Reykur

User avatar

Höfundur þráðar
isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Reykur

Postfrá isak2488 » 25.okt 2010, 21:27

Góðan daginn. ég er með 90 módel af hilux en 1984-88 módel 2,4disel vél í honum. Ég skipti um pakninguna í olíuverkinu um dagin, sem gekk bara ágætlega, en eftir þessa viðgerð hjá mér byrjaði bíllinn að reykja einsog gamall síðutogari. getur einhver hérna bent mér á eitthvað sem ég gæti haft gert þegar ég var að vinna í þessu? og hvernig hægt sé að komast fyrir þetta ?



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Reykur

Postfrá Stebbi » 25.okt 2010, 21:34

Ef þetta var inngjafaröxulpakkningin eða þessi undir lokinu þá hefurðu örugglega skrúfað verkið of mikið upp þegar þú settir saman aftur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Re: Reykur

Postfrá isak2488 » 25.okt 2010, 21:48

sæll takk fyrir svarið, ég skifti reyndar um bæði. ég er reyndar í veseni með að stilla lausaganginn,því að snúningsmælirinn passar ekki við kassan, get ég einhvernveginn sett öðruvísi snúningsmæli sem ég tengi einhverstaðar í vélina?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Reykur

Postfrá Stebbi » 25.okt 2010, 21:54

Ég lennti í svipuðu með '87 bíl sem var að vísu ekki með túrbínu en ég leysti það þannig að ég setti hægaganginn frekar hátt til að byrja með og stillti olíumagnið fyrst. Um leið og hann var farin að reykja eins mikið og ég vildi, svona aðeins svart og blátt aftanúr á botngjöf í háum gír þá fór ég í að fínstilla hægaganginn.

Olíuna stillirðu aftaná olíuverkinu en hægagangurinn er stoppskrúfa á dótinu sem inngjafarbarkinn tengist.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Reykur

Postfrá Polarbear » 25.okt 2010, 22:07

varðandi aftermarket snúningshraðamæla þá er ég með þennan hjá mér, límdi hann bara yfir gamla snúningshraðamælinn í mælaborðinu og er alveg sáttur við hann :)

http://www.tinytach.com/tinytach/diesel.php

kanski ekki massa gott look.. en virkar


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur