Hjálp! Brjálaður loftnetsmótor í Patrol


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Hjálp! Brjálaður loftnetsmótor í Patrol

Postfrá ThOl » 15.feb 2011, 18:47

Sælir, nú vantar mig ráð. Er með Nissan Patrol 1999. Mótorinn sem knýr útvarpsloftnetið virðist stöðugt í gangi, sama hvort loftnetið er uppi eða niðri. Meiningin er að taka hann úr sambandi þar til ég kemst í að rífa hann úr. Hvar finn ég öryggið fyrir mótorinn eða er önnur leið til að stöðva kvikyndið?
Þorgeir



User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hjálp! Brjálaður loftnetsmótor í Patrol

Postfrá ellisnorra » 15.feb 2011, 19:42

Slíta útvarpið úr og yfirleitt er vírinn gulur, einn og sér fyrir loftnetið, þó brögð séu að því. En ef þú tínir grunsamlega víra úr útvarpinu þá hlýturu að ramba á réttan.
Ég mundi prufa þetta fyrst, en eftir sér áður gæti verið eitthvað annað sem stýrir því.
http://www.jeppafelgur.is/


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Hjálp! Brjálaður loftnetsmótor í Patrol

Postfrá KÁRIMAGG » 15.feb 2011, 21:00

Ættir að komast í plöggið á mótornum innan við plasthlífarnar í hjólskálinni


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Re: Hjálp! Brjálaður loftnetsmótor í Patrol

Postfrá ThOl » 15.feb 2011, 22:51

Takk fyrir hjálpina. Reif úr öryggi fyrir útvarpið og þá hætti mótorinn að suða og útvarpið dó náttúrulega í leiðinni. Ríf þetta frá og reyni að komast að meininu um helgina.
Kv
ÞÓ


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur