Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Sælir
Nú stendur til að skella Volvo B23/230 turbo í Hiluxinn, ég notaði veturinn í að taka setja saman comboið ásamt því að vinna aðeins í heddinu og taka upp túrbínuna.
Nú síðast smíðaði ég tengið til að setja vélina við Toyota gírkassann
Hér er myndasafn á fésinu af framkvæmdunum hingað til.
Þetta verkefni verður ekki klárað fyrr en í haust þar sem sumar frítúrinn fer í flutninga
Nú stendur til að skella Volvo B23/230 turbo í Hiluxinn, ég notaði veturinn í að taka setja saman comboið ásamt því að vinna aðeins í heddinu og taka upp túrbínuna.
Nú síðast smíðaði ég tengið til að setja vélina við Toyota gírkassann
Hér er myndasafn á fésinu af framkvæmdunum hingað til.
Þetta verkefni verður ekki klárað fyrr en í haust þar sem sumar frítúrinn fer í flutninga
Síðast breytt af Startarinn þann 14.okt 2013, 12:42, breytt 1 sinni samtals.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Þetta er hellvíti flott hjá þér. Þar sem að ég er firrverandi volvo dellu kall þá hlakkar mig mikið til að sjá og heyra frá hvernig þetta mun reynast í lúxanum þínum :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Ef að þú kemur henni í 190 hestöfl þá verður þetta örugglega skemmtilegra en Hilux með 22R-te og voru þeir nú hressandi bílar þegar þeir voru á götuni. Svona gamalt turbo er bara eitthvað svo miklu stjórnlausara og heilbrigðara en þetta nýja dót sem kemur strax inn og skilur ekki eftir neitt 'suprise'.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Þetta er alveg rosalega spennandi, ég hef nú talsvert fiktað í svona volvo dóti í gegnum tíðina svo gamlar minningar kvikna við að sjá þessar gersemar :) Rosalega verður gaman að sjá þetta í hilux hjá þér.
Ég er með volvo mótor í torfærugrind hjá mér og þar nota ég bara volvo sjálfskiptinguna og síðan sjálfstæðan millikassa úr súkku.
Hvaða swinghjól og pressu ætlaru að nota, úr volvo eða toy?
Ég er með volvo mótor í torfærugrind hjá mér og þar nota ég bara volvo sjálfskiptinguna og síðan sjálfstæðan millikassa úr súkku.
Hvaða swinghjól og pressu ætlaru að nota, úr volvo eða toy?
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Það hittir svo skemmtilega á að það er sama gatadeiling á báðum svinghjólunum, svo ég ætla bara að smiða millilegg milli flexplötunnar (þarf hana fyrir réttan startkrans) og toyota svinghjólsins, svo ætla ég bara að halda toyota kúplingunni, það er hægt að fá sterkari pressur hjá marlincrawler svo ég hef eitthvað uppá að hlaupa ef kúplingin er ekki nogu sterk. En Toyota kúplingin er nokkrum millimetrum stærri
Af öllum þessum 3 vélum sem ég fékk var engin með kúplingu, allt sjálfskipt, svo eru R151 kassarnir úr Toyota mun sterkari
Ég á að ná þessu í 190-210 hö á þessum spíssum, orginal er þessi vél 160 en togar það sama og 180 hö vélarnar í evrópu bílunum, knastásinn dalar bara fyrr en togar betur á lágum snúning.
Orginal nær bínan 7 psi þrýsting, ég á að geta farið í 12 psi án þess að stækka spíssa.
ég ætla að profa þetta orginal fyrst meðan ég er að tilkeyra, ég set vélina aftur í volvoinn til að prófa hana áður en ég föndra hana í Toyotuna, bara til að vera viss um að allt sé í lagi, ég er búinn að auka þjöppuna úr 8,7:1 í 9,5:1 með því að nota B23 kjallarann
Af öllum þessum 3 vélum sem ég fékk var engin með kúplingu, allt sjálfskipt, svo eru R151 kassarnir úr Toyota mun sterkari
Ég á að ná þessu í 190-210 hö á þessum spíssum, orginal er þessi vél 160 en togar það sama og 180 hö vélarnar í evrópu bílunum, knastásinn dalar bara fyrr en togar betur á lágum snúning.
Orginal nær bínan 7 psi þrýsting, ég á að geta farið í 12 psi án þess að stækka spíssa.
ég ætla að profa þetta orginal fyrst meðan ég er að tilkeyra, ég set vélina aftur í volvoinn til að prófa hana áður en ég föndra hana í Toyotuna, bara til að vera viss um að allt sé í lagi, ég er búinn að auka þjöppuna úr 8,7:1 í 9,5:1 með því að nota B23 kjallarann
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Algjör snild hjá þér Ástmar. Ég á eftir að fylgjast spenntur með þessu projecti.
Flottur mótor, verður flottur hiluxinn með þessum held ég.
Flottur mótor, verður flottur hiluxinn með þessum held ég.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Volvo mótor.. Þetta er auðvitað þvílík vitleysa að það hálfa væri nóg :)) en það verður gaman að fylgjast með þessu :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
-Hjalti- wrote:Volvo mótor.. Þetta er auðvitað þvílík vitleysa að það hálfa væri nóg :)) en það verður gaman að fylgjast með þessu :)
Hehe, nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar þú settir nissan vélina í þinn ;)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Startarinn wrote:-Hjalti- wrote:Volvo mótor.. Þetta er auðvitað þvílík vitleysa að það hálfa væri nóg :)) en það verður gaman að fylgjast með þessu :)
Hehe, nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar þú settir nissan vélina í þinn ;)
great minds think alike :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Jæja, þá er loksins eitthvað að gerast, Volvoinn er kominn inn í skúr og ég er kominn áleiðis með smíði á tímareimarhlíf á vélina.
Hún fer ofan í Volvoinn í næstu viku til að prófa hana áður en ég slít rafkerfið úr volvonum og skelli því í Hilux
Hver hefur sinn Djöful að draga:
Tímareimar hlíf:
Hún fer ofan í Volvoinn í næstu viku til að prófa hana áður en ég slít rafkerfið úr volvonum og skelli því í Hilux
Hver hefur sinn Djöful að draga:
Tímareimar hlíf:
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Þetta er einhver harmleikur í uppsiglingu :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Þá er hlífin klár:
Og vélin komin ofan í Volvoinn, þá er bara eftir að tengja og prófa:
Og vélin komin ofan í Volvoinn, þá er bara eftir að tengja og prófa:
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu :) Er þetta ekki FT innspýting? Hvaða ecu ætlaru að nota?
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Þetta er bara það sem er orginal í Volvonum, LH2.2
Ég vildi frekar hafa LH2.4 en það er því miður ekki í þessum, en plúsinn er að það er auðveldara að föndra vélina í þar sem svinghjólsneminn stendur ekki beint aftur úr blokkinni í gegnum kúplingshúsið.
Ég ætla allavega að byrja á þessu og sjá hvernig það gengur
Ég vildi frekar hafa LH2.4 en það er því miður ekki í þessum, en plúsinn er að það er auðveldara að föndra vélina í þar sem svinghjólsneminn stendur ekki beint aftur úr blokkinni í gegnum kúplingshúsið.
Ég ætla allavega að byrja á þessu og sjá hvernig það gengur
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Ég er að bíða eftir frekari framkvæmdum og uppdeiti! Og ég er nokkuð óþreyjufullur volvo og toyota aðdáandi :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Já fínt já sæll, hvað er að frétta? :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
já ég er með volvo i willys hjá mér en bara með b20 en með volvo girkassa,, er þetta kanski málið b23 turbo eða b22 T5 turbo sem er 220 -250hp
ég er að vinna með einum i norge sem var með svona volvo b23 turbo i 1/4 milu bil sem er volvo hann fer á 9sec og er 700hp
er það ekki nog i jeppa ,,, þetta er vinsælasti rúnt billinn i norge og mest tjúnnað og allt turbo með risa turbinum 1-2 turbo
stærðin var eins og úr skania vörubil
en er sjéns að finna svona hér á landi b 23 turbo eða b22T5
ég er að vinna með einum i norge sem var með svona volvo b23 turbo i 1/4 milu bil sem er volvo hann fer á 9sec og er 700hp
er það ekki nog i jeppa ,,, þetta er vinsælasti rúnt billinn i norge og mest tjúnnað og allt turbo með risa turbinum 1-2 turbo
stærðin var eins og úr skania vörubil
en er sjéns að finna svona hér á landi b 23 turbo eða b22T5
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Það gerðist ekki mikið í þessu fríi, snjóalög hafa hindrað það að stoppa hiluxinn til lengri tíma
Það sem er búið að gera síðan síðast er að vélin fór ofan í volvoinn og eftir smá byrjunar örðugleika (vitlausar tengingar) fékk ég hana til að ganga almennilega. ég keyrði bílinn 80 km eitt kvöldið og er þokkalega sáttur, en ég er ekki búinn að hækka boostið neitt.
Ég hef greinilega hónað cyl 1 of mikið því það vottar fyrir stimpilbanki í vélinni.
Vélin var svo fjarlægð úr volvo ásamt öllu rafkerfi og volvonum fargað
Vélin stendur núna í vélastandinum inní skúr og bíður eftir frekari framkvæmdagleði þegar ég kem í land aftur
Næst á döfinni er að smíða hljóðkút úr ryðfríu en planið er að smíða allt pústkerfið úr rf efni
Hugmyndin er að prófa þessa vél í hiluxnum og ef ég er sáttur við hana að láta bora út hina B23 blokkina sem ég á ásamt því að bæta við úðurum undir stimplana fyrir kælingu.
Framtíðarplön hljóða svo uppá stærri bínu og spíssa ásamt því að smíða betri eldgrein
Það er talsvert meira af myndum á fésinu en ég er búinn að setja hér inn, það myndasafn er í link í efsta pósti og á að vera öllum opið
Ég yrði mjög hissa ef þú fyndir B23 turbó vél hér á landi, en það kom eitthvað af B230 túrbó í volvo 740 en þeir voru ekki margir, maður er best settur ef vélin er '92 eða nýrri, þá er betri eldgrein, komin stimpla kæling, sverari sveifarás en í eldri B230 vélunum og skemmtilegri túrbína en kom í mínum sem er 89 módelið
Það sem er búið að gera síðan síðast er að vélin fór ofan í volvoinn og eftir smá byrjunar örðugleika (vitlausar tengingar) fékk ég hana til að ganga almennilega. ég keyrði bílinn 80 km eitt kvöldið og er þokkalega sáttur, en ég er ekki búinn að hækka boostið neitt.
Ég hef greinilega hónað cyl 1 of mikið því það vottar fyrir stimpilbanki í vélinni.
Vélin var svo fjarlægð úr volvo ásamt öllu rafkerfi og volvonum fargað
Vélin stendur núna í vélastandinum inní skúr og bíður eftir frekari framkvæmdagleði þegar ég kem í land aftur
Næst á döfinni er að smíða hljóðkút úr ryðfríu en planið er að smíða allt pústkerfið úr rf efni
Hugmyndin er að prófa þessa vél í hiluxnum og ef ég er sáttur við hana að láta bora út hina B23 blokkina sem ég á ásamt því að bæta við úðurum undir stimplana fyrir kælingu.
Framtíðarplön hljóða svo uppá stærri bínu og spíssa ásamt því að smíða betri eldgrein
Það er talsvert meira af myndum á fésinu en ég er búinn að setja hér inn, það myndasafn er í link í efsta pósti og á að vera öllum opið
lecter wrote:já ég er með volvo i willys hjá mér en bara með b20 en með volvo girkassa,, er þetta kanski málið b23 turbo eða b22 T5 turbo sem er 220 -250hp
ég er að vinna með einum i norge sem var með svona volvo b23 turbo i 1/4 milu bil sem er volvo hann fer á 9sec og er 700hp
er það ekki nog i jeppa ,,, þetta er vinsælasti rúnt billinn i norge og mest tjúnnað og allt turbo með risa turbinum 1-2 turbo
stærðin var eins og úr skania vörubil
en er sjéns að finna svona hér á landi b 23 turbo eða b22T5
Ég yrði mjög hissa ef þú fyndir B23 turbó vél hér á landi, en það kom eitthvað af B230 túrbó í volvo 740 en þeir voru ekki margir, maður er best settur ef vélin er '92 eða nýrri, þá er betri eldgrein, komin stimpla kæling, sverari sveifarás en í eldri B230 vélunum og skemmtilegri túrbína en kom í mínum sem er 89 módelið
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 183
- Skráður: 25.sep 2011, 17:13
- Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
- Bíltegund: Land Rover
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Djöfull er ég spenntur fyrir þessu projecti.
Altaf gaman þegar menn gera það sem þeim dettur í hug.
Aðrir hugsa og segja nei, sem betur fer eru þeir líka til sem kunna ekki að segja nei og framkvæma.
Flott project.
Altaf gaman þegar menn gera það sem þeim dettur í hug.
Aðrir hugsa og segja nei, sem betur fer eru þeir líka til sem kunna ekki að segja nei og framkvæma.
Flott project.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Ég smíðaði ryðfrían hljóðkút sem á að fara í hilux þegar ég slaka volvo rellunni ofan í
Fleiri myndir í facebook myndasafninu
Fleiri myndir í facebook myndasafninu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Ég hef smíðað svona hljóðkút bæði á mótorhjól og í mussoinn hjá mér notaði hljóðkútaull sem ég fékk í Nitro í þetta. Hljóðdempunin var ekkert mikil en einhver samt. Þetta er náttúrulega smekksatriði hvað maður vill mikla dempun á hljóðið tubínan tekur eitthvað og svo svona kútur eitthvað. Mestu dempun fær maður með því að stefnubreyta hljóðinu. Ég smíðaði svoleiðis kút úr ryðfríu undir mussoinn af því að 3" túpan dempaði ekki nóg að mér fannst en ég var með 2.5" kerfi áður og þar var nóg að vera með eina túpu og sleppa kútnum.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Enn ýti ég þessu upp, er eitthvað að frétta? :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Nei, því miður hefur ekkert gerst síðan ég smíðaði hljóðkútinn, en ég náði þó að koma almennilegum hita í skúrinn sem hindraði aðallega nennuna í desember, ég breytti vatnskassa úr 4runner í hitablásara með affallinu frá húsinu svo hitinn í skúrnum rauk úr ísköldum 5 gráðum í þægilegar 14 gráður.
Svo smíðaði ég einskonar milliloft í skúrinn sem ég get geymt mótorhjólin undir og raðað dóti ofan á eins og auka 38" ganginum og fleira sem var að þvælast fyrir mér á gólfinu, um að gera að nýta gólfplássið sem mótorhjólin taka hvort sem er.
Ég ætlaði að vera voðalega duglegur í þessu verkefni í febrúar en sökum snjóalaga á Sauðárkróki mátti ég alls ekki missa jeppann, það er nokkuð margt í gangi hjá mér í augnablikinu og engin leið að segja til um hvernig sumarið fer.
Lausi tíminn í næsta fríi fer sennilega í að koma mótorhjólastóðinu á götuna, en ég og konan erum saman með 3 mótorhjól, og ekkert þeirra klárt fyrir sumarið, ég er t.d. með aftur brettið af ein hjólinu sem er á númerum með mér úti á sjó til að lagfæri semmdir sem urðu á því í leik á landsmóti bifhjólamanna í Húnaveri í sumar
Svo stendur til að koma heitum potti á pallinn í sumar ef fjárhagur leyfir
En ég dunda mér nú sennilega eitthvað í rafkerfinu á næstunni, ég tók allt rafkerfið úr volvónum áður en ég henti hræinu, svo þar er næg flækja til að greiða úr. Það var cruise control í volvo sem ég ætla að gera mitt besta til að föndra í hilux
Svo smíðaði ég einskonar milliloft í skúrinn sem ég get geymt mótorhjólin undir og raðað dóti ofan á eins og auka 38" ganginum og fleira sem var að þvælast fyrir mér á gólfinu, um að gera að nýta gólfplássið sem mótorhjólin taka hvort sem er.
Ég ætlaði að vera voðalega duglegur í þessu verkefni í febrúar en sökum snjóalaga á Sauðárkróki mátti ég alls ekki missa jeppann, það er nokkuð margt í gangi hjá mér í augnablikinu og engin leið að segja til um hvernig sumarið fer.
Lausi tíminn í næsta fríi fer sennilega í að koma mótorhjólastóðinu á götuna, en ég og konan erum saman með 3 mótorhjól, og ekkert þeirra klárt fyrir sumarið, ég er t.d. með aftur brettið af ein hjólinu sem er á númerum með mér úti á sjó til að lagfæri semmdir sem urðu á því í leik á landsmóti bifhjólamanna í Húnaveri í sumar
Svo stendur til að koma heitum potti á pallinn í sumar ef fjárhagur leyfir
En ég dunda mér nú sennilega eitthvað í rafkerfinu á næstunni, ég tók allt rafkerfið úr volvónum áður en ég henti hræinu, svo þar er næg flækja til að greiða úr. Það var cruise control í volvo sem ég ætla að gera mitt besta til að föndra í hilux
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Sælir félagar afsakið að ég er að troða mér þarna inn með spurningu en verð að fá að nota þekkingu ykkar og reynslu.Er mikill munur á B-21 turbo og B-23 turbo er líklega búinn að eignast Vitöru með B-21 turbo í annað sinn hún var með tvo gírkassa volvo 4 gíra og var alltaf að brjóta kassna svo ég gafst upp. Keypti hana aftur og ætla að nota einn kassa og spurning þá hvernig. Hún er með dana 44 og 35 og loftpúðafjöðrun loftlæsingar. En ætla að reyna einu sinni enn í sumar kveðja guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Sæll Guðni
Þetta eru því sem næst sömu vélarnar, B-21 er með grennri stimpla, það er nokkurnveginn eini munurinn, heddin passa á milli, gatadeilingin á gírkassaboltum er sú sama og fleira. En svo kemur það sniðuga, það er sama gatadeiling og sami sverleiki á boltum á svinghjóli á Toyota 3VZE vélunum og á Volvo B23 (ég geri ráð fyrir að b21 sé eins), það þarf bara að hafa millilegg undir svinghjólinu til að hafa stýringarnar, en stýringin í 3VZE svinghjólinu er mun stærri.
Ég smíðaði allavega bara millilegg á B23 vélina til að bolta R151 gírkassann úr hilux aftan á hana, ég þurfti bara aðeins að slípa úr kúplingshúsinu fyrir volvo startaranum og færa aðra stýringuna, en ég geri ráð fyrir að þetta boltist saman þegar þar að kemur
Svo útbjó ég millilegg fyrir svingjólið, þarf bara lengri bolta til að festa svinghjólið
Þú getur skoðað smíðina á þessu hér:http://www.facebook.com/media/set/?set=a.2175038188922.117924.1635848940&type=1&l=21a78ec01d
Þetta eru því sem næst sömu vélarnar, B-21 er með grennri stimpla, það er nokkurnveginn eini munurinn, heddin passa á milli, gatadeilingin á gírkassaboltum er sú sama og fleira. En svo kemur það sniðuga, það er sama gatadeiling og sami sverleiki á boltum á svinghjóli á Toyota 3VZE vélunum og á Volvo B23 (ég geri ráð fyrir að b21 sé eins), það þarf bara að hafa millilegg undir svinghjólinu til að hafa stýringarnar, en stýringin í 3VZE svinghjólinu er mun stærri.
Ég smíðaði allavega bara millilegg á B23 vélina til að bolta R151 gírkassann úr hilux aftan á hana, ég þurfti bara aðeins að slípa úr kúplingshúsinu fyrir volvo startaranum og færa aðra stýringuna, en ég geri ráð fyrir að þetta boltist saman þegar þar að kemur
Svo útbjó ég millilegg fyrir svingjólið, þarf bara lengri bolta til að festa svinghjólið
Þú getur skoðað smíðina á þessu hér:http://www.facebook.com/media/set/?set=a.2175038188922.117924.1635848940&type=1&l=21a78ec01d
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Hilux batnar nú bara við að fá svínskan potjárn klump í húddið, þetta gæti orðið magnað
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Startarinn wrote:Sæll Guðni
Þetta eru því sem næst sömu vélarnar, B-21 er með grennri stimpla, það er nokkurnveginn eini munurinn, heddin passa á milli, gatadeilingin á gírkassaboltum er sú sama og fleira. En svo kemur það sniðuga, það er sama gatadeiling og sami sverleiki á boltum á svinghjóli á Toyota 3VZE vélunum og á Volvo B23 (ég geri ráð fyrir að b21 sé eins), það þarf bara að hafa millilegg undir svinghjólinu til að hafa stýringarnar, en stýringin í 3VZE svinghjólinu er mun stærri.
Ég smíðaði allavega bara millilegg á B23 vélina til að bolta R151 gírkassann úr hilux aftan á hana, ég þurfti bara aðeins að slípa úr kúplingshúsinu fyrir volvo startaranum og færa aðra stýringuna, en ég geri ráð fyrir að þetta boltist saman þegar þar að kemur
Svo útbjó ég millilegg fyrir svingjólið, þarf bara lengri bolta til að festa svinghjólið
Þú getur skoðað smíðina á þessu hér:http://www.facebook.com/media/set/?set=a.2175038188922.117924.1635848940&type=1&l=21a78ec01d
Takk þú ert snilli númer tvö.
-
- Innlegg: 202
- Skráður: 13.sep 2011, 10:32
- Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
- Bíltegund: súzúkí
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
En afsakid offtopikið, en guðni áttu ekki fleiri myndir af þessum svarta, svo mörg ár sìðann èg hef séð hann :)
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Sæll einhverstaðar ég fæ hann um páskana hingað norður á kerru og mun stofna þráð um breitingar á honum vil ekki skemma þennan þráð kveðja guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Jæja, núna verður kannski pínu hreyfing á þessu verkefni.
Ég er búinn að vera í veikindafríi undanfarnar vikur og er að missa geðheilsuna, ég ákvað að dunda aðeins í þessu verkefni eins og ég er fær um.
Vegna stimpilbanks í mótornum sem ég er búinn að setja saman og prófa, ætla ég að taka hina blokkina sem ég á og hóna hana lítið og færa svo allt á milli, og þá meina ég allt, legur, sveifarás, stangir, stimpla og allt sem er utaná. Ég vona bara að stimpillinn sem vaggaði sé ekki orðinn skemmdur, annars þarf ég að renna til einn af stimplunum sem er í blokkinni, en það er svosem ekki stóra vandamálið
Tvær myndir frá þessu kvöldi:
Ég er búinn að vera í veikindafríi undanfarnar vikur og er að missa geðheilsuna, ég ákvað að dunda aðeins í þessu verkefni eins og ég er fær um.
Vegna stimpilbanks í mótornum sem ég er búinn að setja saman og prófa, ætla ég að taka hina blokkina sem ég á og hóna hana lítið og færa svo allt á milli, og þá meina ég allt, legur, sveifarás, stangir, stimpla og allt sem er utaná. Ég vona bara að stimpillinn sem vaggaði sé ekki orðinn skemmdur, annars þarf ég að renna til einn af stimplunum sem er í blokkinni, en það er svosem ekki stóra vandamálið
Tvær myndir frá þessu kvöldi:
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Ég bíð alltaf spenntur eftir framvindan hér :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Uss, ég var að koma inn úr skúrnum eftir að hafa rifið og þrifið blokkina, allar hvítmálmslegur eru handónýtar, það er næstum eins og það hefi verið settur sandur í olíuna og elemenntið fjarlægt úr smursíunni. En þessi hefur þó ekki ofhitnað eins og hin.
En stimplarnir eru sumir sindraðir á brúnunum ofanverðum, ég er ekki búinn að átta mig á afhverju
Næst á dagskrá er að hóna, þrífa að innan, koma spíssum fyrir stimpilkælingu fyrir og svo byrja að raða á milli
En stimplarnir eru sumir sindraðir á brúnunum ofanverðum, ég er ekki búinn að átta mig á afhverju
Næst á dagskrá er að hóna, þrífa að innan, koma spíssum fyrir stimpilkælingu fyrir og svo byrja að raða á milli
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Jæja, ég dundaði mér pínu í þessu verkefni í dag
Ég fékk úðara fyrir stimpilkælingu í sumar og þar sem liggur MJÖG djúpt á aðgengi að réttum verkfærum til að gera blokkina klára, varð ég að breyta þeim pínu. Vandinn liggur í að 180° undirsinkari er ekki til í 16mm eða stærri með nógu lítilli stýringu, ég gat fengið 15mm undirsinkara svo ég breytti úðurunum aðeins, sjá myndir
Partnúmerið er með þarna á einni myndinni ef einhverjum vantar svona, þetta er semsagt BMW partnúmer og kemur frá BL, kostar tæpan 5 þús kall stykkið
Ég fékk úðara fyrir stimpilkælingu í sumar og þar sem liggur MJÖG djúpt á aðgengi að réttum verkfærum til að gera blokkina klára, varð ég að breyta þeim pínu. Vandinn liggur í að 180° undirsinkari er ekki til í 16mm eða stærri með nógu lítilli stýringu, ég gat fengið 15mm undirsinkara svo ég breytti úðurunum aðeins, sjá myndir
Partnúmerið er með þarna á einni myndinni ef einhverjum vantar svona, þetta er semsagt BMW partnúmer og kemur frá BL, kostar tæpan 5 þús kall stykkið
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Hvað skeði eiginlega fyrir skrúfstykkið hjá þér?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Stebbi wrote:Hvað skeði eiginlega fyrir skrúfstykkið hjá þér?
Ég fór með rúmlega 3ja ára dóttur mína útí byggingavöruverslun og leyfði henni að velja litinn ;)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Það er gott að vinna í grænu skrúfstikki, enda er allt vænt sem vel er grænt.
Addi uppeldið er alveg á réttrileið hjá þér.
Addi uppeldið er alveg á réttrileið hjá þér.
I don't suffer from insanity, I enjoy every minute of it....
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Eftir miklar særingar með vígðu vatni (já eða frostlegi) og talsverðu magni af vel völdum en óprenthæfum íslenskum orðum hafðist þessi ófögnuður uppúr húddinu, nú verður ekki aftur snúið.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Góður, gangi þér vel með þetta
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Frábært! Þessu verður gaman að fylgjast með :)
http://www.jeppafelgur.is/
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur