Sjálfskiptingar hitamælir - Hjálp
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 30
- Skráður: 04.júl 2012, 23:52
- Fullt nafn: Helgi R. Theódórsson
- Bíltegund: FORD
Sjálfskiptingar hitamælir - Hjálp
Ég var að setja B&M (#80212) sjálfskiptingarhitamæli í LC 90. Mælirinn virkar mjög eðilega þangað til ég set jörð á hann út af baklýsingu. Þegar jörðin er komin á hann og baklýsing í gang sýnir hann allt of lágt, nálin varla mjakast úr upphafsstöðu. S.s. um leið og ég set jörð á mælinn óháð því hvort það sé straumur á baklýsingunni eða ekki þá dettur nálin niður. Hvað getur mögulega verið að?
-
- Innlegg: 177
- Skráður: 06.mar 2011, 16:07
- Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
- Bíltegund: Patrol Y61
Re: Sjálfskiptingar hitamælir - Hjálp
hjá mér sýnir mælirinn varla neitt alveg þangað til að ég er búinn að vera að keyra á úrhleyptu og þá á þokkalegum hraða. hann hreyfist varla þá ég standi hann upp kambana...
-
- Innlegg: 12
- Skráður: 29.jan 2013, 15:29
- Fullt nafn: Jósef Hólmjárn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavík.
Re: Sjálfskiptingar hitamælir - Hjálp
Gæti verið að það vanti góða jörð á hitanemann ?
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Sjálfskiptingar hitamælir - Hjálp
Er þetta ekki eðlilegt, þegar að það vantar jörð fyrir mælinn þá reynir hann að draga hana í gegnum neman og sýnir þá of hátt gildi. Svo þegar þú tengir jörðina á mælinn þá fer allt í eðlilegt horf. Hann ætti ekki að ná 150°F fyrr en þú ert farin að taka aðeins á honum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 30
- Skráður: 04.júl 2012, 23:52
- Fullt nafn: Helgi R. Theódórsson
- Bíltegund: FORD
Re: Sjálfskiptingar hitamælir - Hjálp
Já hvað er að þegar ekkert er að.... Takk fyrir ábendingarnar! Ég var full fljótur að ætla það að ég væri að fá of lága mælingu (ég lækkaði væntingarnar eftir ábendingarnar ;)) . Mælirinn er að sýna ca. 130-150 á farenheit þegar bíllinn er orðinn vel heitur í borgarskjöktinu (nemi við inntak inn á skiptinguna og standard kæling).
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur