Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá thorjon » 06.apr 2013, 00:38

Jæja viskubrunnar,,

Nú spyr maður þá sem þekkja til og langar að fá mismunandi comment varðandi að ég hygg á að fara úr 35 yfir í 38 tommur og þá er spurningin, á að fara í OME gorma eða loftpúðafjöðrun ? Finnst aðeins of lítill munur á klossum og gormum/púðum og er því að spá hvort fara eigi gorma eða púðaleiðina. Sumir segja að loftpúðar séu alltaf til vandræða en voð sexý að geta ráðið "hæðinni" á bílnum :)

hver er ykkar skoðun kæru félagar ??

P.S. um er að ræða Y61 / 98 árgerðina



User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá -Hjalti- » 06.apr 2013, 01:06

einfaldleikinn er málið. Klárlega gorma.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá AgnarBen » 06.apr 2013, 01:34

sælir

Ég átti einu sinni í fyrndinni (sjö ár síðan) Y60 Patrol á 38" með gormafjöðrun að aftan en prófaði að skipta þeim út fyrir 800 kg loftpúða þegar gormaskálarnar lentu í bráðdrepandi ryðsótt. Mér fannst nú fjöðrunin í loftpúðunum doldið skemmtilegri en gormunum en ég notaði áfram sömu dempara og voru fyrir, minnir að þeir hafi verið frá OME. Svo var það náttúrulega bara bónus að hægt var að leika sér með þrýstingin eftir hleðslu. Kerfið var nú ekki flóknara en svo að ég var með tvo bílventla í afturstuðaranum og hleypti úr og bætti í eftir hentugleik, bara með auganu og kannski stundum með loftmæli svona á tyllidögum :-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá thorjon » 24.apr 2013, 22:37

Ennþá með "hausverk" með þetta mál :) .... Þeir sem hafa smellt loftpúðum undir, er þetta þjóðsaga eða er mun meira viðhald á púðunum en gormum ?? ekki það að maður sjái að það sé mikið "viðhald" per se á gormum fyrr en þeir eru einfaldlega úr sér gengnir en eru menn almennt að lenda í lekaveseni á púðum ef gengið er almennilega frá þessu eða eru það tröllasögur ??
langar að athuga hvort maður geti fengið reynslusögur hér á þessum víðfræga vef í stað þess að "finna upp hjólið" :)

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá Hagalín » 24.apr 2013, 23:00

Eftir að hafa átt Patrol með púðum framan og aftan með sjálfvirku hæðar kerfi sem og sér stillingum fyrir hvern púða þá myndi ég halda gormum að framan og fá mér 1200kg púða að aftan. Það er hægt að fá í fjaðrabúðinni Part tvöfaldan mæli með tveimur veltirofum sem þú hleypir lofti í og úr. Það er einfalt kerfi sem ég er með núna í Ford sem ég á og er mjög þægilegt.
Síðast breytt af Hagalín þann 25.apr 2013, 05:28, breytt 1 sinni samtals.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá thorjon » 24.apr 2013, 23:10

Hagalín wrote:Eftir að hafa átt Patrol með púðum framan og aftan með sjálfvirku hæðar kerfi sem og sér stillingum fyrir hvern púða þá myndi ég halda púðunum að framan og fá mér 1200kg púða að aftan. Það er hægt að fá í fjaðrabúðinni Part tvöfaldan mæli með tveimur veltirofum sem þú hleypir lofti í og úr. Það er einfalt kerfi sem ég er með núna í Ford sem ég á og er mjög þægilegt.

takk Hagalín, þú semsagt mælir með að ef maður á annað borð fer í púða "ævintýrið" að taka þá bæði framan og aftan ? Mitt "vision" er reyndar að fara ekki í stærri dekk en 38 og þar af leiðandi ólíklegt að ég verði í einhverju ofurfjalla/jöklamennsku og hef einmitt verið að velta fyrir mér hvort púðakerfið sé að henta mér betur sem fjöðrun og með tilliti til stillanleika m.v. þyngdardreifingu "per ferð" í bílnum. En besservisserar ( sem fæstir höfðu haft púpa sjálfir) voru með mikil varnarorð yfir púðum að framan og mæltu með púðum aftan en gormum framan ef á annað borð væri farið í "loftvæðinguna". Hef einmitt rætt við strákan í Part og þeir hafa verið einkar hjálpfúsir við tvístígandi Patroleigandann :) hvernig virkar þetta sjálfvirka hæðarkerfi og hvar nálgast maður svoleiðis ??

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá Freyr » 25.apr 2013, 01:54

Varðandi áreiðanleikann þá hefur gjarnan verið eitthvað bras á þeim í þeim jeppum sem í kringum mig eru. Oftast er um að kenna lélegum frágangi á lögnum eða óvandaðri ísetningu svo púðarnir nuddast utaní e-ð en stundum er hreinlega vesen með sjálfa púðana. Sem dæmi er einn með púða sem eru um ársgamlir og alla tíð verið eitthvað lekavesen. Eftir mikin neltingarleik við leka sem m.a. endaði í að þétta allar samsetningar upp á nýtt var niðurstaðann að púðarnir væru bara ekki 100% þéttir og fékk eigandinn þau svör að þetta væri eðlilegt.

Sjálfur væri ég til í að prófa púða einhverntímann en hef hingað til kosið gormana frekar vegna áreiðanleika. Sennilega myndi ég prófa púða í bíl (að aftan) ef hleðslan væri mjög breytileg, þá á ég við ef maður ferðast allt frá því að vera einn í að vera með fullann bíl af fullorðnum. Ef munurinn er að jafnaði kanski innan 200 kg. sviðs (eins í í mínum jeppum almennt) myndi ég halda mig við gorma.

Kv. Freyr

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá Hagalín » 25.apr 2013, 05:29

thorjon wrote:
Hagalín wrote:Eftir að hafa átt Patrol með púðum framan og aftan með sjálfvirku hæðar kerfi sem og sér stillingum fyrir hvern púða þá myndi ég halda púðunum að framan og fá mér 1200kg púða að aftan. Það er hægt að fá í fjaðrabúðinni Part tvöfaldan mæli með tveimur veltirofum sem þú hleypir lofti í og úr. Það er einfalt kerfi sem ég er með núna í Ford sem ég á og er mjög þægilegt.

takk Hagalín, þú semsagt mælir með að ef maður á annað borð fer í púða "ævintýrið" að taka þá bæði framan og aftan ? Mitt "vision" er reyndar að fara ekki í stærri dekk en 38 og þar af leiðandi ólíklegt að ég verði í einhverju ofurfjalla/jöklamennsku og hef einmitt verið að velta fyrir mér hvort púðakerfið sé að henta mér betur sem fjöðrun og með tilliti til stillanleika m.v. þyngdardreifingu "per ferð" í bílnum. En besservisserar ( sem fæstir höfðu haft púpa sjálfir) voru með mikil varnarorð yfir púðum að framan og mæltu með púðum aftan en gormum framan ef á annað borð væri farið í "loftvæðinguna". Hef einmitt rætt við strákan í Part og þeir hafa verið einkar hjálpfúsir við tvístígandi Patroleigandann :) hvernig virkar þetta sjálfvirka hæðarkerfi og hvar nálgast maður svoleiðis ??


Fyrirgefðu, þetta átti að vera halda gormum að framan og fá mér 1200kg púða að aftan
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá Hagalín » 25.apr 2013, 05:32

Svo er líka eitt annað. Þegar menn eru með púða að þá ætti það að vera þannig að þú hafir loftloka sem skrúfast í toppinn á púðanum. Þá getur þú ef þú lendir í lekaveseni hvernig sem þú ert með kerfið tengt eða hvaða uppsetningu sem þú velur lokað hvern púða fyrir sig af.
Þá getur þú bara áður en þú ferð í torfærur eða eitthvað því líkt bara stillt hæðina hvernig sem þú vilt hafa hana og lokað svo bara hverjum púða.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá Izan » 25.apr 2013, 12:49

Sælir.

Ég myndi bara halda Patrol gormunum og dempurum. Þetta er prýðileg fjöðrun og þú getur ekki búið til betri nema með miklum tíma og mjög miklum peningum. Ef þú vilt stífa bílinn eitthvað getur þú farið út í stillanlega Koni dempara. Y60 bíllinn tók mjög vel við LC80 framgormum og þeir dugðu til að hækka bílinn um 10cm. Ég veit ekki hvernig þeir passa Y61 bílnum, hann er tölvert þyngri en Y60.

Grunnatriði; ekki breyta því sem virkar.

Kv Jón Garðar


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá Brjotur » 25.apr 2013, 13:28

Puðar að aftan og gormar að framan það er setup sem er að virka mjög vel hja mer a Econoline og ekki er neinn leki i puðum eða nein vandamal :) eg kys einfaldleikann i uppsetningu er að visu ekki með ventla bara uti, er með 2 rofa og 2 mæla 1 fyrir hvorn puða inni i bil þar sem eg stjorna manual þrystingnum i puðunum og þetta er ekkert að bila buið að keyra bilinn 60.000 km a einu og halfu ari
kveðja Helgi


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá ivar » 25.apr 2013, 13:41

Ég er með púða að aftan og hef tvennt um þetta að segja.
a) ég hef aldrei haft skemmtilegri fjöðrun
b) ég hef aldrei haft fjöðrum sem þarfnast jafn mikillar umhyggju

Hvað þetta seinna varðar þá er þetta ekki beint að bila heldur sökum einhvers af og til lækkar á púðunum. Svo getur þetta verið til friðs í tíma en byrjar svo aftur. Er búinn að prófa ýmislegt og er viss um að þetta er púðinn sjálfur en þeir voru nýjir firestone fyrir ári.

Í patrol myndi ég alltaf fá mér OME gorma og dempara framan og OME gorma en Koni dempara að aftan.
Eina sem gæti fengið mig til að skipta um skoðun er ef ég væri reglulega að skiptast á túristakeyrslu og einkaferðum þar sem ég væri einn. Hugsa samt að ég færi áfram bara í gorma.


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá thorjon » 02.maí 2013, 00:45

ivar wrote:Ég er með púða að aftan og hef tvennt um þetta að segja.
a) ég hef aldrei haft skemmtilegri fjöðrun
b) ég hef aldrei haft fjöðrum sem þarfnast jafn mikillar umhyggju

Hvað þetta seinna varðar þá er þetta ekki beint að bila heldur sökum einhvers af og til lækkar á púðunum. Svo getur þetta verið til friðs í tíma en byrjar svo aftur. Er búinn að prófa ýmislegt og er viss um að þetta er púðinn sjálfur en þeir voru nýjir firestone fyrir ári.

Í patrol myndi ég alltaf fá mér OME gorma og dempara framan og OME gorma en Koni dempara að aftan.
Eina sem gæti fengið mig til að skipta um skoðun er ef ég væri reglulega að skiptast á túristakeyrslu og einkaferðum þar sem ég væri einn. Hugsa samt að ég færi áfram bara í gorma.


Hver er ástæðan fyrir KONI að aftan ?? Spyr sá sem ekki veit :)


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá thorjon » 05.maí 2013, 00:09

Sælir drengir, hver er ástæðan fyrir því að menn velja frekar Koni en OME dempara að aftan ?? Er það vegna stillanleikans eða ?
Ég ræddi við sölumennina í N1 er sögðu mér að allir Koni væru "olíu"demparar, en nú eru OME dempararnir "gas"demparar. Endilega fræðið mig um leyndarmál þessa máls en ég í minni einfeldni hélt að gasdempari væri alltaf betri kostur en olíudempari ?? spyr sá sem ekki veit :)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá Freyr » 05.maí 2013, 01:14

Hvað býr að baki því að taka frekar KONI að aftan veit ég ekki. Hinsvegar erum við Ívar góðir vinir og ferðafélagar og hann hefur átt patrola og umgengist þá töluvert svo það er pottþétt einhver pæling á bak við þetta. Fyrirfram hefði ég sjálfur veðjað á OME hringinn (nema ef maður ætlaði að vera extra flottur á því og fara í HT gormana) því ég hef ekið og setið í patrolum með OME fjöðrun og líkað það mjög vel.

Koni eru til bæði með og án gass. Algengast er að menn noti frá þeim gaslausa dempara til að hafa möguleikann á að breyta þeim og gera þá upp. Gasdemparana er ekki hægt að opna og því ekki hægt að stilla þá umfram stillinguna á sundurslaginu sem er í boði í þeim orginal. Stór kostur við KONI umfram OME er að geta stillt þá. Í bíl eins og patrol þar sem menn hafa keypt haug af eins dempurum frá OME og árangurinn ótvíræður er það góður kostur en ef menn eru ekki með jafn algenga uppsetningu er KONI líklegri til árangurs því þar er hægt að leiðrétta hlutina ef veðjað var vitlaust. Sem dæmi færði ég afturhásinguna á mínum cherokee helling aftur á bak og smíðaði gormafjöðrun og eina sem kom til greina í mínum huga var KONI nema ég færi enn lengra og tæki Walker Evans eða F-O-A dempara. Það að allir KONI séu olíudemparar er rétt að því leiti að þeir vinna allir á olíu en þeir eru algengir með gashleðslu, t.d. eru dempararnir í 30 seríunni með gasi. Einnig vinna allir dempararnir frá OME á olíu en eru með gashleðslu til að hækka suðumark olíunnar.

Gas vs. olía. Gasið hækkar suðumark olíunnar með því að halda yfirþrýstingi í demparanum og hentar því til að leifa demparanum að hitna meira og þola þ.a.l. langvarandi álag betur. Hinsvegar eru dempararnir í t.d. 30 seríunni frá KONI frekar grannir meðan olíudempararnir í 84 seríunni eru mikið sverari og því er hitaþol olíudemparans í því tilfelli meira. Við sömu átök helst olíudemparinn kaldari meðan gasdemparinn keyrir heitari en þolir það vegna gassins. Þetta er miðað við að virknin/stífnin sé sú sama.

Kv. Freyr


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá kjartanbj » 26.maí 2013, 13:58

ég skil ekki hvað menn eru svona hræddir við loftpúða, er með þetta mjög simple hjá mér, bara loftkista og 4 krana , hver púði er bara sjálfstæður, mælir á hverjum púða, eina sem ég er að lenda í er að ég er með frekar gamla púða, orðnir slitnir þannig að báðir púðarnir hægra megin eru farnir að leka aðeins, en það er ekkert sem er eitthvað akút, dugar yfirleitt að stilla bílinn bara af áður en ég fer í ferð og svo er hann bara réttur , opna bara alla 4 kranana þegar bíllinn er á sléttu malbiki þannig hann jafni á milli púðana og málið er dautt,

er með 1600kg púða undir bílnum hjá mér, hver púði er að kosta 30-35þúsund kr fer líklega í það í sumar að skipta þeim út fyrir nýja púða
og á þessa gömlu sem vara ef ég lendi í að skemma púða sem er ólíklegt að gerist , hef allavega aldrei verið hræddur um að skemma púða, þó ég sé að keyra yfir ár fullar af ís og krapa og allskonar aðstæðum sem ég er búin að lenda í

svo er þetta bara svo hrikalega þægilegt að geta lækkað bílinn að aftan þegar maður er að lesta hann, eða að framan þegar maður er að vinna í húddinu :P

og fjöðrunin er hrikalega skemmtileg svona líka :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Gormar eða loftpúðar fyrir Patrol ??

Postfrá Startarinn » 26.maí 2013, 14:12

Ég er með 1200kg púða frá Landvélum undir hilux að aftan, annar þeirra fór að smita eftir að dempari slitnaði hjá mér og púðinn fór full langt í sundur.

Ég fékk mér e-h dekkjaviðgerðarefni á brúsa sem ég fann á Shell á Sauðárkróki og tók púðan úr og sprautaði þessu efni inní púðan, velti honum fram og til baka, og dældi svo í og tappaði úr til skiptis nokkrum sinnum samkvæmt leiðbeiningum á brúsanum fyrir dekk, síðan hefur þessi púði ekki lekið, þetta var 2009
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur