Spindilkúluflipp?

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 363
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Spindilkúluflipp?

Postfrá muggur » 28.des 2016, 15:07

Sælir snillingar
Eftir að ég skrúfaði Pajeroinn minn upp að framan er hann nokkuð hastur sem er í samræmi við það sem maður hefur lesið.

Í Bretlandi fer fólk oft þá leið að snúa neðri spindilkúlunum á haus og setja spacera milli efri klafa og efri spindilkúlu (Ball joint flip). Með þessu græðast um 2 tommur og fjöðrunin helst óbreytt.

Hefur einhver reynt þetta hér heima, og þá hvernig reynist þetta?
Er þetta löglegt?

kv. Muggur


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Spindilkúluflipp?

Postfrá Axel Jóhann » 28.des 2016, 16:18

Þetta er gert í nánast öllum nýrri pajero, allavega með efri kúluna þar er settur ál spacer á milli svo það ætti ekki að vera ólöglegt. En þetta styttir að vísu líftímann á öxulhosum aðeins en ekkert alvarlega, þetta er allavega skárra en að vera með hann grjót stífann að framan. Ég man ekki til þess að hafa séð neðri kúluna "flippaða" en ef hún passar vel þannig þá er það um að gera að prófa það. Mátt endilega smella myndum og deila með okkur.


Ég gæti trúað að málmsteypan Hella eða arctic trucks/Breytir eigi svona spacera fyrir efri kúlurnar.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Spindilkúluflipp?

Postfrá jongud » 29.des 2016, 10:14

Hvernig er spindilkúlan upprunalega?
Situr bíllinn á henni eða hangir hann í henni eins og á 90 Cruiser?
Ef hann hækkar við að snúa henni býst ég við að hann "hangi í henni" eins og Cruiserinn, og það er svolítill galli.
Því ef spindilkúlan fer þá er meiri hætta á að allt losni og það er meira tog-álag á kúluna.
Á Tacoma og yngri Cruiserum þá "situr" bíllinn á spindilkúlunni og það finnst mér meira traustvekjandi búnaður.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Spindilkúluflipp?

Postfrá grimur » 30.des 2016, 02:22

Hvorki né, með efri kúluna í þessum, neðri klafinn er tengdur á vindustöngina meðan þetta snýst um efti kúluna, og að færa hana til m.v. klafann.
Engin geimvísindi, og ekkert frábær aðferð, en virkar og kemur í veg fyrir að kúlan fari á tamp, og eykur sundurslag svolítið líka.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 363
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Spindilkúluflipp?

Postfrá muggur » 30.des 2016, 11:13

Takk fyrir þetta. Reyndar þegar ég skoða myndina sem ég tók þegar ég skipti um neðri kúluna fyrir 3 árum þá snýr hún niður. Það er því ekki að sjá að það sé neitt að græða á þessum æfingum. Kannski eru bretarnir að tala um MK I eða MK III. En allavega myndu spacerar á efri kúluna hjálpa varðandi niður fjöðrun.

Image
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir