Gírkassaskipti í Cherokee

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
davidoz
Innlegg: 12
Skráður: 18.des 2011, 16:02
Fullt nafn: Davíð Þór Skúlason

Gírkassaskipti í Cherokee

Postfrá davidoz » 18.des 2011, 16:32

Ég á eitt stykki alveg gullfallegan Cherokee XJ 1988 módel. Hann er með sjálfskiptingu og draumur minn er að breyta honum í beinskiptann og setja hann á 35 tommu túttur. Mig vantar ábendingar um skiptingar sem passa á 4 lítra vélina og hvað ég þarf annað og hvað ég þarf að gera.

Hérna er mynd af blessuninni.

Image



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gírkassaskipti í Cherokee

Postfrá Stebbi » 18.des 2011, 17:27

Notaðu AX-15 úr Cherokee eða Wrangler, gæti ekki verið einfaldara.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
davidoz
Innlegg: 12
Skráður: 18.des 2011, 16:02
Fullt nafn: Davíð Þór Skúlason

Re: Gírkassaskipti í Cherokee

Postfrá davidoz » 18.des 2011, 18:28

Ég er með Aisin-Warner AW-4 skiptingu og np242 millikassann.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Gírkassaskipti í Cherokee

Postfrá jeepson » 18.des 2011, 18:50

Ég myndi ekki tíma að breyta svona bíl tala nú ekki um þar sem að hann verður fornbíll eftir næsta ár. Ég skal heldur kaupa hann af þér. :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Gírkassaskipti í Cherokee

Postfrá stebbiþ » 19.des 2011, 02:14

Þú notar AX15 kassann, fimm gíra. Þetta er góð hugmynd hjá þér, bíllinn verður líka miklu sprækari. Myndi gera þetta við Cherokeeinn minn ef ég hefði tíma. Svo eru auðvitað alvöru jeppar beinskiptir, ekki sjálfskiptir (nema þeir séu með TH400 ;)

Novak jeep conversions er með þetta allt á hreinu.

http://www.novak-adapt.com/knowledge/ax15.htm

Kv, Stebbi Þ.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Gírkassaskipti í Cherokee

Postfrá AgnarBen » 19.des 2011, 09:45

Stebbi er gallharður beinskiptingarkarl og því fær engu breytt og mig grunar að hann nái nú kannski að sannfæra mig einhvern tíman um að setja beinsk í minn Cherokee en það er ekki alveg komið að því ennþá :) AW4 sjálfbýttarinn er sterk skipting en mig persónulega finnst vanta einn gír í hana, sérstaklega í snjónum, hef ekki prófað XJ með beinskiptingu en AX-15 er sterkur kassi og góður valkostur.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Gírkassaskipti í Cherokee

Postfrá Þorri » 19.des 2011, 10:35

Ég var með gamla cherokeeinn minn beinskiptan fyrst með 2.5 svo 4.3 diesel síðan 350 chevy og kunni ágætlega við það. Svo fékk ég mér 4.0 sjálfskiptan og setti síðar í hann 350 chevy og 700r4 ég vill ekki sjá þetta beinskipta dót.


Höfundur þráðar
davidoz
Innlegg: 12
Skráður: 18.des 2011, 16:02
Fullt nafn: Davíð Þór Skúlason

Re: Gírkassaskipti í Cherokee

Postfrá davidoz » 20.des 2011, 14:01

Þakka ykkur fyrir góðar ábendingar, ég sé til hvað ég geri á nýju ári.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gírkassaskipti í Cherokee

Postfrá Stebbi » 20.des 2011, 19:26

Auðvitað seturðu í hann handskiptibúnað, ekki ætlarðu að láta eitthvað járnarusl hafa vit fyrir þér þegar þú ert að torfærast. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur