Skruðningar í Pajero.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2
- Skráður: 01.maí 2013, 22:47
- Fullt nafn: Gísli Jóhannsson
- Bíltegund: MMC P
Skruðningar í Pajero.
Góðan dag. Ég er með Pajero 2,5 2003 dísil sem gefur frá sér mikil ískurhljóð úr vélasalnum þessa dagana. Fór með hann á verkstæði og þar komust þeir að þeirri niðurstöðu að bæði strekkjarahjól og kúplingshjól í altenatornum væru farin og þyrfti að skipta um - kostnaður "aðeins" 140/150 þús. Ég er ekki alveg sáttur við þessa greiningu. Í fyrsta lagi vegna þess að hljóðið sem ég heyri er bara "eitt" en virðist ekki koma frá tveimur stöðum. Í öðru lagi vegna þess að hann kveikir ýmis ljós samhliða þessu ískri en svo þegar ég er búinn að keyra hann í 10 - 15 mínútur hættir hljóðið og ljósin slökkna. Ljósin finnst mér frekar gefa til kynna altenatorinn en skil ekki af hverju hljóðið hættir þegar bíllinn hitnar. En þetta getur á hinn bóginn alveg verið rétt hjá þeim. Getur einhver fært mér ljósið? Vitið þið um gott Pajero verkstæði sem hægt er að mæla óhikað með? Mbk., Gísli
Re: Skruðningar í Pajero.
Strekkjara OG KÚPLINGShjól í alternator??!! Ég er kannski ekki sá skarpasti þegar kemur að bílum, hvað þá rafmagni og alternatorum en ég efast að það sé einvherskonar kúpling á alternator. Ef það eru óhljóð og ískur og ekki hægt að strekkja reimina meira gæti verið ráð að byrja á að skipta um reimarnar og þá á að vera möguleiki á að strekkja nóg á alternatornum svo að ískrið hverfi. Ljósin hljóta að vera vegna slakrar reimarinnar og eru einmitt því að alternatorinn er ekki að ná að snúast. Gætir líka reynt að taka alternatorinn úr ef þú nennir og hefur góða aðstöðu til þess. Gætir þá skoðað strekkjarann og hjólið sjálfur og reynt að fá nýtt í þetta, eða einfaldlega fengið nýjann/uppgerðann tor.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Skruðningar í Pajero.
Til eru alternatorar með einstefnulegu, hef samt aldrei séð slíkt í pajero
Ekkert ótrúlegt að strekkjarahjól sé ónýtt samt sem áður
En einkennilegt að viðgerð kosti 150.000 nema þá að varahlutirnir séu 120.000 af því...
Ekkert ótrúlegt að strekkjarahjól sé ónýtt samt sem áður
En einkennilegt að viðgerð kosti 150.000 nema þá að varahlutirnir séu 120.000 af því...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Skruðningar í Pajero.
Hvaða ljós er hann að kveikja?
það gæti gefið einhverjar nánari vísbendingar.
það gæti gefið einhverjar nánari vísbendingar.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Skruðningar í Pajero.
qwergj@gmail.com wrote:Góðan dag. Ég er með Pajero 2,5 2003 dísil sem gefur frá sér mikil ískurhljóð úr vélasalnum þessa dagana. Fór með hann á verkstæði og þar komust þeir að þeirri niðurstöðu að bæði strekkjarahjól og kúplingshjól í altenatornum væru farin og þyrfti að skipta um - kostnaður "aðeins" 140/150 þús. Ég er ekki alveg sáttur við þessa greiningu. Í fyrsta lagi vegna þess að hljóðið sem ég heyri er bara "eitt" en virðist ekki koma frá tveimur stöðum. Í öðru lagi vegna þess að hann kveikir ýmis ljós samhliða þessu ískri en svo þegar ég er búinn að keyra hann í 10 - 15 mínútur hættir hljóðið og ljósin slökkna. Ljósin finnst mér frekar gefa til kynna altenatorinn en skil ekki af hverju hljóðið hættir þegar bíllinn hitnar. En þetta getur á hinn bóginn alveg verið rétt hjá þeim. Getur einhver fært mér ljósið? Vitið þið um gott Pajero verkstæði sem hægt er að mæla óhikað með? Mbk., Gísli
Ískurshljóð er dæmigert fyrir ónýtar eða slakar reimar, hverfur oft þegar reimarnar hitna þegar gúmmí hitnar og þá er betra grip. Skífurnar slitna eins og reimarnar en ekki eins fljótt, það geta komið fleiri ljós en hleðsluljósið ef altanator nær ekki að hlaða. Stundum hægt að redda skífunum með því að fara með þær í rennibekk ef efnisþykkt leyfir. Nýjar reimar geta reddað þér tímabundið.
-
- Innlegg: 3
- Skráður: 21.mar 2013, 21:06
- Fullt nafn: Baldur Sigurðsson
- Bíltegund: Pajero
Re: Skruðningar í Pajero.
Ég myndi halda að trissa á sveifarás væri ónít.
Þessi skífa er með einhveskonar gúmí á mill reimskífuhluta og sveifarás, minnir að þetta sé kallað damper.
Allaveganna þá eiga þessar skífur það til að losna svona og þá er eins og reimin snuði.
KV. Baldur
Þessi skífa er með einhveskonar gúmí á mill reimskífuhluta og sveifarás, minnir að þetta sé kallað damper.
Allaveganna þá eiga þessar skífur það til að losna svona og þá er eins og reimin snuði.
KV. Baldur
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Skruðningar í Pajero.
Ég hef trú á að baldikaldi sé með þetta er búinn að lenda í því sama damperinn losnar í sundur og það koma skelfileg hljóð með því.
Menn hafa víst bara límt þetta saman aftur með límkítti með fínum árangri,damperinn kostaði þegar ég tékkaði síðast nýr í umboðinu 70 kall.
Menn hafa víst bara límt þetta saman aftur með límkítti með fínum árangri,damperinn kostaði þegar ég tékkaði síðast nýr í umboðinu 70 kall.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Skruðningar í Pajero.
hæhæ, fékk eitt sinn trissuhjól á pajero í hyundai umboðinu og kostaði 19000 kr, hluturinn var ætlaður í hyundai galloper en var samskonar og í pajero 2.5, þekki ekki hvort 2.8 disil er með sama hjól
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Skruðningar í Pajero.
Ertu búinn að checka hvort að vatnsdælan sé að dreypa vatni á reymina?
Svo er líka smá séns á einu, ertu búinn að fara með fastann lykil á alternatorinn til þess að prufa að snúa honum?
alternatorinn gæti verið að festast af og til með tilheyrandi látum og ljósum í mælaborðinu.
það með að öll ljósin kvikni í mælaborðinu þegar kveikt er á bílnum er útaf því að alternatorinn er hreinlega ekki að snúast með
Svo er líka smá séns á einu, ertu búinn að fara með fastann lykil á alternatorinn til þess að prufa að snúa honum?
alternatorinn gæti verið að festast af og til með tilheyrandi látum og ljósum í mælaborðinu.
það með að öll ljósin kvikni í mælaborðinu þegar kveikt er á bílnum er útaf því að alternatorinn er hreinlega ekki að snúast með
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Re: Skruðningar í Pajero.
Byrjaðu á því að taka reimina af til að útiloka annað þá er lýka hægt að taka á strekkjarahjólinu annars er mjög algengt að þegar altanator fer að öll ljós í mælaborði kveikna samt getur verið að hann hlaði enþá
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2
- Skráður: 01.maí 2013, 22:47
- Fullt nafn: Gísli Jóhannsson
- Bíltegund: MMC P
Re: Skruðningar í Pajero.
Sælir. Takk kærlega fyrir upplýsingarnar frá ykkur öllum. Ég vona að þið sjáið svarið frá mér þó ég svari svona seint. Ástæðan er sú að ég hélt að ég hefði stillt innskráninguna mína þannig að ég fengi tölvupóst í netfangið mitt þegar einhver svaraði erindinu mínu en svo virðist raunin ekki vera. Ég hélt að ég hefði ekki fengið nein svör af því ég fékk ekki tölvupóst og var vonsvikinn með það en reyndin er greinilega önnur. Skömmu eftir að ég sendi þennan póst fór ég í fyrirtæki sem heitir rafstilling og þar bilanagreindu þeir bílinn á stuttum tíma á svipuðum nótum og ég hafði áður fengið - þ.e.a.s. að þetta væri kúplingshjól í alternatornum - þrátt fyrir að einhverjir hafi verið með efasemdir um það á spjallþræðinum. Þeir mixuðu þetta með e-m íhlutum úr Izusu og kostaði viðgerðin um 70 þús. kr.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur