isuzu trooper ráð.


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 26.apr 2016, 18:14

Sælir félagar. Er nýr hér á spjallinu og er að gera upp vél í trooper. Vantar ráð í sambandi við spíssa. Málið er að hráolian fór í smuroliuna og sögðu menn að heddið væri farið, algengt vandamál. Ég er hinsvegar þrjóskur með afbrigðum og reif heddið af og þrýstiprófaði hráolíugöngin með spíssunum í, í bæði í heitu og köldu vatni. 2 spíssar láku lofti upp í gegnum götin fyrir ofan slífarnar í heddinu. Er einkver hér á landi sem getur skift um o-hringinn í spíssinum innanverðum? Lendir maður ekki í sömu vandamálunum síðar meir þegar maður setur notaða spíssa í staðinn, sem ekki leka? Það er ekki hægt að nota sömu heddboltana aftur,er það?
KV eggert.




Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá Brjotur » 26.apr 2016, 18:54

Já gott hjá þér að vera þrjóskur :) því heddið fer ekkert þegar þetta gerist , heldur þessar þéttingar sem hægt er að skifta um já myndi tala við framtak , diesel innspýtingin í trooper er háð smurþrýstingnum á vélinni og þetta er þekkt vandamál í þeim ,, það á að vera ok að nota heddbolta allavega 2 svar

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá hobo » 26.apr 2016, 18:58

Svosem óþarfi að taka heddið af til að þrýstiprófa hráolíugöngin/spíssana, lítið mál með það fast á blokkinni.
Spíssarnir eru einnota þ.e.a.s óviðgerðarhæfir.
Ég er búinn að skipta nokkrum lekum spíssum út fyrir notaða og þá það tímaspursmál hvenær þeir fara í sama farið. Næst ætla ég í nýja spíssa.
Og jú heddboltarnir eru einnota líka :)


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 27.apr 2016, 00:49

Ég þakka fyrir svörin. Ég sá að þú, hobo, notaðir 40 psi á heddið hjá þér, ég notaði 50 psi. vonandi sprengdi ég ekkert.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá hobo » 27.apr 2016, 07:00

Ég las einhversstaðar á netinu um 40psi, man reyndar ekki hvaða þrýstingur er á hráolíunni frá dælu.
Ólíkliklegt að þessi auka 10psi hafi skaðað eitthvað.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá biturk » 27.apr 2016, 19:43

Teygjuboltar i þessum og því einnota

Auka 10 psi eiga ekki að skemma neitt
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 03.maí 2016, 01:03

sælir aftur, félagar. hver er herslan, og aðferðin við það, á heddboltunum á 4xj1 vélinni eða er það 4jx1? Einhver góð ráð í sambandi við samsetninguna, sem ég ætti að vita?
kv eggert.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá hobo » 03.maí 2016, 07:12

Torque:
1st step; 49 N·m (4.9 kg·m/35.4 lb ft)
2nd step; 60°
3rd step; 60°

Til að hreinsa boltagötin í blokkinni er best að taka einn gamlan heddbolta og skera góða rauf í hann endilangann með skurðarskífu. Dúndra svo boltanum
í öll götin og hreinsa með þrýstilofti á eftir.
Svo þarf að setja olíu á gengjurnar á nýju boltunum og undir hausinn á þeim.

Varstu ekki búinn að komast yfir workshop manualinn? Nauðsynlegt í svona aðgerð að styðjast við hann, t.d varðandi herslur á hinu og þessu.


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 04.maí 2016, 01:06

Hef ekki komist yfir svoleiðis ennþá. Hef heyrt að best er að skrúfa utaná heddið nokkra hluti áður en það er boltað niður, er það satt?

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá hobo » 04.maí 2016, 06:58

Soggreinina er allavega þægilegra að láta fylgja heddinu.
Manualinn er neðst þarna:
http://www.jeepolog.com/UserFiles/downloads/


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 15.maí 2016, 01:27

Hef eina spurning varðandi bjargirnar á ventlunum. Eru þær allar jafnar á hæð án stilliskífu ? Og eru númerin á skífunum, 293, 294, 296, 300, þykktin á þeim? KV eggert.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá hobo » 15.maí 2016, 08:39

Já bjargirnar eru eins. Man ekki alveg hvort númerin á skífunum séu þykktin, en ekki ólíklegt.
Best að tékka bara á því með skífumáli eða míkrómæli.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá grimur » 15.maí 2016, 14:34

Skíðmáli.
Orðið skíðmál er hálf undarlegt en orðið fast í málinu, það kemur líklegast úr dönsku þar sem "skide" þýðir að renna eða skrika. Rennimál er óþjálli en íslenskari útgáfan af sama orði, þar sem vísað er í þessa virkni að renna einhverju til að mæla....
...afsakið þetta utan efnis innlegg gott fólk, en jeppaspjall má svosem alveg við innleggjum :-)

Kv
Grímur


Elís H
Innlegg: 67
Skráður: 25.apr 2011, 15:28
Fullt nafn: Elís Björgvin Hreiðarsson

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá Elís H » 15.maí 2016, 17:44

eddi ola wrote:Hef eina spurning varðandi bjargirnar á ventlunum. Eru þær allar jafnar á hæð án stilliskífu ? Og eru númerin á skífunum, 293, 294, 296, 300, þykktin á þeim? KV eggert.

þetta er í mm 2.96 t.d.


Elís H
Innlegg: 67
Skráður: 25.apr 2011, 15:28
Fullt nafn: Elís Björgvin Hreiðarsson

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá Elís H » 15.maí 2016, 17:49

eddi ola wrote:Sælir félagar. Er nýr hér á spjallinu og er að gera upp vél í trooper. Vantar ráð í sambandi við spíssa. Málið er að hráolian fór í smuroliuna og sögðu menn að heddið væri farið, algengt vandamál. Ég er hinsvegar þrjóskur með afbrigðum og reif heddið af og þrýstiprófaði hráolíugöngin með spíssunum í, í bæði í heitu og köldu vatni. 2 spíssar láku lofti upp í gegnum götin fyrir ofan slífarnar í heddinu. Er einkver hér á landi sem getur skift um o-hringinn í spíssinum innanverðum? Lendir maður ekki í sömu vandamálunum síðar meir þegar maður setur notaða spíssa í staðinn, sem ekki leka? Það er ekki hægt að nota sömu heddboltana aftur,er það?
KV eggert.

Hægt er að skrúfa spíssana í sundur, útbúa þarf tól með pinnum sem ganga í götin og skrúfa, hægt er að skipta um O hringin inn í. ath. á you tube.


Elís H
Innlegg: 67
Skráður: 25.apr 2011, 15:28
Fullt nafn: Elís Björgvin Hreiðarsson

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá Elís H » 15.maí 2016, 18:04

Brjotur wrote:Já gott hjá þér að vera þrjóskur :) því heddið fer ekkert þegar þetta gerist , heldur þessar þéttingar sem hægt er að skifta um já myndi tala við framtak , diesel innspýtingin í trooper er háð smurþrýstingnum á vélinni og þetta er þekkt vandamál í þeim ,, það á að vera ok að nota heddbolta allavega 2 svar

Vélin er með 2 olíudælur aftan á blokkinni inní kúplingshúsi, h/m fyrir vélina og v/m fæðir háþrýstidæluna sem trukkar smurolíunni inná railið gegnum rörið á ventlalokinu og vinstri sían sem skrúfast á hvolf er fyrir rail olíuna og verður að skipta um á 7500km, passa þarf að engin möl berist oní gatið sem sían skrúfast yfir því þar safnast alltaf sandur sem hefur farið oní og endað uppí dælu.Dælurnar eru knúnar af ballans ásunum sitt hvoru megin í vélinni og þær klikka nánast aldrei nema ef tennurnar skóflist úr ásnum sem hefur gerst. Hráolíuþrýstingur er lár dælan bara fæðir heddið og heldur því fullu af olíu, það er hitanemi aftan á heddinu sem ekki má gleyma að tengja aftur þegar hedd er sett á.


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 16.maí 2016, 01:18

sæll Elís. Er þessi hitanemi í stykkinu sem skrúfast aftan á heddið með 2 boltum+ einum sem er holur að innan og skrúfast í hráolíugöng í heddinu, það er slanga á þessu stykki líka? Annað vandamál er ég líka að kljást við, stilliskífurnar eru nánast allar of þykkar á ventlana, hvar getur maður nálgast þynnri skífur? KV eggert.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá hobo » 16.maí 2016, 08:40

Elís H wrote:Hægt er að skrúfa spíssana í sundur, útbúa þarf tól með pinnum sem ganga í götin og skrúfa, hægt er að skipta um O hringin inn í. ath. á you tube.


Hefurðu gert þetta, og hefur það lagað vandann? Getruðu bent á myndband á youtube? finn ekki neitt.


Elís H
Innlegg: 67
Skráður: 25.apr 2011, 15:28
Fullt nafn: Elís Björgvin Hreiðarsson

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá Elís H » 16.maí 2016, 12:49

eddi ola wrote:sæll Elís. Er þessi hitanemi í stykkinu sem skrúfast aftan á heddið með 2 boltum+ einum sem er holur að innan og skrúfast í hráolíugöng í heddinu, það er slanga á þessu stykki líka? Annað vandamál er ég líka að kljást við, stilliskífurnar eru nánast allar of þykkar á ventlana, hvar getur maður nálgast þynnri skífur? KV eggert.

Já þetta er þarna aftan á heddinu, mældu ventlabilið og þá sérðu hvað þú þarft, farðu í umboðið og fáðu réttar skífur, þær voru alltaf til þegar ég var í þessu hjá þeim.


Elís H
Innlegg: 67
Skráður: 25.apr 2011, 15:28
Fullt nafn: Elís Björgvin Hreiðarsson

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá Elís H » 16.maí 2016, 12:59

hobo wrote:
Elís H wrote:Hægt er að skrúfa spíssana í sundur, útbúa þarf tól með pinnum sem ganga í götin og skrúfa, hægt er að skipta um O hringin inn í. ath. á you tube.


Hefurðu gert þetta, og hefur það lagað vandann? Getruðu bent á myndband á youtube? finn ekki neitt.

Nei ég heyrði bara af þessu myndbandi, þetta er þykk skifa sem rennt er uppá og passar akkúrat. búið var að bora 2 göt sitthvoru megin í gegnum skífuna og síðan var bara stungið 2 litlum borum í götin sem ganga inní götin á spísnum., sjóða þyrfti handfang á skífuna.


Elís H
Innlegg: 67
Skráður: 25.apr 2011, 15:28
Fullt nafn: Elís Björgvin Hreiðarsson

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá Elís H » 16.maí 2016, 13:05

eddi ola wrote:sæll Elís. Er þessi hitanemi í stykkinu sem skrúfast aftan á heddið með 2 boltum+ einum sem er holur að innan og skrúfast í hráolíugöng í heddinu, það er slanga á þessu stykki líka? Annað vandamál er ég líka að kljást við, stilliskífurnar eru nánast allar of þykkar á ventlana, hvar getur maður nálgast þynnri skífur? KV eggert.

á sínum tíma var alltaf til nóg af stilliskífum í umboðinu, ég þurfti oftast að nota þessar þynnri 2.60mm-2.95 sjaldnast 3mm. sérstaklega ef búið var að slípa ventlana. Bilið var að mig minnir 012-015

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá hobo » 16.maí 2016, 18:54

Elís H wrote:
hobo wrote:
Elís H wrote:Hægt er að skrúfa spíssana í sundur, útbúa þarf tól með pinnum sem ganga í götin og skrúfa, hægt er að skipta um O hringin inn í. ath. á you tube.


Hefurðu gert þetta, og hefur það lagað vandann? Getruðu bent á myndband á youtube? finn ekki neitt.

Nei ég heyrði bara af þessu myndbandi, þetta er þykk skifa sem rennt er uppá og passar akkúrat. búið var að bora 2 göt sitthvoru megin í gegnum skífuna og síðan var bara stungið 2 litlum borum í götin sem ganga inní götin á spísnum., sjóða þyrfti handfang á skífuna.


Það væri gaman að heyra ef einhver hefur gert þetta með góðum árangri. Hef bara allstaðar lesið að það þýðir ekki að laga þá.


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 18.maí 2016, 18:17

Elís H wrote:
Brjotur wrote:Já gott hjá þér að vera þrjóskur :) því heddið fer ekkert þegar þetta gerist , heldur þessar þéttingar sem hægt er að skifta um já myndi tala við framtak , diesel innspýtingin í trooper er háð smurþrýstingnum á vélinni og þetta er þekkt vandamál í þeim ,, það á að vera ok að nota heddbolta allavega 2 svar

Vélin er með 2 olíudælur aftan á blokkinni inní kúplingshúsi, h/m fyrir vélina og v/m fæðir háþrýstidæluna sem trukkar smurolíunni inná railið gegnum rörið á ventlalokinu og vinstri sían sem skrúfast á hvolf er fyrir rail olíuna og verður að skipta um á 7500km, passa þarf að engin möl berist oní gatið sem sían skrúfast yfir því þar safnast alltaf sandur sem hefur farið oní og endað uppí dælu.Dælurnar eru knúnar af ballans ásunum sitt hvoru megin í vélinni og þær klikka nánast aldrei nema ef tennurnar skóflist úr ásnum sem hefur gerst. Hráolíuþrýstingur er lár dælan bara fæðir heddið og heldur því fullu af olíu, það er hitanemi aftan á heddinu sem ekki má gleyma að tengja aftur þegar hedd er sett á.

þessi hitanemi aftan á heddinu, fyrir hvað er hann? Er sama í hvaða röð spíssarnir fara í heddið? Er búinn að rugla þeim saman. Leiðinlegt að vera með þennan spurningaþátt en þetta er í fyrsta sinn sem ég geri við trooper vél. KV eggert.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá hobo » 18.maí 2016, 21:01

Þessi hitanemi er fyrir vélatölvuna, sem safnar líka upplýsingum frá öllum hinum skynjurunum til að hámarka afl og nýtni.
Já spíssarnir þurfa að vera í sömu röð og þeir voru, af því gefnu að þeir hafi verið á réttum stöðum gagnvart viðgerðartölvunni(Tech 2).
Á mannamáli, þegar nýjir spíssar eru settir í þarf að tengja þessa Tech 2 tölvu við bílinn og segja vélatölvunni hvaða spíssar er verið að setja í. Hver spíss hefur sinn kóða og númer.
Þetta er 100% leiðin til að gera þetta, en annars hafa menn skipt um spíssa og ekki spáð í þessu og allt gengið vel.
Það sem gerist ef það er ekki réttur spíss á sínum stað, er að annað hvort kemur of veik eða of sterk blanda frá spíssnum, sem kemur niður á afli og nýtni.
En svo gæti verið að munurinn sé það lítill að menn finna ekki fyrir honum.


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 19.maí 2016, 02:05

Jæja, þá er ég í miklum vandræðum, hef ekki hugmynd hver er hvað. ég hefði haldið að þar sem sama magn af eldsneyti fer í hvern strokk á vélinni í gegnum spíssana þá skifti ekki máli hvar þeir væru. KV eggert.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá hobo » 19.maí 2016, 07:01

Ofan á spíssunum er strikamerki og tölustafir, hvaða tölustafir eru neðst í röðinni?

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá jongud » 19.maí 2016, 08:16

eddi ola wrote:Jæja, þá er ég í miklum vandræðum, hef ekki hugmynd hver er hvað. ég hefði haldið að þar sem sama magn af eldsneyti fer í hvern strokk á vélinni í gegnum spíssana þá skifti ekki máli hvar þeir væru. KV eggert.


Það er nefnilega eitt af vandamálunum við common rail vélarnar. Það er svo mikill þrýstingur gegnum svo lítil göt að það er ekki hægt að framleiða spíssa sem gefa nákvæmlega jafn mikið olíumagn á nákvæmlega sama þrýstingi og opnunartíma. Þess vegna eru þeir mældir hjá framleiðenda og (vonandi) líka þegar þeir eru teknir upp. Vélartölvan sér síðan um að skammta nákvæmlega rétt magn inn á hvern cylinder skv. þessum mælingum. Og það gerir hún með því að stytta eða lengja opnunartímann.


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 21.maí 2016, 00:56

hobo wrote:Ofan á spíssunum er strikamerki og tölustafir, hvaða tölustafir eru neðst í röðinni?

þeir 2 sem voru í vélinni og láku eru með nr: 0000743218 61 og 0000743626 61. Þeir 2 sem ekki láku í vélinni eru með nr: 0000743564 61 og 0000743644 61. Þeir 2 sem ég fékk notaða og láku ekki hafa nr: 0000671124 50 og 0000671185 50. Segir þetta þér, hobo, eitthvað um röðina á þeim? KV eggert.

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá jongud » 21.maí 2016, 09:30

Spurning hvort þetta skýrir eitthvað, reyndar er þetta fyrir Isuzu 5.2 4cyl vél.
https://www.youtube.com/watch?v=QS99esdXJcs

Og hér er eitthvað um spíssana í Trooper vélina, með helling af hlekkjum fremst í vídeóinu.
https://www.youtube.com/watch?v=rzLoaNRhRwY
Síðast breytt af jongud þann 21.maí 2016, 09:32, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2492
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá hobo » 21.maí 2016, 09:32

Hér er tafla sem sýnir hvernig staðan er, spíssarnir sem voru í vélinni hjá þér er allir C1(grade). Varaspíssarnir eru B2(grade).
Það er neðsta talan á spíssnum.

A1 = 20 > 26
A2 = 27 > 33
A3 = 34 > 39
B1 = 40 > 46
B2 = 47 > 53
B3 = 54 > 60
C1 = 61 > 67
C2 = 68 > 74

Það munar tveimur "gráðum" á þeim.
Þægilegast væri að fá varaspíssa með sömu gráðu, þá þyrfti ekkert að spá.
Ég myndi bara smella þessum í og fara með hann í tölvu, og láttu númerin á spíssunum fylgja.

Einu sinni fór ég í Friðrik Ólafsson í Kópavogi með minn bíl í tölvu og ætlaði að láta þá núlla mína spíssa (þeir þjónusta Isuzu). Náunginn sem sá um tölvulesturinn þar kom með skrýtnar upplýsingar á blaði hvernig ætti að gera þetta, var semsagt ekki með þetta á hreinu.
Þær samræmdust ekki þeim upplýsingum sem ég var búinn að lesa alls staðar annars staðar ásamt workshop manualnum.
Hann vildi meina að þetta gráðunúmer væri að finna í númerasúpunni fyrir ofan neðstu tölustafina.
Ég labbaði því út.

Mæli því með að prófa umboðið með lesturinn, hef ekki farið þangað.


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 21.maí 2016, 17:54

hobo wrote:Hér er tafla sem sýnir hvernig staðan er, spíssarnir sem voru í vélinni hjá þér er allir C1(grade). Varaspíssarnir eru B2(grade).
Það er neðsta talan á spíssnum.

A1 = 20 > 26
A2 = 27 > 33
A3 = 34 > 39
B1 = 40 > 46
B2 = 47 > 53
B3 = 54 > 60
C1 = 61 > 67
C2 = 68 > 74

Það munar tveimur "gráðum" á þeim.
Þægilegast væri að fá varaspíssa með sömu gráðu, þá þyrfti ekkert að spá.
Ég myndi bara smella þessum í og fara með hann í tölvu, og láttu númerin á spíssunum fylgja.

Einu sinni fór ég í Friðrik Ólafsson í Kópavogi með minn bíl í tölvu og ætlaði að láta þá núlla mína spíssa (þeir þjónusta Isuzu). Náunginn sem sá um tölvulesturinn þar kom með skrýtnar upplýsingar á blaði hvernig ætti að gera þetta, var semsagt ekki með þetta á hreinu.
Þær samræmdust ekki þeim upplýsingum sem ég var búinn að lesa alls staðar annars staðar ásamt workshop manualnum.
Hann vildi meina að þetta gráðunúmer væri að finna í númerasúpunni fyrir ofan neðstu tölustafina.
Ég labbaði því út.

Mæli því með að prófa umboðið með lesturinn, hef ekki farið þangað.

Gæti orðið strembið að koma honum í umboðið, trúbbinn er á sauðárkróki. Langt að fara. Ég ætla að henda spíssunum í í þessari röð talið frá vatnskassa,50, 61, 50, 61. prufa að starta á morgun. Fingur í kross. :-) KV eggert.


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 02.jún 2016, 02:00

Jæja, komin saman og fór í gang, enginn leki sjáanlegur fyrir utan stýrisvélina. Samt er sláttur á vélinni. Eðlilegt? Túrbínan kemur seint inn, um 2400 sn, kann ekki að stilla það. Ég þakka fyrir alla aðstoð og góð ráð sem ég hef fengið hjá ykkur félagar, takk takk!! KV eggert.

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá jongud » 02.jún 2016, 08:12

eddi ola wrote:Jæja, komin saman og fór í gang, enginn leki sjáanlegur fyrir utan stýrisvélina. Samt er sláttur á vélinni. Eðlilegt? Túrbínan kemur seint inn, um 2400 sn, kann ekki að stilla það. Ég þakka fyrir alla aðstoð og góð ráð sem ég hef fengið hjá ykkur félagar, takk takk!! KV eggert.


Ef það er sláttur á vélinni þá gæti það verið af því að spíssarnir eru ekki skráðir rétt inn í tölvuna. Vélin er sem sagt að fá mismunandi mikið magn inn á hvern cylinder.

User avatar

Sira
Innlegg: 58
Skráður: 12.nóv 2011, 11:55
Fullt nafn: Sigurjón Leifsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Skagafjörður

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá Sira » 13.jún 2016, 20:22

MMC Pajero 3,5L GDI 2005
Skoda Superb TDI 4x4 2013

User avatar

Sira
Innlegg: 58
Skráður: 12.nóv 2011, 11:55
Fullt nafn: Sigurjón Leifsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Skagafjörður

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá Sira » 06.aug 2016, 15:56

Hver var niðurstaðan með þennan bíl Eddi.
MMC Pajero 3,5L GDI 2005
Skoda Superb TDI 4x4 2013


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 03.sep 2016, 00:39

kominn í lag, eyðir aðeins smurolíu en samt innan marka. Næst er það startarinn, sýnist að maður þurfi að rífa vélina úr eða framhásinguna undan og skera innra brettið vinstra úr til að komast að honum. Einhver ráð? KV eggert.


Keizarinn
Innlegg: 73
Skráður: 11.jan 2013, 21:48
Fullt nafn: Davíð örn Guðmundsson
Bíltegund: Trooper

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá Keizarinn » 03.sep 2016, 21:14

Ef þetta er eitthvað svipað og i 3.1 velinni þa er það ekkert nema dass af þolinmæði að fikra startaranum ur og nyja i.


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 19.okt 2016, 01:03

Sælir félagar. Nýtt vandamál: Þegar trooperinn er settur í gang þá stundum í fyrstu inngjöf þá fer hann að mökkreykja ljósbláum reyk og fer ekki ofar en 1500sn. Sleppi þá inngjöfinni og gef aftur í og þá kemst hann í 1800sn en dettur strax niður í 1500sn og reykir ekki minna. En þetta lagast þegar maður keyrir af stað. Einhverjar hugmyndir væru vel séðar! KV eggert.

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá jongud » 19.okt 2016, 08:12

eddi ola wrote:Sælir félagar. Nýtt vandamál: Þegar trooperinn er settur í gang þá stundum í fyrstu inngjöf þá fer hann að mökkreykja ljósbláum reyk og fer ekki ofar en 1500sn. Sleppi þá inngjöfinni og gef aftur í og þá kemst hann í 1800sn en dettur strax niður í 1500sn og reykir ekki minna. En þetta lagast þegar maður keyrir af stað. Einhverjar hugmyndir væru vel séðar! KV eggert.


Ég get byrjað á að gefa sama ráð og alltaf þegar tövustýrðar vélar eru með stæla.
Lesa af tölvunni. Og þá í rauntíma meðan hann hitar sig.
Jafnvel þó að vélarljósið logi ekki, þá er hægt að athuga hvað er í gangi þegar hann reykir svona.


Höfundur þráðar
eddi ola
Innlegg: 28
Skráður: 26.apr 2016, 17:48
Fullt nafn: Eggert ólason
Bíltegund: Blazer

Re: isuzu trooper ráð.

Postfrá eddi ola » 04.des 2016, 01:23

sælir félagar. Núna er komið nýtt mál (vonandi ekki vandamál) í sambandi við trooperinn. Á föstudaginn var eigandinn á troopernum að draga bifreið sem ég var að eignast og fór þá að neista mikið út úr pústinu, eins og einhver væri með slípirokk inni í pústinu. Þetta kom í sirka 2 mín. Svo hætti þetta neistaflug. Einhverjar hugmyndir? Mál 2: þegar ég tók upp vélina í troopernum, eins og kemur fram í byrjun þessa síðu þá skifti ég um rafmagnslúmið í spíssana og commonralið. Núna nokkrum mánuðum liðnum þá er aftur komið olía í tengið á rafmagnslúminu við áfyllingarstútinn og það er eins og hann gangi bara á 3. Er þetta framleiðslugalli eða eitthvað annað? Vonandi veit einhver hvað þetta gæti verið. KV Eggert.


Til baka á “Isuzu”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir