Góðan dag spjallarar. Er með '92 af XJ . Allt í einu fóru framljósin að blikka , heyri í relayinu klikka. Svo hættir þetta um tíma en kemur aftur. Var bagalegt á hellisheiðinni gærkvöld. Ég blikkaði í gríð og erg saklausa ferðalanga . :) Er þetta eitthvað sem þið kannist við ?
Kveðja,
Röggi P.
Framljós blikka á XJ
Re: Framljós blikka á XJ
þetta var svona í mínum, dugaði þá að sprarka undir mælaborðið og þá hætti hann í svona 2 daga, athugaði svosum aldrei almennilega hvert meinið var
1992 MMC Pajero SWB
-
- Innlegg: 269
- Skráður: 21.jan 2012, 22:15
- Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
- Bíltegund: Terrano II 36"
Re: Framljós blikka á XJ
vinur minn var með 94 árgerð af xj sem byrjaði á þessu og þá var það bara rofinn sem þú kveikir ljósin með
til gamans, að þá gerðist nákvæmlega það sama í 93 árgerð af dakotu sem hann átti og það var sama vandamál þar
til gamans, að þá gerðist nákvæmlega það sama í 93 árgerð af dakotu sem hann átti og það var sama vandamál þar
Re: Framljós blikka á XJ
Ljósarofinn er málið. Næst þegar þetta byrjar, prófaðu þá að eiga við hann,toga örlítið eða þrýsta létt á hann eða snúa pínulítið upp á hann.
Re: Framljós blikka á XJ
sæll, ég á nýjan og ónotaðan ljósarofa ennþá í pakkningunum keyptan í H.Jónssyni sem þú getur fengið á góðu verði :-)
kveðja
Agnar
893 0557
agnarben@gmail.com
kveðja
Agnar
893 0557
agnarben@gmail.com
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 19.mar 2013, 13:33
- Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
- Bíltegund: Wrangler Ultimate
Re: Framljós blikka á XJ
Hvað ertu með sterkar perur í bílnum..
í mínum þolir ljósarofinn ekkert meira en 55-60W perur annars dettur þetta út líkt og hjá þér þangað til draslið kólnar aftur.. og poppar aftur inn og síðan út aftur.. vonlaust :) lélegur ljósarofi ef þú ert ekki með sterkar perur.
kv
gunnar ljósakall... (er með retrofit xenon augu í honum núna, mjög góð lýsing og lýsir nákvæmlega ekkert... í augu annara bílstjóra)
í mínum þolir ljósarofinn ekkert meira en 55-60W perur annars dettur þetta út líkt og hjá þér þangað til draslið kólnar aftur.. og poppar aftur inn og síðan út aftur.. vonlaust :) lélegur ljósarofi ef þú ert ekki með sterkar perur.
kv
gunnar ljósakall... (er með retrofit xenon augu í honum núna, mjög góð lýsing og lýsir nákvæmlega ekkert... í augu annara bílstjóra)
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Framljós blikka á XJ
ég er einmitt líka búinn að vera í vandræðum með rofann í bílnum hjá pabba en það er þannig að ef ég slekk ekki ljósin áður en ég drep á bílnum þá get ég ekki slökkt (parkljósin) nema starta aftur í gang og slökkva þá ljósin og drepa aftur á hehe búinn að setja nýjann rofa í og það breytti engu, ég get hækkað og lækkað styrkinn á parkinu með því að snúa ljósatakkanum.... frekar spes hehe
kv. Kristján
ps. afsakið að ég sé að stelast inná þráðinn en fannst ágætt að hafa þessar pælingar á sama stað ;)
kv. Kristján
ps. afsakið að ég sé að stelast inná þráðinn en fannst ágætt að hafa þessar pælingar á sama stað ;)
-
- Innlegg: 124
- Skráður: 01.feb 2010, 18:45
- Fullt nafn: Ingi Björnsson
- Bíltegund: Toyota LC90
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Framljós blikka á XJ
Er ekki bara 30-60 sek delay á því að ljósin slökni ef þú slekkur á þeim eftir að búið sé að slökkva á bílnum?
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Framljós blikka á XJ
nei hehe fékk að komast að því fyrir ekki löngu gleymdi þessu og það fjaraði allur straumur hægt og örugglega út :P
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Framljós blikka á XJ
Getur verið að það sé "hitaöryggi" á lögninni?
Þá rofnar straumurinn er það er of mikið álag og kemur aftur á þegar öryggið kólnar eftir nokkrar sekúndur.
Þá rofnar straumurinn er það er of mikið álag og kemur aftur á þegar öryggið kólnar eftir nokkrar sekúndur.
Re: Framljós blikka á XJ
Það er ekkert reley á ljósunum á cherokee heldur er ljósarofin nógu öflugur til að þola allann strauminn á ljósunum, svo er sjálfvirkt yfirálgsöriggi innbyggt í hann og þegar rofinn verður gamall og lélegur byrjar hann að láta svona. Ég hef nokkrum sinnum lent í þessu og hef bara skipt um rofann og allt verður í lagi. Hef líka tekið eftir að rofarnir endast verr ef maður notar dimmerinn á panelljósunum mikið. Ég mæli með að kaupa rofann í H-Jónsson og ekki kaupa ódýrustu rofana því þeir endast mun verr en þeir dýrari
Kvaðja Kiddi.
Kvaðja Kiddi.
-
- Innlegg: 460
- Skráður: 28.apr 2010, 13:36
- Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
- Bíltegund: Jeep cj5
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Framljós blikka á XJ
Ég keypti minn einmitt hjá H.Jónson og það breytti engu :P
Get ekki slökkt parkið ef ég drep á vélinni fyrst, þá verð ég að setja í gang aftur til að geta slökkt parkið og síðan má ég drepa á haha einnig virkar dimmerinn á parkið
Get ekki slökkt parkið ef ég drep á vélinni fyrst, þá verð ég að setja í gang aftur til að geta slökkt parkið og síðan má ég drepa á haha einnig virkar dimmerinn á parkið
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur