Sælir, nú vantar mig ráð. Er með Nissan Patrol 1999. Mótorinn sem knýr útvarpsloftnetið virðist stöðugt í gangi, sama hvort loftnetið er uppi eða niðri. Meiningin er að taka hann úr sambandi þar til ég kemst í að rífa hann úr. Hvar finn ég öryggið fyrir mótorinn eða er önnur leið til að stöðva kvikyndið?
Þorgeir
Hjálp! Brjálaður loftnetsmótor í Patrol
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Hjálp! Brjálaður loftnetsmótor í Patrol
Slíta útvarpið úr og yfirleitt er vírinn gulur, einn og sér fyrir loftnetið, þó brögð séu að því. En ef þú tínir grunsamlega víra úr útvarpinu þá hlýturu að ramba á réttan.
Ég mundi prufa þetta fyrst, en eftir sér áður gæti verið eitthvað annað sem stýrir því.
Ég mundi prufa þetta fyrst, en eftir sér áður gæti verið eitthvað annað sem stýrir því.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Hjálp! Brjálaður loftnetsmótor í Patrol
Ættir að komast í plöggið á mótornum innan við plasthlífarnar í hjólskálinni
Re: Hjálp! Brjálaður loftnetsmótor í Patrol
Takk fyrir hjálpina. Reif úr öryggi fyrir útvarpið og þá hætti mótorinn að suða og útvarpið dó náttúrulega í leiðinni. Ríf þetta frá og reyni að komast að meininu um helgina.
Kv
ÞÓ
Kv
ÞÓ
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur