020, 20:34

Það sem lífið verður auðvelt og þægilegt með plasmaskera, lausnin þín á hringskeranum er brilljant og útkoman eftir því flott
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1395
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 2 des

Postfrá Járni » 03.des 2020, 10:18

Mjög snyrtilegt, takk fyrir uppfærslurnar =)
Land Rover Defender 130 38"


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 2 des

Postfrá Stjáni Blái » 03.des 2020, 10:27

Mjög metnaðarfullt verkefni hjá þér, gaman að fá að fylgjast með :)

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 2 des

Postfrá Óskar - Einfari » 03.des 2020, 12:44

Sævar Örn wrote:Það sem lífið verður auðvelt og þægilegt með plasmaskera, lausnin þín á hringskeranum er brilljant og útkoman eftir því flott


Já þetta eru meiriháttar verkfæri. Þetta er allt að koma, skurðirnir verða beinni og fallegri eftir því sem maður lærir betur að nota hjálpartæki eins og réttskeiðar og skurðarmát :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 2 des

Postfrá Óskar - Einfari » 04.des 2020, 11:31

Jæja loksins kom góður dag. Gekk glimrandi vel í gærkvöldi. Náði að stilla upp öllum loftpúðasætum og punkta fast ásamt þverbita til að stífa grindina og styrkja efra loftpúðasætið.

20201203_230231.jpg
Búið að punkta sætin á sinn stað. Bara eftir að klára að gera göt í efra sætið fyrir púðana.
20201203_230231.jpg (692.36 KiB) Viewed 22013 times


20201203_232833.jpg
Ég tók eiginlega ekkert alltof mikið af myndum af þessu ferli enda fór mestur tíminn í mælingar og staðsetningar á festingum. Þarna er búið að máta púðana í.
20201203_232833.jpg (607.63 KiB) Viewed 22013 times


20201203_232841.jpg
Þarna eru demparar í fullum sundurslætti og þá eiga púðarnir sirka 40mm eftir.
20201203_232841.jpg (586.13 KiB) Viewed 22013 times


20201203_234145.jpg
Allt það sem heldur púðanum er þessi stálfjöður. Það er engin festing á neðra sætinu, bara miðjustýring. Það á svo eftir að koma styrking utanum efra sætið.
20201203_234145.jpg (506.37 KiB) Viewed 22013 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 4 des

Postfrá Óskar - Einfari » 07.des 2020, 11:39

og meira bætist við. Komin styrking utan um loftpúðasætið. Búið að prófa púðana. Nú er það samsláttur og skástífa. Búið að punkta saman einhverja prototípu af festingum fyrir samslátt.

01.jpg
Búinn að teikna styrkingu fyrir efra loftpúðasætið
01.jpg (368.17 KiB) Viewed 21824 times


02.jpg
klipt út og mátað til að átta sig á hvort allt passi og hvort einhverju þurfi að breyta.
02.jpg (463.79 KiB) Viewed 21824 times


03.jpg
Næst er mátinn færður yfir á plötustál og það sem fannst að lagað.
03.jpg (492.06 KiB) Viewed 21824 times


04.jpg
Eftir smá stund með plasma skeran
04.jpg (555.25 KiB) Viewed 21824 times


05.jpg
Búið að punkta styrkinguna fasta
05.jpg (513.79 KiB) Viewed 21824 times


Þá var hægt að prufukeyra loftpúðana, hérna er smá video: https://youtu.be/AuCHJ6zGKOg

06.jpg
Næst var að huga að einhverjum festingum fyrir samslátt. Það er sama ferlið. Fyrst teiknað á blað. Svo svona visual mátun og mælingar.
06.jpg (550.4 KiB) Viewed 21824 times


07.jpg
Búið að tilla saman turn á grindina til að halda samsláttarpúða og búið að útbúa turn á móti sem fer á hásinguna. Það á eftir að stilla betur staðsetningu og hæð á turninum sem fer á hásinguna. Það get ég klárað þegar skástífan er komin.
07.jpg (516.6 KiB) Viewed 21824 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


bjarnim
Innlegg: 14
Skráður: 02.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Bjarni Már Gauksson

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 des

Postfrá bjarnim » 07.des 2020, 20:34

Flott smíði, en athugaðu að efra loftpúðasætið og demparafestingarnar munu safna drullu sem gæti farið illa með stálið, demparagúmmíin og loftnipplinn til lengri tíma litið. Ég myndi skoða hvort það sé ekki til leið til að hleypa vatni og drullu niður með því að taka úr hornunum á plötunum og með góðu gati á neðsta punkt á plötuna í demparafestingunni, við hliðina á gatinu sem demparinn kemur í gegn um.

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 des

Postfrá Óskar - Einfari » 09.des 2020, 09:00

bjarnim wrote:Flott smíði, en athugaðu að efra loftpúðasætið og demparafestingarnar munu safna drullu sem gæti farið illa með stálið, demparagúmmíin og loftnipplinn til lengri tíma litið. Ég myndi skoða hvort það sé ekki til leið til að hleypa vatni og drullu niður með því að taka úr hornunum á plötunum og með góðu gati á neðsta punkt á plötuna í demparafestingunni, við hliðina á gatinu sem demparinn kemur í gegn um.


Takk, það kemur og er hluta af lokafrágang. Fyrst er að stilla þessu upp, punkta saman og vera viss um að allt gangi. Svo koma góð drengöt þannig að vatn og drulla getur runnið hindrunarlaust í burtu.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 des

Postfrá grimur » 12.des 2020, 03:03

Svona í tilefni þess hvað þetta eru fínar myndir og flott verkefni langar mig að skjóta að hugleiðingu um staðsetningu samsláttarpúða...oft lenda þeir bara þar sem hægt er að koma þeim fyrir og það er bara þannig, en svona strangt til tekið er sennilega heppilegast að staðsetja þá í svipaðri hæð(snertipunktinn sumsé) og þverstífuna, miðað við stöðuna þegar púðinn snertir. Ástæðan er einfaldlega sú að maður vill helst að hann hitti á mótflötinn nokkuð vel burtséð frá því hvort bíllinn er að misfjaðra eða ekki, ef þverstífuendinn er í plani við þann flöt þá hliðrast púðinn nánast ekki neitt sama hvað hásingin hallar. Svo vill maður ekki að hann leggist undan ef hásingin veltur til á meðan púðinn er pressaður saman.
Þetta er nú bara svona hugleiðing um heppilegustu hönnun, hvorki gagnrýni á þetta verkefni sem er alveg prýðilegt, né á önnur.

Kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 des

Postfrá Óskar - Einfari » 25.jan 2021, 13:07

Jæja ætli það sé ekki kominn tími á uppfærslu. Það gerðist nú ekki mikið restina af Desember... enda smá mánuður jólastúss og síðan er maður á kafi í flugeldasölu fyrir björgunarsveitirnar.
En Janúar er löngu kominn og eitt annað búið að gerast. Það er búið að stilla fjöðrunina alla af og heilsjóða. Vélin komin uppúr ásamt allri frammfjöðrun og frammdrifi. Svo fóru allavega alveg tvö heil kvöld í að ganga frá lausum endum og klára alla suðuvinnu. Grindin er núna komin upp í kerru og klár fyrir sandblástur og málum. Það verður gaman þegar núllpunktinum verður loksins náð :)

01.jpg
Til að koma fyrir staðsetja skástífuvasan fannst mér eiginlega best að tilla öllu bara fast.
01.jpg (568.68 KiB) Viewed 20360 times


02.jpg
Turnar fyrir samsláttarpúðana þurfti að hanna og smíða, hér er sú vinna á lokametrunum
02.jpg (403.71 KiB) Viewed 20360 times


03.jpg
Til að stilla hæðina á samsláttarturnunum fannst mér best að búa til svona spacer sem ég kom fyrir tímabundið. Þessi specer er þykktin þar sem samsláttarpúðinn er kominn í dead stop. Með því að hafa þennan spacer gat ég passað að demparar eða aðrir hlutir væru alveg örugglega ekki að taka á sig samslátt.
03.jpg (900.4 KiB) Viewed 20360 times


04.jpg
Þegar búið var að staðsetja og tilla saman þurfti náttúrulega að passa að púðarnir hitti örugglega rétt á turninn í misfjöðrun.
04.jpg (849.71 KiB) Viewed 20360 times


05.jpg
Þessi mynd hefði kanski átt að koma ofar í röðinni. Til að stífa skástífuvasan notaði ég heildregið rör sem var tekið í gegnum vasan og soðið báðu megin.
05.jpg (355.15 KiB) Viewed 20360 times


06.jpg
Búið að punkta alla fjöðrunina fasta og stilla öllu upp.
06.jpg (559.49 KiB) Viewed 20360 times


07.jpg
Stífan fyrir skástífuvasan festist í hliðina á demparafestinguna á móti. Þarna er allt klár til að heilsjóða. Næst var að fá góðan vin til að koma og skoða þetta með mér áður en suðugræjan var sett á fullan snúning.
07.jpg (567.83 KiB) Viewed 20360 times


08.jpg
Suðu vinna komin á fullt
08.jpg (567.03 KiB) Viewed 20360 times


09.jpg
Næst var að klára að rífa restina af grindinni. Ég smíðaði gálga sem passaði á milli gafflana í skotbómulyftaranum og þá var mjög hægur leikur að vippa vélinni úr grindinni.
09.jpg (632.86 KiB) Viewed 20360 times


10.jpg
Vélin komin á bretti og í geymslu... vonandi ekki í of langan tíma.
10.jpg (603.66 KiB) Viewed 20360 times


11.jpg
Það fór svo sirka eitt kvöld í að rífa restina úr grindinni. Þarna var mikið af föstum boltum!
11.jpg (605.43 KiB) Viewed 20360 times


12.jpg
Allt komið úr grindinni og grindin komin á hvolf. Ferlega þæginlegt til að klára suðuvinnuna hinumegin frá.
12.jpg (659.13 KiB) Viewed 20360 times


13.jpg
Prufubútur og frumfraun með flux fylltum vír (gaslaus vír) Ég þurfti að sjóða á tveimur stöðum í mjög þröngu rými þar sem gashulsan komst ekki að. Mér var ekki að ganga nógu vel með pinna þar sem ég gat ekki stillt mig af til að fájafna jafnan hita sem varð til þess að það komu alltaf göt eða léleg suða. Ég ákvað að prófa flux fylltan vír þótt það sé ferlegur subbuskapur í kringum suðurnar.
13.jpg (644.26 KiB) Viewed 20360 times


14.jpg
Með því að nota flux fylltan vír get ég sleppt gashulsuni, fékk spíss hjá Gasteg sem er örlítið lengri og vírinn má standa aðeins lengra út heldur en venjulegur vír með gasi.
14.jpg (844.16 KiB) Viewed 20360 times


15.jpg
Suðurnar eru ferlega subbulegar eftir þessa gaslausu víra og kanski ekki beint eitthvað sem maður myndi monta sig af. En með þessu móti tókst mér að læðast þarna inn í og suðurnar gera gagnið sem þær eiga að gera.
15.jpg (485.27 KiB) Viewed 20360 times


16.jpg
Þegar ég var að klára lausa enda fann ég tvær boddífestingar þar sem styrkingar voru ónýtar af riði.
16.jpg (560.27 KiB) Viewed 20360 times


17.jpg
Undir styrkingunni var síðan hólf sem var stút fullt af riðkögglum. Þetta er óþolandi en verður bara að laga
17.jpg (524.09 KiB) Viewed 20360 times


18.jpg
Ég flatti aðra styrkinguna út, teiknaði eftir henni á plötustál og reif framm plasma skeran.
18.jpg (373.55 KiB) Viewed 20360 times


19.jpg
Maður er að komast í ágætis æfingu í svona smíði. Þarna eru tvær nýjar styrkingar klára.
19.jpg (539.71 KiB) Viewed 20360 times


20.jpg
Þetta er nú talsvert skára svona
20.jpg (462.92 KiB) Viewed 20360 times


21.jpg
Þá er allt klappað og klárt og grindin komin upp í kerru. Ég vona að í næstu uppfærslu verði grindin máluð og fín. Þá verður núllpunktinum loksins náð :)
21.jpg (561.19 KiB) Viewed 20360 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Magnús Þór
Innlegg: 121
Skráður: 24.apr 2010, 15:13
Fullt nafn: Magnús Þór Árnason

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 des

Postfrá Magnús Þór » 25.jan 2021, 20:43

Hvað gera menn í sandblástri,grunnun og málun á grind og hásingum ?

Þetta er flott hjá þér

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 des

Postfrá ellisnorra » 25.jan 2021, 21:41

Gaman að fylgjast með Óskar. Takk fyrir að setja inn efni :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1395
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 25 janúar

Postfrá Járni » 26.jan 2021, 14:52

Æði!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 des

Postfrá Óskar - Einfari » 27.jan 2021, 12:20

Magnús Þór wrote:Hvað gera menn í sandblástri,grunnun og málun á grind og hásingum ?

Þetta er flott hjá þér


grindin fer í dustless blástur. Ég er búinn að fara í smá hringi með hvað ég geri við grindina, ræða þetta framm og til baka. Ansi margir hafa stungið upp á zink húðun en þetta er bara ekki svo fínn eða einstakur bíll. Þetta er bara Hilux veiðibíll og ferðabíll. Ég geri ráð fyrir að ég muni eiga eftir að breyta, smíða og laga eitthvað í frammtíðinni. Þá er ferlega leiðinlegt að þurfa alltaf að vera að rjúfa zink húð.
Ég var lengi vel að spá í raptor húð á grindina en ég held að hættan þar verði að það takist ekki að loka nógu vel þannig að vatn komist undir. Ef vatn kemst undir svona húð þá riðgar járnið í burtu án þess að það sjáist á yfirborðinu. Þetta gerðist fyrir pallinn hjá mér. Þegar ég ætlaði að sjóða í botnin á pallinum þá var ekkert þar nema bara heithúðunin.
Þannig að það verður epoxy grunnur og grindarlakk. Þetta er auðveldast að viðhalda. Ég held að umhirðan eftir að búið er að mála skipti meira máli heldur en endilega nákvæmlega hvaða efni er notað.... áður en bíllinn fer aftur í stranga notkun verður allt húðað með riðvörn, þar er ég ansi heitur fyrir efni sem heitir prolan og hefur verið að reynast vel hérna á Íslandi.

Það eru klárlega til einhverjar mismunandi skoðanir og trúarbrögð í þessu eins og öðru. En á endanum þarf maður að taka einhverja ákvörðun :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 25 janúar

Postfrá Axel Jóhann » 28.jan 2021, 00:00

Ef þig vantar nýjan pall, þá er til einn ansi heillegur hjá Netpörtum.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur