borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá gaz69m » 18.okt 2012, 12:07

er einhver hér á spjallinu sem hefur keypt verkfæri beint af td ebay eða verkfærasölum erlendis frá í stað þess að kaupa þetta af verslunum innanlands


sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1919
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá Sævar Örn » 18.okt 2012, 15:48

sears og snap on frá ameríku eru mjög virtar verkfærasölur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá dazy crazy » 18.okt 2012, 16:42

Er ekki sears með Craftsman?


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá olei » 18.okt 2012, 21:11

Það verður bara að reikna úr hvert tilvik fyrir sig, það er allur gangur á því hvort að það er ódýrara að kaupa verkfæri af ebay eða hér heima.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 881
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá Polarbear » 18.okt 2012, 21:21

þessar tilboðskistur frá Top-Tul hjá Sindra hafa verið að koma helvíti vel út.... ef þú ert að leita að skáp með öllu í þá myndi ég kíkja þangað. ljómandi gæðaleg verkfæri viriðst vera.


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá olei » 18.okt 2012, 21:29

Sævar Örn wrote:sears og snap on frá ameríku eru mjög virtar verkfærasölur

Sears seldi lengi vel amersísk Craftsman verkfæri og bauð upp á lífstíðarábyrgð. Sú ábyrgð virkar þannig að þeir tóku við hverju sem er til baka og afhentu ný verkfæri í staðinn án spurninga eða málalenginga. Þetta var ótrúlegur díll af því að Craftsman voru alveg þokkalegar græjur. Í dag er kaninn með böggum hildar því að búið er að flytja framleiðslu Craftsman línunnar að mestu til Kína. Ýmsum sögum fer af gæðunum í dag, en þar spila vafalítið inn í þjóðernissjónarmið. (not made in USA = junk)

Snap On er virtasti verkfæraframleiðandi í heimi (og prísarnir eftir því) og í allt annarri deild en Craftsman. Sala á Snap On fer í gengum kerfi sjálfstæðra söluaðila sem fara milli vinnustaða á trukkum og selja beint úr þeim - að sjálfsögðu mest upp á krít. Snap On er lika með vefverslun tengda heimasíðunni en þeir selja ekki út fyrir bandaríkin. Það er stór iðnaður í US að kaupa Snap On verkfæri með afslætti af verkfærabílnum og setja þau síðan á sölu á Ebay þar sem þau seljast gjarnan á hærra verði en vefsíðuverðinu innan USA. Ástæðan fyrir því að þetta er hægt er að Snap On er enn dýrara á sumum svæðum en í US og sumstaðar ófáanlegt.


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá olei » 18.okt 2012, 21:34

Polarbear wrote:þessar tilboðskistur frá Top-Tul hjá Sindra hafa verið að koma helvíti vel út.... ef þú ert að leita að skáp með öllu í þá myndi ég kíkja þangað. ljómandi gæðaleg verkfæri viriðst vera.

Ég er sammála þessu, ef menn eru að leita að verkfærum sem eru vel brúkleg á góðu verði þá er erfitt að toppa tilboðin hjá Sindra. Verðin hjá þeim eru í mörgum tilfellum lægri en verð erlendis á Toptul.

Það sem er skemmtilegt við Toptul er að þar er framleiðandi frá Taiwan sem er ekkert að fela að hann er þaðan, og því engin lyga-fita í verðinu sem búið er að klína á verkfærin með nöfnum gamalla virtra framleiðenda - sem í dag eru stundum ekkert annað en nafnið tómt.


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá Haukur litli » 18.okt 2012, 22:54

Rotar Group, sem er móðurfyrirtæki Toptul, framleiðir fyrir fullt af "dýrari" merkjum. Rotar framleiðir fasta lykla fyrir Facom t.d.

Við notum mikið af Toptul hjá Slippnum á AEY, þetta svínvirkar og endist mjög vel miðað við verðið. Það eina sem ég hef brotið er 60 cm 1/2" átaksskaft, og þá var ég að nota öll mín 130 kg og var alveg að springa sjálfur.

Ég á Snap-On 3/8" liðtoppa og mér finnst Snap-On ekki vera hins háa verðs virði þegar maður hefur ekki aðgang að verkfæratrukknum til að nýta sér ábyrgðina. Það er fullt af evrópskum merkjum sem standa Snap-On jöfnum fótum, á minna verði og auðfengnari.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá stebbiþ » 18.okt 2012, 23:04

Eins og komið hefur fram hér, þá er ekkert öruggt að það sé hagkvæmara að kaupa verkfæri að utan. Það þarf að meta hvert tilvik fyrir sig. Sammála því sem menn segja um TOPTUL verkfærin, mér finnst þau fín og verkleg. Að fá 1/2" topplyklasett fyrir 10.000 kall er bara djók, eins og það kostar hjá Sindra. Þeir kaupa þetta milliliðalaust frá framleiðandanum í Taiwan og skýrir það þetta góða verð. Þar til einhver kemur með sögur af brotnum toppum mun ég kaupa þetta áfram hjá þeim.
Það er að renna upp fyrir manni að gömlu virðulegu verfæraframleiðendurnir lifa bara á fornri frægð. Nú er þetta allt í eigu einhverra risafyrirtækja og framleitt í Kína og Taiwan.
Ég keypti fyrir nokkru síðan loftlykil/herslulykil (impact wrench) frá Ingersoll - Rand, á netinu. Gríðarlega fallegt og verklegt tæki frá þessum virta bandaríska framleiðanda.
Aftan á lyklinum stendur: "Designed by Ingersoll - Rand. Made in China."


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá olei » 18.okt 2012, 23:46

stebbiþ wrote:[...]
Það er að renna upp fyrir manni að gömlu virðulegu verfæraframleiðendurnir lifa bara á fornri frægð. Nú er þetta allt í eigu einhverra risafyrirtækja og framleitt í Kína og Taiwan.
Ég keypti fyrir nokkru síðan loftlykil/herslulykil (impact wrench) frá Ingersoll - Rand, á netinu. Gríðarlega fallegt og verklegt tæki frá þessum virta bandaríska framleiðanda.
Aftan á lyklinum stendur: "Designed by Ingersoll - Rand. Made in China."

Þetta er akkúrat þróunin sem er búin að vera í gangi s.l áratugi. Bandaríkin eru þó framar okkur og Evrópu að því leyti að þau krefja framleiðendur um að geta upprunalands á umbúðum og jafnvel verkfærinu sjálfu.

Bara s.l tvö ár hafa Evrópsk og Bandarísk verkfæri verið að hverfa úr hillum byggingavöruverslana og ný nöfn (eða gömlu) framleidd í Kína hafa tekið við. Þessi þróun er semsagt enn á fullum skriði.

Enn eru þó nokkur nöfn sem standa í lappirnar og selja sín eigin verkfæri sem eru framleidd í löndum þar sem starfsfólk fær viðunandi kaup og kjör, þau eru dýr en gæðin eru líka í lagi. S.b.r: Stahlwille, Knipex, Elora, Felo, Hazet (þeir selja reyndar eitthvað af verkfærum frá öðrum sem þeir merkja sér, en framleiða mest sjálfir) Gedore (fyrir utan "carolus" línuna sem er frá asíu).. og þannig mætti áfram telja.


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá Oskar K » 19.okt 2012, 02:08

Krafwerk ! lífstíðarábyrgð (sem þeir standa við) ef þú brýtur eitthvað er því skipt út, no questions asked
og verðin hjá þeim eru alls ekki slæm
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá dazy crazy » 19.okt 2012, 10:07

Hvernig eru Bacho verkfærin að reynast?


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá olei » 19.okt 2012, 11:41

dazy crazy wrote:Hvernig eru Bacho verkfærin að reynast?

Bahco var stofnað í Svíþjóð og framleiddi þar topp verkfæri í marga áratugi. Það var síðan sameinað Belzer í Þýskalandi, en er húna í eigu J.H. Williams og er lítið annað en vörumerki. Mikið af Bacho í dag kemur frá asíu en innan um og samanvið eru samt fín verkfæri. Þau Bacho verkfæri sem ég hef séð hér eru almennt yfirverðlögð og seljast væntanlega út á nafnið eitt.

User avatar

halli7
Innlegg: 118
Skráður: 19.aug 2011, 20:42
Fullt nafn: Hallgrímur Norðdahl
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá halli7 » 19.okt 2012, 13:09

Sölumaður hjá Sindra sagði við mig að það væri eilífðarábyrgð á Toptul verkfærum hjá þeim. Of þú brýtur einhvað geturu komið og fengið nýtt.
Silverado 2500HD 6.6 2005 35”
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá dabbigj » 19.okt 2012, 20:41

Svona almennt séð myndi ég segja nei, ekki nema að þú sért að versla þér sirka bretti eða mjög dýr en létt verkfæri.


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá btg » 19.okt 2012, 23:41

http://youtu.be/ybDKfGEw4aU

'what is made in america?'

Smá úr Saturday Night Live svona í kjölfar umræðunnar :-)


AlexanderJ
Innlegg: 12
Skráður: 03.des 2015, 17:12
Fullt nafn: Alexander Jóhönnuson
Bíltegund: Gaz 69

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá AlexanderJ » 26.des 2016, 21:10

Svona til að vekja upp eldri þráð.
Hefur þetta eitthvað breyst í dag (2016) t.d m.t.t hagstæðs gengis að kaupa að utan?
Er einhver sem hefur verið að kíkja á þetta, þ.e.a.s. að kaupa af netinu og hérna heima af t.d. Sindar?

Kv. Alexander

User avatar

Nenni
Innlegg: 121
Skráður: 05.jan 2011, 09:40
Fullt nafn: Árni Reimarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá Nenni » 26.des 2016, 21:40

Vélar og Verkfæri eru með umboðssölu fyrir Snap on á Íslandi.
Að finna út hvað Snap on kostar á íslandi er mjög einfalt, finnur það sem þú vilt panta á https://store.snapon.com/
margafldar verðið miðað við gengi á USD og bætir við íslensku VSK og ert þá kominn með verð frá V & V.
Og það eru einhverskonar "eilífðar ábirgðir í gangi".


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá biturk » 27.des 2016, 00:11

Kaupa bara toptul. Þeir standa líks við ábyrgðina no questions asked og á besta verðinu
head over to IKEA and assemble a sense of humor


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá olei » 27.des 2016, 00:31

AlexanderJ wrote:Svona til að vekja upp eldri þráð.
Hefur þetta eitthvað breyst í dag (2016) t.d m.t.t hagstæðs gengis að kaupa að utan?
Er einhver sem hefur verið að kíkja á þetta, þ.e.a.s. að kaupa af netinu og hérna heima af t.d. Sindar?

Kv. Alexander

Mjög erfitt að svara þessu nema vita hvaða verkfæri þú ert að spá í. Ég hef keypt mikið af verkfærum erlendis frá síðustu ár, nær eingöngu gæðaverkfæri sem væru miklu dýrari hér eða ófáanleg. Ég hef líka keypt slurk af Toptul frá Sindra sem í sumum tilvikum býður upp á mjög gott verð m.v gæði og er þannig samkeppnisfær við útlönd án mikils röfls um afslátt.
Síðast breytt af olei þann 27.des 2016, 09:29, breytt 1 sinni samtals.


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá olei » 27.des 2016, 01:04

Hér nokkrir linkar:

Þessi er í bretlandi og fínn að díla við, selur mest verkfæri frá Sviss, Japan og Þýskalandi, ekkert drasl þarna, bara toppklassi.
http://www.onlyqualitytools.com/index.html

Hér er síðan sértilboð á Stahlwille frá Þýskalandi - sem er náttúrulega gamalgróið eðalstöff. Þessir prísar sjást ekki í Fossberg:
http://www.tbs-aachen.de/Stahlwille_spe ... _c3736.htm

Þessi þjóðverji er sleipur sölumaður og selur út um allan heim, mjög fínn að eiga við hann og eins og aðrir þjóðverjar elskar hann þýsk verkfæri og selur bara svoleiðis. Hann er m.a umboðsaðili fyrir Hazet verkfærarisann - sem fyrir utan að smíða fín verkfæri er jafnvel enn betri í að finna háar tölur til að setja á verðmiðann! Dýrt stuff... of dýrt. Semsagt, topp verkfæri hjá þessum á skaplegu verði m.v sem gerist annarsstaðar.
https://www.jensputzier.com/

Eins og allir vita er Knipex í Þýskalandi einn besti tangaframleiðandi í heimi og hér hef ég fundið besta prísinn á Knipex á netinu - þetta er rafmagnsvöruverslun í Póllandi með margt mjög spennandi, eins og t.d fína fjölsviðsmæla frá Brymen í Taiwan (sem er gott stuff) á tombóluprís. Endilega kaupið ykkur krókódílakjafta og bananaplögg snúrur í rafmagnsvesenið hjá þeim líka. Bílarelay og plögg af flestum gerðum og allskonar. Þetta er hrikaleg búlla. Ofan í kaupið bjóða þeir upp á hræódýra frakt sem virkar fljótt og vel.
http://www.tme.eu/en/

Nú ef við snúum okkur að bandaríkjunum þá er þessi síða með fín verð, sendir út um allan heim og er með reiknivél (soldið gloppótt en það er að marka hana) til að áætla flutningskotnað sem er mjög gott af því að hann er leiðinlega hár þaðan. Hér er best að safna slurk í kassa og fá sent með USPS priority (bandaríski pósturinn), tekur nokkrar vikur en getur borgað sig. Þessir eru með svakalegt úrval af verkfærum - allt frá drasli upp í topp gæði og allt þar á milli. Hér keypti ég bæði IR og Aircat loftlykla á fínum prís og fullt af öðru dóti:
https://www.jbtoolsales.com/

Hér eru gaurar sem kaupa upp gamla verkfæralagera og selja þá og ýmiskonar dótarí. Það er oft gaman að renna gegnum dótið hjá þeim og þarna finnur maður stundum eitthvað dótarí á þokkalegu verði - ekki alltaf samt! Þessir senda hiklaust til Íslands og stundum myndskreyta þeir pakkana líka.
http://www.harryepstein.com/

Ef þið eruð Facom aðdáendur þá eru oft dílar á Facom topplyklasettum á http://www.ebay.co.uk

Látum þetta duga í bili.

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá jongud » 27.des 2016, 10:00

Ég hef stundum tekið verkfæri með varahlutum ef ég er að panta frá Summit racing. Er þá eitthvað aðeins ódýrara en innanlands.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1395
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: borgarsig að kaupa verkfæri beint að utan

Postfrá Járni » 28.des 2016, 00:04

Snilldar samantekt, forvitnilegt.
Land Rover Defender 130 38"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur