ég keypti mér þennan forláta Cherokee um daginn.


Þetta er 1991 árgerð með 4.0 I6 High output vélinni. Hann er á 36" mödderum og með 4.56 hlutföll í orginal hásingum.
Orginal gormar að framan og fjaðrir að aftan.
Það er ARB loftlás í afturdrifi og dæla fyrir hann í honum. Ólæstur að framan.
Fyrsta sem að ég þurfti að gera þegar heim var komið var að rífa afturdrifið úr þar sem að það söng gífurlega mikið í því. Kom þá í ljós mjög eyddur pinion ásamt 2 slöppum legum. Núna stendur hann svona og bíður eftir nýum legum og hlutföllum frá Ameríku.

Bíllinn er ótrúlega heill á body og undirvagni. Mjög lítið ryð í honum og honum virðist hafa verið vel breytt á sínum tíma. Vélin og skiptingin virðast vera mjög heil en eitthvað hefur verið farið í vélina á hennar 225.000 km þar sem að það er ekki orginal þétting á heddi. Hann er líka heillegur að innan fyrir utan að einhver fyrri eigandi hefur farið illa með mælaborðið þegar hann var að koma fyrir hitamæli fyrir sjálfskiptingu og hátalaraköpplum.
Framundan hjá mér er:
Koma nýju hlutföllunum og legunum í.
Skipta út einu 36" dekkinu sem er með kappaviðgerð.
Síkka aðeins aftari festingu á fjöðrunum til að auka fjöðrun að aftan.
Tengja loftdæluna fyrir afturlæsinguna.
Tengja CB stöðina sem að fylgdi.
Færa hitamælin á fallegri stað í innréttingunni.
Skella fremra drifskaptinu í en það var einn ónýtur kross í því.
Láta skoða gripinn og þrífa hann að utan og innan.
Helst vildi ég gera þetta allt í vikunni nema kannski skoðunina þar sem að mig langar í litlunefndarferðina sem er skipulögð næsta laugardag. Ef að það gengur ekki þá er það bara einhver skemmtileg páskaferð ef að öllum snjó hefur ekki ringt niður.
Framtíðarplön eru svo að útvega mér AC dælu til að dæla lofti í dekkinn.
Aussie locker í framdrifið.
Ryð viðgerðir á lakki.
Bæta auka ventli í felgurnar.
VHF og GPS.
Skoða mögulega að setja hann á 38" eða kaupa betri 36" dekk.
Nett grind að framan fyrir kastara.
Dana 44 að aftan og þá jafnvel gormavæðing.